Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 37 Engum manni hefi ég kynnst, sem var ljúfari í viðmóti og fram- komu, við hvern sem í hlut átti, en Einar Eyjólfsson. Við vinir hans kölluðum hann Einar í KRON, hann vann hjá því fyrirtæki frá því að hann byrjaði að vinna sem ungur drengur og endaði þar sem verslunarstjóri sem ekki gat hjá farið sökum mannkosta, trúmennsku og sér- stakrar ljúfmennsku í framkomu allri. Ég undirritaður átti því láni að fagna ásamt vini okkar beggja, Tómasi Hallgrímssyni, að kynnast Einari er við vorum ungir að ár- um. Við Einar bárum vin okkar Tómas til grafar í nóvember 1978 á Sauðárkróki, þar sem hann hafði búið öll seinni ár ævi sinnar, vel liðinn af öllum og mörgum harm- dauði, sem og okkur vinum hans tveim. Ekkert dauðsfall gat komið mér meira á óvart en andlát Ein- ars Eyjólfssonar. Hann var hress og glaður að vanda, er ég hitti hann í verslun hans 6. janúar um eftirmiðdagsleytið, hann var að hella upp á kaffikönnuna er mig bara að garði. Hann bauð mér að drekka með sér síðdegiskaffi, sem ég því miður afþakkaði, sökum anna að mér fannst. Sú harma- fregn barst mér næsta dag, að Einar vinur minn hefði látist milli kl. 6 og 7, eða tæpum fjórum stundum eftir að ég skildi við hann hressan og kátan. Einar var fæddur í Hafnarfirði hinn 7. júní 1923. Foreldrar Ein- ars voru bæði af traustum og góð- um íslenskum stofni. Faðir hans var Eyjólfur Eyjólfsson frá Vest- mannaeyjum en móðir Sigríður Einarsdóttir frá Bjarnarstöðum á Álftanesi. Hún er nú á 86. aldurs- ári og enn sópar af henni skör- ungsskapurinn. Mér hefur alltaf fundist að Sigríður væri í ætt við fornkonurnar sem sagan rómaði og sagði að öllum mannlegum kostum væru búnar. Systkini Ein- ars voru Valgerður, Rósa, Erla og Ingólfur, sem var Ijúfur og lagleg- ur maður, en lést af slysförum að- eins tuttugu og fjögurra ára að aldri. Einnig átti Éinar eina hálf- systur, Kristbjörgu. Sigríður, móðir Einars, missti mann sinn frá börnunum ungum, síðan giftist hún aftur Þórði Bjarnasyni prent- ara, mesta ágætismanni, og með honum eignaðist hún Kristbjörgu. Einar átti því láni að fagna, að kvænast góðri og traustri konu Guðbjörgu Jónsdóttur. Þau gengu í hjónaband hinn 7. júní árið 1946. Á heimili Einars og Guðbjargar var alltaf gott að koma því gest- risnin og eindrægnin sátu þar allt- af í fyrirrúmi. Börn þeirra hjóna eru Jón, Ingólfur, Sigríður, Édda Ingibjörg og Einar. Þau eru öll gift að undanskildum tveim þeim yngstu. Ingólfur starfar erlendis, er skrifstofustjóri fyrir Flugleiðir í London, en Einar sem er yngstur er námsmaður. Öll eru börnin mannvænleg og líkjast foreldrum sínum að því leyti sem von er til. Einar hætti störfum hjá KRON laust upp úr árinu 1950 og stofn- setti þá verslun ásamt félaga sín- um, Oskari Jóhannssyni. Nefndu þeir verslunina Sunnubúðina. Reksturinn gekk vel hjá þeim fé- lögum og urðu búðirnar fleiri. Síð- ar slitu þeir samvinnu og ráku verslanir sínar sitt í hvoru lagi. Verslun Einars er Sunnukjör í Skaftahlíð og má segja að fjöl- skyldan hafi unnið þar saman, sem einn maður, Jón, Sigríður og Edda Ingibjörg vinna öll við versl- unina og hafa gjört síðan þau komust á legg, einnig Guðbjörg eiginkona Einars, þegar hún hafði tíma til frá húsmóðurstörfunum, en hún hefur alltaf haft stórt og mannmargt heimili sem er til fyrirmyndar um alla hluti. Einar keypti húsnæði það er hann hefur rekið verslun sína í, að mig minnir, fyrir þrem árum síð- an. Hann gat þess við mig, ekki alls fyrir löngu, að nú hefði hann komið sínum málum í það horf, sem að honum líkaði og gæti farið að minnka við sig vinnu því hann hefði traust og gott starfsfólk, þar sem börn hans væru. Einar var aldrei hálfvolgur við það starf. sem hann tók sér fyrir hendur, heldur starfaði af lífi og sál. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir, megi Guð geyma vin minn Einar og hugga eiginkonu hans, börn hans og fjölskyldur þeirra og aldraða móður hans. Guð veri með þeim öllum. Jón Ágúst Guðbjörnsson Kveðja frá Félagi matvörukaupmanna Að morgni 6. janúar sl. spurðist það út meðal matvörukaupmanna að Einar Eyjólfsson kaupmaður í Sunnukjöri við Skaftahlíð, hafi látist kvöldið áður, langt um aldur fram. Menn setti hljóða, gat þetta verið rétt, hann Einar sem aldrei hafði orðið misdægurt. En fréttin reyndist sönn því miður. Einar Eyjólfsson var ekki nema 58 ára þegar kallið kom, fæddur í Hafnarfirði 7. júní 1923. Um eða innan við tvítugt hóf hann störf hjá KRON á Skólavörðustíg og átti því um 40 ár að baki við verzl- unarstörf í matvöruverzlunum. Hjá KRON starfaði hann til árs- ins 1951, en þá stofnaði hann sína eigin verzlun, Sunnubúðina, ásamt félaga sínum Óskari Jóhannssyni, en hann hafði einnig hafið störf hjá KRON á svipuðum tíma. Ráku þeir félagarnir, Sunnubúðina við Mávahlíð af miklum myndarbrag, og fljótlega færðu þeir út kvíarnar stofnuðu fleiri verzlanir, við Sörlaskjól, Laugateig, og síðast við Langholtsveg ásamt kjöt- vinnslu. Samstarf þeirra var mjög náið og varði til ársins 1968, en þá skiptu þeir fyrirtækinu og stofn- aði Einar þá verzlunina Sunnu- kjör við Skaftahlíð sem hann rak af dugnaði til dauðadags ásamt Jóni syni sínum. Það fór ekki hjá því, að jafn traustum manni og Einari yrði falin ýmis trúnaðarstörf. Hann var kjörinn í stjórn Félags mat- vörukaupmanna og sat þar í mörg ár. Einn af stofnendum Stofnlána- sjóðs matvörukaupmanna og í stjórn sjóðsins núna í mörg ár. Á sínum tíma stofnaði Einar ásamt fleiri kaupmönnum heildverzlun- ina Matkaup hf., og var nú stjórn- arformaður þar. Einar var mjög félagslyndur maður, viðræðugóður og traustur í hvívetna. Það er ekki ætlun mín að skrifa hér neitt um einkalíf Einars, til þess verða aðrir kunn- ugri, aðeins að þakka honum margvísleg störf í þágu Félags matvörukaupmanna. Hann var ætíð boðinn og búinn að starfa fyrir félagið þegar til hans var leitað. Ég vil fyrir hönd félaga í Félagi matvörukaupmanna senda eftir- lifandi eiginkonu, börnum og öðr- um ættingjum innilegustu samúð- arkveðjur um leið og við þökkum Einari fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Fyrir hönd stjórnar Fél. mat- vörukaupmanna, Ólafur Björnsson, formaður. Sárast finnur maðurinn til smæðar sinnar og umkomuleysis, þegar engill dauðans knýr dyra. Sem þrumu lostinn verður hann, er hann finnur þyt handarinnar, sem skyndilega og fyrirvaralaust slekkur það ljós er veitt hefur honum og öðrum samferða- mönnum birtu og yl á liðinni tíð, um farinn veg. Miðvikudagskvöldið 6. þessa mánaðar bárust mér þau sorglegu tíðindi, að samstarfsmaður minn um árabil, félagi og vinur, Einar Eyjólfsson, kaupmaður í Sunnu- kjöri, hafi orðið bráðkvaddur þá um kvöldið. Þótt við vitum öll að dauðinn geri ekki alltaf boð á undan sér, hefði ég talið Einar síst af öllum líklegan til að kveðja svo snögg- lega. Þegar ég nú sest niður og reyni að festa á blað nokkur minn- ingar- og þakklætisorð fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar og vináttu Einars allt frá ungl- ingsárum til hinsta dags, fallast mér hendur. Ég finn að ég hef ekki ennþá áttað mig á þessum snöggu umskiptum og orð mín verða því færri og fátæklegri en ég hefði viljað. Árið 1943, þegar Einar var 20 ára og ég 15, réðist ég sem af- greiðslumaður undir hans stjórn í KRON á Skólavörðustíg 12. Betri leiðbeinanda gat ég ekki fengið, því Einar var orðlagður fyrir ein- staka lipurð og prúðmennsku bæði af viðskiptavinum og samstarfs- fólki. Þótt 5 ára aldursmunur á þessu æviskeiði sé mikill, tókst með okkur einlæg vinátta, sem hélst óslitin upp frá því. Við unnum ým- ist saman eða sinn í hvorri verslun hjá KRON til ársins 1951, en þá um vorið réðst ég í að kaupa Stjörnubúðina í Mávahlíð og kall- aði hana Sunnubúðina. Einar hafði fylgst með þeim málum og sýndi áhuga á að gerast meðeig- andi í versluninni. Ég tók því boði hans fegins hendi, því betri sam- starfsmann gat ég ekki hugsað mér. Sameignarfélagið var stofn- að með handarbandi án nokkurrar undirskriftar. Á þeim tíma var ekki síður en nú erfitt að byrja verslunarrekst- ur