Morgunblaðið - 21.01.1982, Qupperneq 47
47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982
Aston Villa tapaði
á heimavelli lyrir
WBA í deildarbikarnum
WEST Bromwich Albion sló Aston
Villa út úr deildarbikarnum í gær
kvöldi. Aston Villa, sem lék á heima-
velli sínum, tapaði 1—0. I>að var
bakvörðurinn Derek Statham sem
skoraði sigurmarkið á 32. mínútu
leiksins. Enski landsliðsmaðurinn í
liði Aston Villa, Tony Morley, átti
afbragðsgóðan leik í fyrri hálfleikn-
um. En er liðin gengu af velli í hálf-
leik sendi hann dómara leiksins tón-
inn. Dómarinn, Ray Chadwick, sýndi
honum þá rauða spjaldið og Villa lék
einum manni færra í síðari hálf-
leiknum. I'rátt fyrir það lék Aston
Villa mun betur en tókst ekki, þrátt
fyrir góðar sóknarlotur, að jafna
metin. I»etta var áttundi sigur WBA í
röð í deildarbikarkeppninni.
Úrslit í öðrum leikjum í gærkvöldi
urðu þessi:
Bikarkeppnin:
Hereford — Scunthorpe 4—1
1. deild:
Stoke City — Arsenal 0—1
2. deild:
Cardiff City — Oldham 0—1
3. deild:
Reading — Fulham 0—3
Hess sigraði og heffur
nú örugga forystu
EKIKA Hess frá Sviss sigraði örugg-
lega í svigi heimsbikarkeppninnar,
sem haldið var í Bagdastein í Aust-
urríki í gær, og er þar með álitin
sigurstranglegust í kvennaflokki, en
í stigakeppninni hefur þessi 19 ára
gamla stúlka örugga forystu. Sam-
anlagður tími Hess var 90,66 sek-
úndur, en næst kom Ursula Konzett
frá smáríkinu Liechtenstein, en sam-
anlagður tími hennar var 91,16 sek-
únda. Fabianne Serrat frá Frakk-
landi varð þriðja á 92,15 og Cristine
Cooper frá Bandaríkjunum varð
fjórða á 92,35. Brautin þótti geysi-
lega erfið og margar skíðakonur
fengu vænar byltur, sérstaklega í
fyrri ferðinni áður en þeim tókst að
læra á brautina.
Skagamenn skoruöu
fimmtíu og eitt mark
— Ármann mætir ÍBK í kvöld í 3. deildinni
EINN leikur fer fram í 3. deild ís-
landsmótsins í handknattleik í
kvöld. Ármann leikur gégn ÍBK í
Laugardalshöll og hefst leikurinn kl.
20.00.
Um síðustu helgi sigraði lið
Gróttu Ármann með einu marki,
18—17, í mjög spennandi leik. Við
þennan sigur aukast möguleikar
Gróttu mjög verulega á að komast
upp í 2. deild. Þá sigraði lið ÍA lið
Ögra með 51 marki gegn 15 á
Akranesi. Mikiil yfirburðasigur
það. En lið Ögra er nú að keppa í
sínu fyrsta íslandsmóti og hefur
þrátt fyrir þennan ósigur staðið
sig allvel á mótinu. Staðan í hálf-
leik var 25—8. Landsliðsmark-
vörðurinn í knattspyrnu, Bjarni
Sigurðsson, skoraði 11 mörk fyrir
IA, en fyrrum Ármenningur, Pét-
ur Ingólfsson, skoraði 9 mörk.
Nokkrum leikjum sem fram áttu
að fara var frestað. Staðan í 3.
deild er þessi:
Akranes 12 8 1 3 354:242 17
Ármann 11 8 1 2 270:197 17
Þór Ak. 10 8 1 1 269:216 17
Grótta 10 7 1 2 262:195 15
Keflavík 9 6 0 3 224:165 12
Reynir S. - 10 3 1 6 235:257 7
Selfoss 8 2 1 5 147:186 5
Dalvík 10 2 0 8 226:265 4
Ögri 11 2 0 9 196:338 4
Skallagr. 7 0 0 7 100:222 0
Fyrsta ársþing ÍF
Ársþing íþróttasambands fatl-
aðra, sem fresta varð fyrir áramót,
verður haldið nk. fóstudagskvöld og
laugardag og er þingið haldið í
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Hefst þingið á föstudagskvöld kl.
20.00.
Þetta er fyrsta þing ÍF, en það er
jafnframt yngsta sérsambandið inn-
an ÍSÍ.
