Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR 69. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hafna Rússum l'eking, 27. marz. AP. KÍNVERJAR hafa svo gott sem útilok- að nýjar landamæraviðræður við Rússa á næstunni og hafnað yfirlýsingum þeirra um að þeir óski eftir betri sam- skiptum samkvæmt áreiðanlegum heimildum í dag, laugardag. Kínverjar hafa einnig dregið á langinn að svara boði Rússa um þátttöku í alþjóðlegri íþróttaráð- stefnu til að kynda ekki undir vanga- veltur um að þeir hyggist halla sér að Rússum samkvæmt heimildunum. Kínverjar og Bandaríkjamenn eiga um þessar mundir í viðkvæmum samningaviðræðum um bandaríska hergagnasölu til Taiwan og sam- kvæmt kínverskum heimildum hefur enn ekki verið tekið undir þá kröfu þeirra að sölunni verði hætt fyrir ákveðinn tíma. Kínverska fréttastofan sakaði Rússa í gær um tilraun til að tefla Kínverjum fram í valdatafli gegn Bandaríkjunum og velja erfiðan tíma í samskiptum Kína og Banda- rikjanna til þess að ræða um bætt samskipti Kína og Sovétríkjanna. „Hvernig getum við átt landa- mæraviðræður við Sovétríkin núna?“ spurði heimildarmaður, sem gerþekkir samskipti Kína og Banda- ríkjanna og Kína og Sovétríkjanna. „Ég fæ ekki séð að nokkrar líkur séu á sl'kum viðræðum í bráð.“ Hann taldi tilgangslaust að ræða við Rússa, sem segðu að engin um- deild svæði væru meðfram landa- mærunum þvert ofan í það sem Kínverjar segðu. Hermaður úr her Sandinista vopnað- ur sjálfvirkum, sovézkum riffli af gerðinni AK-47. Viðbúnaður í Nicaragua MIKILL viðbúnaður er i Nicaragua og auglýsingaherferð hafin til að búa landsmenn undir bandaríska „innrá-s". Talsmenn Handaríkjastjórnar segja þetta „fáránlegt" og til þess fallið að trcysta alræði marxista. Nicaraguastjórn hefur jafnframt sent stjórn Honduras mótmæli vegna nýrra árása þaðan. Nýr sendiherra Bandaríkjanna í Nicaragua, Anthony Quaiton, hefur hvatt til „einlægra" viðræðna vegna „neikvæðrar þróunar" í sambúð Bandaríkjanna og Nicaragua. Yfirvöld í Nicaragua hafa afnumið mannréttindi og sett eftirlit með fjölmiðlum. Lagt er hart að mönnum að gerast sjálfboðaliðar í hernum. Daniel Ortega ráðherra segir Nic- aragua og Kúbu reiðubúin til við- ræðna við Bandaríkjastjórn. Bandarikjastjórn segir tengsl Sandinista við Austur-Evrópu verða æ nánari. Hún segir að 50 flugmenn frá Nicaragua séu í Búlgaríu. Hlut- verk þeirra sé að fljúga sovézkum herflugvélum sem séu væntanlegar. Herskip nálgast Falklandseyjar Huenos Aires, 27. marz. AP. HERSKIP frá Bretlandi og Argentínu stefndu í dag til Falklandseyja á Suður-Atlantshafi og viðsjár landanna Utanríkisráðherra Argentínu, Costa Mendez, sagði að viðsjárvert ástand hefði skapazt síðan argent- ínskir borgarar gengu á land á einni eyjunni og Bretar sendu skipið „Endurance" á vettvang til að fjarlægja þá. Hann sagði að argentínska herskipið „Bahia Paraiso“ nálgað- ist stærstu eyna, San Pedro, og það mundi veita argentínskum borgurum alla nauðsynlega vernd. Argentínska fréttastofan segir að í skipinu séu 200 argentinskir borgarar og óviss fjöldi land- gönguliða og skipið hafi varpað akkerum undan Falklandseyjum. „Endurance" var sent frá höfuð- borginni Port Stanley fyrr í vik- unni til San Pedro, stærstu eyj- jukust. unnar í eyjaklasanum South Georgia, sem tilheyrir Falklands- eyjum. Bretar hafa bækistöð til rann- sókna á Suðurskautslandinu i Grytviken á San Pedro. Argentína hefur menn í aflóga hval- veiðistöð í höfninni Leith gegnt Grytviken. Rex Hunt landstjóri segir að niu eða tiu Argentínumenn séu í Leith. Argentinska fyrirtækið „Georgias del Sur“, sem keypti stöðina, segir að 39 Argentínu- menn hafi verið sendir þangað. Bretar hafa ráðið Falklandseyj- um, sem Argentínumenn kalla Malvinas, síðan 1833. Eyjaskeggj- ar eru 2.000 og enskumælandi. Landsmenn hvattir til að kjósa í E1 Salvador S»n Salvador, 27. mar/.. AP. San Salvador, 27. marz. AP. LEIÐTOGAR hersins í El