Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 19 Þrír forráðamanna Pólýfónkórsins, frá vinstri: Guðmundur Guðbrandsson gjaldkeri, Friðrik Eiríksson for maður og Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri. Mattheusarpassía Bachs flutt 1 fyrsta sinn 1 heild á íslandi það og sagði kórfélaga fúsa til að aefa sem mest og kunna hlutverk sitt sem best, hér legðu menn mikið á sig og því væri e.t.v. ekki við því að búast að um leið gætu menn byggt mikið af húsum eða stundað Broadway eða Holly- wood. Þorgerður, sem nú er bú- sett í Noregi, hefur komið til landsins af og til í vetur til að æfa kór sinn. Egill Friðleifsson er stjórnandi Barnakórs Öldu- túnsskóla og hafa kórarnir æft hver í sinu lagi og allir saman. Um verk Bachs, Mattheusar- passíuna segir stjórnandi Pólý- fónkórsins m.a.: „Mattheusarpassían var frum- flutt í Leipzig undir stjórn höf- undar á föstudaginn langa árið 1729. Eins og önnur verk Bachs lá það gleymt og grafið eftir dauða hans allt til ársins 1829 þegar tónskáldið Felix Mendels- sohn stjórnaði enduruppfærslu þess í Berlín. Það var upphafið að þeirri endurvakningu og sí- auknu viðurkenningu á verkum Bachs, sem átt hefur sér stað til þessa dags. Af öllum verkum Bachs skipar Mattheusarpassían ásamt H-moll messunni öndvegissess. Hún er stærst í sniðum af verk- um hans, fyrir 2 blandaða kóra eða 8 raddir auk barnakórs, sem syngur í upphafi verksins og lokakór fyrri þáttar. Tvær hljómsveitir leika með, ýmist hvor fyrir sig eða báðar saman ásamt kórunum og leika einnig með í hinum fjölmörgu snilldar- legu aríum, sem teljast meðal hins fegursta, sem samið hefur verið. Form Mattheusarpassí- unnar er margslungið og svo djúphugsað að um enga hlið- stæðu er að ræða i kirkjulegri tónlist. Því hlýtur flutningur hennar ætíð að teljast til stór- viðburða í menningarlífi hvar sem er.“ Um 315 manns munu á föstu- daginn langa og laugardag fyrir páska flvtja Mattheusarpassíu J.S. Bachs, um 260 söngvarar i kórum, um 45 hljóðfæraleikarar og 10 ein- söngvarar. Eru þaö Pólýfónkórinn, Hamrahlíóarkórinn, Barnakór Öldutúnsskóla, einsöngvarar og tvær kammerhljómsveitir og stjórnar flutningnum Ingólfur Guöbrandsson, stjórnandi Pólý- fónkórsins. Á fundi með fréttamönnum var gerð grein fyrir þessum tón- leikum, en þetta er í fyrsta sinn sem Mattheusarpassían er flutt í heild hérlendis og minnist Pólý- fónkórinn nú 25 ára starfsaf- mælis síns. Hann flutti hluta Mattheusarpassíunnar fyrir 10 árum. Einsöngvarar nú eru Bretarnir Michael Goldthorpe, tenór, sem syngur guðspjalla- mann og Ian Caddy, bassi, sem syngur hlutverk Krists, Kristinn Sigmundsson, bassi, syngur Pílatus og aríur, Sigríður Ella Magnúsdóttir, alto, og Elísabet Erlingsdóttir, sópran. Orgelleik- ari er Björn Kare Moe, sembal- leikari Helga Ingólfsdóttir, ein- leikur á selló Inga Rós Ingólfs- dóttir og Gunnar Kvaran og ein- leik á viola da gamba annast Al- fred Lessing, en þetta hljóðfæri mun vera lítt þekkt hérlendis og er það eins konar fyrirrennari sellósins. Tvær kammerhljóm- sveitir koma fram á tónleikun- um. Konsertmeistari og einleik- ari Kammersveitar I er Rut Ing- ólfsdóttir og konsertmeistari og einleikari Kammersveitar II er Þórhallur Birgisson. Haldnir verða tvennir tónleik- ar, á föstudaginn langa og laug- ardag 10. apríl, kl. 14, báða dag- ana í Háskólabíói. Nokkrar breytingar eru gerðar á sviðinu vegna flutningsins, m.a. þiljað J.S. BACH MATTHLUSARPASSÍA i fyrsta sinn í heitd ií fsirinúí með harðviðarplötum til að ná betri hljómburði fram í salinn. Forráðamenn Pólýfónkórsins sögðu heildarkostnað við þetta tónleikahald kringum 450 þús- und krónur. Sala aðgöngumiða miðað við fullt hús segja þeir gefa af sér um 270 þús. kr. og að bilið verði brúað með framlögum og styrkjum. Sala aðgöngumiða fer fram hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Ferða- skrifstofunni Utsýn og Hljóð- færahúsi Reykjavíkur. Æfingar standa yfir á hverj- um degi um þessar mundir og nú síðustu fjórar vikurnar fyrir tónleikana verja kórfélagar sem svarar hálfu starfi til æfinga eða um 80 tímum. Æfingar verksins hófust um miðjan janúar. Ing- ólfur Guðbrandsson sagði menn leggja mikið á sig við æfingar á þessu verki, menn væru orðnir vanastir því að láta mata sig, en hér væri hópur fólks sem vildi leggja nokkuð fram sjálft. Þor- gerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins tók undir Tónleikar Kammersveitarinnar á sunnudag: Verk eftir Debussy, Barber og Beethoven NK. SUNNUDAG, 28. mars, heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl. 17. Þetta eru fjórðu og siðustu áskrift- artónleikar Kammersveitarinnar á þessum vetri. Kammersveit Reykjavíkur hef- ur nú starfað í átta ár og er orðin fastur liður í tónlistarlífi höfuð- borgarinnar. Aðsókn að tónleikum hefur sannað að tónleikagestir kunna vel að meta framlag henn- ar. Kammersveitin heldur ferna áskriftartónleika á ári í Reykja- vík, en auk þess kemur hún fram við ýmis tækifæri og hefur haldið tónleika úti á landi og á Norður- löndum. Starf á vegum Kammersveitar- innar er unnið endurgjaldslaust og er stundað af áhuga í því skyni að veita hljóðfæraleikurum og áheyrendum ánægju og menntun með aukinni fjölbreytni í tónlist- arlífinu. Á tónleikunum á sunnudag verður flutt Sónata fyrir flautu, lágfiðlu og hörpu eftir Debussy, „Dover Beach“ eftir Samuel Barb- er, en þar fer John Speight með einsöngshlutverkið, og að lokum verður flutt eitt vinsælasta kammerverk Beethovens, Septett op. 20. John Speight, einsöngvari, æfir „Dover Beach“ eftir Samuel Barber með félögum úr Kammersveit Reykjavíkur. VSÍ heiðrar þrjá atvinnurekendur ÞRÍR menn voru heiðraðir á aðal- fundi Vinnuveitendasambands ís- lands i vikunni og útnefndir heiðurs- félagar í VSÍ. Þeir eiga það sam- merkt að hafa verið í forystusveit vinnuveitenda í áraraðir, en þessir menn eru Benedikt Gröndal í Hamri, Sveinn Guðmundsson _ í Héðni og Ingvar Vilhjálmsson í ís- birninum. Bendikt Gröndal hefur átt sæti í sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambandsins frá upphafi, eða frá 23. júlí 1934, í samfellt 48 ár. Þar af var hann í 37 ár í framkvæmda- stjórn og formaður í 3 ár, frá 1968 til 1971. Ingvar Vilhjálmsson átti sæti í sambandsstjórn frá 1937 til 1971, eða samtals í 34 ár, og þar af í 19 ár í framkvæmdastjórn. Sveinn Guðmundsson hefur átt sæti í sambandsstjórn frá 1944, eða í 38 ár, og þar af var hann í 14 ár í framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands íslands. Nýkjörnir heiðursfélagar VSÍ: Sveinn í Héðni, Benedikt í Hamri og Ingvar í ísbirninum. (Liósm. Krúlján Mngnússon.) Þúhefur sjö daga skilafrest Electrolux ryksugan er hljóðlát, sogkrafturinn rafeindastýrður og aðlagar sig sjálfkrafa að þykku teppi eða trégólfi. Fótrofi til að ræsa mótorinn og til að draga inrr snúruna. Stýrishjól undir henni miðri auðveldar keyrshj, gúmfrii- púðar á hliðum og lipur sogbarki. lectrolux AUKAHLUTIR: A' SOGSTYKKI með Ijósi og rafknúnum bursta sem bankar teppið um leið og sogað er. PÚSSIKUBBUR sem sveiflast upp i 18000 snúninga á mín. Sogið hreinsar allt ryk undan kubbnum. Vdrumarkaðurinn hf. ARMULAÍa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.