Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 37 verandi bónda á Brekkubæ í Nesj- um, sem lézt þann 12. marz sl. Alla tíð var Bjarni og hans kona, Ragnheiður Sigmarsdóttir frá Fornustekkum, sem lézt fyrir fáum árum, góðir vinir föður míns og móður, svo og okkar systkina. Bjarni á Brekkubæ var miklum hæfileikum búinn, bæði til líkama og sálar. Hann var efldur af afli og gekk að hverju verki með at- orku og kappi. Hann var skorpu- maður til vinnu. Ungur að árum keypti hann tvær hjáleigujarðir, Brekku og Brattagerði, reisti þar myndarlegt íbúðarhús, stein- steypt, sléttaði yfir gamla húskofa og tættur, færði gripahús saman, gróf djúpskurði og stækkaði og fegraði tún sitt og umhverfi. A þessum tíma voru skurðir grafnir með höndum, eins var steypuvinna og yfirleitt öll byggingarvinna unnin. Bjarni var bjartsýnis- og framfaramaður. T.d. keypti hann fyrstu sláttuvélina, sem kom í sýsluna. Hann var einn af þeim bændum, sem keyptu fyrstu kart- öfluvélina um 1940, sem kom i hér- aðið, af norskri gerð. Þetta voru að sjálfsögðu hestverkfæri. Ýmis félagsstörf hlóðust á Bjarna. Lengi var hann í stjórn ungmennafélagsins Mána og mik- ill unnandi þess félagsskapar. Einnig var hann mörg ár í hrepps- nefnd Nesjahrepps, skólanefnd og sóknarnefnd og í fleiri nefndum átti hann sæti. Bjarni á Brekkubæ var unnandi góðra bóka og átti stórt og mikið bókasafn. Var því engin tilviljun, þegar hann var fenginn til að rita þann hluta Byggðasögu Austur- Skaftafellssýslu, sem fjallaði um hans sveit, Nesin. Eitt af mestu áhugamálum Bjarna var að endurbyggja Bjarnaneskirkju, eft- ir að gamla kirkjan var orðin ónothæf og flytja hana aftur á hinn sama forna stað. I dag stend- ur kirkjan í Bjarnanesi á sínum fornhelga stað og þó að margir hafi lagt þar gjörva hönd að hygg ég, að bjartsýni og eldhugi organ- istans og bóndans á Brekkubæ hafi dugað bezt. Ef til vill verður Bjarna á Brekkubæ minnzt lengst vegna hans frábæru hæfileika á sviði tónlistar. Var hann organisti í Bjarnaneskirkju | alla tíð frá ungra aldri meðan Hraftar entustu og stórnaði kirkjukór Bjarnanes- kirkju. Karlakór Hornafjarðar stofnaði hann og stjórnaði meðan hann starfaði í yfir 20 ár. Var þá ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur í lagavali. Fyrir hún átti í borðskúffunni sinni. Þegar ömmu á Fit var borin kveðja frá einhverjum þakkaði hún með orðunum, Guð launi henni eða honum, er í hlut átti. Helgimyndirnar á veggjum henn- ar báru ljósan vott trúhneigð hennar. Hún giftist Páli Guðmundssyni frá Fit. Þau áttu saman átta börn og eru sex þeirra á lífi. Þolinmæðin og þrautseigjan voru meiri en nokkurn getur órað fyrir en vissulega má þar þakka aðhlynningu alls heimilisfólksins á Fit öðrum fremur, það er eftir- lifandi manni hennar, Páli, Sigríði dóttur þeirra og Baldri, manni hennar, að ógleymdum Einari Sig- urjónssyni. An ómetanlegrar að- stoðar þessa fólks hefði amma aldrei haldið andlegu jafnvægi og heilsu jafn vel og raun bar vitni. Hún vildi hvergi annars staðar vera en á Fit og sem betur fer fékk hún að vera þar alit til hinstu stundar. Hún var mikið gefin fyrir bókalestur og prjónaskap meðan mátturinn leyfði. Hugsanir henn- ar voru skýrar allt til hins síðasta og hefur hún mörgum hollráð veitt um dagana. Amma gerði gjarnan bæn Franz frá Assisí að sinni og endurspegl- ast þar vel sjónarmið hennar: „Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það, sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ Blessuð sé minning hennar. Með samúðarkveðjum til Páls afa á Fit og annarra aðstandenda. Hrönn og Brynjólfur. stuttu síðan gengust gamlir kórfé- lagar fyrir útgáfu á nokkrum lög- um Bjarna í virðingarskyni um störf hans. Mörgum unglingnum kenndi Bjarni á Brekkubæ að spila á orgel og voru þá nemendur ým- ist á hans heimili eða þeir sem næst voru gengu til hans. Það hygg ég, að allt það starf hafi ver- ið í meginatriðum unnið endur- gjaldslaust. Það vita allir, sem komu á heimili þeirra hjóna, Bjarna og Ragnheiðar, að þar voru óvenjulegir húsbændur. Þar gleymdu gestir sér