Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
27
Akuffj'ri. 22. n'.riti.
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur samid vió Arnarflug um að flytja viðskiptamenn sína
utan Reykjavíkur þangað þeim að kostnaðarlausu. í því tilefni komu nokkrir starfsmenn SL í Reykjavík
fljúgandi til Akureyrar á sunnudag og hittu þar starfssystkini sín á Akureyrarskrifstofunni til að kynnast og
samraema aðgerðir. Þá var þessi mynd tekin á Akureyrarflugvelli. _ g* P
*
Olafur Jóhannesson um Helguvíkurmálið:
Samningurinn í
raun kominn í
upprunalegt horf
— Náttúrulega óþarfi að gera svona
vel við þennan ameríska verkkaupa
„EFTIR l*VÍ SEM ég skil þetta þá er samningurinn í raun kominn í alveg
sama horf og hann var, þegar hann var gerður 10. marz. síðastliðinn, og ég er
hæstánægður með þessa niðurstöðu," sagði Ólafur Jóhannesson utanríkis-
ráðherra m.a., er Mbl. spurði hann hvað honum sýndist um niðurstöður í
Helguvíkurmálinu.
Þá sagði hann: „Það er nú það
sem maður hefur fyrst og fremst
viljað fá fram — að það yrði staðið
við þann samning. Mitt áhugamál
hefur verið og ég vann að því, að
íslenskar hendur gætu komist að
til að vinna þessi verk og það hef-
ur tekist."
Ólafur var spurður álits á breyt-
ingunni hvað varðar að greiðsla
verksins fer fram í íslenskum
krónum miðað við gengisskrán-
ingu s.l. þriðjudag. Hann sagði:
„Já. Það er náttúrulega kannski
óþarfi að gera svo vel við þennan
ameríska verkkaupa en það er nú
ekki mitt að gæta hagsmuna
Orkustofnunar. Þetta brölt allt
hefur nú ekki orðið til neins nema
tefja þetta í hálfan mánuð og það
er að vísu mjög slæmt af því að
tímamörk eru ákveðin sem verk-
lok miðast við. Vonandi tekst það.
Þá held ég að Orkustofnun tapi
fjármunum á öllu saman, frekar
en hitt. Ég býst við að hún hafi
haft lítið fyrir jarðborinn að gera
þennan hálfa mánuð. En ég er
mjög ánægður. Þetta hefur farið á
þann veg sem ég upphaflega gerði
ráð fyrir," sagði utanríkisráðherra
að lokum.
Gin- og klaufaveiki:
Leggst á öll klaufdýr,
svo sem svín, geitur,
sauðfé og nautgripi og
getur leitt til dauða
„GIN- OG KLAUFAVEIKI lýsir sér einkum á þann hátt að blöðrur myndast
i munni og umhverfis klaufir, og af því dregur veikin nafn,“ sagði Páil A.
Pálsson yfirdýralæknir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er
hann var spurður hvers konar veiki gin- og klaufaveiki væri, en hennar hefur
nú orðið vart í Danmörku sem kunnugt er. Páll sagði að auk fyrrnefndra
einkenna fylgdi veikinni hár hiti, og ýmsar aukaverkanir, svo sem fósturlát,
júgurbólga og fleira. Yfirleitt kvað I’áil talið að um 5% stofnsins félli úr
veikinni, en dæmi væru þess þó að hún væri skæðari.
Þá gerist það að veikin leggst á
vöðva dýranna, þar á meðal
hjartavöðva, og þarf þá ekki að
spyrja að leikslokum. Gin- og
klaufaveiki leggst á öll klaufdýr
eins og nafnið bendir til, geitur,
sauðfé og ekki síst svín og naut-
gripi. Hófdýr eins og hestar eiga
ekki að vera í hættu, og fólk tekur
veikina ekki, þó dæmi væru til um
að fólk fengi svipaða sjúkdóma
sagði Páll. Smithætta er mjög
mikil að sögn Páls, og getur veikin
borist í fötum fólks á milli búa,
einnig í vatni og úrgangsefnum
dýranna. Það afbrigði veikinnar,
sem nú hefur gert vart við sig t
Danmörku, er af O-gerð, og er tal-
ið að hún hafi gengið eitthvað í
Austur-Þýskalandi. Til Danmerk-
ur er talið að smit hafi borist með
vindi, en skýjað hefur verið í lofti
og mikill raki á þessum slóðum að
undanförnu. Á milli bæja í Dan-
mörku sagði Páll helst að talið
væri að veikin hefði borist með
manni frá fyrsta búinu, sem þá
vissi ekki um tilkomu hennar.
