Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 35 Pálína Jónsdóttir frá Grund — Minning Fædd 4. apríl 1907 Dáin 21. mars 1982 Pálína Jónsdóttir fyrrum hús- freyja á Grund í Eyjafirði, andað- ist í Borgarspítalanum í Reykja- vík 21. mars sl. og verður jarð- sungin frá Grundarkirkju, laug- ardaginn 27. mars. Hún átti heima á Akureyri síðustu árin, en hafði dvalið skamma hríð á heimili Sig- hvatar læknis, sonar síns, í Reykjavík, er hún veiktist og and- aðist að fáum dögum liðnum, tæpra 75 ára að aldri. Hin látna var fædd í Hrísey 4. apríl 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bergsson, útskurðar- meistari og Þorgerður Jörunds- dóttir, atgerfiskona. Þeirra börn urðu tíu talsins og ólst Pálína því upp í mannmargri fjölskyldu, þar sem tekjur voru vart í samræmi við fjölskyldustærð. Foreldrar Pálínu fluttu með allt sitt til Ólafsfjarðar 1911 og þar ólu þau upp barnahópinn sinn og áttu þar heimili starfsævi sína alla. Á þeim tímum var Ólafs- fjörður einangruð sveit umfram flestar aðrar á Norðurlandi. Stað- urinn krafðist harðfylgis á sjó og landi og ól upp dugmikla sjó- mannastétt. Ungar konur ólust upp við algenga vinnu, eins og tíðkaðist í sjávarplássum á upp- vaxtarárum Pálínu og lengi síðar, bæði við að beita línu og verka fisk, auk hinna hefðbundnu heim- ilisstarfa kvenna í verkaskiptu þjóðfélagi. Tvítug að aldri fór Pálína í Laugaskóla í Suður-Þingeyjar- sýslu og dvaldi þar tvo vetur við nám. Kom þar vel í ljós, að hún var bóknæm í besta lagi og list- feng. Að námi í Laugaskóla loknu, var hún nokkur misseri við verslunar- og skrifstofustörf á Akureyri, en árið 1933 giftist hún Snæbirni Sig- urðssyni frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, sem þá var farinn að búa í Hólshúsum í Hrafnagils- hreppi. í Hólshúsum bjuggu þau Snæbjörn og Pálína til ársins 1948 og þar fæddust þeim elstu börnin. Þau höfðu ekki lengi búið á jörð sinni er í ljós kom, að þar hafði hin byltingarkennda framfara- alda ekki farið hjá garði. Ræktar- lönd stækkuðu ört og hús úr var- anlegu efni risu. En árið 1948 keyptu þau hjónin Grund 2, hálflendu hins fornfræga höfuðbóls og bjuggu þar í þrjá áratugi. Þá létu þau jörðina í hendur barna sinna, en nú er hún auglýst til sölu. Fer hér sem oftar, að ættir tengjast sjaldan lengi sama búsetustað í sveit, hvort sem mönnum kann að sýnast það köld örlög eða eitthvað annað. En Grundarhjónin, Pálína og Snæbjörn, hafa á þriggja áratuga búskaparferli sínum á Grund, tryggt sér nöfn í sögu þessa forn- fræga höfuðbóls Eyfirðinga. Á ýmsu valt í búskap Snæbjarnar bónda, en stórbóndi var hann löngum og naut hann sín betur við framkvæmdir en hin daglegu störf búskapar og þá best þegar mest var í húfi. Pálína húsfreyja naut tónlistar og leiklistar flestum bet- ur og félagsstörf á þeim sviðum áttu vísan stuðning húsfreyjunnar á Grund, ekki síður en fagrar handmenntir, sem hún kenndi ungum konum á námskeiðum. Rausn og margháttaður mynd- arskapur hafa löngum þótt ein- kenna Grundarheimili, hvort sem þau hafa verið eitt eða fleiri og hefur svo verið til þessa, enda Pál- ína mikil húsmóðir og auk þess ástrík móðir. Börn þeirra Pálínu og Snæbjarnar eru þessi: Sigurður, bóndi á Höskuldsstöð- Minning: Os/car Vatnsdal símritari Akureyri „llin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, oj! allt er orðið gott, nú sa-ll er sigur unninn og sólin hjört upp runnin, á hak við dimma dauðans nótt.