Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Saltpétur og krabbamein
Eftir dr. Jón Úttar
Ragnarsson dósent
Margir hafa velt fyrir sér
hinni háu tíðni magakrabba-
meins á íslandi. Enda þótt sjúk-
dómurinn sé nú mjög í rénum
var útbreiðsla hans með ólíkind-
um fyrir fáeinum áratugum.
Sá sem mest kannaði orsakir
magakrabbameins meðal íslend-
inga var læknaprófessorinn Ní-
els Dungal. Taldi hann sökudólg-
inn vera reykta og sviðna fæðu
sem ístendingar höfðu neytt um
aldir.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst aldrei að finna faraldurs-
fræðilega fylgni milli neyslu á
reyktum og sviðnum mat annars
vegar og magakrahbameins hins
vegar.
Rannsóknir hafa nú leitt í ljós
að hugsanlegt er að aðrir þættir,
sem ekki voru þekktir á þessum
tíma, geti átt sök á krabbameini
í maga, þótt reykt fæða kunni að
vera samverkandi þáttur.
En hverjar voru þá helstu
orsakir þessa algenga sjúkdóms
hér á landi? Var þetta faraldur
sem náði hámarki á 20. öld eða
hefur þessi sjúkdómur verið
landlægur frá örófi alda?
Enn skortir mikið á að nægar
upplýsingar liggi fyrir til þess að
unnt sé að svara þessum spurn-
ingum. Hins vegar er margt sem
bendir til að hinar nýju kenning-
ar geti átt við hér á landi.
I stuttu máli er þessi tilgáta sú
að magakrabbamein hafi einkum
átt rætur að rekja til svokallaðra
arososambanda, sem ef til vill má
rckja til ofnotkunar á söltuðum
mat og skorts á C-vítamíni í fæðu.
Saga saltpéturs
Eins og svo oft í Islandssög-
unni hefur gagnsemi saltpéturs
líklega verið uppgötvuð fyrir
slysni. Svo vill nefnilega tii að í
sumum tegundum jarðsalts er
snefill af saltpétri.
Þegar matarsalt sem inniheld-
ur ögn af saltpétri er notað til
þess að salta kjöt fær það á sig
fallegan rauðan lit. Rauður litur
var tengdur ferskleika og auk
þess talinn fallegri en grár.
Söltun er ein elsta vinnsluað-
ferð mannkyns. Má því segja að
áhrif saltpéturs hafi verið kunn
frá alda öðli. Löngu síðar kom í
ljós að áhrifin á litinn stöfuðu
frá aðskotaefni í saltinu.
Þegar á miðöldum var orðið
vel þekkt að salt og saltpétur voru
sitt hvort efnið. Til þess að geta
gert hvort tveggja í senn að
verja kjötið skemmdum og fá
fallegan lit þurfti bæði til.
Eftir miðja 19. öld kom salt-
péturinn loks til Islands í um-
talsverðum mæli. Sigldi hann í
kjölfar matarsaltsins sem þá var
farið að flytja til landsins í stór-
um stíl.
Saltpétur:
kostir og gallar
Saltpétur heitir á máli efna-
fræðinnar nítrat og má ekki und-
ir nokkrum kringumstæðum
rugla honum saman við nítrít
Um lögmæti greiðslna úr
Aflatryggingasjóði til út-
gerða og áhafna loðnuskipa
eftir Stefán Pétursson,
útgerdarmann frá Húsavík
Fyrir skömmu var skýrt frá því
í fjölmiðlum, að samkomulag hafi
tekist um greiðslur úr aflatrygg-
ingasjóði sjávarútvegsins til út-
gerða og áhafna þeirra skipa, sem
ekki náðu að veiða sinn kvóta á
síðastliðnu hausti. Heildargreiðsl-
ur munu nema kr. 18—20 milljón-
um. Astæðan fyrir þessum
greiðslum á að vera stöðvun veið-
anna, sem ákveðin var í nóvember
og tók gildi 6. des. sl.
52 skip höfðu fengið leyfi til
loðnuveiða og fékk hvert skip leyfi
til að veiða ákveðið magn, sem að
hluta til fór eftir stærð skipanna
og máttu útgerðarmenn ráða því,
hvenær þeir létu skipin veiða sinn
skammt, eftir að veiðar höfðu ver-
ið heimilaðar 10. ágúst sl. Sum
skipin hófu veiðar strax, enda
höfðu útgerðarmenn þeirra stefnt
að því að hefja veiðar strax og það
yrði heimilað. Aðrir töldu hag-
stæðara að bíða þangað til loðnan
gengi nær landinu, en stunduðu
samt ekki aðrar veiðar á meðan.
Nokkrir stunduðu togveiðar og
töldu hagstætt fyrir sig að stunda
þær veiðar lengra fram á sumarið
eða jafnvel fram á næsta haust,
áður en haldið yrði til loðnuveiða.
