Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1982, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 Næsti leið- togi sósíal- demókrata? KOY JENKINS er sósíaldemókrati, sem hefur ekki notaó orðið „sósíal- isti" árum saman. Klæðnaður hans og Oxfordframburður gætu bent til þess að hann væri íhaldsmaður og í skoðunum er hann lítið eitt til vinstri við miðju, þótt líf hans hafi verið helgað Verkamannaflokknum. Plokkakerfið í Bretlandi getur riðlazt vegna tilkomu Sósíaldemó- krataflokksins (SDP), sem hann stofnaði í fyrra ásamt Shirley Williams og David Owen, þar eð þeim fannst Verkamannaflokkur- inn hafa sveigt of langt til vinstri. Og Jenkins er líklegasti leiðtogi Kosningabandalags SDP og Frjálslynda flokksins eftir sigur- inn í aukakosningunni í Hillhead í Glasgow. Jenkins hefur leitað sér frægðar og frama síðan hann kom heim frá Brussel fyrir fimmtán mánuðum. Hann var í fjögur ár forseti Efna- hagsbandalagsins og sagði þegar hann fór til Briissel eftir 28 ára setu í Neöri málstofunni að hann kveddi brezk stjórnmál án „illvilja og beiskju". Sósíalisti er ekki rétta órðið til að lýsa Jenkins, sem er unnandi rauðvíns og vindla, skarpur og rólegur á hverju sem gengur. Hann er einkasonur velska námumanna- leiötogans Arthur Jenkins, þing- manns, sem var náinn samstarfs- maður Clement Attlees. Hann er fæddur 11. nóvember 1920 í þorpinu Abersychan í Wales og lauk námi í stjórnmálum og hagfræði í Oxford með frábærum vitnisburði. Þar fékk hann smekk fyrir góðum mat og víni, óperum og félagsskap menntamanna. Jenkins og kona hans í 36 ár, Jennifer, búa í íburðarmikilli íbúð í Kensington-hverfi í London og eiga sveitasetur í Oxfordshire. Þau eiga þrjú born. Richard Crossman, félagi Jenk- ins í ríkisstjórn, skrifaði um hann í dagbókum sínum: „Getur þessi glæsilegi stórbokki, þessi makráði tennisleikari, sem stendur afsíðis og skoðar málin af óhlutdrægni, getur þessi viðvaningur orðið for- sætisráðherra Verkamannaflokks- ins og endurvakið traust almenn- ings? Ég efa það.“ Þó munaði minnstu að Jenkins, sem var foringi í stórskotaliðinu og seinna í leyniþjónustunni í stríð- inu, fengið æðstu metorð í Verka- mannaflokknum. Hann var fjórum sinnum ráöherra (flugmála- ráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í tveimur ríkis- stjórnum) og stýrði frjálslyndum lögum gegnum þingið. Jenkins sagði af sér sem vara- leiðtogi flokksins þegar hann lagð- ist gegn aðild að EBE 1970. Hann sat áfram á þingi og gaf kost á sér sem eftirmaður Harold Wilsons 1976, en tapaði fyrir James Call- aghan. „Sósíalismi? Ég hef ekki notað það orð árum saman," sagði Jenk- ins nýlega í viðtali. „Ef þú átt við að þjóðnýta eigi framleiðslu, dreif- ingu og peningaviðskipti, þá hefði það hörmungar í för með sér. Ég vil leiða mannúðarstefnu í öndvegi og koma á umbótum, í þágu þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í hörð- um heimi.“ Aðdáendur Jenkins telja hann bezta fjármálaráðherrann eftir stríð, en gagnrýnendur hans segja hann hafa fælt marga kjósendur frá Verkamannaflokknum með ströngum hömlum, sem hann beitti til að rétta við gífurlegan greiðsluhalla. „Ég vona að ég verði fulltrúi þessa kjördæmis til æviloka," sagði hann Glasgow-búum eftir sigurinn og það sem hann bætti við var dæmigert fyrir hann: „Með hliðsjón af því hvað ég er orðinn gamall getur verið að þið þurfið ekki að sitja uppi með mig alltof lengi.