Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JR*r£imWníní>
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Færeyska landstjórnin:
Akveður að
kaupa 1.000
manna ferju
í stað Smyrils
F/KKKYSKA landstjórnin samþykkti
formlega í gær að kaupa nýja ferju,
sem komi í stað Smyrils til siglinga
milli Kæreyja og annarra landa á
Norður-Atlantshafinu. Jafnframt er
landstjórninni falið að afla lána til
kaupanna.
Lantlstjórnin hefur nú augastað á
finnsku ferjunni Víkingi, sem getur
tekið 1.000 farþega, þar af 350 í koj-
ur og 260 bíla. Ætlunin er, ef af
kaupunum verður, að ferjan taki við
áætlunarferðum á sömu leiðum og
Smyrill hefur siglt á síðastliðin sjö
ár. Það er á milli Islands, Færeyja
Skotlands, Noregs og Danmerkur og
munu þá ferðir Víkings hefjast í maí
na“stkomandi. í frétt sem Morgun-
hlaðinu hefur borizt frá Færeyjum,
segir ennfremur að áhugi fólks á að
ferðast með Smyrli á þessu leiðum
hafi aukizt verulega og nú sé áhugi
fyrir því í fleiri löndum, sérstaklega
íslandi, að hefja eigin ferðir á þess-
um leiðum.
Húftryggingar
bifreiða hækka
um 39,3%
Tryggingaráðuneytið hefur nú
heimilað tryggingafélögum að
hækka húftryggingar hifreiða um
39,3% að mcðaltali. I>á hefur einnig
verið heimilað að hækka sjálfs-
ábyrgð vegna húftrygginga um
42,8%.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hafa ennfremur ver-
ið ákveðnar 15% hækkanir á
ábyrgðar- og framrúðutrygging-
um, en þessar tryggingar hafa
hækkað samhliða vísitöluútreikn-
ingi á þriggja mánaða fresti og
hafa því hækkað um 60,1% á ár-
inu. Þá hækkar slysatrygging öku-
manns um 50% og búizt er við að
vátryggingarupphæðir hækki um
40,7%, en breytingar á þeim þurfa
að fara í gegnum Alþingi.
Skipbrotsmennirnir af Suðurlandinu við heimför frá Færeyjum í gær. Frá vinstri: Hafsteinn Valgarðsson, Ólafur Bæringsson, Sveinn Steinar
Guðjónsson, Sæmundur Aðalsteinsson, Olafur Pálsson, Gunnar Rúnar Hafsteinsson, Halldór Almarsson, skipstjóri, Ingimar Kristinsson, 1. stýrimað-
ur, Guðmundur Þór Guðbjörnsson og Pétur Sverrisson, 1. vélstjóri. Ljósmynd Morgunbiaóið Ragnar Axeisson.
Skipbrotsmennirnir af Suðurlandinu komnir heim:
„Haröfylgi og
stjórans með
— segir Olafur Pálsson, elzti skipverji
„ÉG TEL að björgunin eins og hún
tókst hafí mikið verið að þakka
dugnaði, harðfylgi og rólyndi skip-
stjóra okkar, Halldórs Almarsson-
ar,“ sagði Ólafur Pálsson, háseti á
Suðurlandi, elzti maður um borð,
61 árs gamall. „Halldór var
yfirvcgaður út í gegn, sallarólegur
og sá um að hver maður væri á
sínum stað, ekkert fát og eftir að
við vorum komnir i gúmmíbátinn
stóð hann alltaf útkikkið og aðvar-
aði okkur, hann skaut upp rakett-
unum og hvergi sá honum bregða
þótt hann væri gegndrepa og hafi
orðið að synda frá skipinu. Það
þarf sérstakan þrekmann til þess
að leysa það verk af hendi sem
hann gerði þarna á hættustund,
það var með ólíkindum."
„Jú, ég hef einu sinni áður lent
í skipstapa, það var árið 1942
þegar bandarískur tundurspillir
á eftirlitsferð sigldi niður vél-
bátinn Græði og einn af sex
manna áhöfn fórst. Það var 12
rófyndi skip
ólíkindum“
á Suðurlandinu
stiga frost þá, vetrarnótt og þeir
björguðu okkur hinum í tund-
urspillinn, en skiluðu okkur ekki
til lands fyrr en að lokinni eftir-
litsferð daginn eftir og okkur var
skilað á sokkaleistunum, hent á
bryggjuna.
