Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 11 Sýna í Gallerí Lækjartorg OPNUÐ hefur verið í Gallerí Lækjartorgi samsýning Ómars Stefánssonar og Óskars Thorar- ensen. llm 30 myndir verða á sýningunni og verða flestar til sölu. Viðfangsefni þeirra er eink- um dulspekilegur symbolismi, en hugmyndir sínar útfæra þeir á ýmsa vegu í olíu, acryl og gouache, en á sýningunni verða einnig nokkrar teikn- ingar og grafíkmyndir. Ómar Stefánsson er fæddur í Keflavík 15.8. ’60. Hann út- 11 þúsund mann- ár bættust viö ef aðeins dag- vinna væri unnin Kjararannsóknanefnd hefur gert athugun á því hversu mörg atvinnutækifæri bættust við ef sérhver launþegi ynni adeins 40 stundir á viku. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að 10.883 mannár kæmu til viðbótar ef þessi reikningsaðferð væri notuð. Þessar upplýsingar komu fram hjá Svavari Gestssyni, félagsmálaráðherra, á aðal- fundi VSÍ í gær, en ráðherr- ann gerði þar m.a. að umtals- efni, að erient vinnuafl myndi sækja hingað til lands í aukn- um mæli á næstu árum. Námuskrímsl- ið í Nýja Bíói NÝJA BÍÓ hefur hafið sýningar á bandarískri hryllingsmynd, sem nefnist Námuskrímslið. Leikstjóri myndarinnar er Jam- es L. Conway og í aðalhlutverkum eru Rebecca Balding, Fred McCarren og Anne-Marie Martin. I kynningu kvikmyndahússins segir að myndin sé „hrottaleg og mjög spennandi ný hryllingsmynd um óhugnanlega atburði er gerist, þegar gömul námugöng eru opnuð aftur". skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1981 og hef- ur síðan haldið 2 einkasýn- ingar og tekið þátt í 2 samsýn- ingum. Óskar Thorarensen er fædd- ur í Reykjavík 16.4. ’58. Hann er sjálfmenntaður og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir opinberlega. í tilefni sýningarinnar verða útgefnar 3 myndir eftir þá félaga, hver mynd í 100 ein- tökum, þar af 50 eintök hverr- ar myndar tölusett og árituð af höfundum. Gestur sýningarinnar verð- ur Eva Benjamínsdóttir og sýnir hún 3 gouache-myndir í anddyri sýningarsalarins. Eva hefur verið við mynd- listarnám í Bandaríkjunum síðastliðin 5 ár í School of the Museum of Fine Art í Boston. Eva er fædd 23.9. 1946 í Bíldudal við Arnarfjörð, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir hér á landi og eru mynd- irnar til sölu. Sýningin stendur frá 27. mars til 12 apríl, og er opið virka daga kl. 10—18, laugar- daga kl. 14—18 og sunnudaga kl. 14-22. Óskar og Ómar við eitt verkanna. Bodies Bodies-platan hefur fengið mjög góðar viðtökur enda seldist fyrsta upplagið upp á skömmum tíma. Nú er ný sending komin í verzlanir og hvetjum við alla rokkunnendur til að tryggja sér eintak af þessari frábæru plötu sem fyrst. Bodies kynna lög af plötu sinni á útitónleikum milli kl. 2.30 og 3.30 í dag við verzlunina Japis í Brautarholti. Einnig mun hljómsveitin Spilafífl kynna lög af nýútkominni tveggja laga plötu. Útgefandi Sími 85055. Þad er húsgagnasýning ■ IJCI okkur kl. 10—5 í dag KklVX-húsgögn, Langhollsvegi lll, Keykjavík, sírnar 37010 — 37144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.