“ Roy Jenkins fagnar sigri i aukakosningunum í Hillhead hverfi í Glasgow. Yosef Burg, innanríkisráðherra ísraels kom til Yamit að ræða við íbúana vegna ágreinings um flutning þeirra. Til hægri er Benny Katzover, formaður samtaka sem stofnuð hafa verið í Yamit til að berjast gegn því að borgin verði afhent Egyptum. Undirbúningur fólksflutning- anna frá Yamit í fullum gangi Finnland: Lands- höfðingja vikið frá lleLsinki, 26. marz. Frá llarry Cranberg, fréttaritara MorgunblaAsins. KOIVISTO forseti Finnlands hefur vikið Kaarlo Pitsinki, landshöfðingja í Nylands-léni, úr embætti. Landshöfðinginn hefur átt bágt með að láta sér lynda við samstarfsmenn sína, auk þess sem hann hefur farið óvarlega með risnufé sitt. Forsetinn segir þessa ráðstöfun sína vera í almannaþágu, en þetta orðalag þýðir að landshöfðinginn hverfur úr embætti tafarlaust. Rannsóknin á fjármálavafstri hans stendur enn yfir og þar sem niðurstaða er ekki fengin heldur landshöfðinginn því fram að hér sé um að ræða „dómsmorð". Vamit, 26. marz. Al\ ÍSRAKLSKI herinn flutti í dag drátt- arvélar, jarðýtur og aörar þungavinnu- vélar til Yamit, stærsta israelska bæj- arins á Sinaiskaga sem verður afhent- ur Egyptum í lok apríl. Allmargir íbúar hafa verið fluttir á brott með búslóð sína síðustu dag- ana, en um tvö hundruð manns, sem eru mjög andsnúnir að fara frá bænum, hafa hótað að grípa til vopna. Stjórnin hefur mælt svo fyrir að allir skuli farnir úr bænum fyrir 31. marz. Skæruliðar gera áhlaup á kjörstaði í E1 Salvador San Salvador. 26. marz. AP. SK/EKI IJDAK gerðu áhlaup á kjör- staði í San Salvador og nágrenni í dag og i nótt. Við aðalstöðvar yfirkjör- stjórnar í höfuðborginni kom til mik- illa átaka sem stóðu i sex stundir og lauk með því að stjórnarhermenn skutu að skæruliðunum og stökktu þeim á flótta. kosningunum. í þingkosningunum takast fimm hægri flokkar á við flokk Duartes forseta, sem kennir sig við miðju- stefnu og kristilegt lýðræði. Hægri flokkarnir leggjast gegn hvers konar breytingum á skiptingu lands og öðr- um málum, sem flokkur Duartes beitir sér fyrir. Vinstri öflin í land- inu taka ekki þátt í kosningunum en halda því fram að þær séu skrípa- leikur. Vinstrisinnar segjast vilja leita samninga til að binda enda á borgarastyrjöldina, en síðan hún hófst fyrir hálfu þriðja ári hafa 32 þúsundir manna látið lífið. Kínverjar fordæma árásir Brezhnevs IVking, 26. marz. AP. KÍNVERJAR fordæmdu Leonid Brezhnev forseta Sovétríkjanna, og sökuðu hann um „árásir" á Kínverja er hann lýsti Sovétmenn fúsa til viðræðna við Kínverja um landamæraágreining ríkjanna. Kínverjar hafa enn ekki svarað tilboði Brezhnevs um nýjar landamæravið- ræður, sem legið hafa í láginni frá því 1978, en Kínverjar slitu viðræðunum eftir innrás Sovétmanna i Afganistan 1979. I yfirlýsingu kínverska utanrík- isráðuneytisins kom fram, að Kín- verjar vildu áþreifanleg dæmi um aukinn áhuga Rússa á að samskipti landanna bötnuðu, áður en þeir féllust á viðræður um landamæra- deilurnar. í ræðu sinni í Tashkent á mið- vikudag sagði Brezhnev Sovétmenn aldrei hafa reynt að gera lítið úr kommúnísku þjóðskipulagi