Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Flokksformenn ræðast við
Gaman
eða
alvara
ví fer „víðs fjarri", að ástandið sé
svo slæmt innan ríkisstjórnarinnar,
að hún ætti að fara frá völdum,
sasði SteinKrímur Hermannsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, í útvarpsþættin-
um Á vettvangi á miðvikudagskvöldið.
Ríkisstjórninni hefur „tekist óvenju vel að
leysa vandamál", sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins í sama út-
varpsþætti. Steingrímur taldi þó, að menn
í stjórninni hefðu „ólíkar hugsjónir", en
vandinn vegna þeirra væri leystur í ráð-
herranefndum. Svavar minntist að vísu á
„eiturnagla" og „eiturmál", þegar honum
varð hugsað til samstarfsmanna í stjórn-
inni og stefnu þeirra.
Síðan tóku flokksformennirnir til við að
ræða Helguvíkurmálið:
Svavar Gestsson: „Ágreiningurinn (um
Helguvík innsk.) stafar ekki síst af því, að
þarna er ætlunin, að Bandaríkjamenn og
NATO byggi fyrir ameríska peninga höfn,
samgöngumannvirki, sem Islendingar eiga
að nota í Helguvík. Og ég er andvígur því
að nota ameríska peninga í samgöngu-
mannvirki, sem Islendingar eiga að nota.
Ég er ekki tilbúinn til að fallast á slíkt...“
Steingrímur Hermannsson: „Út af því,
sem Svavar sagði um höfnina, þá vil ég
taka það fram, að ég er ekki tilbúinn til að
taka fé af íslensku hafnafé og borga lönd-
unaraðstöðu fyrir varnarliðið. Ég er þeirr-
ar skoðunar, að þeir eigi að standa undir
því sjálfir. Hitt er svo annað mál, eins og
reyndar hefur komið fram eins og t.d. hjá
utanríkisráðherra, að þessi höfn, sem er
fyrir utan varnarsvæðið, hún hlýtur fyrr
eða síðar að falla undir íslensk hafnalög.
Og vitanlega eru fordæmi fyrir því, að aðr-
ir aðilar hafi kostað slík mannvirki eins og
t.d. í Straumsvík. Höfnin þar er greidd af
Svisslendingum, en er sameinuð Hafnar-
fjarðarhöfn og rekin af þeirri höfn.“
Þessi orðaskipti flokksformannanna
hljóta að koma á óvart, þegar til þess er
litið, sem þeir og flokksbræður þeirra hafa
hingað til sagt um þetta mál. Allur al-
menningur stendur í þeirri trú, að innan
ríkisstjórnarinnar hafi verið tekist á um
það, hvort reistir skuli nýir eldsneytis-
geymar fyrir varnarliðið. En nú kemur í
Ijós, að deilan stendur í raun um það,
hvort íslendingar eigi að hafa aðgang að
þeirri höfn, sem ætlunin er að reisa á landi
Keflavíkur við Helguvík. Ætlar félags-
málaráðherra Svavar Gestsson að beita
skipulagsvaldi sínu til að banna Islending-
um afnot af þessari höfn? Hvað um hafn-
argjöldin? Ætlar Svavar sem ráðherra
sveitarstjórnarmála að banna Keflvíking-
um að innheimta þau? Verður næsta lota í
þessari deilu milli Svavars sem skipu-
lagsráðherra og Steingríms sem sam-
göngu- og þar með hafnaráðherra?
Afstaða Alþýðubandalagsins í öllu þessu
máli verður þeim mun undarlegri, þegar
til þess er litið, að með neitunarvaldi sínu
innan ríkisstjórnarinnar kemur það í veg
fyrir lokaákvarðanir um smíði nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Rökin í
því máli eru hin sömu og hjá Svavari um
Helguvíkurhöfn: Ekki má nota ameríska
peninga í samgöngumannvirki, sem ís-
lendingar eiga að nota. Ef þessari reglu
væri fylgt út í æsar, ættu Islendingar auð-
vitað ekki að nota Keflavíkurflugvöll, sem
lagður var fyrir bandarískt fé. Hvað þá
brautina á vellinum, sem lengd var fyrir
bandarískt fé, þegar alþýðubandalags-
menn sátu í stjórn 1971 til 1974. Og hvað
um Reykjavíkurflugvöll? Hann var upp-
haflega gerður fyrir breskt fé.
Flugstöðvarmálið er komið í eindaga
vegna þessa viðhorfs Alþýðubandalagsins
og svo kann að fara, verði ekki strax tekið
af skarið, að niður falli sú 20 milljóna doll-
ara fjárveiting, sem Bandaríkjaþing hefur
samþykkt að verja til nýju flugstöðvarinn-
ar fyrir ítrekuð tilmæli ríkisstjórna ís-
lands, meðal annars stjórna, þar sem
ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa setið.
