Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Offita er orðin ískyggilega al- geng hér á landi og langoftast er um að kenna röngu mataræði. Að áliti lækna er offita einhver al- mesti sjúkdómsvaldur. Þarna þarf aö taka í taumana. Aðsókn Mjög mikil aðsókn er að hælinu og er margra mánaða bið eftir íslensk heilsulind „Gósenland fyrir sjúklinga, sem þjást af offitu, gigtarsjúk- dómum og eftir erfið- ar skurðaðgerðir. “ -eftir Hebu A. Œafsson og Pál Agústsson Undanfarnar vikur höfum við hjónin dvalið á heilsuhæli NLFI í Hveragerði, annað eftir skurðað- gerð en hitt vegna gigtarsjúk- dóms. Er skemmst frá því að segja að dvöl okkar þarna var í alla staði hin ánægjulegasta og höfðum við af henni mikið gagn heilsufarslega séð. Við teljum að þetta sé heilsuhæli á heimsmæli- kvarða þótt eitthvað skorti kannski á um gæði húsakynna í eista hiuta hælisins. Umönnun og meðferð Undir stjórn læknanna ísaks Hallgrímssonar og Þórhalls Ólafssonar fá sjúklingar marg- víslega meðferð eftir eðli sjúk- dómsins, svo sem leirböð, skipti- böð, ljósböð, handnudd og vatnsnudd, auk allskonar æfinga sjúkraþjálfa svo eitthvað sé nefnt. Ágætur æfingasalur er með fjölda tækja til lið- og þrekæfinga. Tvær góðar sundlaugar mismunandi heitar til uppmýkingar og sund- iðkana og gufubaðstofa. Sjúkra- þjálfar eru margir og kunna fag sitt vel. Hjúkrunarlið er allt með ágætum og er vakt allan sólar- hringinn. Maturinn Pálína Kjartansdóttir og eld- húslið hennar sér um matargerð. Eingöngu er um jurtafæðu að ræða og er allur matur bæði ljúf- fengur og góður, föt fagurlega skreytt og matborð bæði lystugt og girnilegt. Hægt er að borða sig pakksaddan án þess að um hættu á aukakílóum sé að ræða, lang- flestir léttast og sumir um mörg kg. Þeir sem vilja grenna sig fara á bakkaf?eði (lítill skammtur) og sé um verulega fitu að ræða fer fólk á glasafæði (eingöngu vökvi) um 2—3 vikur. Hangikjöts-, sviða- og slátursát íslendinga var réttlætanlegt hérna áður fyrr vegna kulda og erfiðisverka, en nú er örugglega óhætt að takmarka verulega neyslu þessara rétta, en auka í þess stað neyslu ávaxta og grænmetis. Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. T Norrænu vísindanámskeiðin: Styrkir til vísindanámskeiða, rannsóknardvalar og vísindafunda llerdís Þorvaldsdóttir sem frú Orban og Margrét Guðmundsdóttir sem Mýsla, mjálmast á. Mýsla á litla sviðinu Leíklíst Ólafur M. Jóhannesson Frá því árið 1972 hefur verið veitt fé á menningarfjárlögum Norðurlanda til þess að standa straum af kostnaði við norræn námskeið í ýmsum greinum vísinda. Þessi starfsemi nefn- ist norrænu vísindanámskeið- in, „Nordiska forskarkurser". Hugmyndin með þessari fjár- veitingu er að með sameigin- legu átaki geti Norðurlöndin staðið fyrir námskeiðum í ýmsum vaxtarbroddum vís- inda með því að safna saman norrænum rannsóknarmönn- um þar sem aðstæður eru heppilegar og fá þangað fær- ustu sérfræðinga og kennara utan úr heimi til leiðbeininga og umræðu. Þessi námskeið standa venjulega 8—15 daga og eru þátttakendur um 15 til 30. Yfirleitt er greiddur allur kostnaður þátttakenda og kennara bæði ferða- og dval- arkostnaður. I nokkrum tilvik- um hefur verið innheimt þátttökugjald, en þó aðeins ör- fá hundruð króna og