“ (V. Briem.) í dag er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju Óskar Vatnsdal, símritari, en hann andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík síðastlið- inn sunnudag, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Óskar var fæddur á Akureyri 3. febrúar 1922 og varð því 60 ára í síðastliðnum mánuði. Foreldrar hans voru Páll Vatnsdal ættaður frá Rangárvöll- um og Fanney Jósefsdóttir ættuð af Svalbarðsströnd. Óskar var áttundi í röðinni af níu systkinum. Um fermingu missir hann móður sína og upp úr því mun heimilið hafa riðlast. Þá mun Óskar hafa átt gott athvarf hjá systur sinni, Láru, og manni henn- ar, Leó Sigurðssyni, útgerðar- manni hér á Akureyri. Um þetta leyti kynnist ég Óskari, en þá er hann kominn í gagnfræðaskólann, þar sem hann er samtíma bræðr- um mínum og man ég oft eftir honum á heimili okkar bræðr- anna. Árið 1940 útskrifast hann úr gagnfræðaskólanum og ræður hann sig þá á skip mágs síns „Gömlu Súluna", sem á þeim hættutímum sigldi með fisk til Englands. Síðar fær hann áhuga á loft- skeytanámi og útskrifast úr Loft- skeytaskólanum 1946. Sama ár ræðst hann sem símritari við sím- stöðina á Akureyri og starfaði þar til dauðadags. I starfi var Óskar mjög öruggur starfsmaður, samviskusamur og geðgóður svo að af bar, svo hjá því gat ekki farið að öllum sem við hann höfðu samskipti þætti vænt um hann. um í Ongulsstaðahreppi, Hólm- fríður, lögfræðingur í Reykjavík, Sighvatur, læknir í Reykjavík, Jón Torfi, kennari í Reykjavík, Ormar, kennari á Akureyri, Sturla, bóndi á Grund og Þórður, sonarsonur og kjörsonur þeirra Pálínu og Snæ- bjarnar. Fyrsti ábúandinn á Grund í Eyjafirði, sem sögur fara af, var Þorvaldur krókur, síðar eða 1217 flutti þangað Sighvatur Sturluson og eftir miðja fjórtándu öld bjó þar Gundar-Helga og var Björn Jórsalafari sonur hennar. Á Grund bjó á sínum tíma ein af dætrum Jóns biskups Arasonar og hét hún Þórunn. Sat hún jörðina um sextíu ára skeið en andaðist 1593. Þá er margra sýslumanna getið, er á Grund hafa setið. Um 1800 kemur þar Bríemsættin við sögu og þrem aldarfjórðungum síðar sá maður sem bjó á Grund fram á okkar öld og skráði nafn sitt eftirminnilega í sögu staðar- ins, en það var Magnús Sigurðs- son, bóndi og kaupmaður. Grund hefur ætíð verið talin meðal vildisjarða í Eyjafirði. Land er mikið og ýmist ræktað eða ræktanlegt. Ræktarlönd eru þar stór og staðurinn ber merki fornr- ar frægðar á ýmsan hátt. Gildir það um báðar hálflendurnar. Án efa hefur það verið ungri konu úr sjávarþorpi mikið ævin- týri að verða húsfreyja á höfuð- bólinu Grund í Eyjafirði. Víst er það einnig, að sú virðingarstaða krafðist þreks og vitsmuna. Pálína Jónsdóttir, húsfreyja á Grund, sem nú er kvödd, var fríð kona og mjúklát, en bjó þó yfir miklum andlegum styrk, og var gædd góðum gáfum og listrænum hæfileikum. Á sorgar- og kveðjustundum þegar jörðin tekur á ný við börn- um sínum, er reynt að ráða hinar miklu gátur um lífið og dauðann. Við sjáum skammt en þykjumst þess fullviss, að þótt við leysum fáar gátur, muni guðdómurinn enn birtast okkur í augum barn- anna og í litum hinna angandi blóma. Við trúum því einnig, að guðdómurinn roði hnúka á nýrri vegferð þeirra vina okkar, sem við kveðjum hinstu kveðju. Ég sendi eftirlifandi eigin- manni, Snæbirni Sigurðssyni, sem sjúkur dvelur á Grund í skjóli son- ar og tengdadóttur, mína innileg- ustu samúðarkveðju, svo og öðrum ástvinum hinnar látnu. Erlingur Ilavíðsson Eftirlifandi kona hans er Val- gerður Guðmundsdóttir, en þau gengu í hjónaband árið 1955. Börn þeirra eru Ásdís, gift Þor- valdi Hlíðdal Þórðarsyni, sem er að ljúka dýralæknisnámi í Skot- landi og Auður, heitbundin Guð- jóni Inga Gestssyni, háskólanema. Auk þess gekk Oskar í föður stað syni Valgerðar, Ingólfi, sem er fé- lagsfræðingur, kona hans er Barb- el, þýskrar ættar, börn þeirra eru Vala Ragna og Arnar, sem voru augasteinar Óskars. Að leiðarlokum tek ég mér það bessaleyfi, að þakka fyrir hönd starfsfólks pósts- og síma, þessum góða dreng fyrir nærri 36 ára samstarf og votta fjölskyldu hans innilega samúð okkar. Guð blessi minningu Óskars Vatnsdal. Gísli J. Eyland Guðgeir Olafsson — Minningarorð Fæddur 13. ágúst 1905. Dáinn 19. mars 1982. Æskuvinur minn, Guðgeir Ólafsson, var fæddur í Búrfells- koti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Jónsdóttir