Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAPIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982
Ný þingmál:
Ríkisstjórn vill staðfesta
aðild Spánar að Nató
lA% lækkun tímabundins olíugjalds —
óbreytt flutningsgjald á sjávarafurðum
1979. Það var hækkað úr 2,5% I
Nokkur ný þingmál vóru lögð
framí gær á fyrsta starfsdegi Al-
þingis eftir nýjár. Meðal þeirra
vóru:
• 1) Innganga Spánar í Atlants-
hafsbandalagið.
Tillaga til þingsályktunar frá
ríkisstjórninni, þess efnis, að
heimila henni að staðfesta fyrir
Islands hönd viðbótarsamning við
Norður-Atlantshafssamninginn
frá 1949 um aðild Spánar að
bandalaginu.
• 2) Lækkun olíugjalds um ''2%.
Þá var lagt fram stjórnar-
frumvarp um lækkun tímabundins
olíugjalds til fiskiskipa úr 7,5% í
7,0%.. Olíugjald utan skipta var
fyrst tekið upp með lögum í marz
7,5% í október 1980.
• 3) Rýmkun eignarnámsheimild-
ar loftferðalaga.
I gær kom einnig fram frum-
varp til laga um breytingar á lög-
um um loftferðir, sem felur m.a. í
sér rýmkun á eignarnámsheimild-
um loftferðalaga. Þá felur frum-
varpið í sér heimild til flugmála-
ráðherra „að setja reglur um flug-
ferðir innlendra flugfélaga og, ef
nauðsyn krefur, veita einu eða
fleiri félögum sérleyfi til fastra
áætlunarferða á ákveðnum leiðum
innanlands og utan“.
• 4) I triutningsgjald af sjávaraf-
urðum.
Þá hefur og verið lagt fram
stjórnarfrumvarp um útflutn-
ingsgjald af sjávarafurðum, þ.e.
að það verði áfram 5,5% á árinu
1982. Útflutningsgjald af loðnu-
mjöli og loðnulýsi framleiddu á
fyrstu 4 mánuðum 1982 verður þó
3,375%, skv. bráðabirgðaákvæði I;
tímamörk varðandi ríkisábyrgð
fyrir lánum til síldar- og fiski-
mjölsdeildar Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins, vegna framleiðslu
á haustvertíð 1981, eru framlengd
til 1. maí 1982, skv. ákvæði til
bráðabirgða II.
• 5) Flutningssamningar og
ábyrgð við vöruflutninga á landi.
Fram var lagt stjórnarfrum-
varp um „flutningssamninga og
ábyrgð við vöruflutninga á landi.
Frumvarpið er kaflaskipt: 1) Gild-
issvið, 2) Flutningssamningur, 3)
Abyrgð flytjanda, 4) Ábyrgð send-
anda, 5) Ábyrgð móttakanda og
loks 6) Ymis ákvæði.
Sigurlaug Bjarnadóttir
Tveir varaþingmenn tóku sæti
á Alþingi í gær, er það kom sam-
an til fyrsta fundar eftir þinghlé:
• 1) Sigurlaug Bjarnadóttir,
menntaskólakennari, sem er
fyrsti varamaður landskjör-
inna þingmanna Sjálfstæðis-
flokks, í fjarveru Péturs Sig-
Guðrún Hallgrímsdóttir
urðssonar, sem er erlendis í
opinberum erindagjörðum.
• 2) Guðrún Hallgrímsdótt-
ir, matvælaverkfræðingur,
sem er fyrsti varamaður þing-
manna Alþýðubandalags í
Reykjavík, í veikindafjarveru
Guðmundar J. Guðmundsson-
ar.
Varaþingmenn
Engin frumvörp um efiiahagsmál
Alþingi 1 gær:
Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, las forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis f upp-
hafi fyrsta þingfundar Sameinaðs þings í gær eftir þinghlé. Jón Helgason, forseti Sameinaðs
þings, flutti minningarorð um Bjartmar heitinn Guðmundsson, sem sat á 12 þingum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og birt eru á þingsíðu Mbl. í dag. Síðan vóru þingfundir í báðum
þingdeildum. Engin stjórnarfrumvörp komu fram í gær í tengslum við efnahagsmál.
Flutningaráð ríkis-
stofnana og tollskrá
Helgi Seljan (Abl.) mælti fyrir
tveimur frumvörpum í efri
deild. Hið fyrra fjallar um
flutningaráð ríkisstofnana.
