Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
• ísfirðingurinn Sigurður H.
Jónsson hefur hlotið flest stig í
karlaflokki, 145.
Sigurður og Nanna
eru efst í stiga-
keppninni í alpagreinum
NÍI IIM helgina fer fram á Siglufirði
bikarmót SKÍ í alpagreinum á skíð-
um. Mót þetta er það fimmta og síð-
asta í röðinni áður en Skíðalands-
mót íslands fer fram. Kn að þessu
sinni fer skíðalandsmótið fram í
Bláfjöllum. Á Siglufirði verður keppt
í kvenna- og karlagreinum. Fyrir
mótið á Siglufirði er röð efstu
manna í stigakeppninni þessi:
Kariar:
Sigurður H. Jónsson 145
Guðmundur Jóhannsson 125
Ólafur Karlsson 66
Elías Bjarnason 57
Bjarni Bjarnason 44
Einar V. Kristjánsson 27
Björn Víkingsson 27
Konur:
Nanna Leifsdóttir 110
Tinna Traustadóttir 105
Guðrún H. Kristjánsdóttir 76
Ásta Ásmundsdóttir 75
Kristín Símonardóttir 49
Hrefna Magnúsdóttir 48
— ÞR
• Þröstur Jóhannesson isafirði • Haukur Snorrason hefur hlotið
er efstur í stigakeppni í göngu. flest stig í skíðastökkskeppninni.
Bikarkeppni SKI í göngu og stökki:
Þröstur er efstur
göngumannanna
Staðan í bikarkeppni
SKÍ í skíðagöngu:
20 ára og eldri:
stig
Þröstur Jóhannesson, ísafirði 45
Ingþór Eiríksson, Akureyri 26
Finnur V. Gunnarsson, Olafsf. 25
Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði 25
Guðmundur Garðarsson, Ólafsf. 23
Magnús Eiríksson, Siglufirði 20
Haukur Snorrason, Reykjavík 20
Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsf. 17
Ingólfur Jónsson, Reykjavík 15
Fram
ADALFIINDUR aðalstjórnar
knattspymufélagsins Fram fer fram
næstkomandi mánudag og hefst kl.
20.00 í félagsheimilinu. Stjórnin.
Jón Konráðsson, Ólafsfirði 11
Páll Guðbjörnsson, Reykjavík 8
Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði 4
17—19 ára:
Haukur Eiríksson, Akureyri 60
Þorvaldur Jónsson, Ólafsfirði 45
Sveinn Ásgeirsson, UIA 31
Finnur V. Gunnarsson, Ólafsf. 25
Kristján Kristjánsson, ísafirði 19
Sigurður Siggeirsson, Ólafsfirði 15
Einar Ingvarsson, ísafirði 15
Flgill Rögnvaldsson, Siglufirði 11
Sölvi Arnórsson, ísafirði 8
Staöan í bikarkeppni
SKÍ í skíðastökki:
20 ára og eldri:
Haukur Snorrason, Reykjavík 70
Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsf. 65
Benoný Þorkelsson, Siglufirði 23
Ásgrímur Konráðsson, Ólafsf. 15
Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði 11
Meistarar Víkings biðu
lægri hlut fyrir Þrótti
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings töpuðu óvænt fyrir Þrótti í bikar-
keppni HSI í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þróttur sigraði 25—20 og er
komið í 8-liða úrslit. Þróttarar voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum
sínum, greinilega staðráðnir í að sigra. Þeir náðu afgerandi forustu um
miðjan fyrri hálfleik, höfðu fimm marka forustu í leikhléi og þó
Víkingar næðu að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik, þá voru
Þróttarar ekki á því að gefa eftir, með baráttu og ákveðni kafsigldu
þeir staða Víkinga í lokin og sigruðu verðskuldað, 25—20.
Það er langt síðan Víkingar
hafa fengið 25 mörk á sig í leik;
hvað þá 13 mörk í fyrri hálfleik
eins og raunin varð á í gærkvöldi.
Hin annars sterka vörn Víkings
var ekki með á nótunum og
markvarzlan í lágmarki. Greini-
legt að leikmenn Víkings náðu
ekki upp þeirri baráttu og ákveðni,
sem annars hefur einkennt liðið í
vetur, eftir að sigur vannst í 1.
deild um síðustu helgi.
Sigurður Sveinsson naut sín vel
og skoraði 10 mörk fyrir Þrótt. Þá
átti Víkingurinn í liði Þróttar,
Gunnar Gunnarsson, góðan leik
gegn sínum fyrri félögum og skor-
aði fimm mörk. I markinu varði
Sigurður Ragnarsson eins og ber-
serkur, en þessir þrír leikmenn
voru að öðrum ólöstuðum bestu
menn Þróttar. Þá batt Ólafur H.
