Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Bjarni Bjarnason
bóndi — Minning
Fæddur 10. maí 1897
Dáinn 12. marz 1982
Þeim fækkar óðum er áttu
fyrstu sporin á öldinni sem leið.
Þegar á það er litið að rumir átta
tugir þessarar aldar eru að baki,
þarf ennum að koma sú staðreynd
á óvart. Þeir, sem þessa tíð hafa
lifað, eru oft kenndir við tímatal
bernsku sinnar, nafn þeirra bund-
ið aldamótum, aldamótamenn.
Einn úr þessum hópi, Bjarni
Bjarnason frá Brekkubæ í Horna-
firði, lést 12. mars eftir langt og
litríkt lífsstarf.
Bjarni var fæddur að Tanga í
Fljótshverfi, Vestur-Skaftafells-
sýslu árið 1887. Foreldrar hans
voru hjónin Bjarni Jónsson og Sig-
ríður Jónsdóttir og voru þau
Vestur-Skaftfellingar.
Foreldrar Bjarna hófu búskap
að Tanga árið 1896. Þar byggði
Bjarni Jónsson upp bæjarhús, sem
engin voru þar fyrir. Eftir fimm
ára dvöl þar fluttist Bjarni ásamt
foreldrum sínum að Sléttaleiti í
Suðursveit. Eftir skamma dvöl
þar fóru þau að Kálfafelli í sömu
sveit, þar sem heimili þeirra stóð
tvö næstu árin. Þá var enn flust til
næstu sveitar og bú sett saman í
Holtum í Mýrahreppi. Árið 1908
færir fjölskyldan sig enn til næstu
sveitar og búskapur hafinn á jörð-
inni Brattagerði (nú nefnt
Brekkubær) í Nesjahreppi, þar
sem Bjarni átti síðan heima.
Þótt tíðir búferlaflutningar
væru að baki með þeim erfiðleik-
um, sem þeim fylgdu, var hörð
barátta framundan. Eftir aðeins
tveggja ára búsetu á hinu nýja
heimili féll heimilisfaðirinn frá.
En hvorki flutningar á milli sveita
né lát heimilisföður hindruðu
mæðginin í að takast á við erfið
viðfangsefni og þaðan af síður
áhugasömum æskumanni að
brjótast áfram til starfs og
mennta.
Ekki er ólíklegt að þessi ár hafi
mótað lífsviðhorf Bjarna á
Brekkubæ öðru fremur og að í því
felist m.a. skýring þess hve vel
honum lánaðist að ná fram stór-
um áformum, að því er stundum
virtist með viljann og bjartsýnina
eina að vopni.
Fædd 21. júní 1901
Dáin 16. mars 1982
„Kar þú í friAi.
friAur (iuAs þig hlcssi,
hafrtu þökk f>rir alll oií allt.
(•okksl þú m«’A (•uöi,
(iurt þér nú fyljji,
hans dýröarhnoss þú hljóia skali."
\ald. Hricm.
Að morgni þriðjudagsins 16.
mars lést að Fit undir Vestur-
Eyjafjöllum amma mín, Jóhanna
Olafsdóttir. Mig langar að minn-
ast hennar í örfáum orðum.
Ilún fæddist að Núpi í Vestur-
Eyjafjallahreppi 21. júní 1901.
Dóttir hjónanna Ólafs Ketilssonar
bónda þar og konu hans, Ingi-
bjargar Ólafsdóttur. Amma var
ein fjögurra barna þeirra hjóna og
ólst hún upp í foreldrahúsum að
Núpi. Árið 1924 giftist hún afa,
Páli Guðmundssyni, bónda frá F'it,
sem þá var ekkjumaður með þrjú
ung börn, Ásdísi, Ólaf og Eggert.
Amma og afi eignuðust átta börn
en tvö eru látin, þau Markús,
leigubílstjóri í Reykjavík, fæddur
1926, dáinn 1974, og Vigdís, sem
lést í frumbernsku. Guðmundur,
fæddur 1925, er elstur þeirra
systkina og búsettur í Hafnarfirði.
