Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 3 1 Minning: Svanur Laurence Herbertsson Faeddur 27. febrúar 1950 Dáinn 7. janúar 1982. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt jafn sviplega og nú. Og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú. Dagur er að kvöldi kominn, við starfsfólkið í mötuneyti varnar- liðsins höfum lokið tveim löngum vinnudögum. Framundan er frí- helgi, við kveðjumst hress og kát og hver og einn heldur heim til sín. „Skemmtu þér vel um helgina, sjáumst heil á mánudag." En eigi má sköpum renna, það hafa ekki allir náð heim til sín þetta kvöld. Morguninn eftir frétt- um við að enn eitt umferðaslysið hafi orðið, og í þetta sinn eru það „strákarnir okkar" sem eru fórn- arlömbin. Einn þeirra er dáinn, en tveir liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Hversu óviðbúin og vanmáttug við erum ávallt til að taka slíkum fréttum verður ekki með orðum lýst. Við stöndum upp í þögulli spurn, sem þó er heldur þýðingar- lítil! Við verðum að trúa þessari staðreynd, það er guð einn sem ræður hvenær og hvern hann kall- ar. Núna er það tími Svans, sem útrunninn er, svo fá ár hefur hann ætlað honum hér á jörðu, en kall- ar hann nú til starfa í æðri heimi. Ekki á þetta að vera neitt æfi- ágrip, heldur einungis örfá kveðju og þakklætisorð. A stórum vinnustað, þar sem fólk vinnur saman meira en hálf- an sólarhring í einu, fer ekki hjá því að óvenjumikil sameining myndist, við verðum eins og ein stór fjölskylda, sem stendur sam- an jafnt i sorg sem gleði. Það var líka hljóður samheldin hópur sem mætti til vinnu mánu- dagsmorguninn. Þrátt fyrir að matsveinar af mótvaktinni hefðu komið til hjálpar, var tómið svo „í kirkjugarði köldum hér. nú köklu fræi sáum vcr. í aldingardi cilífdar, nú andinn nýtur blómgunar.“ Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um kuldann sem hér hefur verið. En þegar mér barst helfregn vinar míns, þá fannst mér kuldinn úti ekki skipta máli. í gegnum huga minn runnu hlýjar minningar frá okkar ánægjulegu og skuggalausu samverustundum um borð í gamla Fjallfossi og síð- ar Brúarfossi. Þór Skaftason yfir- vélstjóri, nú síðast á Stuðlafossi, andaðist um borð í skipi sínu 4. janúar, sem þá var statt í Boul- ogne í Frakklandi. Mér er ljúft að minnast hans, þessa góða drengs, þar sem hann hefur verið yfirmaður minn nær allan þann tíma sem ég starfaði sem vélstjóri hjá Eimskip en hjá því félagi hefur hann verið nær allan sinn starfsaldur sem vél- stjóri. Þór Skaftason var fæddur 2. ágúst 1920 hér í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guðrún Er- lendsdóttir og Skafti Jónsson, en þau missti hann er hann var barn- ungur. En Þór var ekki lánlaus maður, því við uppeldi hans tóku heiðurshjónin Kristín og Magnús Þorláksson á Blikastöðum í Mos- fellssveit. Snemma beindist hugur hans að vélum og öðrum tækninýjungum sem þá voru að halda innreið sína í landið og til að kynnast því nán- ar dreif hann sig í smiðjunám, þá átján ára, og lauk þar prófi í vél- virkjun og síðan í Vélskóla íslands og lauk námi þaðan árið 1944 og frá rafmagnsdeild 1945. Þór var tvígiftur og á tvær dæt- yfirþyrmandi, og skarðið svo stórt, sem við vissum að aldrei yrði bætt, að okkur reyndist ókleift að vera eðlileg. Við minnumst Svans okkar fyrst og fremst fyrir glaðlyndi hans og góðs drengsskapar, það voru hans aðalsmerki. Félagi sem alltaf var tilbúinn með gamanyrði og grínsögur á vörum, alltaf gat hann séð spaugi- legu hliðarnar á málunum, án þess þó að skerða sína hjartans sann- færingu. Réttlætiskennd hans var slík, að aldrei mátti hann vita á neinn hallað, án þess að koma til hjálpar, hvort sem var fyrir hann sjálfan eða aðra, það tókst honum hressileik