með tvær hendur tómar. Vöru- skorturinn var þá eitt aðalvanda- málið, því flestar innfluttar vörur voru skammtaðar, bæði til versl- ana og einstaklinga. Þá nutu sín vel hæfileikar Ein- ars, sem voru einstök iðjusemi, hagsýni, stjórnsemi, hlýlegt við- mót og ekki síst bjartsýni og hæfi- leikar til að koma auga á færar leiðir, sem öðrum virtust lokaðar. Samstarf okkar var einstaklega gott og bar þar aldrei skugga á enda ræddum, við málin af hreinskilni og urðum alltaf sam- mála um lausn þeirra. Árið 1968 rákum við 4 verslanir og kjötvinnslu. Börn okkar voru í auknum mæli farin að starfa með okkur og því þótti okkur eðlilegast að skipta fyrirtækinu og hver fjöl- skylda hefði með sitt að gera. Það gerðum við um áramótin 1968 og ’69. Einar nefndi sinn hluta Sunnukjör. Einar var fæddur 7. júní 1923 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Eyj- ólfs Eyjólfssonar og Sigríðar Ein- arsdóttur. 10 ára gamall missti hann föður sinn og tveim árum seinna fluttist Sigríður með börn- in sín 5 að tölu til Reykjavíkur. Nokkrum árum síðar giftist hún Þórði Bjarnasyni prentara og eignaðist með honum eina dóttur. Eiginkona Einars er Guðbjörg Jónsdóttir og eiga þau fimm mannvænleg börn. Þau eru Jón, Sigríður, Ingólfur, Edda og Einar. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Ragnar. Fjölskyldan er einstaklega sam- hent og vinnur öll að meira eða minni leyti við verslunina. Ég og fjölskylda mín sendum Guðbjörgu og fjölskyldu hennar, Sigríði móður Einars, systrum hans, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðark veðj ur. Við skulum hafa í huga að sú hönd, sem nú veldur sorg og hr.VRgð með skyndilegu fráfalli Einars, er sú sama og kveiki það Ijós, sem hann var sem sonur, bróðir, eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi. I stað skærasta ljóssins kemur dekksti skugginn, þegar það skyndilega slokknar. Það tekur tima að átta sig, en þegar fram líða stundir og aftur rofar til verða eftir minningarnar um góð- an dreng og ástvinir hans munu áfram njóta starfa hugar hans og handa. Oskar Jóhannsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Knubili. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem auösýndu samúö og vináttu viö fráfall AXELS FRIORIKSSONAR, Akurgeröi 7. Fyrir hönd vandamanna, ' Jenný Ásmundsdóttír. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og aöstoð vegna veikinda, andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, GUNNLAUGSJÓSEFSSONAR, Suðurgötu 38, Sandgerði. Þóra Loftsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Þorsteinsson, Haukur Gunnlaugsson, Ragnheiður Bjarnadóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Málfríður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f Eiginmaöur minn og faöir. HANS BENJAMÍNSSON, rennismiður, Drafnarstíg 7, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Nína Lárusdóttir, Benjamín Hansson. Verzlunin verður lokuð frá kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar Einars Eyjólfssonar, kaupmanns. Verzlunin Sunnukjör, Skaftahlíö 24. + 1 Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, THEODÓRS GUDMUNDSSONAR, vélvirkjameistara. Laufey Þorgeirsdóttir, Louise Kristín Theodórsdóttir, Ragnar Már Hansson, Hlíf Theodórsdóttir, Þorgeir Theodórsson, Birna Björnsdóttir, Guðmundur Ægir Theodórsson, Ingveldur Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar Einars Eyjólfssonar, kaup- manns, frá kl. 12—4 í dag. Hlídabakarí, Skaftahlíd 24. 1 + 1 Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, vinarhug og aöstoö viö andlát og útför MAGNÚSAR GUÐMUNDAR ELÍASSONAR, bónda, Melkotí, Stafholtstungum. Sérstakar þakkir skulu færöar starfsfólki sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hins látna. Guö blessi ykkur öll. Jóhanna Elíasdóttir, Ólafur Elíasson, Ágústa Andrésdóttir, og aðrir vandamenn. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Einars Eyjólfssonar, kaupmanns. Matkaup hf., Vatnagördum 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.