við hljóðfæra- leik, söng og fróðleik af ýmsu tagi. Vildi þá gestum oft dveljast fram á nótt. Það var eins og þau hjón hefðu alltaf tíma til að sinna gest- um sínum, allir voru jafnir, bæði háir og lágir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið: Sigríður, gift séra Gísla Kolbeins, Sigurjón, bóndi á Brekkubæ, söngstjóri og kennari Tónlistarskólans, giftur Kristínu Einarsdóttur, Baldur, útgerðar- maður og vélstjóri á Höfn, ógiftur. Allt er þetta myndar- og hæfi- leikafólk. Eins og Bjarni frá Brekku kom mér fyrir sjónir var hann margbrotinn og sómdi sér jafn vel að hverju sem hann gekk. Hann var allt í senn bóndi, bjart- sýnismaður, fræðimaður, sagna- ritari, tónlistarmaður, tónskáld og síðast en ekki sízt tenórsöngvari, hefði hann vafalaust komist langt á þeirri braut úti í hinum stóra heimi, ef hann hefði til þess lært. Með þessum línum vil ég votta börnum hans og öðrum aðstand- endum samúð mína. Eg veit, að förin yfir landamæri lífs og dauða verður bóndanum frá Brekkubæ auðveld, því að hann trúði á hin æðri svið tilverunnar. Guömundur Jónsson Bjarni Bjarnason, bóndi í Brekkubæ, Hornafirði, lézt að- faranótt 12. marz 1982 kominn hátt á 85. aldursár. Þótti mér vænt um að ég skyldi frétta af láti hans stráx daginn eftir, því að fáir menn hafa orðið mér hugstæðari. — Ég var barn að aldri, þegar ég heyrði nafn hans fyrst nefnt, og þá þegar fannst mér það nafn bera með sér eitthvað sem minnir á frægðarljóma. Eða þannig minnir mig að minnsta kosti eftir á, að nafn hans hafi verið nefnt. Vega- lengdir voru meira mál í þá daga en nú, og sá, sem gjarna var nefndur í fjarlægð, hlaut að hafa eitthvað sérstakt til að bera. En meðal þess, sem sérstakt var um Bjarna, var að fjarlægðir uxu hon- um ekki í augum. Fjarlægðir him- ingeimsins þekkti hann og óttaðist ekki. Þegar ég kynntist Bjarna sjálf- um varð ég ekki fyrir vonbrigðum af þeirri hugmynd sem ég hafði gert mér um hann úr fjarska. Fáir hafa borið mér hreinlegri og tær- ari áhrif en einmitt hann. Það var mannbætandi að hafa samband við hann og hitta hann. Ekki varð það til að draga úr trausti mínu á því málefni, sem við höfðum sam- einazt um, að vita, að slíkur hafði orðið einna fyrstur til að styðja. x En mér varð það ekki ljóst fyrr en síðar, að hluti af töfrum hans voru áhrif frá tónlistarsál. — Ég þekki ekki sögu íslenzkrar tónlistar, en það kæmi mér á óvart ef þeir hafa verið margir búandi menn á Is- landi um 1930, sem tóku sig upp frá fjölskyldum sínum um tíma til þess að leggja stund á tónlistar- nám í Reykjavík. En slíkur var Bjarni. En slíkur var Bjarni. Hann vildi leggja nokkuð á sig fyrir það, sem var ofar hvers- dagsleikanum og tómleikanum. Mér er sagt að snilldarbragð sé á tónverkum hans. Nokkrum sinnum átti ég þess kost að finna Bjarna heima á bæ hans í Hornafirði, fyrst árið 1967, en þá var kona hans, Ragnheiður Sigjónsdóttir, enn við allgóða heilsu. Ragnheiður sagði mér ým- islegt af ævi Bjarna sem mér þótti merkilegt að heyra. Á þessum bæ var saga og þjóðmenning lifandi, og mér fannst sem andaði til mín einverju frá liðnum tíma um leið og ég hlýddi á orð húsráðenda. En svo vikið sé að því málefni sem var tilefni sambands okkar, þá hygg ég að þau hjón hafi nú sannað sér réttmæti þess málefnis á þann hátt sem ekki verður um villst. En til þess að glöggva sig á því máli má meðal annars hafa sumt það sem í rituðu og prentuðu máli liggur eftir Bjarna Bjarna- son í Brekkubæ í Hornafirði. Þorsteinn Guðjónsson í dag er kvaddur hinstu kveðju bóndinn og listamaðurinn Bjarni Bjarnason, Brekkubæ í Horna- firði. Hann var fæddur 10. maí 1897 og dáinn 12. marz 1982. Hann var því nær 85 ára er hann lézt, og hafði búið öll sín starfsár í Nesja- hreppi. Bjarni hafði alla tíð mik- inn áhuga á félagsmálum og var þar mjög virkur um óvenju langan tíma, sem sést meðal annars af því að hann varð félagi í Ungmenna- félaginu Mána 1912 og síðan um hálfrar aldar skeið og um fjölda ára í stjórn félagsins. Það var einnig snemma á ævi- skeiði, þegar Bjarni fór að taka þátt í alhliða félagsstarfi