og hreinlyndi, fyrir það var hann dáður og virtur af okkur öllum. Við vissum að undir örlítið kæruleysislegu yfirborði bjó mað- ur vel greindur, duglegur, ósér- hlífinn og fljótur til skjótra ákvarðana, engir erfiðleikar virt- ust vaxa honum í augum. Svo fær var hann í sínu starfi, að hann kom ávallt í stað yfir- matsveins í hans forföllum, hon- um var treyst jafnt af yfir sem undirmönnum og hann brást ekki því trausti. í stuttu máli, hann var sá per- sónuleiki, sem aldrei gleymist. Já, það er sannarlega skarð fyrir skildi og söknuður okkar mikill, ekki hvað síst hjá félögum okkar sem með honum voru síðustu ferð hans, megi guð styrkja þá andlega og líkamlega og gefa þeim heilsu og kraft til starfa á ný. Við dveljum í huganum af ein- lægri samúð, hjá eiginkonu hans, börnum og foreldrum, þeim sem svo mikið hafa misst og sárast sakna. Við vonum að algóður guð gefi þeim hjálp og styrk, til þess að standast þessa miklu raun. Megi minningin um góðan dreng ur frá fyrra hjónabandi, Hildi- gunni, sem gift er Þorsteini Þor- steinssyni, flugvélaverkfræðingi, og Guðrúnu Kristínu, gifta Páli Þorsteinssyni, borgarfógeta. Árið 1963 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Huldu Helgadótt- ur Björnssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Borgarfirði Eystra, mikilli sómakonu og veit ég, að það var Þór mikið lán að eignast slíkan lífsförunaut sem hún var honum. Milli þeirra hjóna voru sterk bönd og hugur hvors hjá öðru þó breið höf skildu þau að. Minnist ég þess er Hulda var í jólaboði hjá Guðrúnu á aðfangadagskvöld, að ókyrrð færðist yfir hana og kvaðst hún vilja hraða sér heim. Þegar hún var rétt komin inn í íbúð þeirra hringdi síminn og var þar rödd Þórs, sem þá var staddur í Grimsby, og vildi óska konu sinni gleðilegra jóla og láta hana vita um sínar ferðir. — En: „Líf manns hratt fram hlcypur, hafandi cnga biö. í daudans grimmar grcipar, gröfin tckur þar vid. Allrar vcraldar vcgur, víkur ad sama punkt. Kctar þann fús S4*m trcgur, hvort fcllur lctt oda þungt." (Sálmur) Já, það er þungur harmur sem ástvinir hans fá nú að bera. Þór bar alltaf höfuðið hátt og var vin- ur vina sinna, hrekklaus og trygg- ur þeim er vináttu hans náðu. Hann var með afbrigðum skap- góður og notalegt að vinna með honum og undir hans stjórn. Við Þór áttum margar góðar stundir saman i þau 10 ár sem við þekkt- umst, og komst ég að ýmsum góð- um kostum hans sem hann ekki vera þeim smyrsl á sárin, og þau megi í fyllingu tímans, „sjá í ljósi hans ljómann dýrðar bak við hel“. „Far þú í friði, friður (.uðs þig blcssi, hafðu þökk fyrir alll og allt." Starfsfélagar Mig langar að minnast með nokkrum orðum frænda mins, Svans Laurence Herbertssonar, fæddur Ward, Hraunbæ 10 Rvk., sem lést í bílslysi á leið frá vinnu sinni fimmtudaginn 7. þ.m. Hann starfaði sem matsveinn á Kefla- víkurflugvelli og átti slys þetta sér stað á Reykjanesbraut, sem sumir kalla „besta“ veg landsins, en ég og fleiri þekkja af reynslu hversu sá vegur er varhugaverður orðinn. Þar hafa nú látið lífið 3 ungir menn með örskömmu millibili í bílslysum og aðrir liggja slasaðir eftir. Laurence, en undir því nafni gekk hann alltaf hjá mér og mín- um, var sonur hjónanna Jennýjar Clausen og Herberts Albertssonar (Patrick Ward), Hraunbæ 91 og var hann einkabarn þeirra. Hann var fæddur 27.11. ’50 og var því aðeins 31 árs þegar hann lést. Þau hjónin tóku mig undirritaðan að sér nýfæddan og ólu mig upp til 2 ára aldurs, og reyndar átti ég allt- af athvarf hjá þeim þegar þörf var á. Þannig var Laurence mér sem bróðir jafnt og frændi. Laurence var kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur og áttu þau tvö börn, Sig- ríði Jenný og Patrick Herbert, en eina