Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá.
Ilaidmayer — Sinfónia nr. 4.
Jón Nordal — ('anto elegiaco.
Max Bruch — Kol Nidrei.
Schubert — Sinfónía nr. 3.
Einleikari:
Gunnar Kvaran.
Stjórnandi:
l’áll P. Pálsson.
Ekki verður sagt að 4. sinfónían
eftir Haidmayer sé „inspírerandi"
verk og þó hér og þar komi fram
kunnátta, er hún sett svo einhliða
fram og án nokkurs tjáningar-
markmiðs, að verkið er í rauninni
ekki meira en sá tími sem tók að
leika það. Canto eligiaco, eftir Jón
Nordal, er gamall kunningi og lék
Gunnar Kvaran verkið með mikl-
Gunnar Páll P.
Kvaran Pálsson
um þunga, ef til vill einum of, þó
verkið þoli vel háspennta róman-
tíska túlkun. Kol Nidrei, eftir
Bruch, var fallega flutt af Gunn-
ari. Verkið er i rauninni trúarlegt
að inntaki, því Kol Nidrei er gam-
alt tónstef, tónað á Yom Kippur
hátíð gyðinga. Eftir nokkur til-
brigði með stefið kemur annað
stef, rómantískt og eftir Bruch.
Það sem einkum hefur þótt fallegt
við þetta verk, er einlægur og lát-
laus trúarblær, er ríkir yfir
verkinu og var einkar fallega túlk-
aður af Gunnari Kvaran.
Þriðja sinfónían eftir Schubert
er falleg og látlaus tónsmíð og
merkilega vel unnið verk, en Schu-
bert var aðeins 18 ára er hann
samdi verkið, í júnímánuði 1815.
Verkið var fallega leikið af
hljómsveitinni, en aðeins í byrjun
hæga kaflans og einnig úrvinnsl-
unnar auk smáslysa mátti kenna
frumleika í framsetningu. Þriðji
þátturinn er eins konar samtvinn-
un á „lendler og skersó", þar sem
leikið er með áherslu á þriðja
takthluta og rétt áhersluskipaðan
þrískiptan takt, sem andstæður, á
einkar fallegan máta. Það ríkti yf-
ir verkinu fallegur „ballans", sem
stjórnandinn hafði auðheyrilega
lagt hljómsveitinni til og hún skil-
aði til hlustenda í þokkafullum
leik.
Jón Asgeirsson
Sýning Sveins Eggertssonar
Myndlíst
Valtýr Pétursson
í Gallerí 32 við Hverfisgötu
stendur nú sýning á verkum
Sveins Eggertssonar. Þarna er
ungur myndlistarmaður á ferð
með fyrstu einkasýningu. Eru
tuttugu og fjögur olíumálverk og
sautján vatnslitamyndir á þess-
ari sýningu Sveins. Hann hefur
stundað nám sitt suður í Mexíkó,
og bera þessi verk nokkurn keim
af þarlendri vist. Þetta er því
nokkuð sérstæð sýning á okkar
vettvangi, og er það í sjálfu sér
ánægjuefni, að hingað skuli ber-
ast ómur frá jafn fjarlægri
menningu og þeir stunda í
myndlistinni í Mexíkó.
Sveinn Eggertsson er langt frá
því að vera mótaður myndlistar-
maður. Hann er þreifandi fyrir
sér í margar áttir, eins og vera
ber, en hann hefur samt per-
sónulega tilfinningu fyrir því,
sem hann er að gera, og kemur
það best fram í litameðferð
hans, sem er bæði viðkvæm og
næm. Sveinn virðist takast á við
fjölþætt verkefni og inntak
mynda og jafnvel fara nokkuð
sínar eigin götur í þeim efnum.
Þarna eru til að mynda málverk
af margmenni, eins og til dæmis
verkið Bla. bla, og annað verk
má nefna í þessu sambandi, það
er Gleraugnamafían. Bæði þessi
verk eiga rætur sínar að rekja til
Mexíkó, hvað hugmyndafræði
snertir og framsetningu. Einnig
mætti benda á No. 9 sem frum-
lega mynd í litbyggingu, og hún
virðist einnig ættuð að sunnan.
Nú má ekki leggja þann skilning
í þessar línur, að Sveinn api eftir
þeim í Mexíkó. Þvert á móti,
hann hefur af þeim lært og held-
ur samt sinni litasjón og mynd-
byggingu, sem er norræn í eðli
sínu. En það er ekki til hins
verra, að ungir menn sæki hitt
og þetta til jafn fjarlægra landa
og hér er um að ræða. Það er
nefnilega stunduð myndlist víð-
ar en á því blauta Hollandi.
