Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 Fundur um kísilmálmverksmiöju á Reyðarfirði: Fundur, sem idnaðarnefnd Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi stóð fyrir sl. laugardag á Reyðarfiröi, skorar á Alþingi að samþykkja þegar á þessu þingi heimildarlög um kís- ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. I»á lýsti fundurinn stuðningi við tillögur verkefnisstjórnar iðnað- arráðuneytisins hvað varðar undirbúning og framkvæmdir, þannig að verksmiðjan hefji rekstur vorið 1985. Kom fram á fundinum mikill og ákveðinn vilji heimamanna til að staðið verði að öllum undirbúningi, verkhönnun og tilhögun útboða þannig að fullt tillit verði tekið til austfirsks atvinnulífs og að austfirsk fyrirtæki geti tekið virkan þátt í framkvæmdum við verksmiöjuna, eins og segir í ályktun fundarins. Á milli 80—90 manns, iðnaðarmenn, sveitarstjórnarmeiin og verktak- ar víðs vegar að af Austurlandi, sátu fundinn og tóku þátt í störf- um hans. í upphafi fundarins fluttu er- indi nokkrir þeirra sem starfað hafa að undirbúningi verksmiðj- unnar. I>á störfuðu umræðuhóp- ar og fulltrúar Sambands málm- og skipasmiða og Landssam- bands iðnaðarmanna ávörpuðu fundinn. í umræöuhópunum kom fram, að heimamenn hafa fullan hug á að annast undirbún- ing og byggingu verksmiðjunnar sjálfir og að þeir telja þetta ekki stærra verkefni en svo, að þeir geti það fyllilega. I»á létu þeir í Ijós nokkrar áhyggjur af því, að stóru verktakafyrirtækin á suö- vesturhorninu yfirtækju verk- framkvæmdir og þeir yrðu af- skiptir. Einnig hafa menn af því nokkrar áhyggjur að tilkoma verksmiðjunnar og hinn mikli fjöldi starfsmanna við byggingu hennar komi til með að hafa í för með sér félagslega röskun. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir því sem fram fór á fundinum. Fundinn setti Halldór Árnason, iónráAgjafi Austurlands, og lýsti hann tildrögum hans og hvernig staðið hefur verið að undirbún- ingi, en á fundinum var lögð fram sem trúnaðarmál lokaskýrsla verkefnisstjórnar iðnaðarráðu- neytisins um kísilmálmverksmiðj- una. Meginniðurstaða hennar er, að hagkvæmt sé að ráðast í bygg- ingu 25—30 þúsund tonna kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Leggur verkefnisstjórn til að aflað verði lagaheimildar um stofnun hlutafélags er annist byggingu og rekstur hennar. Halldór sagði í lok ræðu sinnar að tilkoma verk- smiðjunnar hefði mikið gildi fyrir austfirskan vinnumarkað, og hann þyrfti að hreppa sem mest af verkefnum við hana. Austfirð- ingar þyrftu því að ná samstöðu og geta í framhaldi af því tekið þátt í undirbúningi og byggingum á skipulegan hátt. Halldór sagði fundinn síðan settan og skipaði Hörð Þórhallsson sveitarstjóra sem fundarstjóra. Ríkisstjórnin fyrir sitt leyti samþykk stadsetningunni Næstur tók til máls Finnbogi Jónsson, formaður verkefnisstjórn- ar, og kynnti störf nefndarinnar. Hann vitnaði í upphafi til stjórn- arsáttmálans um uppbyggingu stóriðju á vegum landsmanna sjálfra og sagði þessa verksmiðju tilkomna vegna þess ákvæðis. All- ar kannanir og athuganir hefðu leitt í Ijós hagkvæmni staðsetn- ingar á Reyðarfirði og sagði hann ríkisstjórnina fyrir sitt leyti sam- Fjölmennasti umræðuhópurinn var sá er fjallaði um byggingar og jarðvinnu, og því þröngt setinn bekkur. Hér eru nokkrir þeirra sem störfuðu í umræðuhópnum. Austfirzkir verktakar vilja sjálfir annast framkvæmdir þykka staðsetningu þar. Hann fjallaði síðan nokkuð um störf nefndarinnar, sem setið hefur samtals 67 bókaða fundi, auk margra fleiri til viðræðna við fjöl- marga aðila. Starfið sagði hann. hafa að hluta til verið unnið í samvinnu við erlenda aðila, en sér hefði komið á óvart hversu mikið Islendingar sjálfir gátu séð um. Verksmiðjan á að sögn Finnboga að vera 25—30 þús. tonna hvað varðar ársframleiðslu. Kostnaður við 25 þúsund tonna verksmiðju er 745 millj. kr. og reiknað með, að fyrri ofn hennar af tveimur verði tekinn í notkun 1. apríl 1985. Arð- semi er að hans sögn um 345 millj. kr. á ári, þannig að takast ætti að greiða niður kostnað við uppbygg- inguna á 2 árum. Hreinar gjald- eyristekjur nema 220 millj. kr. á ári. Þá sagði Finnbogi að athuganir sýndu að aðstæður væru mjög góðar á Reyðarfirði, sérstaklega væru hafnarskilyrði góð, en ákveðið hefði verið að byggja haf- skipahöfn sem tekið gæti í móti 20 þús. tonna skipi í stað 10 þús. tonna, eins og ákveðið hefði verið í upphafi. Kostnaður við hafnar- gerðina næmi