Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
fHttgtmÞIiifeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
„Jú, við töpum
náttúrulega..
Já, það er rétt, gamli samningurinn var settur í gildi aftur," sagði
forstjóri Almennu verkfræðistofunnar í blaðaviðtali í gær, er
nann var spurður um verksamning Orkustofnunar og fyrirtækis hans um
boranir á Helguvíkursvæðinu. Eina breytingin, sem gerð er, er að greiðsl-
ur verða reiknaðar í íslenzkum krónum í stað dollara, sem þýðir tap fyrir
hina íslenzku aðila. „Jú, við töpum náttúrulega," sagði orkumálastjóri, „en
þetta er ákvörðun okkar yfirmanna, að þetta skuli vera í íslenzkum
krónum og við verðum náttúrulega að hlýða því!“
Það er rétt um hálfur mánuður síðan Hjörleifur Guttormsson, orku-
ráðherra, greip inn í gerðan og undirritaðan verksamning Orkustofnunar
og Almennu verkfræðistofunnar, með þeim hætti að við lá að verk þetta
tapaðist úr höndum íslenzkra í hendur erlendra aðila. Ef hann hefði ráðið
ferð áfram væri skaðinn skeður. Aðrir björguðu málum þann veg, að
samningurinn, sem Hjörleifur hafnaði, var settur í gildi á ný. Málið
endaði sem sé á sama punkti og orkuráðherra hafnaði. Það eitt gerðist, til
að freista þess að orkuráðherra héldi andlitinu, sem naumast verður, að
ákvarða greiðslu fyrir verkið með þeim hætti, að hagur Orkustofnunar er
verri eftir en áður.
Þannig endaði þá þessi farsi orkuráðherra í peningalegu tapi þess
fyrirtækis, sem heyrir undir ráðuneyti hans, en að öllu öðru leyti í sama
samningi og allur gauragangurinn varð um. „Jú, við töpum náttúrulega,"
sagði orkumálastjóri. Það er sú einkunn sem ráðherrann fær úr munni
viðkomandi embættismanns. Það gegnir furðu að öll afskipti þessa ráð-
herra, hvar sem eru og hvenær sem eru, reynast neikvæð fyrir þá hags-
muni, sem hann er þó settur til að gæta.
Frækileg björgun
Iislenzka farmskipið Suðurland fórst í foráttusjó 35 mílur norður af
Færeyjum í fyrradag. Brezkir, færeyskir ogdanskir björgunarsveitar-
menn björguðu 10 af 11 manna áhöfn skipsins um borð í þyrlur við hinar
erfiðustu aðstæður.
Það er margt sem kemur upp í hugann, er við lesum fréttir af þessum
atburði. í fyrsta lagi þær aðstæður, sem íslenzkir far- og sjómenn þurfa
oftlega að starfa við. Þeir misstu gúmbjörgunarbátana í haföldur, sem
vóru allt að 7 metra háar, og náðu við illan leik í álbjörgunarbát, fullan af
sjó, dældaðan og skekktan eftir barning við skipshlið. Tveir þurftu að
synda frá skipshlið í björgunarbát. Síðar fóru þeir yfir í gúmbát, sem þeir
dvöldu í unz dönsk björgunarþyrla bjargaði tveimur mönnum.
Vegna vélarbilunar gat danska þyrlan ekki bjargað fleirum. En yfir
skipbrotsmönnunum sveimaði einnig bresk Nimrod-þota og kastáði til
þeirra björgunarbát. „Það var ótrúleg nákvæmni í þessum aðgerðum hjá
þessari stóru þotu," sagði skipstjórinn á Suðurlandinu, „því gúmbjörgun-
arbáturinn lenti aðeins um 20 metra frá okkur og löng taug frá honum
lagðist þannig að okkur rak að henni og þannig náðum við bátnum." Þrem
klukkustundum síðar kom þyrla frá brezka flughernum, sem tókst að hífa
þá átta, sem eftir vóru í gúmbátnum, á aðeins 20 mínútum upp í þyrluna.
Farið var með skipverja af Suðurlandi til Þórshafnar í Færeyjum, þar sem
þeir fengu hina beztu aðhlynningu. Hér var unnið björgunarafrek, sem
viðurkenna og þakka þarf svo sem fordæmi eru fyrir.
Skipstjórinn, Halldór Almarsson, sagði það hafa verið „illa tilfinningu,
að standa gagnvart því að hafa engan björgunarbát til þess að bjarga
lífinu, eins og leit út fyrir á tímabili, en verst hafi verið að missa mann, og
miðað við það verði þessi ógn að öðru leyti lítið atriði".