dóttur, Evu Lísu, átti hann fyrir, og er hún hjá ömmu sinni og afa í Hraunbænum. Laurence lærði iðn sína í Glæsibæ og bjuggu þau þá í Rvk., en siðan hóf hann störf sem matsveinn hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli og keyptu þau sér þá einbýlishús í Keflavík. Þar bjuggu þau um tima en fluttu síðan aftur til Rvk. Laur- ence sagði mér að hann vildi frek- ar aka á milli en að búa suðurfrá, og þó að slysin verði vissulega alls staðar, læðist sú hugsun að manni, að það hafi verið örlagarík ákvörðun. Minninguna um góðan dreng eigum við þó eftir, og ég veit að hann vill að fólkið hans horfi fram flíkaði mikið. Til dæmis var kímnigáfa hans oft stórkostleg og honum einum lagin svo og hans persónutaktar sem allir sjómenn er með honum sigldu þekkja svo vel. Hver man ekki hans daglegu gönguferðir á bátadekkinu með hendurnar fyrir aftan bak, tein- réttur og virðulegur. Þór var ákaflega dulur og hóg- vær maður, sem ekki var alltaf að láta bera á sér eða troða sínum skoðunum upp á aðra. Hann var maður samkomulags og friðar, hvar sem hann starfaði. Tel ég það mikla gæfu fyrir Eimskipafélag íslands að hafa notið starfskrafta hans og þess trúnaðar og um- hyggju sem hann bar fyrir því fé- lagi til hinsta dags. Fyrir tónlist hafði Þór mjög næmt eyra og þá sérstaklega óperum og klassískri tónlist. Minnist ég þeirra stunda er við vorum í Hamborg, að við notuðum hvert tækifæri til að sjá þær óperur og óperettur sem þar voru fluttar meðan við stóðum þar við og sá ég þá hvað hann naut þessara stunda af mikilli innlifun og talaði um löngu seinna. á við með þeim dugnaði sem ein- kenndi hann sjálfan. Við vottum þér, Magga mín, börnunum og ykkur Jenný og Paddy okkar innilegustu samúð. Kristján Hermannsson og fjölskylda Mig setti hljóðan, er ég kom heim á fimmtudagskvöldið var og konan mín sagði mér, að hann Lolli frændi minn og vinur hefði farist í bílslysi þá um kvöldið. Mér fannst hver taug í líkama mínum lamast, það gat ekki verið satt, að hann Lolli væri dáinn. En dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér og við eigum erfitt með að skilja hversvegna fólk er hrifið á brott úr þessum heimi í blóma lífsins, en vegir drottins eru órannsakan- legir og víst er um það, að allt á sinn tilgang. Svanur Laurence, en það hét Lolli fullu nafni, var fædd- ur 27. nóvember 1950 og var einka- sonur hjónanna Jennyjar Clausen og Herberts Albertssonar og ólst hann upp við mikið ástríki þeirra, enda þeirra eina barn. Við Lolli vorum systrasynir og hófst því vinátta okkar þegar á unga aldri og varð traustari eftir því sem ár- in liðu. Lolli var að eðlisfari ör í skapi og tilfinningaríkur en bón- góður og mjög hjálpsamur öllum „En marus cr cnn að minnast, og margt cr |n*r að þakka." Ekki get ég lokið svo við þessar línur að minnast ekki á gimsteina hans, sem 5 barnabörn Þórs voru honum, og oft var afi búinn að gleðja þá og ekki síður man ég hvað hann var stoltur af þeim. Læt ég nú staðar numið, því: „kallið cr komið, komin cr nú stundin. Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kvcðja vininn sinn látna, cr scfur hcr hinn síðasta blund." Huldu votta ég innilegustu sam- úð mína, svo og öðrum ættingjum hans. Haf þökk fyrir allt, farmað- ur. „Góða ferð.