Flutningsmaður auk Helga,
Ólafur Ragnar Grímsson. Efnis-
atriði: Kosning 7 manna í flutn-
ingaráð ríkisstofnana, er verði
ríkisstjórn til ráðuneytis um
„staðarval og flutning ríkis-
stofnana, þar með taldar deildir
og útibú slíkra stofnana" o.fl.
Meintur flutningur á skrif-
stofu Síldarverksmiðja ríkisins,
frá Siglufirði til Reykjavíkur,
kom til tals í þessari umræðu.
Var einkum gagnrýnt að þessi
flutningur gengi gegn þeim til-
gangi að dreifa ríkisstofnunum
og valdi um landið, auk þess sem
hann væri skýlaust brot á lögum
um Síldarverksmiðjur rikisins.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S) taldi
aðalskrifstofu SR eiga að vera í
Siglufirði, bæði með hliðsjón af
lagafyrirmælum og því, að þar
væru stærstu verksmiðjurnar
staðsettar.
Hitt frumvarpið, sem Helgi
flytur ásamt Davíð Aðalsteins-
syni (F), Salome Þorkelsdóttur (S)
og Karli St. Guðnasyni (A) fjallar
um að fella niður gjöld af örygg-
is- og hjálpartækjum fyrir sjón-
og heyrnarskerta.
Idnfræðingar, þing-
sköp o.fl.
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra, mælti í neðri deild
fyrir frumvarpi um rétt manna
til að kalla sig iðnfræðinga, þ.e.
lögverndun starfsheitis.
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, mælti fyrir frumvarpi
til breytinga á lögum um al-
mannatryggingar — til sam-
ræmis við ný barnalög.
Benedikt Gröndal (A) mælti
fyrir frumvarpi um breytingar á
þingsköpum, sem fjallar um
meðferð þingsályktana, fyrir-
spurna og umræðu utan dag-
skrár, og miðar að því að koma á
betri starfsnýtingu. Nokkrar
umræður urðu um málið, sem
fékk jákvæðar undirtektir, sem
spönnuðu einnig starfssvið og
starfsskilyrði þingnefnda og
þingmanna. Þingmenn vöruðu
þó við því að skerða málfrelsi
þingmanna um of.
Sighvatur Björgvinsson (A)
mælti fyrir frumvarpi þing-
manna úr Alþýðu- og Sjálfstæð-
isflokki, þess efnis, að orku-
kostnað vegna íbúðarhúsnæðis
til eigin nota að frádregnum
olíustyrk, verði heimilt að draga
frá skattskyldum tekjum, noti
menn ekki 10% frádráttarregl-
una, og er hugsað til að jafna
aðstöðumun fólks á svokölluðum
„olíusvæðum" og hitaveitusvæð-
um. Miklar umræður urðu um
málið.
Að loknum þingdeildarfund-
um vóru þingflokkafundir.
Vaka:
Varsjárbandalagið fordæmt
fyrir íhlutunina í Póllandi
Sigríður
Vilhjálms-
dóttir óbó-
leikari í nor-
ræna keppni
TÓNLISTARHÁTÍÐ ungra ein-
leikara á Norðurlöndum verður
haldin í annað sinn 25. sept.—2.
okt. nk. og að þessu sinni í
Stokkhólmi.
Fyrsta hátíðin af þessu tagi
var haldin í Kaupmannahöfn
haustið 1980 og voru þá tveir
Islendingar, Manuela Wiesler
flautuleikari og Einar Jóhann-
esson klarínettleíkari, meðal
þeirra 16 listamanna sem unnu
sér rétt til þess að koriia fram á
hátíðinni. Nú hafa 13 ungir
hljóðfæraleikarar og söngvarar
verið valdir til þátttöku í hátíð-
inni í Stokkhólmi í haust og er
einn Islendingur þeirra á með-
ai, Sigríður Vilhjálmsdóttir
óbóleikari. Auk Sigríðar voru 2
þátttakendur valdir frá Sví-
þjóð, 3 frá Danmörku, 3 frá
Finnlandi og 4 frá Noregi. Sam-
norræn dómnefnd valdi þátt-
takendur en í henni sátu af ís-
lands hálfu Ragnar Björnsson
og Jón Nordal.
