Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 9 2ja herbergja íbúð tíl sölu. Verö um 630 þús. Góö greiösla viö samning nauösynleg. Uppl. í síma 77018 milli 5—7 og næstu daga. SÍMATÍMI 2—4 í DAG Parhús í smíðum Höfum til sölu nokkur parhús í smíöum viö Heiönaberg í Breiöholti. Húsin eru öll á tveimur hæðum meö innbyggöum bílskúr. Stærö húsanna er frá 163 til 200 fm meö bílskúr. Húsin seljast öll fullfrágengin aö utan en fokheld aö innan. Húsin veröa fokheld frá 1. ágúst nk. Teikningar á skrifst. Fa»t verö. Dúfnahólar — 4ra herb. 4ra herb. íbúö um 113 fm á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Góöar innréttingar og þvottaaöstaöa í íbúöinni. Vönduö íbúö. Mjög gott útsýni. Góö sameign meö lyftu. Keflavík — 3ja herb. Höfum til sölu 3ja herb. hæö á mjög góöum staö í Keflavík. Ibúöin er öll nýstands. og húsiö klætt aö utan. Bílskúrsréttur. Mjög gott verö meö góöri útb. Eignahöllin 28850-28233 Hvertisgötu76 Fasteigna- og skipasala Skúli Ólafsson Hilmar Victorsson vióskiptafr. HÚSEIGNIN Opið í dag ÞANGBAKKI 3ja herb. í lyftublokk á 7. hæö. Rúml. 75 fm. Langar svalir í suöur. Skemmtilegar innréttingar. Útb. 600 þús. ÍRABAKKI 3ja herb. íbúö á 2. hæö viö irabakka. Verö 750 þús. ibúöin er ca. 85 fm. Svefnherb., barnaherb., stofa, þvottaherb. FALLEG RISÍBÚÐ í MIÐBÆ 2 stofur, 3 svefnherb. Svalir. 90 fm. Verö 700 þús. EINSTAKLINGSÍBÚÐ í FOSSVOGI 30 fm íbúö í nýju húsi. Verö 460 þús. SMYRILSHÓLAR Falleg íbúö á jaröhæð, 2 herb., 56 fm. Verð 570 þús. HÆÐABYGGÐ — GARÐABÆ 80 fm jaröhæö í tvíbýli. Tilbúin undir tréverk. Afhendist i byrjun apríl. Verð 700 þús. LEIFSGATA 3ja herb. íbúö. 2 saml. stofur og svefnherb. i kjallara viö Leifsgötu. 86 fm. Bílastæði fylgir. Útb. 500 þús. BRÁVALLAGATA 4ra herb. risíbúö. 100 fm. Verö 750 þús. LJÓSVALLAGATA Vönduð 4ra herb. íbúð. 2 saml. stofur. 2 svefnherb. 80 fm. Verö 850 þús. GAMLI BÆRINN Falleg 4ra herb. íbúö í risi, 100 fm. Þvottahús á hæðinni. Verö 830 þús. VESTURBERG 4ra—5 herb. íbúö, 115 fm. 3 svefnherb., stofa og sjónvarpshol. Verö 900 þús. FURUGRUND 3ja herb. íbúð á 1. hæð, 90 fm. Verö 800 þús. HRINGBRAUT HAFNARF. 3ja til 4ra herb. íbúö á miðhæö i þríbýlishúsi. Góöur garöur. Verö 750 til 800 þús. KÓPAVOGUR 3ja herb. 75 fm kjallaraíbúö, ósamþykkt. Sér inng. Nýtt eldhús. 2 svefnherb. Verð 550 til 590 þús. VERZLUNARHÚSNÆÐI í gamla bænum á horni Bragagötu og Nönnugötu, 37 fm með geymslu í kjallara. Verö 250 til 300 þús. FOKHELT RAÐHÚS viö Hálsasel. Teikningar á skrifstofunni. Verö 850 þús. HÚSEIGNI N Smn 28511 Umsjénarmaður Gísli Jónsson______________139. þáttur Einhverjum þykir líklega skrýtið, að góðir menn á Islandi hafi á sínum tíma viljað leggja niður móðurmál sitt. En svo sanntrúaðir voru sumir frömuð- ir upplýsingar og skynsemis- hyggju á 18. öld, að þeir töldu ekki rétt að einangra þjóðir frá menningu umheimsins með þeim hætti sem fámælt tunga kynni að gera. Sjálfur skólameistarinn í Skálholti, Bjarni Jónsson (1725—1728), lagði til í álitsgerð til landsnefndarinnar fyrri 1771 að íslendingar hættu að tala ís- lensku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog." Hvorki meira né minna: ekki aðeins gagnslaust, heldur og skaðlegt að viðhalda íslensku máli. Þorkell prófessor Jóhann- esson segir um þetta: „Rökin, sem Bjarni færir fram fyrir staðhæfingu þessari, eru þau, að meðan Islendingar töl- uðu sömu tungu og aðrar Norð- urlandaþjóðir, voru þeir hvar- vetna metnir mikils. En er tunga þeirra varð óskiljanleg öðrum þjóðum, urðu þeir sjálfir lítils metnir. Háir þetta og viðskipt- um þeirra við útlendinga. „Hvorfor skulde man da være saa fastholdende der ved? Lader os da fölge Norges og Færöernes Exempel. Lader os antage det danske Sprog, eftersom vi staar under en dansk Regering og i Communication med danske Folk.