Næst í aldursröð koma: Ólafía,
fædd 1927, búsett í Reykjavík,
Guðsteinn, fæddur 1929, búsettur í
Kópavogi, Sigríður, fædd 1931,
búsett að Fit undir Vestur-Eyja-
fjöllum, og Viggó, fæddur 1936,
Á barnsárum naut Bjarni lítill-
ar skólagöngu, þótt hann byggi yf-
ir góðum námshæfileikum. Því
átti það nokkurn þátt í þeirri
ákvörðun foreldra hans að flytjast
í Nesjasveit að með því að komast
í nábýli við prestana í Bjarnanesi
opnaðist leið fyrir Bjarna að njóta
tilsagnar þeirra við nám. Bæði sú
kennsla og eins stutt skólaseta í
unglingaskóla urðu Bjarna hvatn-
ing til áframhaldandi náms. Árið
1915 stundaði Bjarni nám við
Gagnfræðaskólann á Akureyri.
Þar opnaðist honum á vissan hátt
nýr heimur. Kennarar hans þar
voru þekktir skólamenn og við það
bættist að með aukakennslu í
orgelleik og söngkennslu upphófst
nýr og glæsilegur þáttur í lífsferli
hans.
Dvölin á Akureyri var Bjarna
ætíð hugstæð og þakklæti ofarlega
í huga hans, þegar um hana var
rætt.
En lengra gat námið á Akureyri
ekki orðið, kennarar og nemendur
kvaddir. Fjárhagur heimilisins
leyfði ekki lengri skólagöngu á
Akureyri. Skyldurnar biðu heima.
Eftir Akureyrardvölina fer
lífsstarf Bjarna mjög að mótast.
Strax árið eftir tekur hann að sér
organistastarf í Bjarnaneskirkju
og söngstjórn. Því starfi gegndi
Bjarni fram á síðustu ár, er sonur
hans Sigjón tók þar við. I meira en
sex tugi ára í sorg og gleði hafa
tónar hljóðfæris kirkjunnar í
Bjrnanesi og söngvar kirkjukórs-
ins fyllt kirkjuna, og nálega var
stjórnandinn ávallt sá sami.
Þakklæti fyrir það starf verður
tæpast með orðum flutt, en sveit-
ungar og þeir aðrir, sem þess hafa
notið, munu í þögn flytja þær
þakkir.
I stjórn Ungmennafélagsins
Mána var Bjarni kjörinn árið
1924, en þá hafði hann verið félagi
í því um margra ára skeið. Bjarni
var um langa tíð ritari félagsins
og bera fundargerðir þess glöggt
vitni hve rithönd hans var stíl-
hrein og handbragð allt vandað.
Lengi verður í minnum höfð
frásögn Bjarna af starfi ung-
mennafélagsins í fyrri tíð, þar sem
hann rifjaði upp byggingu leik-
vallarins sem stendur miðsvæðis í
búsettur í Reykjavík. Yngstur
barnanna er Þórdór, fæddur 1943,
búsettur í Reykjavík.
Páll afi er fæddur 1893 á Fit
undir Eyjafjöllum og lifir eigin-
konu sína. Afi og amma hafa lifað
saman í hjónabandi í um fimmtíu
og átta ár og öll hjónabandsárin
hafa þau búið að Fit í Eyjafjalla-
sveit. Sveitin hefir heillað marga
vegna hinnar miklu fegurðar,
gestrisni og hlýhugar fólksins.
Fólkið undir Eyjafjöllum hefur
verið samhuga um að byggja
sveitina sem best og ekki létu afi
og amma sitt eftir liggja í þeim
málum. Engum getum þarf að því
að leiða, að oft hefur verið erfitt
að ala upp stóran barnahóp á
búskaparárum afa og ömmu. Jafn-
hliða hefðbundnum heimilisstörf-
um tók amma þátt í að sjá um
búskapinn, vera í heyskap og við
mjaltir, svo að nærri má geta að
vinnudagurinn hefur verið bæði
langur og erfiður.
