Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Við verðum
að byggja
atvinnu-
reksturinn
upp saman
Hugleiðingar um fyrirtæki,
almenningshlutafélög o.fl. í tilefni
af Reykjavíkurbréfi 20. mars sl.
Eftir Halldór Blöndal,
alþingismann
Við búum í miklu fjölmiðlaþjóð-
félagi. Ég hef verið að velta því
fyrir mér á undanförnum misser-
um, hvort nokkrir möguleikar séu
til þess, að einstaklingarnir, hver
og einn, fái risið undir þeim ofur-
þunga, sem yfir þá steypist á
hverjum degi, sumpart frá blöð-
um, sumpart frá ríkisfjölmiðlum.
Við Islendingar stöndum verr að
vígi í þessum efnum en margar,
kannski allar aðrar frjálsar þjóðir
að því leyti, að fjölmiðlun hér á
landi er haldið uppi af miklum
vanefnum. Á hinn bóginn er ekki
undan því að kvarta, að dagblöðin
hafi ekki skoðun á hverju einu,
sem fyrirfinnst undir sólinni. Og á
síðustu árum hefur það færst æ
meira í vöxt, að starfsmenn ríkis-
fjölmiðlanna taki sig fram um það
að reyna að upplýsa fólk um, hvað
þeir sjálfir álíta rétt. Hámarki
náði þessi einhliða áróður út-
varpsins síðustu mánuðina, sem
ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar
sat. Mér hverfur það seint úr
minni, þegar uppeldis- eða sál-
fræðiprófessor var kallaður til í
fréttaauka útvarpsins til þess að
fjalla um skattamál. Auðvitað
misskildi hann sumt og annað
skildi hann alls ekki í þeirri
skattalöggjöf, sem þá var verið að
fjalla um, sem heldur var ekki
von, þar sem hann hafði sennilega
aldrei áður leitt hugann að því,
hvernig sköttum væri best fyrir-
komið.
Osanngjarnt væri, ef ég tæki
ekki fram í þessu sambandi, að
Morgunblaðið hefur nokkra sér-
stöðu meðal íslenzkra fjölmiðla
um vandaðan fréttaflutning. Það
breytir hins vegar ekki þeirri
staðreynd, að hvorki það né aðrir
fjolmiðlar hafa yfir að ráða sér-
fræðingum á hinum ýmsu sviðum,
svo sem er um stórblöð erlendis.
Um hvað snúast
fréttirnar?
Eysteinn Jónsson, fyrrum ráð-
herra, vakti fyrir nokkrum árum
athygli mína á því að eðli stjórn-
málabaráttunnar væri að breyt-
ast. Hér áður fyrr var mest upp úr
því lagt, að stjórnmálamenn gætu
samið greinileg yfirlit yfir þau
viðhorf, sem þeir höfðu til dægur-
mála líðandi stundar og þjóðmál-
anna almennt. Eftir að æsi-
fregnastíllinn náði sér á strik,
fyrst hjá Vísi og ég tala nú ekki
um eftir að Dagblaöið kom einnig
til sögunnar, tók þetta að breyt-
ast. Smátt og smátt hefur þróunin
orðið í þá átt, að þeir menn njóta
nú mestrar lýðhylli sem slyngastir
hafa verið að koma sér á framfæri
í stuttum uppsláttarfréttum eða
með því að segja eitthvað sem
auðvelt er að nota í fyrirsögnum.
Er þá ekki alltaf jafnmikið um
hitt hirt, hvert inntak orðanna sé,
ef grannt er skoðað. Sumir stjórn-
málamenn hafa beinlínis gengið á
þetta lagið. Ólafur R. Grímsson er
gleggsta dæmið um það. Flestum
er kunnugt, að hann hefur komið
sér upp trúnaðarsamböndum hjá
flestum eða öllum fjölmiðlum og
lætur gjarnan leka út eitt og ann-
að til þess að nafn hans komist á
prent. Við siíkar aðstæður reynir
auðvitað mikið á blaðamanna-
stéttina og ég læt hvern og einn
svara því fyrir sig, hvort honum
finnist hún hafa vaxiö af viðskipt-
um sínum við Ólaf Ragnar og aðra
þá, sem leikið hafa svipaðan leik í
fjölmiðlum.