““ Svona alþjóðlegir voru þó fáir Islendingar, og útlendingar höfðu sumir hverjir heldur en ekki aðrar tilfinningar til ís- lenskunnar. Rasmus Rask, sem hér ferðaðist snemma á 19. öld, var frumkvöðull að stofnun Hins íslenska bókmenntafélags, þess er enn lifir og gefur út elsta tímarit á Norðurlöndum, Skírni. Rask hafði einstaka hæfileika til tungumálanáms og lærði ungur svo vel íslensku að undrum og stórmerkjum gegnir. „Árið 1811 lét hann prenta ís- lenzka málfræði, er hann hafði samið, og er það fyrsta nothæf málfræði íslenzk, sem prentuð er,“ segir prófessor Þorkell. Á ferðum sínum hér á landi lagði hann sig mjög eftir athugunum á íslensku máli og leist ekki á blikuna. Honum þótti tungan í bráðri hættu. Málið lifði að vísu furðu hreint á vörum alþýðu, en spilltist af áhrifum dansksinn- aðra embættismanna og danskra verslunarmanna. Sumir íslend- ingar voru jafnvel teknir að líta á tungu sína sem eitt hinna klassísku dauðu tungumála. Rask taldist svo til, að ef óbreyttu færi fram, yrði ekki talað íslenskt orð í Reykjavík að hundrað árum liðnum og tungan með öllu útdauð í landinu eftir svo sem 200 ár. Rask hefur hlotið maklegt lof íslendinga, og mun frægast minningarljóð Þorsteins Erlingssonar: .Þú komst, þegar Fróni reið allra mest á, er aflvana synir þess stóðu .. Enn eru til útlendingar, er- lendis og hérlendis, sem vilja veg ísienskunnar sem mestan. Mér hlýnar um hjartarætur, þegar ég fæ góð bréf því til staðfestingar. Marjatta ísberg á Patreksfirði skrifar mér svo (orðalagi er hvergi breytt, en kafli um finnsku styttur): „Sæll og blessaður. Erindi þessa bréfs er bara til að þakka þér fyrir umfjöllun um „hreintungustefnu" í þáttum þínum nýlega. Þrátt fyrir það, að ég er út- lendingur, les ég þætti þessa reglulega og finn þar oft margt fróðlegt. Varðandi hreintungu- stefnu finnast mér íslendingar vera á réttri braut. Það hefur alltaf heillað mig, hve lítill mun- ur er á tungu ólærðra og lærðra manna hér á landi. Þessi stað- reynd gerir alls konar bók- menntir aðgengilegar, ekki bara menntamönnum. heldur allri al- þýðunni. Því miður er dæmið allt öðru- vísi í móðurmáli mínu, finnsk- unni. Þar væri vel hægt að snúa öllum alþjóðlegum heitum að máli innfæddra manna. En það er sjaldnast gert. I staðinn eru finnskar endingar settar ... Þessi stefna veldur mestu ógæfu, af því að óskólagenginn maður getur varla lært öll þessi útlendu orð. Hann er hræddur um að nota þau og ef hann er þvingaður að gera það, getur hann aldrei verið viss um, hvort þau verði rétt, þ.e. málið „af- hjúpar" félagslega stöðu hans — sem aftur á móti getur fyrir sumt fólk verið feimnismál. Ég get nefnt tvö nýleg dæmi: Um daginn fékk ég mér í hendur safn finnskra orðatiltækja. Sú bók var gefin út af Hinu finnska bókmenntafélagi. Virðulegur prófessor í finnskum fræðum hafði skrifað formálann. En viti menn: þetta var safn orðatil- tækja finnskrar alþýðu og þar af leiðandi ætti einnig að vera eign allrar