Árið 1934 fer amma að kenna
sjúkdóms, sem leggur hana í rúm-
ið 1953. Tæplega þrjá áratugi hef-
ur hún verið rúmföst vegna löm-
unar. Sama ár og amma lamast,
flytjast Sigríður, dóttir hennar, og
eiginmaður, Baldur Ólafsson, að
Fit og hefja búskap og veita henni
umönnun ásamt afa, börnunum og
Einari Sigurjónssyni, sem hefir
verið heimilismaður að Fit. Að-
dáun vekur hve heimilisfólk að
Nesjasveit og var eitt fyrsta við-
fangsefni félagsins. Þá er ekki síð-
ur minnisstæð frásögn Bjarna af
því tilefni er héraðssöngurinn
„Hornafjörður" varð til. Á ung-
mennafélagsfundi kom fram sú
skoðun að nauðsynlegt væri að
byggðarlagið eignaðist sérstakan
söng. Var eftir því leitað að Þor-
bergur í Hólum orti ljóðið en
Bjarni semdi lagið. í kaupstaðar-
ferð fáum dögum síðar, er þeir fé-
lagar höfðu gengið frá hestum sín-
um, afhenti Þorbergur Bjarna
miða, þar sem Ijóðið var skráð.
Við hjólaskrölt hestkerru á leið-
inni heim úr kaupstaðarferð frá
Höfn varð lagið síðan til.
Veturinn 1928—1929 tók Bjarni
sér ferð á hendur til Reykjavíkur,
þar sem hann dvaldi um tveggja
mánaða skeið við nám í orgelleik
hjá dr. Páli Isólfssyni. Jafnframt
því stundaði hann nám við söng-
skóla Sigurðar Birkis. Þessi ferð
var Bjarna afar mikilvæg og fór
hann ekki dult með hve mikilvæg
honum voru kynni af kennurum
hans í þeirri ferð.
Svo sem áður er getið hafði
Bjami starfað að söngmálum í
sveit sinni um margra ára skeið
áður en hann fór til söngnáms til
Reykjavíkur. En með aukinni
þekkingu opnuðust nýjar leiðir og
möguleikar. Karlakór Hornafjarð-
ar var stofnaður árið 1937. Starf-
aði kórinn í nálega tvo áratugi
undir söngstjórn Bjarna á
Brekkubæ. Var starf kórsins mik-
ilvægt innlegg í félagslíf Austur-
Skaftfellinga á þessum árum.
Þegar til þessa starfs er nú
hugsað er ótrúlegt hversu miklu
þessir kórfélagar komu til leiðar
þrátt fyrir annasama daga og erf-
iðar samgöngur.
En Bjarni staðnæmdist ekki
einvörðungu við að þjálfa kóra og
stjórna söng á sviði tónmenntar.
Fljótlega eftir Akureyrardvölina
byrjaði Bjarni að kenna á orgel.
Dvöldu þeir er tilsagnar hans nutu
oft á tíðum á heimilinu á Brekku-
bæ, misjafnlega lengi eftir því
sem ástæður leyfðu. Trúlega hefur
þetta skólahald varað í hálfa öld.
Á sviði félagsmála lágu sporin
víðar. Bjarni átti sæti í hrepps-
nefnd Nesjahrepps frá árinu 1946
til ársins 1970 og í skólanefnd
lengst af sama tíma. í sóknar-
nefnd Bjarnarnessóknar um langt
árabil. Fulltrúi á aðalfundum
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga
og á bændafundum svo að dæmi
séu nefnd.
Á fyrri hluta þessarar aldar óx
Fit, bæði áður fyrr og nú, hefur
verið reiðubúið að veita ömmu ein-
lægustu aðhlynningu að degi eða
nóttu.
Þegar amma er kvödd hinstu
kveðju, leita margar minningar
frá æskudögum á hugann. Allar
eru þær minningar frá sumardvöl
minni að Fit frá tveggja ára aldri
til fjórtán ára aldurs. Fyrst minn-
ist ég ömmu úr baðstofunni við
húsverkin, orðin nokkuð lasburða
af þessum óþekkta vírus-sjúk-
dómi. Eftir að hún varð rúmföst,
vann hún mikið í höndunum og
var mjög stjórnsöm og skipulagði
útistörfin með afa og Baldri.
Amma tileinkaði sér agað líferni
og gerði kröfur og þá fyrst og
fremst til sjálfrar sín. Aldrei var
kvartað, þótt hún ætti við lömun
úr grasi á Fornustekkum, sem er
næsta býli við Brekkubæ, tápmik-
ill systkinahópur. Þetta voru börn
Péturs Sigjónssonar og Ingibjarg-
ar Gísladóttur sem fluttust þang-
að árið 1901.
