Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
47
Kristján Sigmundsson kjörinn
leikmaður íslandsmótsins
í handknattleik
MORGUNBLAÐIÐ hofur nú valið
leikmann íslandsmótsins í hand-
knattleik, en að þessu sinni var
einkunnagjöf blaðsins ekki látin
ráða úrslitum nema að nokkru
leyti. Áslæðan er sú, að vegna
verkfalls á dagblöðunum um hríð í
vetur reyndist ekki unnt fyrir
fréttamcnn blaösins að fylgjast
með öllum leikjunum og gefa leik-
mönnum cinkunnir í þeim. En eftir
að hafa fariö yfir þær einkunnir
scm gefnar voru og rætt málin,
komust íþróttafréttaritarar að
þeirri niðurstöðu að Kristján Sig-
mundsvson markvörður úr Víkingi
skyldi kjörinn handknattleiksmað-
ur mótsins.
Kristján var lykilmaður í hinu
sigursæla liði Víkings, sem varð
íslandsmeistari þriðja árið í röð.
Á þessum þremur keppnistíma-
bilum hefur liðið aðeins tapað
tveimur deildarleikjum og þó
liðið sé gott nær ekkert lið slík-
um árangri nema með framúr-
skarandi markverði. Þá er Krist-
ján annar tveggja aðalmark-
varða landsliðsins og var fyrir-
liði er Danir voru lagðir að velli
i hinum fræga leik á Akranesi
um áramótin. Verður varla um
það deilt, að Kristján er vel að
titli þessum kominn.
Þeir, sem næstir komu Krist-
jáni, voru í fyrsta lagi nafni
hans Arason hjá FH, sem frétta-
menn Mbl. settu í annað sætið að
þessu sinni. Kristján var yfir-
burðamaður í hinu unga og upp-
rennandi liði FH, sem varð í
1982
öðru sætinu á hinu nýlokna ís-
landsmóti. Eins og menn muna
lék FH til úrslita um íslands-
meistaratitilinn gegn Víkingi og
lék Kristján frábærlega vel í
leiknum, skoraði 7 mörk þrátt
fyrir að hann væri tekinn úr um-
ferð meira og minna allan leik-
inn. Kristján varð annar í
markakóngskapphlaupinu, skor-
aði 91 mark.
í þriðja sæti varð Einar Þor-
varðarson, hinn aðalmarkvörður
landsliðsins, en litlu munaði að
einstaklingsframtak hans héldi
HK í 1. deild. Þrátt fyrir valt
gengi Kópavogsliðsins, lék Einar
frábærlega vei allt til íoka móts-
ins. Fjórði varð Þorbergur Aðal-
steinsson, stórskytta Víkings.
Símon Ólafsson
vann tvöfalt
Símon Olafsson er stórtækur
þetta árið í verðlaunaafhendingum
Mbl. sem fram fara á næstunni.
Símon var nefnilega kjörinn leik-
maður íslandsmótsins í körfu-
knattleik af iþróttafréttamönnum
blaösins og þar sem hann var jafn
framt stigahæsti íslendingur móts-
ins hirðir hann bæði körfuknatt-
leiksverölaun Morgunblaðsins.
Einkunnagjöfin kom ekki nema að
takmörkuðum notum að þessu
sinni eins og fram kemur á öðrum
stað hér á síöunni, verkfoll á
dagblöðunum í vetur urðu til þess
að ekki var unnt að fylgjast með
hluta mótsins. En Morgunblaðs-
menn notuðu þær einkunnir sem
gefnar voru og ákváðu með hlið-
sjón af þeim og öðru að Símon
væri sá leikmaöur sem næstur
stæði þessum titli.