um 30 millj. kr. Mengunarhætta væri sú hin sama og við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og yrði hreinsibún- aður samskonar. Þá sagði hann rannsóknir sýna að unnt yrði að byggja mjög góða hitaveitu í tengslum við verksmiðjuna, sem annað gæti orkuþörf þeirra tveggja sveitarfélaga sem að verk- smiðjunni lægju. Nægði orkan frá öðrum ofninum til þessa og yrði mögulegt að útvega orku á 60% þess kostnaðar sem nú færi í olíu. Verksmiðjan þarf um 345 gíga- vattstundir af orku á ári og ætti að vera unnt að anna þeirri þörf með tilkomu nýrra stórvirkjana. Verksmiðjan krefst 130 starfs- manna og reiknað er með 110 störfum þar fyrir utan í þjónustu og fl. þannig að alls er hér um 240 ný störf að ræða, sem Finnbogi sagði að talið væri stærstur hluti þess sem bætist við vinnumarkað- inn á næstu árum. Nvavar Jónatansson, verkfræðing- ur, forstjóri Almennu verkfræði- stofunnar, tók næstur til máls og fjallaði um byggingar og jarð- vinnu. Hann sagði að verksmiðjan sem staðsett verður í landi Sóma- staða í Sómastaðagerði þyrfti 8—10 ha. landrými og þá reiknað með 2 ofnum, 20—25 þús. fram- leiðslugetu, en reiknað væri með stækkun síðar. Hafskipahöfnin við Mjóeyri, þar sem aðstæður væru mjög góðar, væri miðuð við 20 þús. Undirbúningsaðilar draga í efa að þeir ráði við verkefnið allt og segja næg hliðarverkefni til handa þeim Halldór Árnson, iðn- Finnbogi Jónsson, for- Guðmundur Borgþórs- ráðgjafi Austurlands. maður verkefnisstjórn- son, tæknifræðingur. ar. Steinar Steinsson, for- Sigurður Kristinsson, Jón Guðmundsson, maður meistarafélags forseti Landssambands varaformaður iðnaðar- Sambands málm- og iðnaðarmanna. nefndar SSA, sem sleit skipasmiða. fundinum. tonna skip þar sem hagkvæmni flutninga væri meiri, ef stærri skip væru notuð. Hann kvað allan undirbúning á frumstigi og margt ætti eftir að breytast, t.d. væri nú allsendis óljóst hvort ofnarnir verða keyptir frá Elkem í Noregi eða frá þýzku fyrirtæki. Ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir í síð- asta lagi 1. maí Svavar sagði mörg hliðarverk- efni fylgja verksmiðjubygging- unni, s.s. áðurnefnd höfn sem kall- aði á 20 manns til vinnu, vinnu- búðir fyrir um 300 manns þyrfti að reisa á byggingartímanum, þá væri reiknað með 7,3 km vatns- lögn, auk vatnsgeymis og til þess verkefnis þyrfti einnig 20 manns. Mannvirkjum lýsti Svavar einnig, auk þess hvar möguleikar væru á efnisöflun o.fl. Þá sagði hann að reiknað væri með að ganga yrði frá samningum um ofnakaup í haust, ef takast ætti að koma fyrri ofninum í gagn 1. apríl 1985. „Það er mjög brýnt að ákvörðun stjórn- valda liggi fyrir í síðasta lagi 1. maí næstkomandi. Ef ákvörðun stjórnvalda liggur ekki fyrir á þessu þingi, þýðir það töf á verkinu um eitt til eitt og hálft ár.“ Þá bætti hann við að búast mætti við samþykkt stjórnvalda með einhverjum fyrirvara, en ítrekaði nauðsyn stjórnvaldasam- þykktar nú. Þá sagði Svavar að líklega yrði útboðsfyrirkomulag notað við framkvæmdir. Hann sagðist draga mjög í efa að Austfirðingar réðu einir við þetta verkefni allt og sagðist telja að það þjónaði verksmiðjunni bezt að fundinn Skora á Alþingi að samþykkja heimildarlög þegar á þessu þingi Ályktun fundaríns var samþykkt samhljóða i fundarlok og fer hún hér á eftir: „Fundur iðnaðarnefndar SSA með iðnaðarmönnum og verk- tökum á Austurlandi ályktar eftirfarandi: 1. Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja þegar á þessu fyrsta þingi heimildarlög um kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði. 2. Fylgt verði tillögum verkefn- isstjórnar kísilmálmverk- smiðjunnar hvað varðar und- irbúning og framkvæmdir, þannig að verksmiðjan hefji rekstur vorið 1985. 3. Staðið verði þannig að öllum undirbúningi þessara fram- kvæmda, verkhönnun og til- högun útboða, að tekið verði fullt tillit til austfirsks at- vinnulífs og að austfirsk fyrirtæki geti tekið virkan þátt í framkvæmdum-við kís- ilmálmverksmiðjuna. 4. Fundurinn leggur áherslu á, að staðið verði þannig að framkvæmdum og rekstri kís- ilmálmverksmiðjunnar, að hún verði til eflingar al- mennri iðnþróun á Austur- landi. 5. Að lokum skorar fundurinn á austfirsk fyrirtæki að vanda til eigin undirbúnings vegna þessara framkvæmda og efla með sér samstöðu svo þeirrt nýtist sem best þau tækifæri sem bygging og rekstur kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- fiði býður upp á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.