Blöð verða að vera útgengileg,
svo hægt sé að selja þau. Þessi
staðreynd hefur mjög ýtt á það, að
reynt sé að magna upp hvers kon-
ar ágreining sem upp kann að
koma í stjórnmálabaráttunni. Þá
þykja náttúrlega lítils virði yfir-
lýsingar frá ábyrgum stjórnmála-
mönnum í stjórnarandstöðu þegar
þeir vilja fara öðruvísi að en ríkis-
stjórnin, sem er þó kjarni stjórn-
málabaráttunnar. Sem sé sá að
bera saman þær leiðir, sem stjórn
og stjórnarandstaða vilja fara og
reyna að glöggva sig á þeim. Hinn
kosturinn hefur verið valinn að
magna upp ágreining innan
stjórnarliðsins. Ég treysti mér t.d.
ekki til þess að kasta tölu á það,
hversu oft Helguvíkurmálið hefur
verið spiiað upp í fjölmiðlafréttum
frekar en ég giski á hversu oft
Eggert Haukdal vegna sérstöðu
sinnar hefur verið kallaður til af
ríkisfjölmiðlum eða öðrum, þegar
blaðamenn, sem lítið fylgjast með,
hafa ímyndað sér að ríkisstjórnin
hafi verið við það að klofna. Fræg-
asta dæmið af þessu tagi eru
viðbrögð ríkisfjölmiðlanna eftir
áramótaræðu forsætisráðherra á
gamlársdag 1980. Þá gleymdist
gersamlega efni ræðu hans í öllum
hamaganginum út af því hvort
Eggert Haukdal > eða Guðrún
Helgadóttir vegna Gervasoni
myndu dansa með eða ekki.
Hinir nýju menn í at-
vinnurekendahópi
I því Reykjavíkurbréfi, sem ég
geri hér að umtalsefni, er sú ein-
falda lausn valin á vandræðum
okkar nú, að „almenn stöðnun ríki
á hinum pólitíska vettvangi". Síð-
an er tekið fram, að sama stöðn-
unin ríki í verkalýðshreyfingunni:
„Þar gætir engrar nýrrar hugsun-
ar um framtíðina ...“ Andstæða
þessa er svo þessi: „Það er hins
vegar ánægjuefni og tilefni til
nokkurrar bjartsýni, að á einu
sviði islenzks þjóðfélags gætir
töluverðrar grósku, viðleitni til
nýrrar hugsunar, leitunar að nýj-
um leiðum til þess að ná betri
árangri, til þess að auka á hag-
kvæmni og þar með til þess að
bæta lífskjör landsmanna. Þessi
gróskumerki sjást á vettvangi at-
hafnalífsins og þá ekki sízt hjá því
unga fólki, sem hefur verið að
koma til ábyrgðarstarfa í atvinnu-
lífinu á nokkrum undanförnum
árum.“
Ég er sammála höfundi Reykja-
víkurbréfs um það, að ýmsir vel
menntaðir ungir menn hafa valizt
til forystu hjá samtökum atvinnu-
rekenda. Ef hins vegar er horft á
ástand atvinnulífsins, verður að
viðurkenna það sem rétt er, að
þess sjást lítil merki, að hugsjónir
þeirra nái fram að ganga í raun.
Auðvitað er það rétt, að forsendan
fyrir því að unnt sé að auka af-
rakstur þjóðarbúsins á ný sé sú, að
eigið fé fyrirtækjanna vaxi. Við
núverandi skilyrði getur það
naumast gerzt nema á þann eina
veg að fóík leggi sparnað sinn í
atvinnureksturinn, en það gerir
það auðvitað ekki nema það sjái
sér einhvern hagnaö í því. En hvar
fær það tækifæri til þess? Það er
mér ekki alveg ljóst, enda er
reynsla mín sú og eflaust margra
annarra, að það sé alltof oft það
sama að henda peningum sínum í
ruslakörfuna og að kaupa hluta-
bréf fyrir þá, þar sem þau eru föl.