Salvador sögðu i dag, laugardag, að landsmenn yrðu að kjósa í kosningunum á morgun og héldu því fram að ef menn sætu heima greiddu þeir undirróðursöfium og hryðjuverkamönnum atkvæði sitt og auðvelduðu baráttu þeirra fyrir þvi að kollvarpa ríkisstjórninni. Stjórnmálafræðingar töldu ýmis- legt benda til þess í dag að hægri- öfgamenn mundu sigra í kosningun- um. Varnarmálaráðherrann og helztu aðstoðarmenn hans sögðu að herafl- inn drægi ekki taum nokkurs þeirra sex stjórnmálaflokka, sem bjóða fram í kosningunum til stjórnlaga- þingsins (það verður skipað 60 full- trúum), og mundi virða úrslitin. Boðskapur embættismannanna, sem var lesinn upp í sjónvarpi og útvarpi, var svar við hótunum vinstrisinnaðra skæruliða í garð til- vonandi kjósenda og umkvörtunum frá frambjóðendum kristilegra demókrata um að yfirmenn hersins í 40 sveitarstjórnum af 262 skipuðu fólki að kjósa Bandalag lýðveldis- sinnaðra þjóðernissinna, Arena. Stjórn kristilegra demókrata og herforingjans efndi til kosninganna til að stíga fyrsta skrefið í þá átt að einangra stjórnarandstæðinga undir forystu skæruliða og vinna sigur í borgarastríðinu, sem hefur staðið í 29 mánuði. Vinstrisinnar hundsa kosningarn- ar á þeirri forsendu að þær séu óréttlátar, þar sem þeir séu útilokað- ir frá völdunum. Þeir halda því einn- ig fram að dauðasveitir hægrimanna mundu myrða frambjóðendur vinstrisinna. Skæruliðar og stjórnarhermenn börðust í gær, föstudag, í norðaust- urhéraðinu Morazan og nálægt Usul- utan og reistu götuvígi meðfram að- alstrandveginum þangað. Skipzt var á skotum í höfuðborginni þrátt fyrir auknar öryggisráðstafanir vegna kosninganna. Hins vegar hafa orðið minni átök síðustu dagana fyrir kosningarnar en búizt var við og að sögn Eusebio Coto ofursta reynir leyniþjónustan að grafast fyrir um orsakirnar. Herinn hóf í dag gagnárás á bæ- inn Yoloaiquin, sem uppreisnar- menn tóku fyrir tveimur dögum. Uppreisnarmenn sögðust hafa fellt fjóra hermenn og tekið 10 til fanga í Puerto Parada. Sjá grein um El Salva- dor á bls. 56—57. Danír óttast að veikin eigi eftir að breiðast út Kaupmannahofn, 27. marz. Frá Ib Björnbak, frétUriUra Mbl. VERULEGS ÓTTA gætir í Danmörku um að gin- og klaufaveikin eigi eftir að breiðast út og valda miklu meira tjóni en orðið er. Þótt ekki hafi verið tilkynnt ný sjúkdómstilfelli síðustu dægur, er óttast, að það sé aðeins lognið á undan storminum, og þessi skæði vírussjúkdómur eigi eftir að stinga sér niður á fieiri stöðum. Veikinnar hefur orðið vart á níu búgörðum og hefur orðið að lóga þrjú þúsund klaufdýrum. Það mun auka smithættuna verulega ef gin- og klaufaveikin stingur sér niður á stórum svínabúum, þar sem smit- hætta af svínum er margfalt meiri en af nautgripum. Segja má að Fjón hafi verið sett í allsherjar sóttkví, því aflýst hef- ur verið öllum samkomum og al- menningur hefur verið hvattur til að takmarka ferðalög um Fjón. Allur flutningur á landbúnaðar- vörum hefur verið bannaður frá Fjóni. Þá hefur verið haft gífurlegt eft- irlit með skipum, járnbrautarlest- um og flutningabifreiðum frá Austur-Þýzkalandi og Póllandi, og þessi flutningatæki hreinsuð í bak og fyrir, áður en þeim hefur verið hleypt inn í Danmörku. Þrátt fyrir að Danir hafi ekki verið látnir vita um gin- og klaufa- veikitilfelli í þessum löndum fyrr en seint og síðar meir, hefur Björn Westh landbúnaðarráðherra ekki mótmælt því opinberlega við pólsk og austur-þýzk yfirvöld. Danir hafa orðið að þola gífur- legt efnahagslegt tjón vegna gin- og klaufaveikinnar. Afurðatap vegna þeirra dýra sem lógað hefur verið, er um tíu milljónir króna, og stórum mörkuðum, eins og í Bandaríkjunum og Japan, hefur verið lokað fyrir kjötinnflutning frá Danmörku. Þá hafa Englend- ingar tekið fyrir innflutning flestra danskra landbúnaðaraf- urða. Loks hefur 500 starfs- mönnum sláturhúsa á Fjóni verið sagt upp störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.