Að Fornustekkum sótti Bjarni
lífsförunaut sinn, Ragnheiði, en
þau giftust árið 1926. Ragnheiður
lézt fyrir fáum árum en síðustu ár
ævinnar hafði hún tapað heilsunni
og varð því að dvelja á hjúkrun-
arheimilum. Ekki verður Bjarna
svo getið að á Ragnheiði sé ekki
einnig minnzt, því á fjölbreyti-
legum lífsferli Bjarna var það
honum ómetanlegt hve húsmóðir-
in á Brekkubæ stóð fast við hlið
hans.
Heimili þeirra hjóna stóð ætíð
opið þeim, sem þangað áttu erindi,
og gilti þá einu, hvort þar væru á
ferð sveitungar til söngæfinga,
fræðimenn og listamenn, stundum
langt að komnir, auk margra ann-
arra, sem lögðu leið sína að
Brekkubæ til að njóta þeirrar list-
ar, er þar var til staðar og gest-
risni fólksins þar. Minningin um
Ragnheiði mun jafnan verða fersk
og hlý í hugum sveitunga og vina
þótt starf húsmóðurinnar á
Brekkubæ verði seint þakkað svo
sem vert er.
Börn þeirra hjóna eru Sigríður,
gift séra Gísla Kolbeins, sóknar-
presti í Stykkishólmi, Sigjón,
bóndi og söngstjóri á Brekkubæ,
kvæntur Kristínu Einarsdóttur,
og Baldur, sem nú stundar útgerð
frá Höfn. Þeim systkinum svipar
mjög til foreldra sinna hvað varð-
ar dugnað og listhneigð.
Þegar Bjarni á Brekkubæ er nú
kvaddur hinztu kveðju kemur í
að stríða. Væri hún spurð um líð-
an, var svarið jafnan að hún hefði
það gott og þótt hún væri föst við
rúmið væri dásamlegt að vera til.
Amma var alltaf í góðu skapi,
þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti í
lífinu. Hún var mjög trúuð kona
og hafði oft yfir orð Jesú Krists.
Hún kenndi okkur börnunum
bænir og alla tíð las hún Passíu-
sálmana á föstunni og kunni þá
alla utanbókar. Að sögn eldri
manna hneigðist hugur ömmu
snemma að bókum, en þess var
enginn kostur að sitja lengi á
skólabekk. Af sjálfsdáðum aflaði
hún sér góðrar fræðslu með lestri
góðra bóka. Gestum sem komu að
Fit þótti mjög fróðlegt að tala við
ömmu og fóru alitaf inn til hennar
til þess að spjalla við hana. Enda
þótti öllum mjög vænt um hana,
sem komu að Fit, og enn í dag,
þegar ég hitti einhvern undan
Fjöllunum, þá er alltaf spurt:
„Hvernig hefur hún amma þín
það?“ Ég hef oft hugleitt ef maður
lendir í því að þurfa að vera fastur
við rúmið í lengri tíma, hvernig á
maður að láta tímann líða?
Hvernig varðveitir maður hugarró
sína? Hvaða hugsanir vill maður
helst láta ríkja? Væri það ekki
einhver munur að geta haft yfir
fagran sálm eins og amma gerði,
t.d. bænavers, heldur en láta það
eitt taka hugann, sem höfðar til
hins lægsta og hversdagslegasta?
Amma sagði, að við lærðum sálma
og vers meðal annars til að eiga
forða til að leita til, þegar við
virkilega þurfum á slíku að halda.
Við barnabörnin eigum góðar
minningar um ömmu frá æsku- og
hugann hversu mikið starf hann
innti af hendi. Að eðlisfari var
hann mikill bjartsýnismaður, sem
félagshneigð hans og samvinnu-
hugsjón nærðust af. Bjarni var
mikill lærdóms- og fróðleiksmað-
ur, m.a. á sviði ættfræða. Þótt efni
væru ekki mikil hafði Bjarni þó
komið sér upp vönduðu bókasafni,
sem hann kunni góð skil á. Bjarni
ól með sér mikla trúhneigð og
kunni góð skil á kristinni sögu.
