Morgunblaðið - 21.01.1982, Page 19
u ii !)■/:.;-’'.' t-------------------
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDA&tFRiiL-JANÚAR 1982
19
Góður árangur íslenskra
unglinga í Skandinavíu
Um og eftir áramótin lögðu
nokkrir íslenskir unglingar leið
sína til Skandinavíu þar sem þeir
tóku þátt í alþjóðlegum skákmót-
um. Arangur þeirra allra var mjög
sómasamlegur, en reynslulitlir
unglingar héðan hafa stundum átt
undir högg að sækja hjá frændum
vorum er þeir hafa háð frumraunir
sínar á erlendum vettvangi.
Hæst bar árangur Elvars Guð-
mundssonar, en á alþjóðlegu
móti í Hamri í Noregi náði Elvar
fyrsta áfanga sínum að FIDE-
meistaratitli. Sem stendur eig-
um við íslendingar engan
FIDE-meistara, þó nokkrir
tillitslausir skákmenn hér hafi
tvímælalaust þann nægilega
styrkleika til að standa undir
slíkum titli. Góðar horfur eru þó
á því að á Reykjavíkurskákmót-
inu í febrúar nái nokkrir Islend-
ingar FIDE-meistaraárangri.
Nú eru það einungis Jóhann
Hjartarson og Sævar Bjarnason
auk Elvars, sem hafa áfanga í
slíkan titil, en Jóhann hlýtur þó
fyrst og fremst að keppa að al-
þjóðlegum meistaratitli.
Úrslitin á mótunum í Skand-
inavíu um áramótin urðu á þessa
leið:
Skák
Margeir Pétursson
Hallsberg
Þar fór að venju fram öflugt
alþjóðlegt unglingamót og
keppti Arnór Björnsson af okkar
hálfu. Hann hlaut fimm vinn-
inga af níu mögulegum, sem er
ágætur árangur, en Arnór er að-
eins 15 ára gamall.
Sigurvegari á mótinu varð
sænski unglingurinn Gösta
Svenn. Hann hlaut sjö vinninga
af níu mögulegum. I öðru sæti
urðu þeir Ralf Akesson, Svíþjóð,
og Daniel King frá Englandi.
Akesson má muna sinn fífil
fegri, því í fyrra sigraði hann
með yfirburðum á EvrópumeisU
aramóti unglinga í Groningen.
Karlstad
Þar fór fram stórt opið
skákmót þar sem hinn kunni al-
þjóðameistari Harry Schiissler
sigraði. Þorsteinn Þorsteinsson,
sem hefur verið búsettur í Sví-
þjóð um nokkurt skeið, varð í
fimmta sæti, sem er mjög góður
árangur.
Þrándheimur
Norðmenn halda unglingamót
um hver áramót og fór það að
þessu sinni fram í hinu forn-
fræga höfuðbóli Þrándheimi.
Þrír Islendingar voru á meðal
þátttakenda, þeir Róbert Harð-
arson og Stefán G. Þórisson, sem
hlutu fimm og hálfan vinrting
hvor og I’áll Þórhallsson sem
hlaut fjóran og hálfan vinning,
eða 50% slétt.
Efst á mótinu urðu þau Simon
Agdestein, sem nú er aðalvon
Norðmanna í unglingaflokki, og
sænska stúlkan I*ia Cramling,
sem sízt gefur eftir piltum í sín-
um aldursflokki og nálgast nú
styrkleika kvenstórmeistara.
Þau hlutu bæði sjö vinninga af
níu mögulegum, en Simon taldist
sigurvegari á stigum.
