Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 37 Una Þorbjörg Árnadóttir - Minning Fædd 28. maí 1919. Dáin 5. febrúar 1982. Að morgni hins 5. febrúar sl. varð bráðkvödd að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki, Una Þ. Árnadóttir frá Kálfsstöðum í Hjaltadal. Hún var fædd á Kjarvalsstöðum í sömu sveit hinn 28. maí árið 1919, dóttir hjónanna Árna Sveinssonar, Eiríkssonar frá Skatastöðum, og Sigurveigar Frið- riksdóttur, Jóhannessonar frá Reykjum í Hjaltadal. Una var elzt þriggja systkina. Bræður hennar tveir eru: Friðrik, f. 23. apríl 1922, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, og Árni, f. 18. september 1923, verkamaður á Sauðárkróki. Þau Árni og Sigurveig byrjuðu búskap sinn á Kjarvalsstöðum vorið 1919 og voru þar til 1923, að þau fluttust á Kálfsstaði. Ári síð- ar keyptu þau jörðina og bjuggu þar síðan allt til ársins 1964, er þau fóru byggðum til Sauðár- króks. Una ólst upp með foreldrum sínum við venjuleg sveitastörf. Hún settist aldrei á skólabekk, en faðir hennar kenndi henni allt námsefni barnaskóla. Hann fékkst nokkuð við barnakennslu og var sá starfi einkar laginn. Foreldrar Unu voru bæði greindarfólk og unnu hvers konar þjóðlegum fróðleik og bókmennt- um. Það var alltaf sérstakur menningarbragur á Kálfsstaða- heimilinu og framúrskarandi gestrisni, enda komu þangað margir. Þar voru um langan tíma til húsa bækur Lestrarfélags Hólahrepps, auk þess sem heimil- isfólkið sjálft átti góðan bókakost. Móðir Siguveigar, Una Sigurðar- dóttir, sem dvaldist mörg síðustu ár sín á Kálfsstöðum í skjóli dótt- ur sinnar og tengdasonar, var einnig vel að sér og kunni sér- staklega mikið af sögum og ævin- týrum, sem hún hafði numið úr munnlegri geymd. Hún var ólöt að segja dótturbörnum sínum þessar sögur og í þessu umhverfi ólst Una Árnadóttir upp. Það lét því að lík- um, að hún varð snemma hneigð til bókar. Þegar stundir gáfust frá nauðsynlegum störfum, var yndi hennar að grípa í bók, enda varð hún mjög vel lesin og kunni mesta sæg af vísum og kvæðum. Hún var hagorð sjálf og átti talsvert af frumsömdum kvæðum í handriti. Einnig hóf hún að skrifa sögur, einkanlega eftir að hún fluttist til Sauðárkróks. Komu út eftir hana tvær skáldsögur: Bóndinn í Þver- árdal, 1964, og Enginn fiskar á morgun, 1969. Auk þess birti hún í Heima er bezt allmargar smásög- ur og framhaldssöguna Gömul spor. Sögur Unu verða vart taldar með stórbrotnum bókmenntaverk- um, en þær eru gerðar af alúð og skrifaðar á góðu íslenzku máli. I skrifum sínum fjallaði hún eink- um um það líf og umhverfi, sem hún þekkti til af eigin raun, líf sveitafólks á fyrri tíð og líf verka- fólks í kaupstað. Una var oft einlæg og opinská í tali og viðmóti. Ég held hún hafi borið gæfu til að varðveita að nokkru barnið í sál sinni. Hún elskaði það sem gott var og fagurt, og þetta lífsviðhorf kemur fram í sögum hennar, þar sem hið góða ber jafnan hærra en hið slæma. Árið eftir að fjölskyldan frá Kálfsstöðum fluttist til Sauðár- króks, dó heimilisfaðirinn Árni, en eldri bróðirinn, Friðrik, fluttist strax úr sveitinni til Reykjavíkur. Una fór þá að vinna við fiskverkun í frystihúsi á Sauðárkróki og hélt