Jónsson vörnina vel saman, en í
sókninni virðist hann oft ólögleg-
ur, einkum þegar Þróttarar stilla
upp í aukaköstum fyrir Sigurð
Sveinsson og Ólafur bókstaflega
ryður tveimur til þremur mönnum
á undan sér er hann bakkar inn í
vörnina, enda fyrirferðarmikill
leikmaður.
Enginn skar sig úr meðal Vík-
inga, allir léku þeir undir getu en
Þorbergur Aðalsteinsson skoraði
þeirra mest, 7 mörk. Árni Indriða-
son lék sinn síðasta leik með Vík-
ingi í gærkvöldi, eftir 18 ár í bar-
áttunni. Sjónarsviptir að þessum
geðuga og snjalla leikmanni.
Leikinn dæmdu þeir Árni Tóm-
asson og Rögnvald Erlings. Þeir
misstu nokkuð tökin á leiknum, en
þess ber að geta að leikinn var
ákaflega erfitt að dæma.
H. Halls.
lliWlilfil
Hvert fer Ljómabikarinn?
SVAR við þessari spurningu fæst á
morgun en þá leika til úrsíita í bik-
arkeppni BLÍ Þróttur og ÍBV. Leikið
verður í Ilagaskóla og hefst viður-
eignin kl. 14. Til mikils er að vinna
því sigurvegararnir fá til varðveislu
einn glæsilegasta verðlaunagrip sem
keppt er um hér á landi, auk þess
sem þeir fá bikar til eignar.
Það var árið 1975 sem Hmjörlíki
hf. gaf þennan veglega verðlauna-
grip og er þetta því í áttunda sinn
sem keppt er um hann.
Jón Sigurðsson náði
bestum árangri
í vítaskotunum
BESTA vítaskyttan i körfuknattleik
á síðasta íslandsmóti var Jón Sig-
urðsson KR. Jón tók alls 120 víta-
skot í mótinu. Hitti úr 94 skotum og
er því með 78,33% vitahittni, sem er
mjög góður árangur. ÍR-ingurinn
Kristinn Jörundsson er í öðru sæti.
Kristinn lék ekki mjög marga leiki í
mótinu og er því aðeins með 67 víta-
skot. En hann hitti úr 51 og nær því
76,12% vitahittni í mótinu. Kristján
Ágústsson Val er i þriðja sæti.
Kristján er með 86 vítaskot í mótinu.
Hitti úr 65 skotum. Hittni hans er
því 75,68%.
Úrslit yngri flokkanna um helgina:
KR á sex lið í
úrslitakeppninni
ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera
hjá unga fólkinu i handknattleikn-
um um helgina. En þá fara fram
úrslitaleikirnir í yngri flokkunum.
Handknattleiksdeild KR getur verið
ánægð með árangur sinna flokka i
vetur. Félagið hefur unnið þann at-
hyglisverða árangur að vera með í
úrslitum i öllum yngri flokkunum.
En það ber vott um gróskumikið og
gott unglingastarf. Hér að neðan má
sjá hópmynd af öllum þeim stóra
hóp af ungu handknattleiksfólki frá
KR sem keppir um helgina. Formað-
ur handknattleiksdeildar KR er
Gunnar Hjaltalin.
Úrslitin hjá 3. flokki karla verða
leikin í Reykjavík. Þau lið sem þar
keppa eru ÍR, Þór Ak., Njarðvík,
Vajur, HK, KR og Víkingur.
Úrslitin hjá 4. flokki karla verða
leikin á Akranesi. Þau lið sem
komust í úrslit eru FH, Selfoss,
ÍA, KR, Víkingur, Haukar og KA.
Hjá 5. flokki karla verða úrslit-
in leikin í Reykjavík og munu þar
keppa Þróttur, Fylkir, Týr Ve.,
Haukar, KR, HK og KA.
í úrslitum hjá öðrum flokki
kvenna eru ÍR, FH, KR, Víkingur,
Huginn, Stjarnan og Haukar.
Verður leikið í Hafnarfirði.
Ix>ks munu svo stelpurnar í 3.
flokki leika í Reyltjavík. Þar munu
leika Víkingur, ÍR, Huginn, Sel-
foss, FH, KR, Þór Ak. og Haukar.
Verður örugglega gaman að
fylgjast með leikjunum hjá unga
fólkinu, þar sem mörg lið í hverj-
um flokki eru svipuð að styrkleika
og erfitt að spá um úrslit.
— ÞR.
• Leikmenn og þjálfarar KR í þeim sex flokkum sem taka þátt I úrslitakeppni yngri flokkanna í handknatt-
leik um helgina. LjóNm. Uru» k.