Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 15 Yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream liU'JiMim Valtýr Pétursson Eins og stendur er haldin yfir- litssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. Þetta er veigamikil sýning og spannar yf- ir þau ár er hún stundaöi list- grein sína. Þarna eru byrjenda- verk og einnig það er hún vann rétt fyrir hið sviplega fráfall á besta aldri og í blóma lífsins. Það var mikill missir fyrir ís- lenska menningu, að starfsaldur Ragnheiðar varð ekki lengri en raun bar vitni. Það er ekki til- gangur með þessum línum að greina frá lífshlaupi Ragnheið- ar, það er nýbúið að því í Lesbók, og vísa ég um slíkar upplýsingar í skrif Braga Ásgeirssonar er birtist í síðustu Lesbók. Þessi yfirlitssýning á Kjar- valsstöðum, er afar aðlaðandi og sýnir sterkan og svipmikinn listamannaferil, sem einkennist af næmri tilfinningu fyrir sjálfu málverkinu í heild. Er ég tek þannig til orða, á ég auðvitað við hina hressilegu litameðferð og formnotkun, sem eru einkenn- andi fyrir verk Ragnheiðar. Það merkilega við að sjá hinar eldri myndir Ragnheiðar, er, hve henni virðist það eðlilegt að spila á hið innsta eðli málverks- ins. Fyrirmyndir hennar verða að aukaatriði, en verka samt sem sterkur þáttur í myndsköp- un hennar. Það er þróttmikil litameðferð og ákveðin hrynj- andi, sem gerir þessi verk per- „Hofsvellir" sónuleg og aðgengileg. Það er viss expressionískur tónn í lita- meðferð Ragnheiðar, sem ótví- rætt á sinn uppruna hér í norðr- inu. Ljósið og liturinn í þessum málverkum sverja sig í ætt við hið tæra og litglaða umhverfi, er við lifum og hrærumst í hér á landi. Annar þáttur er einnig áberandi í verkum Ragnheiðar: hin formfasta myndbygging, sem á rætur sínar að rekja til hins abstrakta málverks. Það er mín persónulega skoðun, að eng- inn geti stundað málverk og haft árangur, nema viðkomandi hafi á einn eða annan hátt haft mikil kynni af þeirri festu og frelsi, sem hið abstrakta málverk er í öllum þáttum byggt á. Ég nefni þetta hér, vegna þess hve vel mér finnst einmitt þessi sann- indi koma fram í verkum Ragn- heiðar. Nú vita margir, að Ragn- heiður hafði sterkar taugar til hljómlistar, og vart að furða, þar sem ætt hennar hefur um langan aldur stundað þá listgrein og átt brautryðjendur í þeirri grein hér á landi. En sannleikurinn er sá, að ekki eí langt á millum þess- ara listgreina, abstraktrar mál- aralistar og hljómlistarinnar. Einmitt þessi sannleikur virðist mér blasa við á sýningu Ragn- heiðar, við þá yfirsýn, sem þarna gefur að líta. Hér blasir einnig við árangur, sem kemur um- hverfi okkar nokkuð á annan veg til skila en við erum vön í ís- lensku landslagsmálverki. Þessa skoðun má styðja á margan hátt, en til að gera skrifið ekki of langt, skulum við sleppa slíku að sinni. Hitt er svo annað mál, að Ragnheiður Jónsdóttir Ream draga má hlutina í hnotskurn og segja: Þetta er bæði merkileg, aðlaðandi og aðdáunarverð sýn- ing, sem fyrst og fremst ber merki þess, að Ragnheiður Jónsdóttir Ream var afburða myndlistarmanneskja, sem mik- il eftirsjá er að. Hún hvarf af sjónarsviðinu, rétt er hún var að hefja störf hér heima eftir langa útivist, öllum til harms, er hana þekktu. En við eigum verk henn- ar, og er nokkur sárabót í því. Á þessari sýningu eru 107 listaverk, sem gerð eru með olíu- litum, klippmyndir og teikn- ingar. Mjög vönduð sýn- ingarskrá fylgir þessum verkum og eru í henni tveir formálar, annar eftir Hjörleif Sigurðsson og hinn eftir Aðalstein Ingólfs- son. Þarna eru litmyndir og ekk- ert til sparað. Það má segja með sanni, að allur frágangur á þess- ari sýningu sé þeim til mikils sóma, Jóni Halldórssyni og Don- ald Ream. Það er ekki svo auðvelt að taka eitt og eitt listaverk fyrir á þess- ari sýningu, en samt vil ég benda á No. 34, Kaffibolli, sem sýnir að Ragnheiður gat unnið þröngt og byggt verk sín á hnitmiðaðan hátt. Sama er að segja um No. 31, Kaffibolli á hvítum dúk. Og af landslagsverkum bendi ég á No. 20 og No. 10. Frekari upp- talning þjónar engum tilgangi. Flest eru þetta úrvalsverk. Þeirri morgunstund, sem ég eyddi í að skoða þessi verk, tel ég vel varið, og ég hafði enn meiri ánægju af að sjá þessi verk