Ég er nú búinn að vera 43 ár
til sjós, verð 62 ára 6. maí nk. og
býst við að halda þessu eitthvað
áfram þó svona komi upp á. Ég
var í koju þegar Suðurlandið fór
á hliðina og fór strax upp á þil-
far þar sem allir hjálpuðust að.
Ég náði nú ekki að klæða mig
almennilega, en komst þó í
prjónabuxur og í samfesting fór
ég utan yfir nærskyrtu og nátt-
jakka og svo komst ég í ullar-
sokka og stígvél þannig að ég var
líklega einna bezt búinn. Það er
erfitt að lýsa því hvað var verst í
þessu, þetta var svo oft hæpið að
með ólíkindum er hve margir
menn sluppu heilir á húfi."
Sjá miðsíðu.
Mynd Mbl. Júliua.
Fjórir piltar slös-
uðust er jeppi valt
FJOKIR piltar úr Reykjavík voru flutt-
ir í slysadeild eftir að jeppabifreið, sem
þeir voru í, valt skammt frá Kiðafelli i
Kjós. Jeppinn fór tvær veltur og er
mikið skemmdur, en veltigrind sem á
honum er, kom í veg fyrir að ekki fór
verr en raun bar vitni.
Einn piltanna kinnbeinsbrotnaði
og nefbrotnaði og annar viðbeins-
brotnaði en hinir tveir hlutu minni
meiðsli. Lögreglunni í Hafnarfirði
barst tilkynning um slysið kl. 18.55
og voru tveir sjúkrabílar sendir á
staðinn. Mikil hálka var á veginum
þegar slysið átti sér stað.
Norðurstjarnan hf.:
50 þús. dósir af niðursoðnum
saltfiski til Bandaríkjanna
Fyrirtækið hefur vart undan að framleiða kippers
NORÐIJRSTJARNAN HF. í Hafnarfirði er nú í þann veginn að Ijúka
við niðursuðu á 50 þúsund dósum af saltfiski í ýmiskonar kryddsósum
og fer þessi framleiðsla á bandaríkjamarkað. l»á annar fyrirtækið vart
eftirspurn eftir kippers og frá því um áramót er fyrirtækið búið að
framleiða 1,5 milljónir dósa, sem hafa farið jafnóðum á markað í
Bandaríkjunum, að sögn Karls Bjarnasonar framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins.
Karl Bjarnason sagði að
niðursoðni saltfiskurinn, sem
nú færi á bandaríkjamarkað
væri tilraunasending, en menn
gerðu sér vonir um að þarna
væri framtíðarmarkaður fyrir
niðursoðinn saltfisk, þar sem
kaþólikkar í Bandaríkjunum
borðuðu töluvert af saltfiski.
„Ef vel tekst til og endar ná
saman, þá gæti ég best trúað að
við ættum eftir að sjóða niður í
milljónir dósa fyrir þennan
markað," sagði Karl.
Karl sagði, að Norðurstjarn-
an notaði söltuð fiskflök í þessa
framleiðslu og væri með sér-
stakar vélar til að skera þau
niður í hæfilega bita. Fyrirtæk-
ið gæti einnig séð um að flaka
fiskinn, þar sem það réði yfir
flökunarvélum.
Frá því um áramót hefur
Norðurstjarnan framleitt Wi
milljón dósa af kippers og hefur
allt þetta magn verið sent á
bandaríkjamarkað. Sagði Karl
að þeir mættu hafa sig alla við
framleiðslu til að anna eftir-
spurninni eftir kippers.
A næstunni verður skipt um
vélar í Norðurstjörnunni og
þegar nýju vélarnar koma þarf
ekkert fólk til starfa við að raða
í dósirnar. Karl Bjarnason
sagði að þær vélar sem fyrir-
tækið notaði nú væru löngu úr-
eltar, enda 18 ára gamlar.
• •
Orninn drapst
á leiðinni
ÖRNINN sem var í meðferð I
hjá Náttúrufræðistofnun ís-
lands drapst í gær í Kolgraf-
arfirði. Starfsmenn Náttúru-
fræðistofnunarinnar fóru með
hann þangað frá Reykjavík til
að sleppa honum. Gekk ferðin
að óskum þangað til komið var
í Kolgrafarfjörð, en þar drapst
fuglinn rétt áður en komið var
á leiðarenda.
Sjá: „Hefur líklega ekki
þolað ferðalagið“ á bls. 18.