Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
68. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Símamynd AP.
Mannbjörg
og fagnaðarfundir
l’art voru fagnaftarfundir þegar áslvinir skipverja
Suðurlandsins fdgnuðu þeim við komuna til
Keykjavíkurflugvallar í gærkvöldi með vélum frá
Leiguflugi Sverris l’óroddssonar, en á annarri
myndinni er Ólafur Bæringsson að heilsa konu
sinni og barni eftir þær mannraunir sem hann og
skipsfélagar hans lentu í. Myndina tók Kristján
Örn Klíasson.
Hin myndin er tekin um borð í brezku björgun-
arþyrlunni sem bjargaði 8 skipverjum Suðurlands-
ins á aðeins 20 mínútum eftir að þeir höfðu velkst
klukkustundum saman í stórsjó við lífshættulegar
aðstæður.
Pólland:
Réttarhöld samþykkt yfir
fyrrverandi ráðamönnum
V arsjá, 26. mars. AP.
PÓLSKA þingið samþykkti í dag að
koma á sérstökum dómstóli, sem
hefði umboð til að draga ráðamenn
til saka fyrir stefnu þeirra og störf,
og lagði með því lagalegan grundvöll
fyrir málshöfðun á hendur fyrrver-
andi embættismönnum í stjórn
Kdward Giereks, sem kennt er um
BRESKI jafnaðarmannaflokkurinn
nýi hélt í dag upp á ársafmælið og
sigurinn í aukakosningunum i llill-
head með kampavini og miklum gleði-
látum og Koy Jenkins lýsti því yfir, að
nú stæði ekkert i veginum fyrir því að
hann tæki að sér forystuna fyrir kosn-
ingabandalaginu. Stóru flokkarnir
tveir, íhaldsflokkur og Verkamanna-
flokkur, geta hins vegar ekki dulið
áhyggjur sínar.
„Kosningabandalagið stefnir að
sigri í næstu þingkosningum. Ef
fólkið vill, að ég standi í stafni, mun
ég ekki skorast undan því,“ sagði
Jenkins, en búist er við, að hann
verði kosinn formaður kosninga-
allan ófarnað Pólverja.
Haft er eftir heimildum í
Varsjá, að ólíklegt sé, að Gierek
sjálfur verði dreginn fyrir lög og
rétt, því að hann eigi sér enn
hauka í horni í Moskvu. Hins veg-
ar er Piotr Jaroszewicz, fyrrver-
andi forsætisráðherra, talinn lík-
bandaiags jafnaðarmanna og frjáls-
lyndra að hausti. Stjórnmálaskýr-
endum kemur saman um, að sigur-
inn í Hillhead kunni að marka tíma-
mót í breskri stjórnmálasögu og
binda enda á sex áratuga samfelld
yfirráð stóru flokkanna tveggja.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra, vildi ekkert láta eftir sér hafa
um úrslitin, en aðstoðarmenn henn-
ar sögðu, að hún væri „hin róleg-
asta“. Cecil Parkinson, formaður
íhaldsflokksins, sagðist hins vegar
hafa orðið fyrir „miklum vonbrigð-
um“ og í sama streng tók Michael
Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Parkinson sagði, að klofningur í röð-
um borgaralegra kjósenda gæti
legri sökudólgur, en hann er m.a.
sakaður um að hafa dregið sér gíf-
urlegt fé á valdadögum sínum. Að
sumra sögn eru þessi væntanlegu
réttarhöld aðeins tilraun af hálfu
stjórnvalda til að draga athygli al-
mennings frá síversnandi efna-
hagsástandi og vaxandi matar-
valdið því, að Verkamannaflokkur-
inn kæmist til valda, en þar væri
sterki maðurinn hinn róttæki Tony
Benn. „Kjósendur kosningabanda-
lagsins eru ávísun á völdin fyrir
Benn og félaga hans. Að vísu var það
ekki ætlunin en þær verða afleið-
ingarnar," sagði Parkinson.
Hófsamir menn í Verkamanna-
flokknum, sem áhyggjur hafa af
stöðu flokksins, hvöttu í dag til að
trotskyistarnir innan hans yrðu taf-
arlaust reknir. „Ef við hikum öllu
lengur getum við bara tekið pokann
okkar og sætt okkur við, að dagar
Verkamannaflokksins eru liðnir,"
sagði Alan Williams, einn þing-
manna flokksins.
skorti í Póllandi.
Auk ákvörðunarinnar um rétt-
arhöldin samþykkti þingið að
pólskir bændur fengju lagalegt til-
kall til jarða sinna og þykir sú
ráðstöfun einstæð í kommúnísku
ríki því að hennar getur hvergi
stað í kenningum Marx og Lenins.
I Póllandi erja sjálfstæðir bændur
70% alls ræktaðs lands og er haft
eftir vestrænum sendimanni í
Varsjá, að þessi ákvörðun kunni
að vera sú skynsamlegasta, sem
herstjórnin hafi tekið, þ.e.a.s. „ef
hún verður til þess, að matvæla-
framleiðslan eykst".
PAP-fréttastofan sagði í dag, að
fyrrverandi formaður Samstöðu í
Bielsko Biala, Patrycjusz Kosm-
owski, hefði verið dæmdur í sex
ára fangelsi fyrir verkalýðsstarf-
semi og annar maður, sem sakað-
ur var um að hafa leynt honum, í
eins árs fangelsi. Embættismenn
Parísarháskóla tilkynntu í dag, að
samþykkt hefði verið einróma að
sæma Lech Walesa heiðursdokt-
orsnafnbót og að honum hefði nú
þegar verið sent bréf og boðið til
athafnarinnar.
Tilkynnt var í Varsjá í dag, að
frá og með nk. mánudegi yrði
starfsemi dansstaða og veitinga-
húsa leyfð að nýju en hún var
bönnuð með herlögunum. Staðirn-
ir mega hafa opið á hverju kvöldi
til kl. 10.
Kólumbia leggur upp i þriðja
sinn sl. mánudag.
r
Ovissa með
lendinguna
Kanavml-hörða, 26. mars. AP.
BILUN varð í öðrum sendi
geimferjunnar Kólumbíu í
gærkvöldi en að sögn vísinda-
manna á það ekki að koma að
sök. Hins vegar hefur verið
ákveðið að spara eldsneyti ferj-
unnar af ótta við að hún verði að
vera á lofti degi lengur vegna
mikilla sandstorma í Nýju-
Mexikó.
Stjórnandi ferðarinnar á
jörðu niðri, Neil Hutchinson, til-
kynnti í gærkvöldi, að lág-
spenntur hluti annars sendisins
væri bilaður og að í nótt ætti að
ganga úr skugga um hvort há-
spenntur hlutinn væri líka úr
leik, sem hann kvaðst telja ólík-
legt. Ef svo reynist hins vegar
verður tekið til athugunar að
stytta ferð Kólumbíu. Þó að báð-
ir sendar ferjunnar verði óvirk-
ir, eru engin vandkvæði á að
lenda henni þar sem nokkrar
jarðstöðvanna geta haft sam-
band við hana á annan hátt.
Jenkins fús að leiða
kosningabandalagið
(ilasgnw, 26. m»rn. AP.