Megi þessi atburður hvetja okkur til þess, að bezti fáanlegur öryggis-
búnaður verði jafnan tiltækur í íslenzkum fiski- og farmskipum — og
treysti vináttuböndin við nágrannaþjóðir okkar, sem við eigum nú skuld
að gjalda.
„Þrátt fyrir
ákvæði laga ..
Frumvarp til lánsfjárlaga er nú á síðasta snúningi á Alþingi, þremur
mánuðum á eftir áætlun. Greiðslubyrði vegna erlendra lána stefnir í
19% af útflutningstekjum þjóðarinnar í ár, sem þýðir að fimmti hver
fiskur og fimmta hver króna, sem útflutningsframleiðsla okkar leggur
þjóðarbúinu, hverfur í skuldahítina. Þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar, sem setur hættustrik við það skuldamark, sem
spannar 15% af útflutningstekjum í greiðslubyrði, stefnir fjármálaráð-
herrann bísperrtur langt inn á hættusvæðið.
Þrátt fyrir þessa skuldasöfnun eru ríkisframlög til framkvæmdalána-
sjóða, atvinnuvega og menningarstofnana verulega skert frá því viðkom-
andi sérlög kveða á um. Þannig er heill kafli í frumvarpi að lánsfjárlögum
1982, 2. kaflinn, með á annan tug greina, sem hefjast á orðunum: „Þrátt
fyrir ákvæði laga ... skal framlag ríkissjóðs til... eigi fara fram úr
o.s.frv."! Þessi skerðingarákvæði frá viðkomandi sérlögum bitna m.a. á
byggðasjóði, fiskveiðasjóði, aflatryggingarsjóði, Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, þ.e. byggingarsjóði ríkisins og byggingarsjóði verkamanna, lánasjóði
sveitarfélaga, bjargráðasjóði, framkvæmdasjóði þroskaheftra,
félagsheimilasjóði, kristnisjóði, framlagi til þjóðvega í þéttbýli o.fl.
Hér tryggir ríkisstjórnin sér leið til að fara framhjá fjölda laga um
ríkissjóðsframlög. Slíkt getur verið réttlætanlegt. En fer illa í fasi þeirra,
sem sífellt eru heitstrengjandi um félagslega þjónustu, félagslegar fram-
kvæmdir o.s.frv. Allur ferill ríkisstjórnarinnar fellur og innan hliðstæðs
ramma: „Þrátt fyrir“ fögru fyrirheitin skulu efndir engar verða.
„Ég var orðinn
fjári kaldur"
- segir Guðmundur Þór Guðbjörnsson háseti
„ÉG VAR í messanum þegar brotið
reið jfir og áttaði mig ekki strax á þvi,
hversu alvarlegt ástandið var. Skipið
hlunkaðist niður, en ég hélt að það
myndi rétta sig við og fór strax að ná í
borðtusku til að þurrka upp mjólk sem
hafði hellzt á gólfið við skellinn,"
sagði Guðmundur Þór Guðbjörnsson
háseti í samtali við Mbl. í gær.
„Þegar ég sá I. vélstjóra koma út
úr klefa sínum með bjargbelti, gat
ég ekki annað en brosað, en þá
kveikti ég líka á perunni og dreif
mig upp á þilfar, án þess að ljúka
við að þurrka upp mjólkina. Skipið
fór mjög fljótlega á hliðina og það
rak hvert óhappið annað. Við misst-
um báða gúmmíbjörgunarbátana og
þá var ekki annað að gera en reyna
að sjósetja álbátinn sem var með
árar og gaf skipstjórinn skipun um
það. Það var miklum erfiðleikum
bundið að losa bátinn og við vorum
heppnir að slasast ekki þegar við
vorum komnir í þann bát við
skipshiið, því hann barðist þannig
upp og niður utan í skipinu og upp
undir davíðurnar, að það var hrein-
asta undur að menn skyldu sleppa.
Skipstjórinn stóð uppi á skipinu og
öskraði á okkur í hvert skipti sem
ólag reið að og síðan komust tíu
menn í álbátinn og á honum rérum
Guðmundur Þór Guðbjörnsson háseti,
en fyrir aftan hann er Sveinn Steinar
Guðjónsson II stýrimaður, sem Mbl.
ræddi við í fyrradag og birtist viðtalið í
blaðinu í gær.
við að öörum gúmmíbátnum sem
var þá á reki um hálfa mílu frá skip-
inu. Það mátti ekki miklu muna, því
álbáturinn var orðinn æði siginn og
gekk stöðugt yfir hann í þessum
haugasjó sem var, maður sá ekkert
annað en æðandi öldur í sífellu.
