Morgunblaðið - 14.03.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.03.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Geftir mikla mömileika í túlkun HELGITÓMASSON Lokaæfingin á ballettinum Giselle var á enda. Dansararnir höfðu farið úr búningum sínum og sátu nú í þyrpingu kringum Nönnu Olafsdóttur, ballett- meistara Islenska dansflokksins, og Anton Dolin, höfund sviðsetningarinn- ar, og John Gilpin, meðstjórnanda hans. Verið var að fara í gegnum þau atriði, sem máttu betur fara, enda síð- ustu forvöð, því frumsýningin átti að verða daginn eftir. I>að mátti því heyra athugasemdir eins og þessar: „Stelpur, þið verðið að brosa meira í dansi vin- kvennanna“ ... „Þið megið alls ekki horfa upp í loftið þegar hirðfólkið kem- ur inn, því ekki dettur það niður úr loftinu“ ... „Ásdís, þú verður að kasta festinni á áhrifameiri hátt“ ... „Þið lituð út eins og Frankenstein í öðrum þætti,“ o.s.frv. o.s.frv. Það var því um margt að hugsa áður en sýningar hæf- ust á þessum sígilda og vinsæla ballett, sem er á verkefnaskrá flestra ballett- flokka í heiminum. Giselle er byggð á þýskri þjóðsögu um Viliurnar sem Heinrich Heine skráði, en Viliurnar eru andar framliðinna stúlkna. Giselle var frumsýnd í Parísaróperunni árið 1841 og náði strax gífurlegum vin- sældum. Ballettinn er í tveimur þáttum og fjallar um ástir og örlög þriggja per sóna og er mikil dramatík í verkinu. íslenski dansflokkurinn í hópdansi. Helgi Þrátt fyrir mikið annríki náðum við tali af helstu döns- urum sýningarinnar. Fyrst ræddum við við Helga Tóm- asson, sem starfar með New York City Ballet, en hann dansar hlutverk Albrechts hertoga af Silesíu, en hann er heitmaður Bathilde prinsessu, en ástfanginn af þorpsstúlk- unni Giselle. Helgi hefur oft dansað þetta hlutverk áður, meðal annars sem gestur með The American Ballet Theatre og við Parísaróperuna, Kon- unglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn og víða í Banda- ríkjunum. Hvernig finnst honum að dansa þetta hlutverk fyrir landa sína? „Það er alltaf gaman að koma hingað og hitta fjöl- skylduna og dansa fyrir ís- lendinga. En það er ekki hægt að bera saman aðstæður er- lendis og hér í Þjóðleikhúsinu, því hér er sviðið mjög þröngt og því get ég aðeins sýnt brot af því sem ég get. Þetta er líka í fyrsta skipti sem íslenski dansflokkurinn tekur til með- ferðar svo stórt verkefni sem Giselle, svo það tekur tíma sinn að gera sýninguna sam- bærilega við það sem gerist víða erlendis. En mér finnst dansflokkurinn standa sig vel. Hann þyrfti að fá fleiri tæki- færi til að dansa opinberlega, á því fer flokknum fram.“ Hvernig finnst þér svo að dansa hlutverk Albrechts her- toga? „Mér finnst það bæði gott og skemmtilegt. Hlutverkið gefur mikla möguleika í túlk- un og ég hef alltaf gaman af því að dansa þessa gömlu, klassísku bailetta. Þetta er iíka tilbreyting frá því sem ég hef verið að dansa að undan- förnu en það er nauðsynlegt Helgi Tómasson og Ásdís Magnúsdóttir. Helgi dansar hlutverk Albrechts hertoga á fyrstu 6 sýningunum. að dansa hin ólíkustu hlut- verk.“ Er New York City Ballet ekki með þessa sömu sígildu balletta eins og Giselle á verk- efnaskrá sinni? „Nei, við dönsum ekki þessa gömlu söguballetta í flokkn- um því Ballanchine er ekkert hrifinn af þeim. Honum finnst tími til kominn að fara út á aðrar brautir og reyna það sem nýrra er á þessu sviði.“ Hvað tekur við hjá þér þeg- ar sýningum þínum lýkur hér? „Ég fer vestur um haf og dansa í Florida. Síðan mun ég setja upp ballett sem ég hef samið fyrir nemendurna í School of American Ballet, og er þetta frumraun mín á þessu sviði.“ Hvernig ballett er þetta? „Hann er klassískur, sam- inn fyrir sjö pör, annars er erfitt að lýsa honum svona í orðum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.