Hann var ákveðinn Nýjalssinni og
taldi að sú kenning ætti rætur sín-
ar í kristinni trú. Bjarni var prýði-
lega ritfær, skrifaði greinar í blöð
og tímarit og sögu Nesjahrepps
sem hluta af ritsafni Byggðasögu
Austur-Skaftafellssýsiu.
Ekki má heldur gleyma bóndan-
um á Brekku. Starf hans á því
sviði náði ekki að marki inn á nú-
tíma landbúnað eins og hann birt-
ist okkur í dag. En menn skyldu
varast að vanmeta þau störf sem
gengin bændakynslóð skilaði til
þeirrar sem nú byggir landið.
Bjarni var mikill ræktunarmaður.
I samskiptum við moldina fædd-
ust hugsjónir og áform, nýir tónar
hljómuðu og að loknum oft löng-
um vinnudegi var það bóndanum á
Brekkubæ mikil hvíld og lífsfyll-
ing að slá nótur orgelsins og efa-
laust hafa sum af lögum hans þá
orðið til.
Þetta átti þá eftir að liggja fyrir
aldamótadrengnum, sem fluttist
með foreldrum sínum milli sveita
á fyrstu árum ævi sinnar unz
hann staðnæmdist á bænum, þar
sem lífsstarf hans var unnið.
Æskumanninum, sem sótti lær-
dóm norður til Akureyrar, þar
sem hann naut fyrst tilsagnar í
orgelieik og sem síðar með dvöl í
Reykjavík komst í kynni við þá
tónmennt, sem fremst stóð hér á
landi í þá daga. Fulltíða mannin-
um sem flutti þekkinguna og
menninguna heim í eina afskekkt-
ustu sveitabyggð á íslandi, fólkinu
þar til mikillar ánægju, aukins
lærdóms og þroska. Oldungnum,
sem enn lék á kirkjuorgelið í
Bjarnaneskirkju, skráði sögu
sveitar sinnar og heiðraði vini
sína einstöku sinnum með
ánægjulegum heimsóknum.
Með ljúfum minningum í mikilli
þökk er þessi heiðursmaður
kvaddur í dag. Skaftfellsk byggð
mun varðveita verk hans og nafn
um ókomna tíð.
Egill Jónsson
Mig langar að festa á blað fáein
orð um Bjarna Bjarnason, fyrr-
unglingsárunum. Við flest áttum
því láni að fagna að fá að vera í
sveit að Fit á sumrin. Ekki fór
mikið fyrir henni ömmu, en alltaf
fundum við krakkarnir fyrir
nærveru hennar. Okkur fannst
gott að koma heim vitandi af
henni þar, það skapaði visst ör-
yggi og ekki spillti fyrir, að alltaf
var eitthvað til í skrifborðsskúff-
unni og var það ósjaldan að við
fengum sælgætismola í munninn,
því það var ríkt í eðli hennar að
gefa öðrum. Ég mun seint gleyma
þessum árum. Að lokum vil ég
þakka fyrir þann tíma er ég fékk
að dvelja hjá þeim sem ungur
drengur.
Ævi ömmu er nú á enda og eftir
geymast minningar í hugum
okkar allra um aldur og ævi.
Amma er farin á vit þess óþekkta,
þar sem við öll eigum eftir að hitt-
ast. Kveð ég ömmu með trega, og
megi Guð blessa hana að eilífu.
Um leið og ég kveð ömmu, þá
sendi ég afa og öðru skyldfólki
samúðarkveðjur.
Guðmundur Pálmi Kri.stins.son
í dag verður kvödd frá Stóra-
Dalskirkju hún amma á Fit, Jó-
hanna Ólafsdóttir. Hún var rúm-
föst nærri þrjátíu síðustu æviár
sín sakir lömunar. Hún var því
alltaf heima og hana var ætíð gott
heim að sækja. Hjá henni sat
manngæskan og hin góða lund í
fyrirrúmi og ósjaldan fengu
barnabörnin og barnabarnabörnin
og aðrir sem heimsóttu hana að
bragða á einhverju góðgætinu, er
Jóhanna Ólafsdóttir
Fit — Minning