sam- ankomin en ég hafði búist við. Samt eru mér í fersku minni sýningar Ragnheiðar, og einmitt nú á Kjarvalsstöðum má finna myndir, sem virðast ósjálfrátt hafa brennst í minni manns. Þetta er sýning, sem enginn, sem á annað borð gerir sér grein fyrir hvað íslensk myndlist er, má láta óséð. Teng Go Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Heimsstyrjöldin 1939—1945: Lciðin til Tokió eftir Keith Wheeler og ritstóra Time-Life bóka. Itjörn Hjarna.son íslenskaði. Almenna bókafélagiö 1982. Eins og nafn þessarar bókar gefur til kynna fjallar hún um innrás Bandaríkjamanna í Japan. Leiðin til Tokíó nefnist bókin og segir einkum frá átökum á eyjun- um Iwo Jima og Okinawa. Það er orðið langt síðan maður horfði agndofa á John Wayne og félaga leika stríðshetjur frá Iwo Jima. Nú fær maður að vita það sem raunverulega skeði. Ekki verður það kallaður hetjuskapur að murka niður fólk í fjarlægum löndum eins og bandarísku her- mennirnir gerðu, en þeim var veitt eftirminnileg mótspyrna. Japanir voru ekki á því að tapa stríðinu, J)eir vörust af miklum krafti. Ovenjulegast við vörn þeirra voru sjálfsmorðssveitirnar, það sem þeir kölluðu sjálfir Teng Go (hina guðdómlegur áætlun). Sjálfsmorðssveitirnar hétu Kam- ikaze. „Að berjast og falla fyrir keisarann", eins og foringi í liði orustuflugmanna komst að orði, var skylda sannra Japana. Talið er að 1465 sjálfsmorðs- flugmenn hafi farist i árásum á skip: „Tjónið var gífurlegt hjá Bandaríkjamönnum: 120 skip urðu fyrir árásum, 29 sukku, 6.035 sjó- liðar særðustu og 304 fórust eða týndust." Mesta ódæði sjálfs- morðslfugmannanna er talið hafa verið árás þeirra á sjúkraskipið Combat sem hlaðið var særðum hermönnum og var lýst upp sam- kvæmt Gefnarsáttmálanum. Kamikazevél flaug beint á yfir- bygginguna og sprengja vélarinn- ar sprakk í skurðstofunni þar sem læknar og hjúkrunarkonur voru að störfum. 36 létust og 38 særð- ust. Vörn Japana var frækileg, en Bandaríkjamenn drápu þá „smátt og smátt" eins og Buckner hers- höfðingi sagði. A Okinawa var Ushijima yfirhershöfðingja gefinn kostur á að gefast upp. Honum þótti slíkt vansæmd og kaus að fremja harakiri, kviðristu, ásamt Cho herráðsforingja. Kvöldið áður var efnt til mikillar kveðjuveislu. Bandarísku drengjunum sem tóku þátt í stríðinu á Iwo Jima og Okinawa er lýst þannig, að stund- um gátu þeir ekki tára bundist yf- ir hörku Japana og ófyrirleitni. En þeir sýndu líka hugrekki, að minnsta kosti sumir þeirra. A Iwo Jima földu Japanir sig í hellum og gerðu þaðan árásir. Notaðar voru eldvörpur gegn þessum fylgsnum og óvinurinn steiktur lifandi með þeim. I orustu á tindi Suribachi- fjalls var frægasta ljósmynd stríðsins tekin. Sex menn, fimm landgönguliðar og einn hjúkrun- armaður úr flotanum, reistu bandaríska fánann á fjallinu. Vegna þess hve ljósmyndin var faglega tekin lék grunur á að hún væri fölsuð, en svo mun ekki hafa verið. Þetta atriði var hápunkur fyrr- nefndrar kvikmyndar. Leiðin til Tokíó er lipurlega samin bók og í læsilegri þýðingu Rjörns Bjarnasonar. Efni hennar er takmarkað við átökin sjálf, inn- rás Bandaríjamanna í Japan. Lítið er um herfræðilega þanka og bollaleggingar um aðdraganda stríðsins. Getið er komu Perrys undiraðmíráls til Okinawa 1853. Hann stakk upp á því við Banda- ríkjastjórn að hún kæmi upp flotastöð á Okinawa. Hugmynd hans vakti ekki áhuga, en tuttugu og fjorum árum eftir að hún var sett fram, lögðu Japanir undir sig eyjuna og gerður hana að útvarð- arstöð keisaraveldisins. Hagalandi 4, Mosfellssveit (viðÁiafoss) laugardag og sunnudag kl. 1 — 6. Hér sjaið þið nyjasta utlitiö frá INVITA, Sanne P, úr massitri eik. lika til úr furu eða mahogni. Eldaskálinn býður 39 gerðir INVITA innréttinga i alll húsið. Bjóöum sérsmiðaðar INVITA innréttingar með öllum kostum staölaðra skápaeininga. Möguleikarnir eru næstum oendanlegir. Látiö okkur að- stoða við skipulagningu heimilis- ins. INVITA hentar alls staðar. ^^^y— 1w . V / | HELGAFELL m/ is X r/ /ffl A \ £ °ft Eð BnUrUnd Htcgaríiur . rur Alaftns \, INVITA innréttingar í allt húsið Komid - sjáiö og sannfærist um gædin frá INVITA ELDASKALINN GRENSÁSVEGM2, 101 REYKJAVÍK SIMI: 91-39520 & 91-39270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.