Það eru líka til dæmi um báta,
sem hófu veiðar strax og leyft var,
en sigldu með aflann til heima-
hafnar og höfðu af þeim ástæðum
ekki tíma til að ljúka kvótanum.
Það voru sem sagt ýmsar ástæður
fyrir því, að ekki hófu allir veiðar
á loðnu um leið og það var leyft.
Það var frjáls ákvörðun hvers og
eins.
Það er rétt að minna á, að tvö
undanfarin haust höfðu loðnuveið-
ar verið stöðvaðar fyrirvaralítið,
þannig að þetta var þriðja haustið,
sem það var gert.
Þegar veiðarnar voru stöðvaðar
höfðu 19 skip náð að Ijúka sínum
kvóta, nokkrir höfðu ekki náð að
veiða hann hálfan og var leyft að
halda því áfram þangað til því
marki yrði náð. Það tókst þeim,
þegar langt var liðið á febrúar eða
um þremur mánuðum eftir að
veiðarnar voru stöðvaðar.
Forusta Landssambands ísl. út-
vegsmanna með Kristján Ragn-
arssonar í broddi fylkingar boðaði
síðan útgerðarmenn loðnuskipa til
fundar, þar sem það var sam-
þykkt, að aflatryggingasjóður
greiði þeim, sem ekki náðu sínum
kvóta, tjónið. Ekki undarleg sam-
þykkt, þegar þess er gætt, að 33
náðu ekki sínum leyfða afla. Þegar
veiðarnar voru stöðvaðar í hin tvö
fyrri skiptin, þóttu ekki ástæður
til að leggja til atlögu við sjóðinn,
enda voru aðstæður þá þannig, að
ekki mynduðust þrýstihópar með-
al loðnuútgerðarmanna.
Þegar þetta var fyrst tekið fyrir
á stjórnarfundi aflatrygginga-
sjóðs, efuðust margir stjórnar-
menn um, að þetta gæti samrýmst
lögum hans. Stjórnendur LÍÚ gáf-
ust samt ekki upp, enda studdust
þeir við samþykkt „hagsmunaað-
ila“, þ.e. áðurnefnda fundarsam-
þykkt, og þegar haldnir höfðu ver-
ið sjö stjórnmálafundir um málið,
lýsti meira að segja Már Elísson,
fiskimálastjóri og formaður
stjórnar sjóðsins, því yfir, að þess-
ar greiðslur væru löglegar, en
hann mun lengst hafa staðið gegn
forystu LÍÚ og hinna ýmsu sam-
taka sjómanna.
Stofnfé hinnar almennu deildar
aflatryggingasjóðs bátaflotans
voru eignir síldveiðideildar og
hinnar almennu deildar bátaflot-
ans við gildistöku laganna um
sjóðinn. Deildir sjóðsins eru tvær,
hin almenna deild bátaflotans, en
undir hana falla loðnuskipin svo
og allir aðrir fiskibátar undir 500
rúmlestum þar með taldir minni
skuttogarar, og hin almenna deild
togaraflotans, en undir hana falla
stórir togarar svonefndir, en þeir
eru yfir 500 rúmlestir. Tekjur
hinnar almennu deildar bátaflot-
ans eru ákveðinn hundraðshluti af
útfluttum fiskafurðum bátaflot-
„Eins og ég hef áður
sagt, er þessi sjóður sam-
eiginlegur fyrir sjómenn
og útgerðarmenn og þess
vegna verð ég enn að láta
í Ijós undrun mína á því,
hvernig formanni Lands-
sambands ísl. útvegs-
manna, heildarsamtaka
útgerðarmanna á íslandi,
Kristjáni Ragnarssyni,
getur dottið í hug að nota
einfalda samþykkt loðnu-
útgerðarmanna til þess að
sækja peninga í þennan
sameiginlega sjóð.“
ans. Innan aflatryggingasjóðs er
engin sér loðnudeild til.
Mér þótti það þess vegna ein-
kennileg ráðstöfun hjá formanni
LIÚ, Kristjáni Ragnarssyni, að
kalla saman á fund útgerðarmenn
loðnuskipa og láta þá greiða at-
kvæði um það, hvort þeir eigi að fá
greiðslur úr sjóðnum.
Hjá Landssambandi ísl. út-
vegsmanna starfar lögfræðingur,
sem aldrei var spurður álits um
lögmæti greiðslnanna.
A sjöunda fundi sínum sam-
þykkir stjórn aflatryggingasjóðs
greiðslur til útgerða og áhafna
ioðnubáta, sem ekki höfðu séð sér
hag í að reyna að ná kvótanum
sínum og byggir samþykktina
meðal annars á samþykkt fundar
útgerðarmanna loðnuskipa, þar
sem fyrirfram var vitað að a.m.k.
33 af 52 mundu varla greiða at-
kvæði gegn því að fá greidda pen-
inga fyrir ekkert. Ekki er vitað til,
að í samþykktinni felist nokkur
frádráttur vegna tekna á öðrum
veiðum eftir að loðnuveiðar voru
leyfðar.