Hamar
Þar voru þeir Elvar Guð-
mundsson og Þorsteinn Þor
steinsson í hópi 18 þátttakenda á
alþjóðlegu skákmóti þar sem
tefldar voru níu umferðir eftir
Monrad-kerfi. Úrslitin urðu
þessi:
1. King (Englandi) 6V4 v., 2.
Tisdall (Bandaríkjunum) 6 v.,
3.-4. Federowicz (Bandaríkjun-
Klvar Guðmundsson
um) og Bernstein (V-Þýzkalandi)
5V4 v., 5.-9. Klvar, Davies (Eng-
landi), Sapi (Ungverjal.), Myreng
og De Lange (Noregi) 5. Þor-
steinn hlaut 4 v.
King náði þarna síðasta
áfanga sínum að alþjóðlegum
meistaratitli. Mótið var all-
sterkt, sem sjá má, t.d. má geta
þess að Federowicz er nú orðinn
stórmeistari eftir að hafa sigrað
á alþjóðlegu móti í Ramsgate í
Englandi.
Elvar tefldi af öryggi á þessu
móti, vann tvær skákir, tapaði
einni og gerði sex jafntefli.
Hvítt: Klvar Guðmundsson
Svart: Bjerke (Noregi)
1. d4 — RfG, 2. c4 - e6, 3. Rf3 —
b6, 4. e3 — Bb7, 5. Bd3 — c5, 6.
0-0 — Be7, 7. b3 — 0-0, 8. Bb2 —
cxd4, 9. exd4 — d5, 10. Rbd2 —
Rc6, 11. Hcl — Hc8, 12. Hel —
He8, 13. Re5!
Elvar fetar í fótspor Karpovs,
en þannig tefldi heimsmeistar-
inn gegn Andersson í Tilburg
1980.
— Bf8, 14. Rdf3 - g6
Andersson fékk einnig verra
tafl eftir 14. — Rxe5,15. Rxe5 —
Hc7, 16. c5! - bxc5,17. Bb5
15. c5! — Bh6
Hvítur stendur í báðum tilvik-
um betur eftir 15. — Rxe5, 16.
Rxe5 — bxcð, 17. Bb5, eða 15. —
bxc5, 16. Rxc6 — Bxc6, 17. dxc5
16. Rxc6 — Bxc6, 17. Hbl! —
bxc5, 18. dxc5 — Re4, 19. b4 —
Ilb8, 20. Be5 — Bg7, 21. Dc2!
Engin ástæða var til að leyfa
21. Bxb8 - Rc3
— Hc8, 22. Bxg7 — Kxg7, 23. b5
— Ba8, 24. c6
Elvari hefur til fullnustu tek-
ist að útfæra hugmynd Karpovs.
Svartur hefur bókstaflega verið
kæfður.
— Rd6, 25. a4 — f6, 26. I)c5 —
He7, 27. Hbdl — Re8, 28. Bc2 —
a6?
29. Hxd5! og svartur gafst upp.
Borgarnes:
Námskeið um
neytendavernd
Uoruarm si IH. janúar.
Borgarfjarðardeild Neytenda-
samtakanna, Menningar og
fræðslusamband alþýðu (MFA),
Verkalýðsfélag Borgarness og versl-
unarmannafélag Borgarness héldu
um helgina í Borgarnesi „námskeið
um neytendavernd".
Námskeiðið skiptist í eftirfar-
andi aðalhluta: 1. „Hlutverk heim-
ilanna í nútíma þjóðfélagi". Leið-
beinandi: Sigríður Haraldsdóttir,
deildarstjóri hjá Verðlagsstofnun.
2. „Kaup á notuðum bílum". Leið-
beinandi: Andri Árnason, lögfræð-
ingur FIB. 3. „Hlutverk hins opin-
bera“. Leiðbeinendur: Jóhannes
Gunnarsson, fulltrúi hjá Verð-
lagsstofnun, Jóhannes Siggeirs-
son, hagfræðingur ASI, og Sig-
ríður Haraldsdóttir. 4. „Fæðan og
heilsufar“. Leiðbeinandi: Steinunn
Ingimundardóttir, skólastjóri. 5.
„Fatnaður og meðferð". Leið-
beinandi: Sigríður Haraldsdóttir.