Hugsjón Eykons
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaður er einn þeirra
skemmtilegu einstaklinga hér í
þjóðfélaginu, sem er óþrjótandi í
baráttu sinni fyrir því að opna ís-
lenzk fyrirtæki fyrir almenningi,
svo að hann geti ávaxtað fé sitt
með þátttöku í uppbyggingu at-
vinnulífsins. Að því hnigu hug-
myndir hans um almenningsfélög
hér á landi á sínum tíma. Hann
hefur hins vegar mætt lokuðum
dyrum hjá atvinnurekendum. Við
þekkjum dæmin um það, að í flest-
um fyrirtækjum er sú stefna ríkj-
andi að halda þeim lokuðum. Þeg-
ar ný fjárfesting er nauðsynleg, er
hrópað á aukið lánsfé úr opinber-
um sjóðum, en miklu minna um
hitt að hlutabréf séu boðin út á
almennum markaði. Ánægjuleg-
asta dæmið um hið síðarnefnda er
Hampiðjan hf., sem hefur með at-
hyglisverðum hætti tekizt að
fylgjast með í framleiðslu sinni,
einfaldlega vegna þess að hlutaféð
hefur verið stóraukið og þess gætt,
að greiddur hefur verið sómasam-
legur arður. Enginn vafi er á því
að til- lengri tíma litið sé þetta
ódýrasta fjármögnun fyrirtækj-
anna, en vitanlega er á henni sá
„agnúi“, að fámennur hópur eða
einstakar fjölskyldur geta ekki
jafnauðveldlega og áður haldið
þeim innan sinna vébanda. Ég er
þeirrar skoðunar, að hingað sé að
rekja orsakirnar fyrir því hvers
vegna uppgangur samvinnuhreyf-
llalldór Blöndal
„Blöð verða að vera út-
gengileg, svo hægt sé að
selja þau. Þessi stað-
reynd hefur mjög ýtt á
það, að reynt sé að
magna upp hvers konar
ágreining, sem upp
kann að koma í stjórn-
málabaráttunni. Þá
þykja náttúrlega lítils
virði yfirlýsingar frá
ábyrgum stjórnmála-
mönnum í stjórnar-
andstöðu, þegar þeir
vilja fara öðruvísi að en
ríkisstjórnin, sem er þó
kjarni stjórnmálabarátt-
unnar.“
ingarinnar er eins mikill og dæm-
in sýna. Nú síðast sáum við hvern-
ig eigendaskiptin urðu á frysti-
húsinu í Súgandafirði. Ekki var
um það hugsað eða hirt, þótt íbúar
heils byggðarlags yrðu að una því
að í stað þess að vinna hjá fyrir-
tæki í margra eigu, sem þeir gátu
vænst þess að verða hluthafar í,
urðu þeir skyndilega ofurseldir
SÍS-valdinu og fjarstýrðir, ef svo
má segja. Suðureyri skipti um
lífsstil, og getur hver og einn haft
sína skoðun á því, hvort það verð-
ur til góðs eða ills.
Dæmi af svipuðum toga má
taka af fiskkassaverksmiðjunni á
Akureyri. Auðvitað gátu hlutafé-
lög í Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna verið á undan að reisa slíka
verksmiðju, ef hugurinn hefði
staðið til þess, og það átti fyrir
slíkri uppbyggingu að liggja að
vera á mörgum höndum í stað
einnar.
Höfum við þag-
aó á þingi?
I Reykjavíkurbréfinu segir svo:
„Stjórnmálaöflin í landinu hafa
aldrei náð samstöðu um að skapa
þau skilyrði í atvinnulífinu að það
geti verið jafnhagkvæmt fyrir fólk
að leggja sparifé sitt í kaup á
hlutabréfum í atvinnufyrirtækj-
um eins og leggja það inn á banka
eða kaupa spariskírteini ríkis-
sjóðs."
Auðvitað er það eðlilegt, að
menn taki á sig nokkra áhættu ef
þeir leggja fé sitt í atvinnurekstur
og á að vera þannig. Undir hitt. get
ég aftur á móti tekið, að nauðsyn-
legt sé að auka skattfríðindi
hlutafjáreignarinnar. Ég er þann-
ig mjög fylgjandi því, að sú gamla
regla verði aftur tekin upp, að
hlutafélögum sé heimilt að telja
sér til gjalda á sama hátt og vexti,
ef greiddur er arður allt að 10%.