fram þeim starfa um 15 ára skeið. Hún hélt alla tíð heimili með móð- ur sinni og yngri bróður, Árna, en þau systkini eru öll ógift. Una var vel greind kona og hin vandaðasta til orðs og æðis í hví- vetna. Aldrei heyrði ég hana mæla hnjóð til nokkurs manns og ekki mátti hún aumt sjá, án þess að vilja þar eitthvað úr bæta. Móður sína aldraða, sem lengi hefur átt við vanheilsu að stríða, annaðist hún af stakri alúð og nærgætni. Heimilið á Ægisstíg 6 hefur fyllilega haldið þeirri menningar- Minning: Jóhanna Gunnlaugs- dóttir frá Eitla-Osi Jóhanna Gunnlaugsdóttir fædd- ist 12. júlí 1887 að Múla í Línakra- dal, V-Hún. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunniaugsson, bóndi þar, og kona hans, Björg Árnadóttir, en þau fluttu síðar að Syðri-Völlum, Miðfirði, þar sem Jóhanna ólst upp í stórum og glað- værum systkinahóp. Árið 1915 giftist Jóhanna Birni Jónssyni frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Þau hófu búskap á Ánastöðum, þar sem elstu börnin fæddust, en fluttu um 1920 að Litla-Ósi, þar sem þau bjuggu æ síðan. Börn þeirra hjóna eru, Hildur, Jón, Þorvaldur, sem tók við búi á Litla-Ósi, Gunnlaug- ur og Ingibjörg, allt myndar- og gæfufólk, sem hefur reynst undir- rituðum vel. Jóhanna missti mann sinn 1966. Hún dvaldist síðustu árin á elliheimilinu á Hvamms- tanga. Þar andaðist hún 7. febrúar síðastliðinn. Eg var svo heppinn að vera komið fyrir hjá þessum heiðurs- hjónum í stríðsbyrjun og var þar á hverju sumri í mörg ár. Mér var það augljóst á þessum árum að Björn Jónsso’n vissi allt og gat allt, meira að segja veitt hval á smá- kænu. Hann fóðraði mig á hvers kyns fróðleik, bæði bundnum og óbundnum og alltaf var af nógu að taka. Ég finn ennþá leðurlyktina sem angaði þegar hann vann að söðlasmíðinni. Jóhanna var mér sem móðir og lét mig sofa fyrir ofan sig fyrsta sumarið, mild og blíð, og signdi mig þegar ég fór í hreina skyrtu. Fyrir þá umgjörð, sem þessi heiðurshjón sköpuðu löngu liðnum sumrum, verð ég ævinlega þakk- látur. Reykjavík, 19. febrúar 1982, G.Þ.I. legu reisn, sem var á Kálfsstöðum, og hin gamla íslenzka gestrisni hefur jafnan verið í hávegum höfð. Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég minnast Unu og þakka marga fræðandi og ánægju- lega stund á þessu heimili undan- farin ár. Bræðrum hennar og móð- ur og öðrum vandamönnum votta ég mína innilegustu samúð. Þau hafa vissulega mikils misst. Hjalti Pálsson frá Hofi. + Bróöir minn, JÓN STURLAUGSSON, Skúlagötu 58, er látinn. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Þóröur Sturlaugsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU GUDMUNDSDOTTUR, Dalbraut 27. Vilmundur Ingimarsson, Valgerftur Þorvaldsdóttir, Guftbjörg Gunnarsdóttir, Haraldur Ágústsson, Mundheiftur GunnarsdóttirJ.ýftur Jónsson, Flosi Gunnarsson, Alda Kjartansdóttir, Hróltur Gunnarsson, Unnur Gréta Ketilsdóttir, Guftmundur Gunnarsson, María Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. CYNNUM i DAG Reykt 02 J saltað ’olaldakjöt LYNNINGAR VERÐ ÐEINS pr. kg. Leyft verð 48.00 )DÍð til kl. 4 ídag Stamiýrinni (en aóeins til hádegis í Austurstræti). AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.