6. „Hlutverk verslunarinnar".
Leiðbeinendur: Þórir Páll Guð-
jónsson og Sigurður Sigfússon,
kennarar, Bifröst.
Að sögn Bjarna Skarphéðins-
sonar formanns Borgarfjarðar-
deildar NS þótti þetta námskeið,
sem er það fyrsta sinnar tegundar
hér á landi, takast mjög vel og
þátttakendur virtust vera ánægð-
ir, en þeir voru um 30 talsins.
Bjarni taldi að námskeiðið hefði
a.m.k. vakið þátttakendur til um-
hugsunar um þessi mál og veitti
ekki af því nú á þessum miklu
verðhækkanatimum.
Aðspurður um önnur helstu
viðfangsefni Borgarfjarðardeild-
arinnar sagði Bjarni að það yæru
helst fræðslumál, þ.e. fyrirbyggj-
andi starf að neytendamálum, og
svo væri deildin með kvörtunar-
þjónustu ef félagar þurfa á slíku
að halda.
I fræðslustarfinu væri útgáfa
fréttabréfs mesta verkefnið en það
kæmi út annað slagið. Efni frétta-
bréfsins sagði Bjarni að væri
leiðbeiningar til neytenda, verð-
kannanir og eins væru birt viðhorf
ýmissa aðila til neytendamála.
Félagar Borgarfjarðardeildar
Neytendasamtakanna eru um 300,
starfssvæði deildarinnar er versl-
unarsvæði Borgarness, þ.e. frá
Andakílshreppi að Breiðuvíkur-
hreppi að báðum meðtöldum.
Starfið er fjármagnað með félags-
gjöldum og styrkjum nokkurra
sveitarstjórna.
HBj.
Átta skip hafa leyfi
til loðnuveidanna nú
ÁTTA loðnuskip hafa nú leyfi (il að
stunda luðnuveiðar, en það eru þau
skip, sem ekki höfðu veitt helming út-
hlutaðs kvóta fyrir 20. desember síð-
astliðinn.
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd sagði, þegar rætt var við hann
í gær, að einhver þessara skipa
væru nú farin á loðnumiðin, en ekk-
ert hefði fréttst frá þeim enn. Að
sögn Andrésar, þá hefur veður á
loðnumiðunum verið leiðinlegt að
undanförnu.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
skíða
ferðir
Sölden Zillertal Nied^rau
/
Næsta brottför:
30. jan.
2. brottför: 13. febr.
3. brottför: 27. febr.
Samvinnuferðir-Landsýn minnir á skíðaferðir
sínar til Austurrísku skíðabæjanna Sölden,
Zillertal og Niederau.
Við látum vfirhlaðna ferðamannastaði með
allri sinni örtröð liggja á milli hluta. „Aðeins
það allra besta" þótti nógu gott og við vonum
að farþegamir verði sammála þeim skiða-
sérfræðingum okkar sem völdu Sölden,
Zillertal og Niederau. Þar er skíðaaðstaða í
senn fjölbreytt og spennandi, skíðakennarar
á hverju strái, skíðalyftur í tugatali og síðast
en ekki síst einstaklega friðsælt og notalegt.
Og þegar skiðabrekkunum sleppir er tilvalið
að bregða sér á gönguskíði, fara i æsispenn-
andi bobsleðaferðir, leika sér á skautasvellum
eða bregða sér í hestasleðaferðir um fállega
dalina. hreytanlíðursíðanúrísundlaugumog
saunaböðum og á kvöldin bíða þín fjölmargir
veitinga- og skemmtistaðir með ósvikinni
Tíróla-stemmningu, bjölluspili og
harmonikkuleik.
2 vikur „„„
verd kr. 4.980
Innifalið: Flug til og frá Múnchen, flutningur
til og frá áfangastað, gisting með morgun -
verði i tvær vikur og íslensk fararstjórn.
Hópafsláttur kr. 500, bamaafsláttur kr. 1.000
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899