í Kína, þó svo undirgefni Kínverja við stefnu heimsvaldasinna gengi þvert á hagsmuni kommúnismans. Þessi ummæli Brezhnevs, og yfir- Iýsingar hans um að Rússar hafi jafnan og muni enn um sinn gagn- rýna kínverska utanríkisstefnu, munu hafa reitt Kínverja til reiði. Formælandi kínverska utanrík- isráðuneytisins vék sér undan spurningum varðandi skilyrði fyrir viðræðum, en Kínverjar hafa margítrekað að þeir muni ekki setjast niður til viðræðna við Sov- étmenn meðan sovézkir hermenn eru í Afganistan. Þrátt fyrir þetta eiga sér nú stað viðræður Kínverja og Rússa um viðskiptamál, og nýlokið er viðræð- um um stjórn siglinga um fljót á landamærum ríkjanna. Skoðanakönnun! Sviss: 25% telja líkur á árás Sovétmanna Ziirirh, 26. marz. AP. NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar í Sviss gefa til kynna að einn af hverjum fjórum Svisslendingum trúi þvi að Sovétmenn muni iíkast til ráðast á Vestur-Evrópu innan næstu fimm ára. Skoðanakönnunin var gerð í febrúar á vegum einkafyrirtækis sem hefur að markmiði að tryggja traustari og skjótari varnir lands- ins. Af þeim 585 sem voru spurðir sagði 21% að hættan á árás af hálfu Sovétmanna væri „töluvert mikil“ 71% sagði líkurnar minni háttar og fjögur prósent telja hættuna „mjög mikla“. í niður- stöðunum sést einnig að aðeins 31% hefur „mjög mikið traust á getu Atlantshafsbandalagsins til að verja Vestur-Evrópu" ef til slíkrar árásar kæmi. 46% sögðust ekki hafa minnstu trú á því. Sjötíu og sjö prósent kváðust þess albúin að grípa til vopna gegn sovézkum innrásarmönnum og aðeins átta prósent sögðust mundu sætta sig við sovézkt hernám í Sviss án mót- spyrnu. Líklegt er að skæruliðar séu með þessu að reyna að rýra tiltrú fólks á kosningunum sem fara fram á sunnudaginn. í þessum átökum er ekki vitað til þess að manntjón hafi orðið, en er- lendir fréttamenn segja að greini- lega sé mjög róstusamt víða í land- inu og fari ólgan vaxandi. í Santa Ana, sem er næstfjöl- mennasta borg landsins, ruddust skæruliðar inn í opinbera útvarps- stöð og hófu að þylja áskoranir til landslýðsins um að taka ekki þátt í Dropinn sem fyllti bikarinn Nollingham, 26. marz. AP. í ÞKJATÍU ár tók hann skömmum og nöldri með þögn og þolinmæði og það taldi dómarinn nægar málsbætur til að kveða upp þriggja ára skilorðsbundinn dóm í máli hans þegar hann hafði skyndilega fengið nóg og sleppt sér og kyrkt i þar með konu sína. Málavextir eru þeir að Violet og Walter Hinton höfðu verið í hjónabandi í þrjátíu ár og allan þann tíma hafði fúkyrðaflaumur- inn dunið á manninum stanz- laust, enda lýsir dómarinn hon- um sem feimnum og hæglátum manni. Það var svo 1. september að þau fóru í bíltúr. Konan skammaðist látlaust alla leiðina og þegar þau sneru heimleiðis varð manninum á að taka ekki rétta beygju, með þeim afleiðing- um að konan umturnaðist og færðist enn í aukana. Þegar heim kom skrúfaði Hinton frá hljóm- flutningstæki sínu og setti á sig eyrnaskjól til að geta hlustað, en þá kom eiginkonan aðvífandi og kippti úr sambandi svo ekki færi framhjá manninum hvað hún hefði að segja. Walter Hinton er ekki til frásagnar um það sem síðan átti sér stað, en þegar hann náði aftur sönsum stóð hann yfir konu sinni örendri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.