Þessi sýning kom mér þægi-
lega á óvart, og ég hafði ánægju
af að sjá þessi verk. Ég veit, að
það er ýmislegt, sem að má finna
í sambandi við þessi verk, en
hæfileikar þessa unga manns
blasa við. Nú er það aðeins
spurning um hvernig hann fer
með þá gáfu sem hann virðist
hafa fengið í vöggugjöf. Um það
verður engu spáð hér, en óhætt
er að segja, að sem frumraun er
þessi sýning lofandi. Nú má
vera, að ungum og framsæknum
listamönnum þyki heldur lítið
lofið, þegar sagt er, að þetta og
hitt lofi góðu. En ef þeir athuga
vel hvað í slíkum orðum felst,
mega þeir vera meira en ánægð-
ir. Það er því miður meirihluti af
því, sem fyrir almenningssjónir
kemur, ekki þess eðlis að hægt sé
að segja að það lofi góðu. Hér
hjá okkur í þessum höfuðstað er
sýningarflóðið sífellt að færast í
aukana, og það gefur auga leið
að ekki eru allir meistarar, sem
freistast til að setja verk sín
fyrir almenningssjónir.
Að lokum beztu óskir um
framvindu mála, og þakkir fyrir
skemmtilegt framtak.
Valtýr Pétursson
Asger Jorn í Listasafninu
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það er skemmtilegt að líta inn
á Listasafn íslands um þessar
mundir. Þar eru 27 grafíkmyndir
eftir þann eina og rétta ASGER
JORN, en hann hefur náð mestri
frægð allra Dana á sviði mynd-
listar á þessari öld. Verk hans
má finna í söfnum um allan
heim, og nafn hans er þekkt í
öllum álfum. Hann var hér á
landi fyrir nokkrum árum og
gerði eina mikla bók í félagi við
Halldór Laxness. Það rit kom út
í vandaðri útgáfu í Sviss og er
talið til dýrgripa í dag.
Jorn lagði ungur land undir
fót og gerðist búandi á Italíu og í
Sviss um tíma, en flutti síðan til
Parísar, og ef ég veit rétt, bjó
hann þar þangað til yfir lauk.
Jorn veiktist af berklum og átti
ætíð í stríði við þann sjúkdóm,
samt verður þess ekki vart í
verkum hans, að hann hafi orðið
að stríða við slíkt böl sem berkl-
ar eru. Hann vann allt hvað af
tók, og eftir hann liggur gríðar-
lega mikið og merkilegt starf.
Hann hafði mikinn áhuga á öllu
mögulegu í sambandi við forna
menningu hinna og þessara
þjóða. Gaf út bækur um list
þeirra og vandaði mikið til
þeirra bóka. Hann var afar
rausnarlegur við Listasafnið í
Silkiborg, og mætti jafnvel
segja, að það væri vart það, sem
það er í dag, ef Jorns hefði ekki
notið við.
Grafík sú, er nú er á gangi
Listasafnsins, er fengin að láni
frá einkaaðila í Frakklandi, og
gefur safn þetta ágæta mynd
um, hvernig hann vann. Þarna
eru myndir frá 1943 til 1971, en
listamaðurinn lést árið 1973.
Jorn var einn af hinum frægu
COBRA-mönnum og því félagi
Svavars okkar Guðnasonar, og
eitt er víst, að mín kynslóð á
þessum hópi margt að þakka, og
ég held, að flestir, sem eitthvað
vita um myndlist, séu sammála
um, að þessi hópur hafi veitt
nýju blóði í myndlist Evrópu eft-
ir seinustu styrjöld. Myndir As-
ger Jorns eru í mjög háu verði
um allan heim í dag og hann
virðist vera einn af þeim lista-
mönnum, sem hvað mest áhrif
hefur haft síðan ólátum linnti í
Evrópu. Hann er expressionist-
ískur málari, sem hefur mynd-
rænt vald yfir verkum sínum og
gæðir þau oft á tíðum vissri
rómantík, sem er tengd yfirnátt-
úrulegum hlutum. Fólkið í verk-
um Jorns er vart af þessum
heimi; maskar hans hafa seið-
magnaðan kraft og geisla frá sér
dulúð og magnaðri tilfinningu.
Þessar grafísku myndir eru
gerðar af mikilii kunnáttu og
hafa merkilega þróun að baki
sér, sem hvergi er gripin úr
lausu lofti. Þetta eru dálítið
hrjúf verk, en samt afar mann-
leg.
