Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Frá opnun sýningarinnar Fiskiðn ’82.
Ljóam. Mbl.: Emilia.
Sýning Fiskiönar ’82
SÝNINGIN Fiskiön '82 var opnuð í Reykjavík í gærmorgun, en sýningin er
til húsa í nýrri frystigeymslu Bæjarútgeröar Reykjavíkur á Grandagarði.
Steingrímur llermannsson sjávarútvegsráöherra opnaði sýninguna. í ræðu
sem hann flutti fjallaöi hann um vaxtarmöguleika islenzks iðnaðar í sam-
bandi við sjávarútveginn. ]>á flutti Lárus Björnsson formaður Fiskiðnar
ræðu, en Fiskiðn er fagfélag fólks, sem starfar við fiskiðnaöinn.
kassaþvottavélar, þrjár gerðir
seilingarvéla, flokkunarvélar,
fjórar gerðir kassalosunarvéla,
vinnslukerfi fyrir saltfisk, færi-
bönd, rafeindavogir, skreiðarverk-
unarbúnaður og íshúðunarvél.
Tilgangur sýningarinnar er að
koma á framfæri nýjungum, sem
upp hafa komið í fiskiðnaði að
undanförnu og gefa framleiðend-
um og umboðsmönnum kost á að
kynna vörur sínar.
Á sýningunni gefst stjórnend-
um í fiskiðnaði og áhugafólki um
fiskiðnað kostur á að sjá marg-
háttaðar nýjungar í tækjum og
búnaði frá 29 fyrirtækjum og
ræða við fulltrúa þeirra.
Meðal þeirra tækja og búnaðar,
sem fyrirtækin sýna eru kassakló,
Sýningin Fiskiðn '82 verður
opin í dag og á morgun, sunnudag,
frá klukkan 10 til 17. I gær komu
um 600 manns á sýninguna, mest
fólk, sem tengt er fiskiðnaðinum,
að sögn Lárusar Björnssonar,
formanns Fiskiðnar.
Nýtt veitingahús opnar:
Potturinn og pannan
bjóða upp á salatbar
NÝTT veitingahús, Potturinn og
pannan, hefur opnað í húsakynnum
þeim, sem veitingahúsið Hlíðarendi
var í áður. I>ar hefur nú mörgu veriö
breytt, en sjón er sögu rikari.
I>að sem er sérstakt við Pottinn og
pönnuna er að boðið er upp á sér-
stakan salatbar, sem hefur að geyma
rúmlega 20 tegundir af grænmeti og
sósur með þvi.
Að sögn eigendanna, sem eru
Úlfar Eysteinsson, sem áður var
matreiðslumaður í Laugarási, Sig-
urðar Sumarliðasonar, sem áður
starfaði sem matreiðslumaður hjá
Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli
og Tómasar Tómassonar, eiganda
Tommahamborgara, þá fóru þeir
félagar til Flórida fyrr á þessu ári
og kynntu sér salatbari þar. Segja
þeir þetta því fyrsta alvöru salat-
barinn á íslandi.
Fyrir utan salatbarinn býður
Potturinn og pannan upp á sér-
réttamatseðil allan daginn og svo
6—7 rétti dagsins í kvöld- og há-
degismat. Fylgir súpa og aðgangur
að salatbarnum öllum mat svo og
3 tegundir af nýju brauði.
Að sögn eigendanna er Pottur-
inn og pannan fjölskyldustaður,
þar sem boðið er upp á ódýran
mat, en engar vínveitingar. Meðal
rétta sem boðið verður upp á er
glóðarsteikt lambalæri og fisk-
réttir ýmiss konar. Einnig er hægt
að fá síðdegiskaffi með nýjum
kökum og morgunkaffi, en Pottur-
inn og pannan opnar klukkan 8 á
morgnana og lokar klukkan 23.30
á kvöldin.
Á þessum veitingastað er boðið
upp á svokallaða hálfa þjónustu,
það er að fólk pantar matinn við
afgreiðsluborðið en síðan er mat-
urinn borinn á borð.
Potturinn og pannan tekur 52 í
sæti, en þess skal getið að ekki er
tekið við sætapöntunum, heldur á
fólk að geta komið þegar þvi dett-
ur í hug að fá sér í svanginn. Einn-
ig býður veitingahúsið upp á
heimsendingarþjónustu.
Eigendur Pottsins og pönnunnar við salatbarinn. Talið frá vinstri: Sigurður
Sumarliðason, Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson.