Væri vitað um átta smittilfelli af
þeim sökum.
Að sögn Páls A. Pálssonar yfir-
dýralæknis er geysilega erfitt að
eiga við gin- og klaufaveiki, eins
og framangreind lýsing raunar
ber með sér. Oft væri talað um
“hysteríu" íslenskra yfirvalda í
sambandi við innflutning á dýr-
um, hráu kjöti o.fl., en staðreynd
væri að þörf væri á varúðarráð-
stöfunum af þessu tagi. Með tilliti
til þess hve alvarlegur vágestur
hér væri á ferðinni, væri það mik-
ið alvörumál, að smygla inn til ís-
lands vörum á borð við hrátt kjöt,
enda væru mörg dæmi þess að
veikin bærist landa í milli á þann
hátt.
I Bandaríkjunum hefur veikinn-
ar ekki orðið vart síðan skömmu
eftir 1930, og í Japan hefur veikin
ekki gert vart við sig, a.m.k. ekki
eftir stríð. Þessar þjóðir gripu því
eðlilega til varúðarráðstafana
gagnvart innflutningi frá Dan-
mörku nú, sagði Páll, og meira að
segja væru reglurnar þess eðlis að
ekki mætti hafa verið bólusett
gegn veikinni tvö ár á undan inn-
flutningi. Því væri nú mikil um-
ræða um það í Danmörku, hvort
bólusetja ætti gripi, eða grípa til
harkalegri aðgerða eins og niður-
skurðar.
Þess má geta, að tveir íslend-
ingar voru við nám og störf á bú-
garði þeim á Fjóni, skammt frá
þeim stað, þar sem veikin kom
upp, Dalum Landbrugskole. Þeir
voru þó báðir farnir þaðan áður en
veikin kom upp, og nú er annar
þeirra á Spáni en hinn í Svíþjóð.
Ekki mun ákveðið hvort þeir fara
aftur til skólans, þar sem þeir áttu
að vera á námskeiði fyrir mjólkur-
fræðinga.
Fundur um viðgerðir
á alkalískemmdum
MÁNUDAGINN 29. marz heldur
Steinsteypufélag íslands fund um
viðgerðir á alkalískemmdum.
Fyrirlesari verður Hákon Ólafs-
son, verkfræðingur hjá rannsókn-
arstofnun byggingariðnaðarins.
Fundurinn verður í fyrirlestrasal
Hótels Loftleiða og hefst klukkan
20.30. _____
Fiirstenberg
vekur hrifningu
DOROTHEA Fúrstenberg söng-
kona frá Múnchen söng hlutverk
Saffi í Sígaunabaróninum í
gærkveldi við mikla hrifningu
áheyrenda. Sýningin í heild undir
stjórn Páls P. Pálssonar er feikna
fjörug og Fúrstenberg er frábær
söngkona og gaf sýningunni
sterkan sígaunasvip. J. Áag.
wmmmmmmmmmmmmmm
Horiem
l.-----------------------------------—-----------------------------'-----------------------
Hið heimsfræga stórkostlega
snjalla körfuknattleikslið HAR-
LEM CLOBETROTTERS leikur
gegn WASHINGTON GENER-
ALS í Laugardalshöll 19. og
20. apríl nk. ;
Leikur tveggja banda-
rískra superliða, sem allir
VERÐA að sjá.
sílHSi' sSSMMSið
í hálfleik sýna bandarískir rúlluskauta-snillingar tiatir sínar, töframenn og sprellikarlar
koma fram. Stórkoatleg akemmtun fyrir alla fjölskylduna.
F0RSALA
aðgöngumiða hefst á morgun kl. 13—17 að Hótel Esju og íþróttavallarhús-
inu, Keflavík.
Miðapantanir utan af landi teknir í símum 85949 - 82448 - 82465 á sama
tíma.
Ath. Aðeins þessir 2 leikir.
FLUGLEIÐIR