Ætli Svavar og félagar hans komist ekki
að þeirri niðurstöðu, að unnt sé að nota
höfnina í Helguvík sem flugstöð!
★
Samtali flokksformannanna um hið
„unaðslega" stjórnarsamstarf var
ekki lokið með þessari „einhuga" af-
stöðu þeirra til framkvæmdanna í Helgu-
vík. Steingrímur Hermannsson hafði lagt
á það áherslu, að Helguvíkurmálið væri til
ákvörðunar hjá utanríkisráðherra en hann
styddist í því efni við samhljóða ályktun
Alþingis frá því vorið 1981. Var nú Svavar
Gestsson spurður, hvort flokkur hans væri
til þess búinn að slíta stjórnarsamstarfinu
út af Helguvíkurmálinu.
Svavar GesLsson: „Ég tel, að þessi spurn-
ing... sé í raun og veru ekki á dagskrá enn
sem komið er, enda hefur þetta aldrei bor-
ið þannig upp í rauninni. Spurningin er
fyrst og fremst um það í þessu efni: Eru
menn tilbúnir til að sæta þeim leikreglum,
þeim vinnureglum, sem að þessi stjórn
starfar eftir og þeim stjórnarsáttmála,
sem hún á að starfa eftir. Sá, sem brýtur
þær leikreglur eða þann stjórnarsáttmála,
nú hann er náttúrlega að segja slitið við
stjórnarsamstarfið. Við höfum ekki hugs-
að okkur að gera það. En ef að aðrir aðilar
gera það, þá hljótum við auðvitað að hugsa
okkar ráð. Grundvallaratriðið í þessu er
það, Sigmar, að það hafa ekki verið
ákveðnar framkvæmdir í Helguvík (!) þó
að Olafur Jóhannesson hafi ákveðið, að
þar eigi að hanna og rannsaka o.s.frv., þá
hafa ekki verið ákveðnar framkvæmdir
þar. Það er mál, sem kemur upp síðar.“
Því miður fylgdi fyrirspyrjandi þessu
svari ekki eftir, svo að hlustendur urðu
engu nær um það, hvert formaður Alþýðu-
bandalagsins er að fara með þessum orð-
um sínum. Hvaða „leikreglur" er hann að
tala um? Er það leynisamkomulagið
fræga, sem hann skrifaði um í fréttabréfi
til flokksbræðra sinna fyrir ári? Skilur
formaður Framsóknarflokksins ályktun
Alþingis á þann veg, að forræði utanrík-
isráðherra vegna framkvæmdanna við
Helguvík sé takmarkað við hönnun og
rannsóknir?
Næst var formaður Alþýðubandalagsins
spurður á þá leið, hvort réttar væru
hvíslingar um, að flokkur hans væri aðeins
að bíða eftir heppilegu tækifæri til að
sprengja ríkisstjórnina, til dæmis niður-
stöðu kjarasamninga.
Svavar GesLsson (valdsmannslega): „Al-
þýðubandalagið situr ekki í ríkisstjórn upp
á svona vangaveltur. Þær kannski koma
fram í fjölmiðlum, en Alþýðubandalagið
situr ekki í ríkisstjórn upp á svona vanga-
veltur. Við sitjum í ríkisstjórn upp á til-
tekin málefni, sem samið er um á hverjum
tíma og við vísum svona getsökum algjör-
lega á bug.“
★
vo var vikið að kjaramálunum.
Steingrímur Hermannsson sagði, að
ríkisstjórnin ætlaði ekki að hafa bein
áhrif á kjarasamningana fyrr en í nauðir
ræki, og allir aðilar stjórnarsamstarfsins
þyrftu að vera um það sammála. Þjóðar-
búið stæði ekki undir þeim 13% launa-
hækkunum á 2 árum, sem Alþýðusam-
bandið krefðist. Til þyrfti að koma fram-
lciðniaukning og vaxandi þjóðarfram-
leiðsla. í kjarasamningum ætti að ræða
um aðra hluti: „tímabil" rafeindatækni
væri framundan, hvernig á að mæta því?
Launþegahreyfingin hefði áhuga á að
ræða þessi mál.
Nú er málum þannig háttað, að Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekki mikil ítök í
launþegahreyfingunni. Hitt þarf þó enginn
að efast um, að talsmönnum flokksins
verður vel ágengt meðal launþega, þegar
þeir flytja þeim þann boðskap flokksfor-
mannsins og sjávarútvegsráðherra, að á
tímum loðnuhruns, taprekstrar járn-
blendiverksmiðju og hugsanlegrar mark-
aðslokunar í Nígeríu sé skynsamlegast að
ræða um rafeindatækni við vinnuveitend-
ur.