Ég tel jafnframt nauðsynlegt, að
arður af hlutabréfum verði
skattfrjáls í meira mæli en nú er
og hef hugleitt þá viðmiðun, að
eðlilegt sé að miða við mánaðar-
laun, þannig að slikur frádráttur
næmi 8 eða 10 þúsundum hjá ein-
staklingi. Ef þetta hvort tveggja
yrði gert, er ég ekki í vafa um, að
margur yrði fús til að leggja fram
fé til atvinnurekstrarins. En um
hitt er ég aftur meira í vafa, hvort
atvinnurekendur séu jafnfúsir til
að opna fyrirtæki sín þannig fyrir
almenningi, að slíkt ákvæði í
skattalögum hefði raunhæfa þýð-
ingu. Ég er þó tilbúinn að láta á
það reyna, hvort þeir flokkar, sem
styðja ríkisstjórnina, gætu á slíkt
fallist.
Hitt er auðvitað alveg tómt mál
að ímynda sér, að um ráðstafanir
af þessu tagi geti tekizt samstaða
hjá íslenzkum stjórnmálamönn-
um. Við erum hér komnir að
grundvallaratriði í flokkaskipan-
inni. Þannig er augljóst, að á slíkt
yrði aldrei fallist af ráðamönnum
Alþýðubandalagsins og með sjálf-
um mér hef ég mínar efasemdir
um að vissir þingmenn Framsókn-
arflokksins gætu hugsað sér að
fallast á slíkt ótilneyddir. Ég hef
ekki á takteinum hversu oft ég hef
lýst þessum hugmyndum mínum
eða öðrum ámóta á Alþingi á þeim
þingum sem ég hef setið. En það
er oft. Og svo er um fleiri, ef ekki
alla þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, þá, sem nú eru í stjórnar-
andstöðu og hina, sem hafa villzt
af leið um stundarsakir.
Báöir aðilar veröa
að hagnast
Við lifum nú mikið hátíðarár í
sögu Samvinnuhreyfingarinnar og
það hefur ekki farið framhjá nein-
um, að hún hyggst nota það til
þess að tendra nýjan „hugsjóna-
ljóma" í stað þess gamla, sem
óneitanlega hefur dofnað yfir, svo
ekki sé meira sagt.
Það er vel ef einstaklings-
framtakið hefur samstöðu til
að fara þar að dæmi samvinnu-
manna og vekja menn til umhugs-
unar um, hvað af einstaklings-
framtakinu getur leitt, ef það fær
að starfa frjálst og óhindrað. En
þá verða líka orð og gerðir að
haldast í hendur. Það má vita-
skuld aldrei gleymast, að kerling
vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.
Almenningur í landinu vill vita-
skuld fá að njóta þeirra hlunn-
inda, sem opnuð yrðu fyrir þá sem
eiga fé í atvinnurekstri.
Ég hef oft verið með hugleið-
ingar um það, hvort það sé ekki
bein afleiðing raunvaxtastefnunn-
ar að fyrirtækin verði að byggja
meira á eiginfjármagni en áður.
Ef nýju skattalögin eru skoðuð í
réttu ljósi, kemur á daginn að þau
tryggja nokkuð vel, að vel stætt
fyrirtæki í heilbrigðum rekstri
geti varðveitt eiginfjárstöðu sína
með því að halda fjármagninu þó í
rekstrinum. Sliku var ekki til að
dreifa áður en skattalög Matthías-
ar voru sett, eins og menn muna.
Þetta er vitaskuld mikið fram-
faraspor og auðvitað hefði verið
æskilegra að fyrirtækin hefðu get-
að aðlagað sig þessum nýju að-
stæðum við lægra verðbólgustig en
nú er. En við því verður ekki gert
héðan af. En þá er líka að taka
afleiðingunum og mæta vaxandi
rekstrarerfiðleikum með því að
tryKRja eiginfjárstöðuna. Ég sé
ekki, eins og ég gat um áður, að
það verði gert með öðrum hætti en
opna fyrirtækin. Þannig er ég ekki
í vafa um, að almenningur á Suð-
Art Ensamble of Chicago
Art Ensamble of Chicago:
Ein virtasta jazzhljómsveit
heims með hljómleika hér
MÁNUDAGINN 5. apríl næst- landi á vegum Jazzvakningar. frá Evrópu eftir 45 daga
komandi mun bandaríska Verða hljómlcikarnir í Broad- hljómleikaferðalag, en með
hljómsveitin „Art Ensamble of way. hljómsveitinni kemur ýmist
Chicago" halda hljómleika hér á Hljómsveitin kemur hingað aðstoðarfólk og hljóðfæri.