“ Hafsteinn Jóhannesson, vélfræðingur. Þór Skaftason, fósturbróðir minn var fæddur 2. ágúst 1920 í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Skafti Jónsson sjómaður á Akra- nesi og Guðrún Erlendsdóttir. Þegar drengurinn var fárra mánaða gamall veiktist móðir hans alvarlega og var honum þá komið í fóstur til hjónanna Magn- úsar og Kristínar á Blikastöðum í Mosfellssveit. Þessi litli drengur kom eins og bjartur sólargeisli inn í líf þeirra hjóna og ólst upp við mikið ást- ríki. I uppvextinum tók hann þátt í flestum störfum þessa mann- marga heimilis, en best lét honum að fást við hesta og alls konar vinnuvélar. Hann stundaði nám í Iðnskóla Reykjavíkur og lauk þar prófi í vélvirkjun 1942. Síðan lauk hann einnig prófi við Vélskólann og Rafmagnsdeildina 1945. Frá þeim tíma var hann vélstjóri og yfirvélstjóri á skipum Eimskipa- félags íslands. Hann andaðist um borð í skipi sínu Stuðlafossi fyrir ströndum Frakklands aðfaranótt mánudagsins 4. jan. Þór var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Þorsteinsdóttir er til hans leituðu og fékk ég að reyna það, er ég stóð í húsbygg- ingu og flutningum nú nýverið. Lolli var lærður matsveinn og stundaði þá vinnu til hinsta dags. Lolli var kvæntur Margréti Sig- urðardóttur og áttu þau tvö börn, Sigríði Jenny 7 ára og Patrik Herbert 4 ára. Eina dóttur átti hann fyrir hjónaband, Evu Lísu 12 ára, og hefur hún alist upp hjá foreldrum hans, og er hún þeim mikill styrkur nú á erfiðri stund. Við Bebba sendum öllum ástvin- um hans okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vitum að minningin um góðan dreng mun veita þeim styrk. Fari í friði frændi og vinur. Vöggur Magnússon Að kvöldi 7. janúar barst okkur sú sorgarfrétt, að mágur minn, Svanur Laurence, hefði látist af slysförum þá fyrr um kvöldið. Svanur var matreiðslumaður og starfaði á Keflavíkurflugvelli hjá Varnarliðinu og var á leið heim til sín frá vinnu ásamt tveimur vinnufélögum sínum, þegar hið hörmulega slys varð. Svanur Laurence var einkabarn foreldra sinna, Jennýjar Clausen og Herberts Albertssonar, hann var kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur og átti þrjú börn, Evu Lísu, Sigríði Jenný og Patrik Herbert. Á þessari sorgar og saknaðar- stund er höndin þung og orðin treg. Við eigum erfitt með að trúa og sætta okkur við, þegar dauðinn kallar svo ungan mann í blóma lífs síns á svo sviplegan hátt. Við hugsum um lífið, gleði þess og sorgir og trúum að okkar jarðn- eska líf sé aðeins áfangi á langri leið. I dag, 14. janúar, kveðjum við Svan Laurence og fylgjum honum áleiðis til nýrra heima. Við kveðj- um góðan dreng, sem alltaf var reiðubúinn, hvenær sem hjálpar hans var þörf. Við þökkum Svani liðnar sam- verustundir og megi trúin veita foreldrum hans, eiginkonu og börnum styrk í þeirra miklu sorg. Þórunn Sigurðardóttir og fjsk. sjómanns í Reykjavík Þorsteins- sonar. Þau eignuðust eina dóttur Guðrúnu Kristínu sem er gift Páli Þorsteinssyni borgarfógeta. Þá gekk hann einnig í föðurstað eldri dóttur Sigríðar, Hildigunni, en hún er gift Þorsteini bróður Páls. Þau Þór og Sigríður slitu samvist- um. Þremur árum síðar kvæntist Þór ágætri konu Huldu Helgadótt- ur, útvegsmanns í Bakkagerði Borgarfirði eystra. Þau hjónin voru mjög samrýnd, áttu fallegt heimili í Blönduhlíð 11, þar sem systurnar tvær og börn þeirra voru ávallt velkomin. Þór var hlédrægur maður og með afbrigðum orðvar, góður heimilisfaðir, hjálpsamur og traustur vinur vina sinna, hann bar ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart öllum sínum störfum. Nú að leiðarlokum þakka ég honum þá ástúð og hlýju sem hann veitti fósturforeldrum sínum meðan þau lifðu og vináttu hans og tryggð í garð okkar fóstur- systkinanna. Ég sendi Huldu, systrunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og bið fósturbróður mínum allrar bless- unar á ferð sinni til ókunnra stranda í fullri vissu um „að þar standa vinir í varpa sem von er á gesti“. Helga Magnúsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á minudag og hliðst ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu llnubili. Þór Skaftason yfir- vélstjóri - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.