Á 17. þingi Alþýðusambands Sovétríkj-
anna komst nýskipaður formaður þess,
S.A. Shalayev, svo að orði, þegar hann
fjallaði um leiðtoga sinn: „Sovésk alþýða
ann yður heitt, félagi Brezhnev, vegna
ósérhlífni yðar, vegna þess að þér eruð svo
sannarlega maður mikilla þjóðarör-
laga ...“ Vafalaust á formaður Alþýðu-
bandalagsins slíkt lof skilið að mati
flokksbræðra sinna í Alþýðusambandi Is-
lands. Þegar rætt var um kjaramálin í út-
varpinu á miðvikudagskvöldið, sagði Svav-
ar Gestsson, að ekki væri unnt að semja
um 13% grunnkaupshækkun „yfir línuna",
það væri „rangt og óþarft", hátekjumenn-
irnir, breiðu bökin, yrðu „að bíða“. En
þetta var ekki kjarninn í málflutningi
Svavars, hann var þessi:
Svavar GesLsson: „Aðalvandinn núna hjá
okkur í efnahagsmálum er að mínu mati
fólginn í því, að við áttum okkur á, að allt
í kringum okkur er um að ræða geigvæn-
legt atvinnuleysi og mjög alvarleg kreppu-
einkenni. Og ég tel, að það hljóti að vera
meginverkefni íslenskra stjórnmálamanna
og ríkisstjórnar að verja þjóðina fyrir
þessum kreppueinkennum, áður en þau
skella hér á okkur af fullum þunga."
Athyglisvert var, að Svavar mótmælti í
engu þeirri fullyrðingu fyrirspyrjanda,
Sigmars B. Haukssonar, að verðbólgan
væri nú 55% og Steingrímur Hermanns-
son, formaður niðurtalningarflokksins,
gerði heldur enga athugasemd. Enda er
verðbólgan ekki aðalvandinn í efnahags-
málum Islendinga heldur „geigvænlegt at-
vinnuleysi og mjög alvarleg kreppuein-
kenni" í útlöndum. Af samtali flokksfor-
mannanna má ráða, að líklega sé best að
verjast þessum útlensku áföllum með því
að ræða um rafeindatækni í kjarasamn-
ingum.
★
Loks var spurt um líf stjórnarinnar.
Steingrímur Hermannsson sagðist
vona, að stjórnin lifði fram að kosn-
ingum. Orói yrði í kringum sveitarstjórn-
arkosningarnar. Innan ríkisstjórnarinnar
væri ríkur vilji til að leysa ágreiningsmál
— ef ríkisstjórnin lifði sveitarstjórnar-
kosningarnar af, þá myndi hún þrauka út
kýörtímabilið.
Formaður Framsóknarflokksins hefur
vafalaust verið með þessi orð úr leiðara
Þjóðviljans frá því deginum fyrir útvarps-
þáttinn, 23. mars, í huga: „Þá er einnig
ljóst, að úrslit sveitarstjórnakosninganna
munu hafa veruleg áhrif á alla stöðu og
lífslíkur ríkisstjórnarinnar ... Sigur Al-
þýðubandalagsins í sveitarstjórnakosning-
unum treystir ríkisstjórnina í sessi, en sig-
ur stjórnarandstæðinga felur í sér kröfu
um nýja ríkisstjórn undir þeirra forystu
og þá væntanlega án þátttöku Alþýðu-
bandalagsins." Hvernig ætla framsókn-
armenn að berjast í sveitarstjórnarkosn-
ingunum undir slíkri hótun? Verður kjör-
orð þeirra í Reykjavík: Milliliðalaus meiri-
hluti! og þar með ósk um að menn kjósi
Alþýðubandalagið beint en hvorki fram-
sóknarmenn né krata?
Um lífslíkur ríkisstjórnarinnar sagði
formaður Alþýðubandalagsins:
Svavar GcsLsson: „Við erum staðráðnir í
því að reyna að gera það, sem við getum til
að halda ríkisstjórninni út kjörtímabilið,
enda virði menn stjórnarsáttmálann og
þær meginreglur, sem að þessi ríkisstjórn
á að starfa eftir.“
Á sínum tíma urðu fleyg þau orð Ólafs
Jóhannessonar, að menn ættu að lesa
sáttmála fyrsta ráðuneytis hans kvölds og
morgna. Ekki sýnist vanþörf á, að hann
bendi samráðherrum sínum nú á þessa
reglu og þeir láti jafnframt hjá líða að lesa
leynisamkomulagið, sem Svavari Gests-
syni er kærast. Hornsteinn stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens
er, að á árinu 1982 komist verðbólgan á
Islandi niður á sama stig og í helstu við-
skiptalöndum okkar!
Björn Itjarnason