í sinni sveit og í héraðinu í heild. Má þar nefna samvinnuhreyfinguna, bændafundina og sveitarstjórn- armál. Bjarni átti sæti í hrepps- nefnd Nesjahrepps í aldarfjórð- ung samfellt. Hann sat í sóknar- nefnd um 30 ára skeið og í skóla- nefnd um fjölda ára. Þá vil ég nefna listamanninn Bjarna á Brekku. Hann byrjaði að leika á orgel í Bjarnaneskirkju ár- ið 1916 og var síðan organisti og stjórnandi kirkjukórs Bjarnanes- sóknar frá 1920—1980. Einnig þjálfaði hann og stjórnaði karla- kór Hornafjarðar um langt árabil. I sönglist og tónmennt var Bjarni frábær listamaður, sem þrátt fyrir mjög takmarkaða menntun á því sviði, var viðurkenndur sem lagasmiður, kennari og stjórn- andi. Þessari list sinni helgaði Bjarni ómældan tíma, hvort sem hann var éinn með sínum hug- renningum eða hann stjórnaði vinum og söngfélögum til stór- átaka. Það sagði Bjarni mér að oft þegar hann var mjög þreyttur eða hugurinn í miklu uppnámi hafi sér ávallt létt mjög við það að leika á orgelið sitt um stund. Eitt vil ég enn nefna, sem Bjarni lagði mikla alúð og vinnu í og mun lengi halda nafni hans á lofti, en það er að hann skráði þátt Nesjahrepps í Byggðasögu Aust- ur-Skaftafellssýslu, sem út kom árið 1971. Margt fleira mætti upp telja af því, sem þessi maður lagði hug og hönd að á langri starfsævi sem einkenndist af einlægni við samferðamennina og tryggð við föðurlandið. En hér læt ég staðar numið. Þegar Bjarni varð áttatíu ára sýndu sveitungar honum þakklæti sitt með því að gera hann að heið- ursborgara. I gerðabók hreppsins er svofelld bókun: Hreppsnefnd Nesjahrepps hefur á fundi sínum í dag, 10. maí 1977, kosið herra Bjarna Bjarnason, Brekkubæ, fyrsta heiðursborgara hreppsins fyrir margháttuð og frábær störf í þágu hans.“ Það var mér bæði ánægja og góður skóli að vinna með Bjarna að margháttuðum félagsmálum um langt árabil. Finna ávallt sama eldmóðinn og óbilandi bjartsýni þessa aldamótamanns hvort sem var heima eða heiman. Bjarni Bjarnason var einn þeirra manna, sem ávallt leituðu sann- girni og sannleika í hverju máli. Með slíkum mönnum er gott að eiga samleið. Þrúðmar Sigurðsson t Maöurinn minn, faðir okkar. tengdafaöir, afi og langafi, JÓNATAN FINNBOGASON, Meöalholti 3, andaðist að Hrafnistu 17. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Katrín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir, KRISTJÁN JÓHANN EINARSSON fré Lýsuhóli, andaöist í Landakotsspítala aö morgni 25. mars. Minningarathöfn- in fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. mars kl. 13.30. Jaröarför auglýst síöar. Börn og tengdabörn. t Móöir okkar, ÁGÚSTA JÚLlUSDÓTTIR, Kvíslhöföa, andaðist aöfaranótt fimmtudagsins 25. mars. Jaröarförin auglýst siöar. Börn hinnar lótnu. t Öllum ykkur sem vottuöu samúö vegna fráfalls BJARGAR GUDMUNDSDÓTTUR DAN, þökkum við af alhug. Guö blessi ykkur öll. Unnur Erlendsdóttir, Markús Guömundsson, Hallfriöur Brynjólfsdóttir, Guömundur Guömundsson, Vera Ásgrímsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI FILIPPUSSON, •tórkaupmaöur, Goöheimum 21, sem andaöist 16. mars sl. veröur jarösunginn mánudaginn 29. mars frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Sigríöur Einaradóttir, Kristín Sjöfn Helgadóttir, Skúli Möller, t Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdaföður, afa og bróöur SVEINS STEFÁNSSONAR, Unufelli 48. Reykjavík. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrún Karlsdóttir. Guöfinna Björk Helgadóttir, Helgi Þór Axelsson og barnabörn. Afmœlis- og • • • + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN MAGNÚSSON, •kósmiöur, Haöarstlg 10, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 29. mars kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Ingibjörg Guömundsdóttír, Guömundur Þórarinsson, Magnús Þórarinsson, Guöbjörg Jónsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Guöbjörg Þórarinsdóttir, Gunnar Helgason, A Þuríöur Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson og barnabörn. • f w n w /1'i/i iAJi/i ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.