eru ákvæði um að slíkt gjald verði að vera hið sama fyrir alla, þannig að ekki skapist að- stöðumunur vegna búsetu. Stjórn norrænu vísindanám- skeiðanna er skipuð níu mönnum auk ritara. Fulltrúi Islands fyrstu þrjú árin var prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson, en frá 1975 hefur Örn Helgason, dósent gegnt þessu starfi og er hann núna jafnframt formaður stjórnar- innar. Árlega eru haldin um tutt- ugu námskeið og árið 1982 er fé til námskeiða um 3,2 millj- ónir danskra króna. Af þeim 200 námskeiðum sem haldin hafa verið frá því að fyrst var veitt fé til starfseminnar, hafa 5 verið haldin hér á landi. Hið fyrsta var í læknisfræði árið 1974. Þá var námskeið í jarð- fræði árið 1976 sem jarðfræð- ingarnir Guðmundur Sig- valdason og Karl Grönvold höfðu umsjón með. Þetta nám- skeið nefndist „Samband mell- an geokemi och geologisk- geotektonisk miljö för recenta och áldre bergarter". Árið 1977 var námskeið í stærð- fræði undir umsjón prófessors Eggerts Briem og var við- fangsefnið þar „Harmonisk analys". Þá sáu dósentarnir Haraldur Ólafsson og Þor- björn Broddason um námskeið í félagsfræði árið 1979 og nefndist það „Fiskerisocio- logi“. Loks var á síðasta sumri námskeið í málvísindum, „Spráklig databehandling", undir stjórn Baldurs Jónsson- ar, dósents. Yfir eitt hundrað erlendir vísindamenn hafa sótt þessi námskeið og komust færri en vildu. Um þátttöku Islendinga í námskeiðum á hinum Norðurlöndunum eru ekki til nákvæmar tölur en ekki er fjarri lagi að talan 150 gefi rétta mynd af henni. Næsta sumar verða alls 17 námskeið á vegum sjóðsins í ýmsum greinum vísinda. 6 þeirra má telja til hug- og fé- lagsvísinda, 4—5 má telja til líffræði og læknisfræði, 4—5 til raungreina og tækni og 2—3 eru á sviði landbúnaðar- fræða. Bæklingur sem veitir nánari upplýsingar um nám- skeiðin, viðfangsefni þeirra, stað og tíma ásamt umsóknar- fresti liggur frammi á skrif- stofu Háskóla íslands, en auk þess mun Rannsóknaráð ríkis- ins og skrifstofa Landlæknis sjá um dreifingu til viðkom- andi stofnana. Fyrir þremur árum ákvað norræna ráðherranefndin að fela stjórn vísindanámskeið- anna tvö ný viðfangefni. Ann- ars vegar átti hún að úthluta ferða- og dvalarstyrkjum til einstaklinga vegna rann- sóknadvalar innan Norður- landa, svo nefndir „Nordiska forskarstipendier" og hins vegar skyldi hún úthluta styrkjum til vísindafunda, „Nordiska forskarsypmosier". Rannsóknastyrkirnir eru veittir einstaklingum á rann- sóknastofnunum til rann- sóknadvalar annars staðar á Norðurlöndum í 2—12 mánuði. Styrkupphæðin er 3500 d.kr. á mánuði auk greiðslu á ferða- kostnaði. Þá er gert ráð fyrir að styrkþegi haldi launum heima fyrir á meðan á dvöl- inni stendur. Upphæð sú sem er til úthlutunar á næsta ári er um 990 þúsund d.kr. Af 147 styrkþegum til þessa hafa 8 íslendingar hlotið styrk. Til vísindafunda verða veitt- ar á næsta ári 796 þúsund d.kr. Úthlutun þessa þáttar hefur valdið nokkrum erfiðleikum. Annars vegar er upphæðin til úthlutunar aðeins dropi í haf- ið, þegar hafður er í huga fjöldi og stærð umsókna og hins vegar eru vinnureglur sem stjórninni eru settar nokkuð óljósar, þannig að henni hefur reynst erfitt að gera þessu viðfangsefni skil eins og hugur hefur