Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
17
Stjórnarskrárnefnd fundar í dag og næsta föstudag:
Fjallað verður um
kjördæmamálið og
mannréttindaákvæði
— búizt er viö aö störfum nefndarinnar Ijúki í haust
FORSÆTISRÁÐHERRA, Gunn
ar Thoroddssen, formaður stjórn-
arskrárnefndar, hefur nú boðaó
til tveggja funda í nefndinni. Sá
fyrri verður í dag, fóstudag, og sá
seinni viku síðar. „Á þessum
næstu fundum hef ég gert ráð
fyrir að við ræðum bæði kjör-
dæmaskipanina og allt sem
stendur í sambandi við það við-
kvæma mál. Auk þess geri ég ráð
fyrir að við ræðum líka mannrétt-
indaákvæðin, en sá kafli stjórn-
arskrárinnar þarf verulegra
breytinga við og viðauka. I>arna
eru tveir mikilvægir þættir, er ég
geri ráð fyrir að verði ræddir nú,
en við komum inn á fleiri atriði,“
sagði forsætisráðherra er Morg-
unblaðið ræddi við hann um störf
nefndarinnar.
Má húast við fjölgun þingmanna
við breytingu kjördæmaskipanar-
innar?
„Niðurstaða er ekki komin enn-
þá í stjórnarskrárnefnd en hins
vegar tel ég allgóðar horfur á því
að samstaða geti þar náðst um
nauðsynlegar lagfæringar og
breytingar á kjördæmaskipan og
ef svo fer sem ég vona, að sam-
staða náist, þá er það nú í fyrsta
sinn í þeim viðkvæmu málum, sem
það tekst. Ég hef látið það í ljós
áður, að til þess að ná fram þeim
markmiðum, sem við höfum sett
okkur, þá verði að fjölga þing-
mönnum fyrir Reykjavík og
Reykjanes og ég tel líklegt að það
verði óhjákvæmilegt að fjölga
eitthvað heildartölu þingmanna.
Hingað til hefur nú aldrei tekizt
að leiðrétta hið úrelta eða rang-
láta kjördæmaskipulag án ein-
hverrar fjölgunar.“
Hverjar verða helztu breyt-
ingarnar á mannréttindaákvæð-
unum?
„Það eru ýmis mannréttindi,
sem þarf að setja ákvæði um, sem
nú er ekki um fjallað í stjórn-
arskránni, sem er nú 100 ára göm-
ul að þessu leyti, og auk þess þarf
að endurskoða ýmis þau atriði,
sem þar eru. Til dæmis er það
málfrelsiskaflinn, sem þarf ræki-
legri fyrirmæli um. Einnig ítar-
legar um ýmis félagsleg réttindi."
Hvenær er reiknað með að
stjórnarskrárnefnd ljúki störfum
sínum?
„Fyrir rúmu ári tók nefndin
saman greinargerð um störf sín og
sendi þingflokkunum til athugun-
ar. Þessi atriði flest hafa verið
rædd í þingflokkunum. Varðandi
störf stjórnarskrárnefndar, þá er
stefnt að því, að hún hafi tillögur
tilbúnar næstkomandi haust til
þess að leggja fyrir þingflokka og
þá er það haft í huga, að unnt
verði að leggja fram frumvarp til
nýrrar stjórnarskrár eða um
breytingar á henni fyrir þingið,
sem kemur saman í haust," sagði
forsætisráðherra.
Sölusýning á notuðum
mazDa biium
frá 10-4 alla laugardaga
Nú geta allir veriö sérfræðingar í því aö
velja og kaupa notaöan bíl.
Þiö athugiö útlit bílsins, ástand hjólbaröa og annaö sem sést,
og vió ábyrgjumst þaö sem ekki sést.
Tryggið góö og örugg viðskipti, veljið notaöan MAZDA BÍL MEÐ
6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Viö erum eini aöilinn á landinu sem veitir
ábyrgó á öllum notuðum bílum, og tryggir þannig öryggi í við-
skiptum.
BlLABORG HF
Smiðshöfða 23, sími 812 99.
husgögn,
Langholtsvegi 111, símar 37010