Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 25 Þessi mynd var tekin úr brezku björgunarþyrlunni af Hvítabirninum á slysstað Suðurlands, en lengst til vinstri sést gúmmíbjörgunarbáturinn á reki. Ljósmynd AP. „Hvort skipið héngi mínút- unni lengur eða skemur“ — rætt við Pétur Sverrisson yfirvélstjóra „STAfíAN var mjög tvísýn, þegar við vorum að koma álbátnum út, en lengi barðist báturinn í davíðunum utan í skipshliðinni og menn í honum,“ sagði Pétur Sverri.sson yfirvélstjóri í samtali við Mbl. „Hins vegar var þetta ekki svo slæmt, þegar við vorum komnir frá skipinu, því björgunarbáturinn fór vel með okkur miðað við þann stór- sjó sem var. Það var einnig erfitt að vera um borð í Suðurlandinu þegar staðan var þannig, að við vissum ekki hvort skipið héngi mínútunni lengur eða skemur ofan sjávar og við ekki með neinn björgunarbát kláran. Þá var það í rauninni fáránlegt þegar við vorum loksins komnir um borð í gúmmíbjörgunarbátinn, að við skyldum þurfa að standa í því allir að halda bátnum saman. Það er eitthvað bogið við báta sem fara svona og reyndar eru komnar nýrri og betri gerðir, svokallaðir ermabát- ar. Það gaf miskunnarlaust inn í bátinn yfir mannskapinn og slíkt þola menn ekki lengi, en það eina slæma sem situr eftir, er mannskað- inn, það er alltaf slæmt að missa góðan vin. Að öðru leyti gekk þetta vel í heild. Vinnubrögð björgunar- manna voru frábær og það skipti miklu hjá okkur, hve menn voru sallarólegir í stöðunni, hver gerði það sem gera þurfti," sagði Pétur, „aldrei neinn æsingur og móttökurn- ar í Færeyjum voru frábærar." Pétur SverrÍNHon fagnar konu sinni. „Gengum á veggjum yfir byggingar skipsins“ - Rætt við Gunnar Rúnar Hafsteinsson bryta „ÞAÐ HENTIST allt út úr ísskápn- um þegar hallinn kom á skipið og ég ætlaði mér að fara að þrífa þegar skipun kom frá skipstjóra um að menn færu þegar á þilfar með bjargbelti,“ sagði Gunnar Rúnar Hafsteinsson, bryti, í samtali við Mbl. „Ég náði í buxur, vesti og úlpu áður, en þá var mikill halli kominn á skipið og við hjálpuðumst síðan að við að sjósetja bátana. Á meðan við vorum að því gengu sjóirnir yfir skipið og slagsiðan var orðin slík að við gengum á veggjum yfirbygg- ingarinnar en ekki þilfari. Nei, ég varð aldrei hræddur, hugsaði aðeins fyrir hverja mín- útu og það var stanzlaust nóg að gera við að halda sér ofan sjávar. Eg gætti þess að vera rólegur. Ég hef aldrei lent í slíkum raunum og finnst þetta vera nóg. Það versta, fyrir utan það að missa mann, fannst mér vera þegar við vorum að berjast við að komast í skips- bátinn sem slóst stanzlaust utan í skipið og ég var miklu öruggari þegar ég var kominn um borð í gúmmíbjörgunarbátinn, enda Gunnar Rúnar Hafsteinsson maraði álbáturinn þá orðið í kafi, var hreinlega að fyllast af sjó, en það gekk þó furðu vel að róa hon- um að gúmmíbjörgunarbátnum. Þegar við komum að honum grillti í Suðurlandið á hliðinni langt í burtu. Það var haugasjór þarna og braut alltaf á okkur en við hjálp- uðumst við að halda gúmmíbjörg- unarbátnum saman, en þó lak mikið inn um rifurnar á yfirbygg- ingunni. Önnur höndin hjá öllum var notuð til þess að halda bátnum saman, hin til þess að ausa. Dóri skipstjóri var stöðugt á útkikkinu og lét okkur vita þegar brotin voru að ríða yfir bátinn þannig að við gætum verið betur viðbúnir. Jú, vonin jókst þegar ég sá fyrri þyrluna, en hann var lengi að líða tíminn þar til seinni þyrlan kom. Ætli ég fari ekki á sjóinn aftur. Maður þarf alla vega að reyna sig. Við urðum að vinna stanzlaust saman til þess að reyna að halda okkur ofan sjávar og menn unnu vel saman undir öruggri og góðri stjórn Halldórs skipstjóra. Skugg- inn í þessu öllu er hins vegar það að við misstum mann.“ „Fram að því var engin björgunarvon“ — segir Hafsteinn Valgarðsson III vélstjóri „MÉR LEIÐ iila þegar gúmmíbát- arnir höfðu báðir slitnað frá skip- inu og ég tel að það hafi verið kraftaverk að takast skyldi að koma álbátnum í sjóinn. Fram að því var engin björgunarvon fyrir okkur, því skipið var komið á hlið- ina,“ sagði Hafsteinn Valgarðsson III. vélstjóri í samtali við Mbl. „Mesta hættan var að komast frá borði og við sáum hve félaga okkar bar hrikalega hratt frá skipinu, þegar hann féll í sjóinn, ekkert hægt að gera. Eg tel því að það hafi verið mikil mildi að við skyldum komast frá skipinu í þessum haugasjó.“ Hafsteinn Valgarðsson til hægri með Ingimar Krist- inssyni I. stýrimanni sem kveðst ekkert hafa að bæta við ítarlega frásögn Hall- dórs Almarssonar skip- stjóra í Morgunblaðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.