staðið til. Alls hefur verið úthlutað styrkjum til 52 funda, þar af til fjögurra hér á landi. Nýlega er kominn út bækl- ingur vegna styrkumsókna fyrir árið 1982. í honum eru eyðublöð og leiðbeiningar fyrir alla þá þrjá þætti sem hér hafa verið nefndir. Þennan bækling er einnig unnt að fá á skrifstofu Háskólans. Umsóknarfrestur um dval- arstyrki og vísindafundi er tvisvar á ári, 1. febrúar og 1. október. Þessar umsóknir eru síðan afgreiddar um það bil 40 dögum síðar. Þeir sem hins vegar hyggja á námskeiðahald sumarið 1983 þurfa að senda inn umsókn fyrir 1. febrúar 1982. Ákvörðun um námskeið- in er síðan tekin á fundi í ág- ústmánuði að fenginni umsögn sérfróðra aðila. Þeir sem vald- ir verða hafa því síðan um það bil eitt ár til að undirbúa nám- skeið í smáatriðum. Höfundur: István Örkéný Þýðing: Karl Guðmundsson og Hjalti Kristgeirsson Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjórn: Benedikt Árnason Mér hefur ætíð fundist leika skemmtilega framandi seið- magnað andrúmsloft um fjalir neðra sviðsins í Þjóðleikhúsinu. Það er eins og skolist inn á þetta litla svið verk frá fjarlægum heimshornum jafnvel alla leið frá Japan. Og nú í ársbyrjun áttatíu og tvö berst þangað verk frá Ungverjalandi. Hvað vitum við annars hér á Fróni um það merka land? Er Ungverjaland í hugum okkar annað en skiki í Mið-Evrópu hulinn bak við ógagnsætt járntjald? Þurfum við ekki að fletta upp í sögubók- um til að gera okkur grein fyrir að ekki er lengra en um síðustu aldamót að höfuðstaður Ung- verjalands, Búdapest, var heims- þekkt menningarmiðstöð. Hún var annar nafli Austurríska keisaradæmisins, hinn var Vín. En Vínarbúar litu á þessum tíma upp til Búdapest, en Búda- pestbúar dáðu aftur París. Enda búlivarðarnir í Búdapest stráðir útikaffihúsum að franskri fyrir- mynd. Það er þessi löngu horfni kaffiilmur af útiveitingastöðun- um í Búdapest sem mér fannst leggja að vitum mínum er ég horfði á verk ungverska skálds- ins István Örkéný, Kisuleik, á litla sviði Þjóðleikhússins sið- astliðið fimmtudagskvöld. Mér fannst ég greina bakvið harm- sögu Frú Orban, sem á gamals aldri leitar eftir ástarævintýrum unglingsskeiðsins með hrapal- legum afleiðingum — aðra og dýpri harmsögu. Mér virtist frú Orban vera ósköp venjuleg kona sem leitast við að lifa í nútíman- um en töfrar hinnar glæstu for- tíðar þegar Austurrísk-ung- verska keisaradæmið var og hét, halda henni í járngreipum. Hún finnur í genginni frægð óperu- söngvarans Viktors þetta segul- magn sem hún í senn gefur sig á vald og hræðist. Viktor stendur traustum fótum á móður jörð og lætur sig hafa það að syngja fyrir kvenfélag Búnaðarsam- bandsins enda með lungna- þembu. Slíkan ruddaskap þolir afkvæmi Austurríska keisara- dæmisins ekki og hún leitar aft- ur og aftur til holdtekju hinnar fáguðu fortíðar systur sinnar, Gízu. En kaldur og nístandi veru- leikinn þrýstir á. Holdtekja hins kommúniska þjóðskipulags, Mýsla, er til staðar, líkt og kött- ur sem smýgur milli stafs og hurðar. Þörf frú Orban fyrir fé- lagsskap og snertingu við um- hverfið neyðir hana til sam- skipta við Mýslu, samskipta sem eru á næsta frumstæðu sviði og stjórnast nánast af innkirtlun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.