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
stundaði fyrst óbónám hér
heima hjá Kristjáni Stephen-
sen og tók einleikarapróf frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
vorið 1974. Hún hefur dvalið
erlendis síðan og lokið einleik-
araprófum frá Royal College of
Music í London og Karajan-
stofnuninni í Berlín, en þar hef-
ur hún m.a. leikið með Fíl-
harmoníuhljómsveit Berlínar
undir stjórn heimsfrægra
hljómsveitarstjóra, s.s. Karaj-
an, Solti, Böhm, Abbato og
fleiri. Hún starfar nú sem 1.
óbóleikari Ríkishljómsveitar-
innar í Koblenz.
Undirleikari Sigríðar á
Stokkhólmshátíðinni veröur
Snorri Sigfús Birgisson.
Á ALMENNUM félagsfundi Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
14. janúar sl., var samþykkt eftirfar
andi ályktun:
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, fordæmir harðlega
íhlutun hernaðarvélar Varsjár-
bandalagsins í frelsisbaráttu
Pólverja. Enn einu sinni sannast
sú staðreynd að mannréttinda-
hreyfingar í kommúnistaríkjum,
hverju nafni sem þær nefnast, eru
barðar niður með harðri hendi.
Vaka styður kröfur pólskrar al-
þýðu um funda- og félagafrelsi, en
slíkt er órjúfanlegur hluti al-
mennra mannréttinda.
Pólskir stúdentar, sem nýlega
hafa tekið upp samstarf við Evr-
ópusamtök lýðræðissinnaðra stúd-
enta, hafa einnig orðið illþyrmi-
lega fyrir barðinu á járnhæl
kommúnismans. Stúdentar í Pól-
landi eru beittir þvingunum sem á
Vesturlöndum myndu kippa stoð-
unum undan allri háskólamennt-
un. Óháð félög stúdenta eru bönn-
uð til þess að hefta samskipti
stúdenta á meðal. Háskólarnir eru
lokaðir og óvíst um það hvenær
þeir verða opnaðir aftur.
Vaka hvetur því námsmenn,
jafnt sem aðra íslendinga, til að
styðja Pólverja í viðleitni þeirra
til betra mannlífs.
Á áðurnefndum fundi var sér-
staklega rætt um afdrif óháðu
pólsku stúdentahreyfingarinnar,
RMP, sem síðastliðið sumar hóf
samstarf við EDS, samtök líðræð-
issinnaðra stúdenta í Evrópu, sem
Vaka er aðili að.
Óháða pólska stúdentahreyfing-
in gekk í EDS á aðalfundi samtak-
anna á sl. sumri. Áttu þeir sam-
kvæmt lögum samtakanna að hafa
áheyrnarfulltrúa á fundum þeirra
í tvö ár, en jafnframt stefndu þeir
FYRRI umferð forvals Alþýðuhanda-
lagsins í llafnarfirði fór fram síðastlið-
inn laugardag og var þeim tilmælum
beint til þátttakenda að tilnefna jafn-
marga af hvoru kyni. Þær Þorbjörg
Samúelsdóttir og Rannveig Trausta-
dóttir urðu efstar í fyrri umferðinni.
Þá hefur kjörnefnd tilnefnt 12
nöfn til þátttöku í síðari umferð-
að því að fá fasta fulltrúa hjá
samtökunum.
Þess má enn fremur geta að
samtök óháðra stúdenta í Póllandi
ætluðu að gangast fyrir ráðstefnu
um líkleg viðbrögð Vesturlanda, ef
til innrásar kæmi í Pólland af
hálfu Sovétríkjanna. Ráðstefnu
þessa átti að halda í Varsjá um sl.
áramót. Til þeirrar ráðstefnu var
boðið fulltrúum frá EDS og þ.á m.
einum frá Vöku. Af þessari ráð-
stefnu gat að sjálfsögðu ekki orðið
vegna kúgunaraðgerða pólskra
stjórnvalda.
inni, sem fram fer 6. febrúar og eru
það eftirtaldir aðilar: Bragi V.
Björnsson, Guðmundur Rúnar
Árnason, Gunnlaugur R. Jónsson,
Hallgrímur Hróðmarsson, Harpa
Bragadóttir, Magnús Jón Árnason,
Páll Árnason, Rakel Kristjánsdótt-
ir, Rannveig Traustadóttir, Sigur-
björg Sveinsdóttir, Sigurður Gísla-
son og Þorbjörg Samúelsdóttir.
Konur í efstu sætum
forvals AB í Hafnarfirði