Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 14.03.1982, Síða 41
Sigríður, iðnverkakona, f. 12. janúar 1922. Maki: Sigurður Ottósson, blikksmiður, f. 25. júlí 1922. Guðríður, starfsstúlka, f. 24. október 1924, dáin 10. marz 1980. Lilja, húsmóðir, f. 22. ágúst 1926. Maki: Björn Þ. Þórðarson, læknir, f. 22. febrúar 1925. Helga, verzlunarm., f. 13. apríi 1928. Maki: Andrés Ottósson, múr- ari, f. 3. apríl 1928. Björn, verkfræðingur, f. 1. nóv. 1930. Maki: Hulda S. Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 3. sept, 1930. Svava, húsmóðir, f. 10. febrúar 1932. Maki: Andrés S. Einarsson, trésmiður og bóndi að Hruna í V-Skaftafellssýslu, f. 29. des. 1929. Snorri Guðbjörn, blikksmiður, f. 6. júní 1934. Kvæntist Elísabetu Elíasdóttur, þau skildu. Ingibjörg, f. 2. febr. 1937. Maki: Þorvaldur Þorvaldsson, löggiltur endurskoðandi, f. 12. júní 1945. Árið 1920 fluttust þau Sigríður og Ólafur til Reykjavíkur og stundaði Ólafur þar blikksmíðar, fyrst hjá frændum sínum í blikksmiðju Breiðfjörðs, en síðan stofnaði hann blikksmiðju og starfrækti hana þar til þau brugðu búi og fluttust aftur aust- ur á Síðu haustið 1929. Þar bjuggu þau á ýmsum stöðum til að byrja með, en síðan 9 ár í sambýli við Jón bónda, Þórunni konu hans og börn þeirra. Við Múlakot byggðu þau sér lítið hús og bjuggu félags- búi með Helgu systur Ólafs og Bjarna barnakennara syni hennar og konu hans Sigurveigu Kristófersdóttur. Það reyndi mikið á Sigríði á kreppuárunum, þegar barnmargar fjölskyldur, sem ekki áttu eignir, urðu að sjá sér farborða frá degi til dags með ótrúlegri eljusemi. En Sigríður átti aðra auðlegð, fágæt- an dugnað, rólyndi hugans og Ijúfa lund, sem allt hjálpaði henni til að komast yfir erfiðleikana. Sakir húsnæðiseklu urðu þau hjónin að koma sumum barnanna í fóstur í lengri eða skemmri tíma, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 41 en það birti til um síðir og þau sáu börn sín þroskast og verða að dug- andi fólki, sem stofnaði sín heimili og svo komu blessuð barnabörnin, hvert af öðru og síðan barna- barnabörnin svo nú eru afkomend- ur þeirra Sigríðar og Ólafs 103 talsins. Þau hjónin fluttust aftur til Reykjavíkur árið 1948 og bjuggu þar síðan, enda flest börnin búsett þar. Eg minnist þess frá minni æsku, er ég sótti skóla frá Breiðabólstað að Múlakoti til Bjarna Þorláks- sonar, að gott var að koma í litla húsið hennar Sigríðar móðursyst- ur minnar, alltaf svo hreint og vinalegt og gleði ríkjandi. Þá var gott að vita til þess, að ef Hörgsá var vatnsmikil eða ísuð og erfið fyrir hestinn, var alltaf pláss hjá frænku. Það var góð tilbreyting að hafa ástæðu til að gista, enda glatt á hjalla og verið í útileikjum fram á kvöld, þegar veður leyfði og var þá stundum erfitt fyrir frænku að fá börnin til að fara í háttinn, en aldrei hækkaði hún róminn eða skifti skapi svo ég muni. Þau Sigríður og Ólafur höfðu róleg elliár hér í Reykjavík. Ári áður en Ólafur lést, fengu þau litla íbúð hjá Birni syni sínum og konu hans Huldu í húsi þeirra að Voga- tungu 10, Kópavogi og dvaldist Sigríður hjá þeim meðan heilsan entist, eða þar til í maí í fyrra að hún Iagðist inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem hún fékk hægt andlát 7. þ.m. Meðan á spítaladvölinni stóð fékk hún góða umönnun og naut manneskjulegrar hlýju svo til fyrirmyndar var. Að leiðarlokum vil ég þakka frænku minni öll gæðin við mig. Eftirlifandi systkini, frændfólk og fjölskyldur senda afkomendum Sigríðar samúðarkveðjur. Við höf- um fundið hjá henni flesta þá eig- inleika, sem mega góða konu prýða. Guðmundur Snorrason húsgögn LangholtsveKÍ 111. Símar 37010 - 37144. VÍKINGUR íslandsmótiö 1 • deild. VMUR Stórleikur i kvöid ki. 20.00 Laugardaishöllinni i Einn at úrslitaleikjunum í 1 •dei,d Plötuspilari sem spilar lóðrétt af plötunni. HLJÓMTÆKJADEILD Pl KARNABÆR „ HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Otrulegt en satt! Þú þartt ekki lengur að snúa plötunni við Plötuspilarinn leikur af plötunni lóðrétt. Stórkostleg lenging á líftíma plötunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.