Sjórinn var líka helvíti kaldur, mað-
ur varð strax helkaldur að halda
utan um árarnar, en það hefur lík-
lega bjargað okkur, að rekankerið á
gúmmíbátnum kastaðist út svo að
bátinn rak ekki hratt undan, en við
vorum lengi að róa að honum í þess-
um rosa, allir að ausa og allir að
róa, tíu menn í átta manna bát.
Nei, ég hef aldrei lent í öðru eins
og vona, að ég eigi ekki eftir að gera
það, þetta má ekki standa svona
tæpt. Maður var hálfóöruggur um
að björgun bærist, því maður vissi
aldrei hvað kynni að ske áður. Þetta
hékk allt á tæpasta vaði, en við
reyndum að láta það duga að hugsa
aðeins um líðandi stund. Flestir
voru illa klæddir, á buxum, skyrtu
og skólausir. Ég var orðinn fjári
kaldur og það var líklega þess vegna
sem ég var fyrst sendur upp í þyrl-
una, ég var sjóveikur í þessu volki,
kastaði upp, enda hafði ég gleypt sjó
þegar ég var að setja negluna í ál-
bátinn og brot reið yfir hann sem
færði allt í kaf.“
„Rólegheitin í mann-
skapnum réðu úrslitumu
*
- segir Olafur
Bæringsson
„ROLEGHEITIN voru það sem mér
fannst mest áberandi hjá skipsfélög-
um mínum á hættustund, það bar af
i stöðunni og það hve björgunar-
menn stóðu vel að öllu, björgunarað-
gerðum og aðhlynningu," sagði Ólaf-
ur Bæringsson í samtali við Mbl.
„Ég held að það hafi ráðið úr-
slitum hve menn voru rólegir,"
hélt hann áfram, „og mest reyndi
á þegar við vorum að berjast við
að losa álbátinn. Þar stóð allt
glöggt og hættan fyrir mannskap-
inn var yfirgengileg, því báturinn
með mönnunum um borð barðist
látlaust við skrokk Suðurlandsins,
í gálga og víra og það var ótrúlegt
hvernig menn sluppu við högg sem
stórskemmdu sjálfan bátinn. Við
reyndum að ýta álbátnum frá með
árum en sjógangurinn og vindur-
inn var slíkur að báturinn kastað-
ir alltaf til baka aftur. Það er eng-
in spurning að það er víða pottur
brotinn í björgunarbúnaði ís-
lenzkra skipa og þeim reglum sem
eru í gildi.“
Olafur Bæringsson
„Ótrúlegt að við skyld-
um koma bátnum út“
- segir Sæmundur
AÖalsteinsson
II. vélstjóri
„ÉG VAR sofandi þegar skipið lagðist
á hliðina og þá var viðvörunarbjöllu
hringt, ég stökk fram úr, fór í buxur, og
hljóp upp, ég hélt að skipið myndi rétta
sig við, en það gerði það ekki og þá
náði ég mér í bjargbelti," sagði Sæ-
mundur Aðalsteinsson, II vélstjóri, í
samtali við Mbl.
„Það var reynt að halda skipinu
upp í vindinn og rétta það af, en það
gekk ekki, það lagðist æ meir og þeg-
ar við höfðum misst báða gúmmí-
hjörgunarbátana frá skipinu, öðrum
slepptum við upp á þá von að Ævar
bátsmaður, sem hafði fallið fyrir
borð, gæti náð honum, en hinn slitn-
aði frá skipinu. Þá fórum við að fást
við skipsbátinn stjórnborðsmegin og
við vorum svo sannarlega heppnir
þegar við vorum loks búnir að koma
Sæmundur Aðalsteinsson
honum í sjó, að vera ekki búnir að
losa böndin þegar brotsjór reið yfir
því þá hefði bátnum hvolft og við
hefðum farið undir skipið. Ég var
tæpt kominn þarna, en skipstjórinn
sá hvað verða vildi og öskraði á mig
þannig að ég gat vikið mér undan
þegar aldan færði bátinn undir dav-
íðurnar á ný, og þar sem ég hafði
staðið stórskemmdist báturinn við
högg gálgans. Mér finnst ótrúlegt að
við skyldum koma bátnum út eins og
aðstæður voru.
Auðvitað var ég hræddur innst
inni, en það var enginn tími til þess
að hugsa um það. Við fórum allir á
bólakaf áður en við komumst í skips-
bátnum frá skipshlið og það var kalt
að róa og ausa og við slíkar kringum-
stæður hugsar maður ekki um ótta.
Þégar við vorum komnir í gúmmí-
bátinn fannst mér staðan betri, en
þó snerist hann eins og skoppara-
kringla og stöðugt gaf inn í hann
gauðrifinn, og þær tvær klukku-
stundir sem við urðum að bíða eftir
síðari þyrlunni eru lengstu tvær
klukkustundir sem ég hef lifað."