Sjávarútvegsráðherra hefur nú
staðfest þetta sem löglegt athæfi.
Hér á eftir fara nokkrar tilvitnan-
ir í lögin um aflatryggingasjóð
sjávarútvegsins ásamt athuga-
semdum.
í 7. gr. segir svo: „Stjórn sjóðs-
ins skipa sjö menn. Skulu þeir
skipaðir af ráðherra til 4 ára í
senn á þann hátt, sem hér segir:
Einn samkvæmt tilnefningu Al-
þýðusambands Islands, annar
samkvæmt tilnefningu Far-
manna- og fiskimannasambands
Islands, þriðji samkvæmt tilnefn-
ingu Félags ísl. botnvörpuskipa-
eigenda, fjórði og fimmti sam-
kvæmt tilnefningu Landssam-
bands ísl. útvegsmanna, sjötti
samkvæmt tilnefningu Sjómanna-
sambands íslands og sjöundi er
fiskimálastjóri, og er hann for-
maður stjórnarinnar."
Forseti Alþýðusambands ís-
lands er Asmundur Stefánsson,
forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands er Ingólfur
Falsson og forseti Sjómannasam-
bands íslands er Óskar Vigfússon
og er ólíklegt annað en þeir séu
ábyrgir fyrir sínum fulltrúum í
stjórn sjóðsins og útilokað annað
en þeir hafi allir vitað, hvað um
var að vera.
í 7. grein segir einnig: „í störf-
um sínum er stjórn sjóðsins heim-
ilt, þegar hún telur þess þörf, að
kveðja sér til ráðuneytis sérstakan
fulltrúa frá eftirgreindum lands-
svæðum: 1. Suðurland. 2. Vest-
mannaeyjar. 3. Faxaflói og
Breiðafjörður. 4. Vestfirðir. 5.
Norðurland. 6. Austfirðir."
Samkvæmt upplýsingum, sem
ég hef fengið hjá Agústi Einars-
syni, fulltrúa hjá LIÚ, notfærði
sjóðstjórnin sér ekki þetta ákvæði
laganna og sagðist Ágúst ekki vita
til, aðþað hafi nokkurn tíma verið
gert. Eg held, að aldrei hafi verið
meiri ástæða en nú til þess að
kalla þessa fulltrúa til ráðuneytis,
enda hefur þetta ákvæði sennilega
verið sett í lögin til þess að svo
yrði gert, og ekki óeðlilegt að svo
yrði eftir svo sem fimmta stjórn-
arfund, sem haldinn var um málið
án samkomulags.
í 4. gr. segir svo: „Bótatímabil,
er miðist við vertíðaskipti á
hverju bótasvæði. Stundi skipið
ekki veiðar með eðlilegum hætti,
þar með talin stærð áhafnar,
lengd úthaldstímabils og
veiðibúnaður, breytist bótaréttur
hlutfallslega."
Er hægt að segja, að þau skip,
sem stunduðu togveiðar eftir að
loðnuveiðar voru leyfðar, eða þau
skip, sem biðu eftir því, að loðnan
kæmi nær landi, hafi stundað
veiðarnar með eðlilegum hætti? í
sömu grein segir: „Meðalveiði-
magn þetta skal fundið með
hliðsjón af aflamöguleikum og
kauptryggingu á hinum ýmsu veið-
um.“ I 1. gr. segir: „Greiðslur bóta
skulu í meginatriðum við það mið-
aðar, að útgerðarmaður sleppi
skaðlaus af greiðslu kauptrygg-
ingar.“
Lögin um aflatryggingasjóð eru
frá árinu 1971 og virðist þá tekið
tillit til allra aðila, sem að sjóðn-
um standa.
Nú hef ég heimildir fyrir því, að
fulltrúi Sjómannasambands ís-
lands og fulltrúi Farmanna- og
fiskimannasambands íslands hafi
sótt það mjög fast, að greiddur
yrði hlutur, en þó er hvergi í lög-
um sjóðsins minnst á aðrar kaup-
greiðslur en kauptryggingu. Eins
og ég hef áður sagt, er þessi sjóður
sameiginlegur fyrir sjómenn og
útgerðarmenn og þess vegna verð
ég enn að láta í Ijós undrun mína á
því, hvernig formanni Lands-
sambands ísl. útvegsmanna, heild-
arsamtaka útgerðarmanna á Is-
landi, Kristjáni Ragnarssyni, get-
ur dottið í hug að nota einfalda
samþykkt loðnuútgerðarmanna til
þess að sækja peninga í þennan
sameiginlega sjóð.
Skýringin gæti kannski verið
fólgin í orðum Ágústs Einarsson-
ar, fulltrúa Kristjáns Ragnarsson-
ar í þessu máli á stjórnarfundum
hjá aflatryggingasjóði, þegar
hann sagði við undirritaðan, að
sér fyndist, að í þessu máli hafi