Hjörleifur Guttormsson um Helguvíkurmálið:
Gaf Orkustofnun
heimild með
bréfi á mánudag
— Þetta er ekki spurning um hvort
Orkustofnun tapar fjárhagslega
„VIÐ AFGREIDDUM það bréf, sem búið var að liggja hjá okkur síðan á
fimmtudag í síðustu viku, á mánudag með bréfí til Orkustofnunar þar sem
niðurstöður úr athugunun á samningnum komu fram og sett voru ákveðin
skilyrði fyrir því aö hafín yrðu verk. Við gerðum athugasemdir við samning-
inn og settum ákveðin skilyrði fyrir því að þessar rannsóknir hæfust og
Orkustofnun hefur í samvinnu við Almennu verkfræðistofuna unnið að þessu
síöan. Með uppfyllingu á þessum skilyrðum sem sett voru með viðauka við
samninginn mun hafa gengið saman þeirra i milli,“ sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra, er hann var spuröur hvenær hann hefði gefíð
heimild til að Orkustofnun tæki að sér bor- og rannsóknarverkefni í Helgu-
vík, en eins og komið hefur fram í fréttum fyrirskipaði Hjörleifur Orkustofn-
un að hætta framkvæmdum þar, þar til annaö yröi ákveðið, eins og það var
orðað. í fyrradag tilkynnti Orkustofnun Almennu verkfræðistofunni, að hún
væri tilbúin til að hefjast handa við framkvæmdir.
Hjörleifur var spurður af
hverju hann hefði ekki upplýst í
umræðum utan dagskrár á Al-
þingi sl. þriðjudag, að samningar
gætu tekist á þessum grundvelli,
fyrst hann hefði gefið leyfi til þess
sl. mánudag. Hann svaraði: „Eg
las þar þá fréttatilkynningu sem
ég gaf út á mánudag og birt var í
fjölmiðlum. Það fólst í henni allt
það sem komið hefur fram síðan
um lausn málsins.
Þá sagði iðnaðarráðherra að
með þessu samkomulagi væru tek-
in upp öll þau atriði milli aðila
sem gerðar hefðu verið athuga-
semdir við og hann sæi ekki annað
en það væri gert með fullnægjandi
hætti. Hann var þá spurður hvort
sú krafa hans að greiðslur fyrir
verkið færu fram í íslenzkum
krónum í stað dollara væri í raun
ekki eina breytingin sem gerð
hefði verið. „Nei, það er margt
annað," svaraði hann og sagði síð-
an: „Eins og við afstöðu til þeirra
deilna sem verið hafa uppi um til-
tekin atriði og í sambandi við af-
stöðuna til þeirra hugmynda sem
að baki liggja varðandi mann-
virkjagerð og fleira. Það felst nú
ekki nein afstaða til þeirra þátta,
þó Orkustofnun taki að sér að
vinna verkið." Hann var þá spurð-
ur hvort slíkt hefði falist í upp-
haflegu samningunum frá í mars.
Ef svo væri ekki, hvort hægt væri
þá að tala um breytingar. „Það var
ekki skilyrt þar,“ svaraði hann.
„Þetta er viðauki, skilyrði sem eru
gerð og sem tekin eru af Orku-
stofnun gagnvart Almennu verk-
fræðistofunni og gagnvart verk-
kaupunum vestra."
Iðnaðarráðherra var einnig
spurður hvort breytingin yfir í ís-
lenskar krónur þýddi ekki ein-
göngu fjárhagslegt tap fyrir
Orkustofnun. Hann svaraði:
„Þetta er ekki spurningin um það,
heldur hvort við eigum að halda
okkur við erlendan gjaldeyri í
viðskiptum hér innanlands. Við
eigum ekki að stefna á það að
kasta gjaldmiðlinum fyrir róða.“
— En að kasta fjármunum fyrir
róða? Er ekki verið að gefa þessu
bandaríska fyrirtæki þarna
ákveðna fúlgu?
„Það hef ég ekki séð vera á borð-
inu.“
Hjörleifur sagðist fagna þessari
niðurstöðu. „Það er tekið efnislega
á þessu af okkar hálfu og eins og
margítrekað var. Við vorum ekki
með neina riftun samninga í huga
heldur voru samningar þar af-
greiddir með eðlilegum hætti,"
sagði hann.
Hjörleifur var í lokin spurður
hvort þessi niðurstaða þýddi að
ríkisstjórnarsamstarfinu hefði
verið bjargað. Svar hans var eftir-
farandi: „Ég skal ekki segja um
það, hvort það voru uppi spádóm-
ar um stjórnarslit vegna þessa. En
ég held að það sé út af fyrir sig af
ýmsu að taka sem tengist þessu
máli, þó þessi þáttur sé frá. Það er
auðvitað alveg ljóst að þarna hef-
ur verið uppi ágreiningur um önn-
ur atriði, sem kannski hafa fallið í
skuggann í milli aðila." Ráðherr-
ann vildi ekki tjá sig frekar um
þetta svar.
