Morgunblaðið - 14.03.1982, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
Hjónaminning
Ég vil með nokkrum orðum
minnast aldarafmælis afa míns,
Haraldar Jónssonar frá Skeggja-
stöðum í Garði, en í dag eru liðin
100 ár frá fæðingu hans. Hann var
fæddur að Klausturhólum í
Grímsnesi 14. mars 1882, en lést 8.
mars 1951. Hann var sonur hjón-
anna Jóns Jónssonar, f. 1837 í
Miðdalssókn, og konu hans, Þuríð-
ar Þorgilsdóttur, f. 1842 í Klaust-
urhólasókn. Afi ólst upp hjá for-
eldrum sínum að Stíflisdal í Þing-
vallasveit. Ungur hóf hann sjó-
sókn hæði á opnum árabátum og
skútum. Árið 1910 flyst hann suð-
ur með sjó í Garðinn og bjó fyrst
um sinn að Sigríðarstöðum. Ur
Garðinum stundaði hann áfram
sjóróðra og var formaður á bátum
Milljónafélagsins svonefnda, þar
til hann varð formaður á sínum
eigin bátum. Er mótorbátarnir
komu til sögunnar gerðist hann
stýrimaður á ýmsum þeirra.
í Garðinum kynntist afi ömmu,
Björgu Ólafsdóttur, fædd 19. apríl
1889, en hún lést 13. apríl 1949.
Hún var fædd og uppalin að
Skeggjastöðum í Garði, dóttir
hjónanna Ólafs Gíslasonar, f. 28.
júní að Nýjabæ, Rangárvallasýslu,
d. 27. október 1923, og Guðrúnar
Hildibrandsdóttur, f. 18. ágúst
1856, Vesturholti, Rangárvalla-
sýslu, d. 26. desember 1937. Áður
en amma gifti sig hafði hún stund-
að fatasaum í Reykjavík svo og
einnig hafði hún verið í kaup-
avinnu að Alviðru í Grímsnesi.
Árið 1915 gerðu afi og amma sér
ferð á hendur til Reykjavíkur og
giftu sig þann 9. maí það ár og
hófu búskap að Vörum í Garði.
Þau bjuggu þar í um eitt ár að þau
flytja að Sjólyst og búa þar til árs-
ins 1923, að þau taka við búskap
að Skeggjastöðum af foreldrum
ömmu því það sama ár lést faðir
hennar. Afa og ömmu varð 7
barna auðið og komust 6 til full-
orðinsára, en eitt lést í frum-
bernsku. Þau eru talin í aldursröð:
Jón, fæddur 11. ágúst 1916, giftur
Ingveldi Jónsdóttur, búsett að
Skeggjastöðum, Gunnar, fæddur
26. september 1917, en hann
drukknaði er vélbáturinn Eggert
GK 521 fórst í slæmu veðri í
Garðsjó þann 24. nóvember 1940,
Guðmunda Stella, fædd 11. apríl
1920, gift Leifi Björnssyni múrara,
búsett í Hafnarfirði, Lovísa, fædd
2. maí 1922, gift Gísla Halldórs-
syni skipstjóra, búsett í Keflavík,
Olafía, fædd 29. maí 1923, búsett í
Keflavik. Hún var gift Alexander
Magnússyni en hann lést 10. júní
1979, Hulda, fædd 7. júlí 1929, gift
Einari J. Mýrdal skipasmið, búsett
á Akranesi og Þuríður, fædd 24.
apríl 1932, lést 18. janúar 1933.
Engum getum þarf að því að
leiða að erfitt hefur það verið að
ala upp stóran barnahóp á þessum
árum. Að Skeggjastöðum voru afi
og amma með nokkrar kýr, en
jafnhliða þeim búskap varð afi að
stunda sjóróöra til að færa heimil-
inu björg í bú, fæða það og klæða.
Oft kom það fyrir að afi var lang-
tímum saman fjarri heimili sínu
þegar hann var á síldveiðum fyrir
norðan. Þá kom það í hlut ömmu
jafnhliða hinum hefðbundnu
heimilisstörfum að sjá um bú-
skapinn, vera í heyskap og við
fiskþurrkun svo nærri má geta að
vinnudagurinn hefur verið bæði
TILB0Ð A SKIÐAFÖTUM
Dömuskíöabuxur.........................kr. 159.-
Dömuskíöagalli.........................kr. 399.-
Barna- og unglingaskíöagalli...........kr. 199.-
Barna- og unglingaskíöagalli...........kr. 269.-
Barna-og unglingaskíöagalli............kr. 369.- w ,
Herraskíöagalli........................kr. 399.-
Herraskíöavesti........................kr. 299.-
HAGKAUP
^ Skeifunni15,Kjörgarði, Akureyri >
langur og erfiður. Árið 1944 réðust
þau í að reisa nýtt steinhús á jörð-
inni og fluttu í það sama ár. Að
lokum vil ég þakka fyrir þá stund
er ég fékk að dvelja hjá þeim bæði
lengri og skemmri tíma er ég var
ungur drengur.
Afi og amma eru bæði jarðsett
ásamt dóttur þeirra í kirkjugarð-
inum að Útskálum.
Blessuð sé minning þeirra.
Arnbjörn Leifsson
Guömundur Helgi
Magnússon — Minning
Okkar kæri frændi, Guðmundur
Helgi Magnússon, er látinn. Það
hefði engum dottið í hug er hann
fór í rannsókn rétt fyrir jól, að
hann ætti ekki eftir að koma heim
aftur, svo frískur sem hann virtist
vera.
Guðmundur var fæddur 8. janú-
ar 1914, sonur hjónanna Guðrúnar
Guðmundsdóttur og Magnúsar
Hávarðssonar, útgerðarmanns í
Neskaupstað. Hann var næst
yngstur fimm barna þeirra er upp
komust og eru fjögur þeirra nú
látin.
Guðmundur var okkur systkina-
börnunum og börnum okkar
einkar kær. Barngóður var hann
og alltaf boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Við systurnar ólumst upp með
Gumma frænda frá því við vorum
börn. Hann kom á heimili foreldra
okkar árið 1946 er hann flutti til
Reykjavíkur og bjó þar alla tíð
síðan. Það er því margs að minn-
ast og söknuðurinn mikill.
Við kveðjum kæran frænda með
þökk fyrir allt og biðjum Guð að
blessa hann.
Systurdætur
+
Konan mín,
RAGNHILDUR KR. BJÖRNSSON,
andaöist aöfaranótt laugardagsins 13. þ.m.
Björn G. Björnaaon.
+
Sonur okkar,
ÞORSTEINN PÉTURSSON,
Borg, Tólknafiröi,
andaðist í Landspitalanum í Reykjavík þann 12. marz sl.
Þórarna Ólafsdóttir, Pétur Þorateinaaon.
+
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐJÓNSOÓTTIR,
Stangarholti 30,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 15. mars kl.
13.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Einar I. Siggeiraaon, Kriatín Friöriksdóttir, —
Erlendur Siggeiraaon, Málfríður Magnúadóttir,
Sigríöur Siggeiradóttir,
Guðborg Siggeiradóttir, Rannver Sveinaaon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns
míns og fööur okkar,
ÁRMANNS JÓNSSONAR,
Vaöi, Skriödal,
Sigrún Guömundadóttir,
Sigurbjörg Ármannadóttir,
Ingi Jón Armannaaon,
Guðmundur Ármannsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.