Að sögn Sigurðar Magnússonar,
formanns sambandsins, verða
mörg mál til umfjöllunar á þing-
inu, enda eru það sífellt fleiri og
fleiri fatlaðir sem tileinka sér ein-
hverskonar íþróttir og útiveru.
Vegna ýmiskonar sérstöðu er
íþróttastarf fatlaðra töluvert
flóknara í framkvæmd en önnur
íþróttastarfsemi. Ársþingið er því
sá vettvangur þar sem iðkendum
og leiðbeinendum víðsvegar að af
landinu gefst tækifæri til að ræða
hin ýmsu vandamál og leggja á
ráðin um framtíðarstarfið.
Útivera og íþróttir
— sýning í höllinni
Dagana 22.-24 janúar nk., verð-
ur haldin í anddyri Laugardalshallar
sýning er ber nafnið Útivera og
íþróttir. Að sýningunni stendur
Skíðasamhand íslands og er sýning-
in leið til kynningar á skíðabúnaði
og skíðaíþróttinni og einnig til fjár
öflunar.
Alls eru sýningaraðilar 14 og
munu þeir sýna allt það nýjasta, sem
á boðstólum er í dag, af skíðavörum
og ýmsu fleira, einnig verður nýjasta
tískan í skíðafatnaði sýnd. Auk þess
verður kvikmyndasýning og sýni-
kennsla í meðhöndlun skíða.
Veitingasala verður á staðnum
ásamt fleiru.
Sýning þessi er einstakt tækifæri
fyrir almenning til að kynna sér
skíðaútbúnað o.fl., á einum stað.
Ensku landsliðsmennirnir I liði Aston Villa, þeir Peter Withe og (Lv.) Tony
Morley, máttu sætta sig við tap í gærkvöldi og vonir þeirra um að komast í
úrslit í deildarbikarnum urðu að engu. En ekki nóg með það. Tony Morley
var vikið af leikvelli fyrir að senda dómaranum tóninn.
Yfirburðir
Stenmarks
Skíðakappinn Stenmark vann enn
einn yfirburðasigur í heimsbikarn-
um á skíðum í fyrradag í Adelboden
í Sviss. Stenmark var með 2,16 sek.
betri tíma en næsti maður. Eru
menn nú á eitt sáttir um að Sten-
mark hafi aldrei verið betri. Röð
efstu manna í svigkeppninni varð
þessi:
Stenmark, Svíþjóð 2:34,25
Phil Mahre, Bandar. 2:36,41
Julen, Sviss 2:36,82
Stolz, Austurríki 2:37,07
Luescher, Sviss 2:37,32
Luethy, Sviss 2:37,44
Borgarnes:
íris Grönfeldt
íþróttamaöur
Skallagríms 1981
ÍKIS Grönfeldt, frjálsíþróttamaður,
hefur verið kosin Iþróttamaður
Skallagríms 1981. Á vígslu íþrótta-
miðstöðvarinnar í Borgarnesi um
helgina gerði Sigurjón Gunnarsson,
formaður Skallagríms, grein fyrir
kosningunni og afhenti íris far
andbikar sem Eyjólfur Torfi Geirs-
son hefur gefið í þessu skyni. Iris
Grönfeldt hlaut flest stig og var
kosning hennar mjög glæsileg. Aðrir
í 5 efstu sætunum urðu: 2. Hafsteinn
Þórisson (frjálsar íþróttir), 3. Björn
Jónsson (knattspyrna), 4. Kolbrún
Óttarsdóttir (badminton), 5. Gunnar
Jónsson (körfuknattleikur).
Þetta er í fyrsta skipti sem út-
nefning íþróttamanns Skalla-
gríms fer fram, en tilefnið var það
að Eyjólfur Torfi Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Ungmennafélags-
ins, hefur gefið í þessu skyni far-
andbikar og sett með honum
reglugerð um kjörið. Það er stjórn
UMFS og formenn íþróttadeilda
félagsins sem kjósa íþróttamann-
inn.
Það fer vel á því að íris Grön-
feldt skuli hafa orðið fyrst til að
hljóta þennan titil, því sjálfsagt er
hún mesti afreksmaður sem
Borgnesingar hafa átt í íþróttum.
Afrekaupptalning yrði allt of löng
en ekki er hjá því komist að geta
þriggja íslandsmeta á sl. ári, ís-
landsmeistaratitla og landsliðs-
sætis í aðalgrein hennar, spjót-
kastinu. Einnig þess að íris á
þriðja besta árangur spjótkastara
á Norðurlöndum árið 1981.