þjóðarinnar. En svo virð- ist ekki vera, af því að í formál- anum úir og grúir af latneskum orðum — sem samkv. sérfræðing- um eru auðvitað finnsk orð, þar sem þau eru beygð á finnskan hátt. Enginn Finni, sem hefur bara skyldunám bak við sér, gæti skilið þessi orð. Annað dæmi er tekið úr við- talinu, sem finnska útvarpið hafði við hagfræðing finnska AS (samband stéttarfélaga). Hag- fræðingurinn var nýkominn úr fundi, þar sem ræddar höfðu verið kjarakröfur verkamanna. Hann útskýrði frá samþykktum fundarins og þess vegna fannst mér augljóst, að orð hans hefðu átt að beinast að verkamönnum. í viðtali notaði hann þrjú alþjóð- leg orð, sem hann auðvitað hafði lært í enskum eða bandarískum hagfræðibókum, en höfðu lítið erindi til finnskra verkamanna. Þeim mun verra, að hann notaði þessi orð í lykilstöðum, svo að ekki var hægt að skilja hvað samþykkt hafði verið á fundin- um, nema maður skildi þessi umræddu orð. Varð því faðir minn, gamall trésmíðameistari, að biðja mig, dóttur sína, að túlka sér það, hvers konar kjara- samningar stéttarfélag hans ætlaði að gangast á. Sem sagt, þessi hagfræðingur hafði gjör- samlega gleymt því, við hverja hann var að tala. Mér finnst það vera allt í lagi og reyndar skilj- anlegt, að sérlærðir menn hafi eitthvert sérmál, þegar þeir tala sín á milli, en þeir ættu að haga orðum sínum betur utan þessa þrönga hrings. Því fagna ég umfjöllun þessa máls í þætti þínum og óska svo sannarlega, að íslendingar snúi sér aldrei á þessa ógæfubraut, að mismuna menn á grundvelli tungunnar." Ég þakka bréfritara kærlega fyrir. Kunnátta hennar í ís- lensku er aðdáunarverð, en meira þykir mér þó verð afstaða hennar til máls okkar og brýn- ing hennar til okkar, að gæta þess að þjóðin verði öll einnar tungu. Ég er stundum að skrifa mér til minnis eitt og annað merki- legt sem ég heyri í útvarpi eða sjónvarpi. Fleirtöluáráttan er söm við sig. I morgunvöku 15. þ.m. var sagt: „Vegna þessara niðurskurða", o.s.frv. Hlymrekur handan kvað: Henni Bjarnfríði á Hól gáfust burðir. Hún barði á málfarsins hurðir. Undir fleirtölusól var svo farið með tól og grafnir orðsnilldar nýniðurskurðir. Kammersveit Vestfjarða: Tónleikar á Akur eyri og Húsavík KAMMERSVEIT Vestfjarða held- ur um helgina tvenna tónleika á Norðurlandi. Hinir fyrri verða á sal Menntaskólans á Akureyri kl. 15 á laugardag og hinir síðari sunnudaginn 28. mars kl. 17 í Húsavíkurkirkju. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Frescobaldi, Mozart, Ravel, Satie og Kurt Weill. Verkin eftir Satie og Kurt Weill eru sér- staklega útsett fyrir Kammer- sveit Vestfjarða af Jónasi Tóm- assyni tónskáldi. Verkið eftir Satie heitir Gamalt skart og fornar brynjur, en eftir Kurt Weill verða flutt fjögur lög úr Túskildingsóperunni. Kammersveit Vestfjarða var stofnuð árið 1974 og hefur hún á ferli sínum haldið fjölda tón- leika og komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Hefur hún leikið inn- lend sem erlend verk og frum- flutt tónverk eftir vestfirsk tónskáld. Sveitina skipa sex kennarar við Tónlistarskólann á Isafirði: Hlíf Sigurjónsdóttir, Sigriður Ragnarsdóttir, Jan Henriksen, sr. Gunnar Björns- son, Michael Holtermann og Jónas Tómasson. Á efnisskrá tónleika Kammersveitar Vestfjarða eru m.a. verk eftir Erik Satie, en teikning þessi er eftir Picasso.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.