Símon var lykilmaður í liði
Fram sem gerði góða hluti á
hinu nýafstaðna íslandsmóti,
nýkomið upp úr 1. deild. Varð
Fram Reykjavíkur- og bikar-
meistari, auk þess sem liðið
hafnaði í 2. sæti úrvalsdeildar-
innar. Með smáheppni hefði
hlutskiptið í úrvalsdeildinni get-
að orðið annað og má þá minna á
tapið afdrifaríka í „klukkuleikn-
um“ gegn ÍR. Símon var einnig
stigahæsti íslendingurinn eins
og fyrr sagði, hann skoraði 393
stig. Mbl. kaus Val Ingimundars-
on frá Njarðvík í 2. sætið, en
hann var þriðji stigahæsti ís-
lendingurinn með 336 stig. í
þriðja sætinu hjá Mbl. var Jónas
Jóhannesson hjá UMFN, en
Torfi Magnússon hjá Val í fjórða
sætinu. Torfi var auk þess annar
stigahæsti Islendingurinn, hann
skoraði 339 stig.
Alfreð var marka-
kóngur 1. deildarinnar
— sjöundi markakóngurinn sem skorar yfir 100 mörk
KR-stúlkurnar, sem urðu bikarmeistarar í körfuknattleik í fyrrakvöld. Sigruðu þær lið ÍS í miklum baráttuleik. Þetta
var góður vetur hjá KR-stúlkunum, því nokkrura dögum fyrir leikinn tryggðu þær sér íslandsmeistaratitilinn.
Ljósro. Kristján Kinarsson.
Fimm leikir fara fram í blakinu í dag
Alfreð Gíslason, markakóngur í
handknattleik 1982.
Markakóngur íslandsmótsins i
handknattleik að þessu sinni var Al-
freð Gíslason úr KR, en Alfreð skor-
aði 109 mörk og aðeins 28 þeirra úr
vitaköstum. Þetta er þriðja keppnis-
tímabilið i röð og það sjöunda frá
upphafi sem markakóngur skorar yf-
ir 100 mörk, en Einar Magnússon
varð fyrstur til þess árið 1973, en
hann skoraði þá 100 mörk slétt.
Markametið var þó aldrei í hættu að
þessu sinni, Sigurður Sveinsson setti
það í fyrra, skoraði þá 135 mörk.
Alfreð tryggði sér titil þennan er
hann setti nýtt markamet í einum
leik, en hann skoraði eigi færri en
21 mark i síðasta leik KR, gegn KA.
Alfreð fær fyrir afrek sitt bikar frá
Mbl. eins og venja hefur verið,
ásamt leikmanni mótsins og sam-
svarandi leikmönnum úr körfu-
knattleiknum. En markhæstu leik-
menn 1. deildarinnar keppnistíma-
bilið 1981—82 voru þessir:
Alfreð Gíslason KR 109/28
Kristján Arason FH 97/49
Sigurður Sveinsson Þrótti 91/18
Þorbergur Aðalsteinss. Vík. 78/13
Friðjón Jónsson KA 72/14
Páll Ólafsson Þrótti 64/5
Ragnar Ólafsson HK 63/27
Egill Jóhannesson Fram 59/21
Sigurður Sigurðsson KA 53
Brynjar Harðarson Val 51/25
Hannes Leifsson Fram 50/2
í DAG verða leiknir fimm leikir í
íslandsmótinu í blaki í íþróttahúsi
Ilagaskólans og hefst sá fyrsti kl. 11
f.h. og verður síðan leikið stanslaust
til kl. 18.
Fyr^t eru tveir leikir í annarri
deild karla. Þar eigast við Þróttur
2 og Bjarmi annars vegar og hins
vegar HK og Þróttur Nes. Strax
að þessum leikjum loknum leika
Þróttur og ÍS í fyrstu deild og Vík-
ingur og UMSE einnig í fyrstu
deild. Síðasti leikur dagsins verð-
ur viðureign UBK og KA í fyrstu
deild kvenna.
A þriðjudagskvöldið verður síð-
asti leikur Isiandsmótsins og eig-
ast þar við íslandsmeistarar
Þrótt'ar og UMFL, en þeir eru nú
fallnir niður í aðra deild. Leikur
þessi verður leikinn í Hagaskóla
og hefst um kl. tíu.
sus