frá Steinum undir Eyjafjöllum og Ólafur Þorsteinsson, sem ólst upp á Stóruborg í Grímsnesi. Börn þeirra urðu 11, en 7 komust til fullorðinsára. Tíu ára gamall kom Guðgeir að Kaldárhöfða í Gríms- nesi til hjónanna Ögmundar Jónssonar og Elísabetar Guð- mundsdóttur og var þar í 14 ár. Flutti hann þá til Reykjavíkur og vann fyrst við byggingarvinnu, en síðan lengi við lestun og losun skipa og þá ævinlega við vindurn- ar. Þótti Guðgeir mjög öruggur og samviskusamur í öllum sínum störfum. En svo bilaði heilsan fyrir aldur fram, svo að hann varð að draga sig í hlé. Einn eiginleika vil ég nefna sem hann hafði í ríkum mæli, en það er hversu sérstaklega barngóður hann var, hann bókstaflega elsk- aði hvaða barn sem var hver sem átti það. Að ég skrifa þessar línur er að- allega til þess að minnast okkar fyrstu kynna, þegar hann kom að Kaldárhöfða 10 ára einstæðingur, og við urðum næstu árin sinn á hvorri smalaþúfunni. Okkar sam- fundir urðu til þess að vekja þær tilfinningar, sem ekki hafa fölnað, þó árin séu orðin mörg og sagt sé að allt sléttist út með tímanum. Það eru þessar minningar, sem ég vil þakka mínum horfna vini af öllu hjarta. Ég bið svo góðan kraft að leiða vin minn og styrkja þá sem eftir lifa. Vilhjálmur Jóhannesson. Else Bartholdy — Minningarorð Bréf hefur mér borist frá frk. Olgu Bartholdy í Lögumkloster þar sem hún tilkynnir mér andlát elskulegrar vinkonu okkar hjón- anna, frk. Elsu Bartholdy tónlist- arkennara í Askov. Hún lést í sjúkraskýli í Askov hinn 25. febrú- ar. Hún var jarðsett hinn 3. mars og hlaut legstað frá Seest-kirkju, bernskukirkju sinni, þar sem faðir hennar var þjónandi prestur. í fagurri minningarræðu var þess minnst, hve ættingjar hennar og nánir vinir og m.a. nemendur í Askov hefðu notið hennar göfgu vináttu. Voru margir vinir frá Askov viðstaddir útför hennar. Frk. Elsa var prestsdóttir og systir hins kunna formanns Innri- missjónar, C. Bartholdy, sem þjóð- frægur var fyrir hvort tveggja stranga kenningu Innrimissjónar og „brandara" sem flugu með hraða rafstraumsins um allt land- ið. Frk. Elsa nam tónlist við Kon- unglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi með lofi. I lýðháskólanum í Askov kenndi frk. Elsa í áratugi tónlist og söng. Hún sýndi íslenskum nemendum þar jafnan sérstakan áhuga, vel- vild og vináttu. Hún varð náinn lífstíðarvinur okkar hjónanna. Oft bauð hún mér, ungum, heim til sín, og lék fyrir mig hin fegurstu stórverk flygilsins, og fræddi mig um tónskáldin og verk þeirra. Hún var ekki að fást um það, snillingur flygils-strengjanna, þótt þar væri fákunnandi ungmenni eini áheyr- andinn. Hún lauk upp fyrir mér heimi hinnar göfugu listar. Nokkrar ferðir fór hún til heim- sóknar á Islandi, og hún dáðist að margbreyttri fegurð landsins, þótt hrikaleg náttúran reyndist stund- um viðkvæmum taugum hennar of stórbrotin og nærgöngul, of sterk. Lítið ljóðakver hefur hún samið. Það endar með þessum orðum: Tak for (.lædcns blbdc llaand mod min Kind. T*k for Smerten-s knugcnde (ireb om min Hjerterod. Ilerre, Tak for Striden du gav mig. Med dig skulde jejj brydes, for at du skulde vinde mig. og du skulde vinde trods mig. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargrernar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og meðfgóðu línubili. Blessuð sé minning göfugrar listakonu, sem unni landi voru og ^°ð- Ingólfur Ástmarsson Kona tapaði gleraugum m.m. ELDRI kona varð fyrir því óhappi á sunnudaginn var, 21. marz, að tapa veskinu sínu í Hreyfilshús- inu, en þar var skemmtun þennan dag, eða á Langholtsvegi í nám- unda við Ilolts Apótek. I veskinu voru gleraugun hennar. Missir þeirra er henni tilfinnanlegur. Þeir sem geta veitt hjálp hér eru beðnir að gera viðvart í sím- um 34794 eða 35066. Konan heit- ir fundarlaunum fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.