Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
ÖRNINN, sem fann.st í Kolgrafar-
firði á Snæfellsnesi fyrir þremur
vikum og hafði verið í rannsókn
hjá Náttúrufræðistofnun fslands,
drapst i gær. í þann mund er
starfsmenn Náttúrufræðistofnun-
arinnar ætluðu að sleppa fuglinum
í Kolgrafarfirði kom í Ijós að hann
var dauður. Ævar Fetersen hjá
Náttúrufræðistofnuninni sagði að
orsökin fyrir dauða arnarins væri
að öllum líkindum sú að hann hafi
ekki þolað það álag sem ferðin frá
Keykjavík í Kolgrafarfjörð hefði
valdið.
F'orsaga þessa máls er sú að
Arnór Kristjánsson bóndi á Eyri
í Kolgrafarfirði kom að erninum
talsvert illa höldnum 6. mars sl.
Þar sem fuglinn átti erfitt með
flug tók Arnór þá ákvörðun í
samráði við starfsmenn Nátt-
úrufræðistofnunar íslands, að
senda hann til Reykjavíkur í
rannsókn. Að sögn Ævars Pet-
ersens hefði örninn sennilega
komist í sel með þeim afleiðing-
um að selalýsi festist í fiðrinu.
Eftir að það var hreinsað af ern-
inum hefði hann verið við bestu
heilsu til hinstu stundar.
Starfsmenn Náttúrufræði-
stofnunarinnar flugu með fugl-
Manuel Arijonazejndo, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar gefur erninum að éta síðdegis í gær.
„Hefiir líklega
ekki þolað álag
feröarinnar“
Farið með örninn í flugvélina sem kom honum áleiðis til Kolgrafarafjarð-
ar.
segir Ævar
Petersen um
dauða arnarins
inn í poka vestur á Stykkishólm
í gær. Þaðan var honum ekið í
Kolgrafarfjörð. Þar slóst Arnór
bóndi Kristjánsson á Eiði í för-
ina. Síðan lagði hópurinn af stað
til stapa þess sem ráðgert var að
sleppa erninum, en þangað er 2
mínútna akstur frá bæ Arnórs.
Þá var örninn enn á lífi. En þeg-
ar örfáir metrar voru eftir á
áfangastað gaf hann upp öndina.
Ævar sagði að ákveðin áhætta
væri samfara því að flytja fugla
af þessari stærð langar vega-
lengdir. Hann ræki t.d. minni til
þess að svipað atvik hafi átt sér
stað fyrir nokkrum árum, en þá
átti fálki í hlut.
Ævar gat þess að lokum að
gerður yrði hamur úr hræi arn-
arins. Síðan væri ætlunin að
koma honum fyrir á vísindasafni
Náttúrufræðistofnunarinnar.
Á leiðarenda: Ævar tekur hræið upp úr pokanum, Arnór Kristjánsson
bóndi á Kiði fylgist meó.
§ M Ipj
j J|$
Ævar Petersen og Manuel Zejndo setja örninn í pokann, sem hann var
fluttur í.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins:
Formannskosningar á
dagskrá kl. 14 í dag
Húsavík:
Piltur slasaðist al-
varlega á bifhjóli
Mióstjórnarfundur Kramsóknar-
flokksins stendur yfir nú um helgina;
hann hófst í gær og lýkur á morgun,
sunnudag. I dag er meðal annars á
dagskrá kjör formanns flokksins, rit-
ara og gjaldkera, og varamanna
þeirra. Þá verða kjörnir niu menn í
framkvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins, og níu menn í blaðstjórn
dagblaðsins Timans.
Þráinn Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins, sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gærkvöldi, að í
miðstjórn flokksins ættu sæti 114
manns. Auk þeirra væru nú boðaðir
til fundarins varamenn, svo samtals
eiga rétt til fundarsetu hátt á annað
hundrað manns. K’undurinn er hald-
inn árlega, og fer hann með æðsta
vald í innanflokksmálum Fram-
sóknarflokksins.
í gær flutti Steingrímur Her-
mannsson, sjávarútvegsráðherra og
formaður flokksins, yfirlitsræðu um
stjórnmálaviðhorfið. I ræðu hans
kom meðal annars fram, að hann
styddi Ólaf Jóhannesson utanríkis-
ráðherra fullkomlega í þeim deilum
cr hann hefur átt í við ráðherra Al-
þýðubandalagsins um Helguvík. í
gær voru einnig á dagskrá skýrslur
nefnda, og almennar umræður voru
eftir kvöldverðarhlé. Nefndir starfa
fyrir hádegi í dag, en kosr.ingar
verða eftir hádegi, hefjast um
klukkan 14.
UNGUK piltur slasaðist alvarlega
er bifhjól hans lenti utan vegar
skammt norðan Húsavíkur síðast-
liðinn fimmtudag. Mun hann hafa
höfuðkúpubrotnað og var hann
fluttur á gjörgæzludeild Rorgar-
spítalans, þar sem hann liggur nú,
meðvitundarlaus og þungt hald-
inn.
Ekki er kunnugt hvað olli
slysinu, en það átti sér stað um
klukkan 17.30 á móts við bæinn
Héðinshöfða. Var pilturinn
fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur.