Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
31
ureyri við Súgandafjörð hefði vilj-
að töluvert á sig leggja til þess að
frystihúsið þar yrði í höndum
heimamanna. Var ekki minni
ástæða til að leita eftir aðstoð
bankanna til að svo gæti orðið,
heldur en þegar starfsmönnum
Flugleiða og Arnarflugs var hjálp-
að til að gera slíkt hið sama fyrir
skemmstu. Einnig hefði getað
komið til álita, að sjóðir verka-
Iýðshreyfingarinnar yrðu notaðir í
þessu skyni.
Hvað getur laun-
þeginn gert?
Eftir því sem ég hef komizt
næst, hefur sú leið verið farin víða
erlendis, þar sem örðugleikar hafa
verið á því að fá almenning til
þess að leggja fram fé í atvinnu-
rekstur, að gefa starfsmönnum
fyrirtækis kost á því að kaupa
hlutabréf eða gerast eignaraðilar
með öðrum hætti. Eftir þessari
leið hefur þeim síðan gefist kostur
á því að fá aðild að stjórn fyrir-
tækjanna, sem aftur hefur stuðlað
að gagnkvæmum skilningi og
þannig aukið svigrúmið til þess að
takast á við ný og meiri verkefni.
Þar sem hins vegar hefur verið um
slík stórfyrirtæki að ræða, að
þessi leið hefur ekki talist fær,
hafa atvinnurekendur snúið sér til
verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar
og sjóðir hennar verið notaðir til
þess að bæta eiginfjárstöðu fyrir-
tækjanna. Þessi möguleiki var
opnaður hér á landi á síðustu ár-
um Viðreisnarstjórnarinnar, sem
hafði það m.a. í för með sér, að
verslunarmenn hafa gerzt eignar-
aðilar að ýmsum fyrirtækjum þar
sem slík tækifæri buðust. Þetta
hefur einnig aukið á skilning inn-
an verslunarstéttarinnar sem
heildar, sem m.a. kemur fram í
margþættu samstarfi og gagn-
kvæmu upplýsingastreymi um
það, sem máli skiptir.
Sömu sögu er raunar að segja af
Iðju, félagi iðnverkafólks, þ.e. eftir
að áhrif sjálfstæðismanna urðu
afgerandi í félaginu hér í Reykja-
vík. Þar og á Akureyri hefur ríkt
mikill skilningur á því hjá for-
ystumönnum þessara samtaka, að
forsendan fyrir því að bæta kjör
hins almenna iðnverkamanns sé
sú að atvinnureksturinn hafi vaxt-
arskilyrði og geti dafnað. Þetta
kom m.a. glöggt í ljós á hinum
fjölmenna starfsmannafundi, sem
forystumenn iðnaðardeildar SÍS
efndu til á Akureyri á sl. hausti.
Þá hefur verið lánað úr sjóðum
sjómanna til skipakaupa.
Af þessu má ljóst vera, að mikið
verkefni bíður þeirra ungu manna,
sem nú hafa ráðist til forystu,
bæði í röðum launþega og at-
vinnurekenda. í hvorugum hópn-
um er stöðnun eða skaðleg fast-
heldni á gamlar kennisetningar,
svo að ég viti. Eg leyfi mér að
vænta þess, að þau tækifæri, sem
vissulega hafa verið fyrir hendi til
að auka skilning á sameiginlegum
hagsmunum aðila vinnumarkað-
arins, verði nýtt betur á næstu
misserum en áður og vænti þess,
að það muni bera ávöxt með þeim
hætti að kaupmáttur nái að batna
á ný hér á landi og að grundvöllur
atvinnulífsins styrkist. Á hitt get
ég ekki fallist, eins og staðhæft er
í Reykjavíkurbréfinu, að íslenzkir
stjórnmálamenn, allir sem einn,
séu einskis verðir: „Þangað sé ein-
faldlega ekkert að sækja og leið-
togar þjóðarinnar segi ekkert sem
máli skiptir, athygli veki eða fólk
staldri við.“ Svona bágt er nú
ástandið ekki, þótt vel megi vera
að við, sem á Alþingi sitjum, þol-
um hvergi nærri mannjöfnuð við
þá ágætismenn sem sitja á rit-
stjórnarskrifstofum dagblaðanna.
Segja má að „Art Ensamble of
Chicago" standi nú á hápunkti
frægðar sinnar og getu, því
undanfarin tvö ár hafa gagn-
rýnendur jazztímaritsins
„Downbeat“ kosið hana hljóm-
sveit ársins. Tónleikarnir í
Broadway verða einu hljóm-
leikar sveitarinnar hérlendis
að sinni og verður forsala að-
göngumiða í Hljómplótuversl-
un Fálkans við Laugaveg.
Frá sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Leynimel 13 eftir Þrídrang.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs:
Sýnir Leynimel 13
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frum-
sýnir gamanleikinn Leynimel 13, eft-
ir Þrídrang, í Valaskjálf á Egilsstöð-
um í kvöld.
Leikstjóri er Sólveig Trausta-
dóttir. Hlutverk í leiknum eru 13.
Aðalhlutverkið, húsbóndann á
Leynimelnum, leikur Pétur Eiríks-
son, en með önnur hlutverk fara:
Aðalsteinn Halldórsson, Ari Már
Pálsson, Baldur Pálsson, Haf-
steinn Jónasson, Jón Helgason,
Snorri Benediktsson, Aðalbjörg
Sigurðardóttir, Auður Garðars-
dóttir, Jóhanna Þorleifsdóttir,
Malen Sveinsdóttir, Pálína Hauks-
dóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Önnur sýning verður í Vala-
skjálf á sunnudag og hugmyndin
er að ferðast um nágrannabyggðir
ef veður og færð leyfa, segir í frétt
frá leikfélaginu.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs var
stofnað 1966 og er þetta 18. verk-
efni félagsins.
Stjórn félagsins skipa: formaður
Kristrún Jónsdóttir, ritari Sólveig
Traustadóttir, gjaldkeri Aðal-
steinn Halldórsson, meðstjórnend-
ur, Ari Már Pálsson, Steinunn Sig-
urðardóttir og Vigdís Sveinbjörns-
dóttir.
SýNiNG A
BORÐSKR£yTiNGUM
í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, gefst ykkur tækifæri á
aö sjá mismunandi möguleika hvernig hægt er aö skreyta fyrir
páska og fermingar. Veriö velkomin.
BORCARBLÖMiÐ
SKIPHOL'
SiAAl'- 322H3
35 VÍÐ HLÍÐÍNA & TÓNABiÓI
MRHIAKSLMAR
HGAINNRETHNGU
|1 Nú geturðu innréttað baðherbergið
þitt með baðskápum,
borðum og speglum frá Kalmar
fyrir viðráðanlegt verð.
Komdu með málin
og við bjóðum þér
margvíslega möguleika
á fallegum innréttingum
Qara
ábyrgð
Kalmar innréttingar h.f
Skeifunni 8
108 Reykjavík, sími 82011