Það er skemmtilegt til þess að
vita, að Listasafn Islands skuli
geta fengið aðra eins sýningu að
láni og glatt þannig gesti sína á
ferskan og áhrifamikinn hátt.
Það er margt hægt að gera, ef
viljinn er fyrir hendi, og nú er
svo komið, að samkeppni gætir
millum þeirra tveggja safna,
sem hér eru í gangi. Listasafn
ASI og Listasafn Islands eiga
hér hlut að máli og keppast nú
um að hafa sýningar. Þetta hef-
ur raunverulega vantað hingað
til, og er það vel að slíkt skuli
vera komið í gang.
Svona í leiðinni langar mig til
að vekja athygli á þeirri sýn-
ingu, sem er í fremsta sal Lista-
safns íslands. Þar er nú sem
stendur einhver glæsilegasta
mynd af list Jóns Stefánssonar,
sem ég hef séð. Allt eru það
mannamyndir (Portrett), og ef
einhver hefur verið í vafa um
stærð þessa merkilega lista-
manns sem málara, þá er þetta
samsafn svo sannfærandi um af-
rek Jóns Stefánssonar, að ég
vildi óska, að sem flestir gætu
litið þessa uppbyggingu augum.
Því miður hafði ég ekki gefið
mér tíma til að sjá þessi verk
fyrr. En það margborgar sig.
Albrecht Per
Ballett
Lilja Hallgrímsdóttir
Það er mér sönn ánægja að
fjalla um túlkun Per Arthur Seg-
erström á Albrecht, öðru aðalhlut-
verkinu í ballettinum Giselle.
Hann tók við því af Helga Tómas-
syni fyrr en ætlað var, eins og ég
gat um í síðustu grein um þessa
merkilegu sýningu Þjóðleikhúss-
ins. Formlega tók hann við hlut-
verkinu á þriðjudaginn var. Seg-
erström er fæddur í Stokkhólmi
1952. Hann er íslenskum ballett-
unnendum að góðu kunnur frá því
1976 er hann kom hingað sem
gestur íslenska dansflokksins og
dansaði atriði úr „Les Sylphides"
og „Svanavatninu“. Segerström
varð meðlimur Konunglega
sænska ballettsins við óperuna í
Stokkhólmi árið 1970, þá aðeins
átján ára og hefur verið sólódans-
ari þar síðan 1974. Sérgrein hans
eru klassískir ballettar. Hann
vann gullverðlaun í alþjóðlegri
danskeppni ungra dansara í Júgó-
slavíu árið 1972. Hann hefur sýnt
með sænska ballettinum víða um
heim og dansað víða sem gestur.
M.a. dansað hlutverk Albrechts
við Kirovleikhúsið í Leningrad.
Segerström er á góðum aldri núna
til að túlka þetta hlutverk. Hann
sýndi húmor í fyrsta þætti jafnvel
Arthur
Segerströms
og sorgina í öðrum þætti. Tækni-
lega séð er maðurinn stórgóður.
Samdans þeirra Ásdísar var
hnökralaus.
Á þriðjudaginn dansaði Ian
Stewart „Pas de Deux“ á móti
Ólafíu Bjarnleifsdóttur. Hann er
fæddur í Skotlandi 1962 og því að-
eins tvítugur að aldri. Stewart
hefur verið við nám í Royal Ballet
School. Hann hefur starfað víða
m.a. með Þjóðarballett ísraels.
Hann er óvenjulega liðugur og
með óvenjulega háa rist af karl-
dansara að vera. Dansar ágætlega
á köflum en virðist ekki vera nógu
sterkur mótdansari. En manni
sýndist að taugaspennu gætti hjá
honum og kannski hefur það haft
sitt að segja.
Sýningin á þriðjudagskvöld var
mjög góð í heild og margt betra en
á fyrri sýningum, meira að segja
lék píanóið ekki lengur blásara, er
Hillarion blæs í veiðilúðurinn, nú
var það blásturshljóðfæri.
Að lokum vil ég ráðleggja fólki
að sjá fleiri en eina sýningu á
„Giselle" ekki síst þar sem okkur
gefst kostur á að sjá fleiri en einn
dansara túlka hvert hlutverk, en á
því lærir maður bezt að horfa á og
meta ballett.
Per Arthur Segerström hafi
þökk fyrir komuna og glæsilega
túlkun á Albrecht.
Lilja Hallgrímsdóttir