HBj.
• Iris Grönfeldt tekur við farand-
bikarnum, sem fylgir nafnbótinni,
íþróttamaður Skallagríms, úr hendi
Sigurjóns Gunnarssonar, formanns
Skallagríms. Ljósm. Mbl.: n.ttj.
Skíðamaður kjörinn
íþróttamaður Húsavíkur
• Arni Grétar Árnason, 15 ára gam-
all skíðamaður, var kjörinn íþrótta-
maður llúsavíkur árið 1981. Árni
þykir vera mjög efnilegur skíðamað-
ur og er unglingalandsliðsmaður í
íþrótt sinni. Árni er reglumaður í
hvívetna. Þetta er í fimmta skipti
sem kjörinn er íþróttamaður Húsa-
víkur. í fjögur skipti hafa skíðamenn
hlotið þann veglega farandgrip sem
Kiwanis-klúbbur staðarins gefur.
Fréttaritari
Heimsmeistarar
til íslands
• Þann 3. og 4. apríl munu
heimsmeistarar í skíðafimi
sýna listir sýnar hér á landi.
Flokkur sá er kemur til lands-
ins er skipaður níu afbragðs-
góðum skíðamönnum sem sýna
alls kyns listir á skíðum.
Sumar æfingar hópsins minna
helst á loftfimleika. Hópur
þessi kemur hingað til lands á
vegum Flugleiða og Volvo. Sýn-
ing hópsins mun fara fram í
Bláfjöllum.
Arnarmótiö
í borötennis
Borðtennisklúbburinn Örn-
inn heldur hið árlega Arnarmót
23. og 24. janúar í Laugar-
dalshöll.
Þetta er 11. árið sem keppt
er um hinn veglega Arnar-
bikar. Mótið er punktamót og
hefst keppnin laugardaginn
23. janúar kl. 14 í 1. flokki
kvenna og 2. flokki karla.
Sunnudaginn 24. jan. kl. 14
hefst keppni í meistaraflokki
karla og kvenna og 1. flokki
karla.
Yfirdómari verður Aðal-
steinn Eiríksson.
Þátttaka tilkynnist til Jón-
asar og Sigurðar.
Dregið verður á töflu
föstudagskvöldið 22. jan. kl.
20.
Ráðstefna um
skíöatrimm
NÆSTKOMANDI laugardag
fer fram á Hótel Loftleiðum
trimmráðstefna SKÍ. Káð-
stefna þessi er haldin í tengsl-
um við sýninguna útivist og
íþróttir sem fram fer í Laugar
dalshöllinni. Dagskrá ráðstefn-
unnar verður þessi:
Setning trimmráðstefnunn-
ar. Ilannes Þ. Sigurðsson,
varaforseti ÍSÍ. Ávarp: Stefán
Kristjánsson, form. trimm-
nefndar ÍSÍ. Umræður: a)
Skíðatrimm á íslandi. Trimmár
ÍSÍ. b) Norræn fjölskyldu-
landskeppni á skíðum 1983. c)
Almenningsganga í Keykjavík í
mars nk. d) Norræn skóla-
landskeppni á skíðum 1985. e)
Önnur trimmmál.
Meistaramót í
atrennulausum
stökkum
MEISTARAMÓT íslands í at-
rennulausum stökkum verður
haldið í Ármannsheimilinu
sunnudaginn 31. janúar næst-
komandi og hefst klukkan
10.30 árdcgis. Þátttökugjöld
greiðist á kcppnisstað. Vænt-
anlegir keppendur skrái sig hjá
Stefáni Jóhannessyni, síma
19171, eða á skrifstofu FRÍ í
síðasta lagi fimmtudaginn 28.
janúar. Frá FRÍ
Ásgeir lék
ekki meö
gegn Freiburg
BAYEKN Miinchen sigraði lið
Freiburg í bikarkcppni i
knattspyrnu 3—0, í fyrrakvöld.
Mörk Bayern skoruðu
Dremmler, HÖness og Kumm-
enigge. Ásgeir lék ekki með lið-
inu.
Real sigraöi
REAL Madrid cr komið í úrslit
í Evrópukeppni hikarhafa í
körfuknattleik. I.iðið sigraði
Inter Bratislava 110—89 í síð-
ari lcik liðanna sem fram fór í
fyrrakvöld. Fyrri leikinn vann
Real Madrid líka 111—86. Stð-
ari leikur liðanna fór fram í
Madrid að viðstöddum 2000
áhorfendum.