Tommarally ’82
BEZTU rallýökumennirnir eru
skráðir til keppni á 19 bílum í
Tommarally ’82, sem hefst við
Fáksheimilið klukkan 10 í dag. Ekn-
ir verða 400 km í tveimur áföngum,
sem báðir hcfjast við Fáksheimilið
og lýkur við Tommahamborgara við
Grensásveg.
í dag liggur leiðin austur fyrir
fjall og á morgun suður á Reykja-
nes. Dreift verður leiðarbókum
með leiðarlýsingu og ábendingum
um beztu staðina til að fylgjast
með keppninni.
Atvinnulífið og höfuð-
borgin — lifandi miðbær
er yfirskrift ráðstefnu er Verzlunarráð íslands gengst fyrir
VERZLUNARRÁÐ íslands gengst
fyrir ráðstefnu undir heitinu Át-
vinnulífíð og höfuðborgin — lifandi
miðbær, að Hótel Borg þriðjudag-
inn 30. marz nk. klukkan
16.15—18.30. Tilgangur ráðstefn-
unnar er að vekja almennar umræð-
ur um þýðingu og hlutverk miðbæj-
arins með áherzlu á gildi atvinnu-
lífsins fyrir miðbæinn.
Ragnar S. Halldórsson, for-
maður Verzlunarráðsins, setur
ráðstefnuna, en þarnæst flytur
borgarstjórinn í Reykjavík, Egill
Skúli Ingibergsson, ávarp. Fjögur
viðfangsefni, sem eru forsendur
fyrir lifandi miðbæ, verða tekin
fyrir á ráðstefnunni, segir í frétt
frá Verzlunarráðinu. Jón Baldvin
Hannibalsson, ritstjóri, ræðir um
gildi miðbæjar fyrir höfuðborg-
ina, samleið viðskipta og mann-
legra samskipta. Guðmundur
Arnaldsson, hagfræðingur Verzl-
unarráðsins, ræðir um skilyrði til
atvinnurekstrar í miðbænum,
Þórarinn Hjaltason, verkfræð-
ingur, ræðir um bifreiðina og
miðbæinn, — umferð, bílastæði,
bílageymslur og almennings-
vagna — og loks flytur Kristinn
Ragnarsson, arkitekt og formað-
ur Lífs og lands, ræðu um fram-
kvæmd miðbæjarskipulags hér á
landi og erlendis. Ráðstefnustjóri
verður Albert Guðmundsson, al-
þingismaður.
Ráðstefnan er öllum opin, en
hagsmunaaðilum, eigendum húsa
og fyrirtækja, starfsfólki stofn-
ana og fyrirtækja í miðbænum,
borgarstjórnarmönnum og skipu-
lagsyfirvöldum í Reykjavík og
nágrenni er sérstaklega boðið.
Þá segir í frétt frá Verzlunar-
ráðinu: Um áratuga skeið hefur
skipulag miðbæjarins verið á
dagskrá borgaryfirvalda. Ef
skipulag og uppbygging í mið-
bænum er borið saman við ný
hverfi, má segja, að miðbærinn
hafi verið látinn sitja á hakanum.
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi
verið gert á seinni árum til þess
að lífga upp á miðbæinn, vantar
enn mikið á, að miðbærinn dragi
fólk að. Ástæðan er sú, að nokkur
grundvallaratriði, sem eru for-
sendur fyrir því, að miðbærinn
geti gegnt hlutverki sínu, hafa
verið vanrækt. Ymis atvinnu- og
þjónustustarfsemi, sem aðeins
þrífst í miðbæ, fær ekki að
blómgast.
Borgaryfirvöld hafa skipulagt
miðbæinn, án þess að markviss
framkvæmdaáætlun hafi fylgt í
kjölfarið. Við skipulagningu hef-
ur lítið sem ekkert samráð verið
haft við hagsmunaaðila, né held-
ur hafa verið fundnar leiðir til að
örva til uppbyggingar.
Sú þróun, sem orðið hefur í
málefnum miðbæjarins, er, að
miðbæjarsækin fyrirtæki eiga í æ
ríkari mæli við erfið rekstrarskil-
yrði að etja. Fasteignagjöld taka
hvorki mið af raunverulegri notk-
un lands né raunverulegum veltu-
möguleikum fyrirtækja. Fast-
eignagjöld jafnt fyrir íbúðarhús,
sem og verzlunar- og skrifstofu-
húsnæði, hafa neikvæðar afleið-
ingar.
Skortur á bílastæðum og erfið
aðkoma fyrir bílaumferð hefur
fælt fólk frá, jafnt borgarbúa
sem ferðamenn, sem vill leggja
leið sína í miðbæinn um helgar og
á virkum dögum annaðhvort til
að verzla eða skoða og taka þátt í
því mannlífi, sem sérhver miðbær
á að geta fóstrað, segir að lokum í
frétt frá Verzlunarráðinu.