Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 36

Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 A það sök á of háum blóóþrýstingi? í velmegunariöndunum er ekki fátítt að tízka komi upp í sambandi við neyzluvenjur og meðal hollustufræðinga hafa heilir ártugir verið kenndir við slíkar tízkustefnur. Þannig var sjöundi áratugurinn undirlagður af kenning- unni um að kólestról f blóðinu væri lífshættu- legt og þess vegna skyldu menn láta sem minnst! sig af fitu úr dýraríkinu. Áttundi ára- tugurinn helgaðist af því að trefjarík fæða væri allra meina bót og nu er allt útlit fyrir að ótti við salt — hvítu kornin sem stráð er yfir flest ann- að en sætindi — verði mál málanna hjá þeim sem hafa áhuga á því að fara sem bezt með líkama sinn á þessum áratug. Hið illa efni í saltinu heitir sódíum-klóríð og það er talið vera ein helzta undirrót of mikils þrýstings á blóð- rennsli, en sá kvilli hrjáir marga árum saman og nær stundum hámarki sínu með hjartaslagi sem dregur fórnarlambið til dauða þegar verst lætur. í Bandaríkjunum og víðar í velmegunar- löndum er komin upp nokkurs konar fjölda- hreyfing gegn salti. Vestra rekur hver metsölu- bókin aðra og heilu félögin hafa verið stofnuð til að kenna fólki að matreiða án þess að nota salt nema í mjög litlum mæli, en slík matargerð er sögð mikil og flókin list, enda eiga víst flestir bágt með að ímynda sér ætan mat án þess að hann sé bragðbættur með salti. Saltlíki — þ.e. bragðefni með saltbragði en án sódíum-klóríðs — hefur verið sett á markað, en það hefur ekki náð teljandi vinsældum, einkum af því að beizkt og nokkuð áleitið aukabragð er af því, en pót- assíum-klóríð er uppistaðan í efninu og það er talið geta valdið magasári og jafnvel geta reynzt banvænt sumum nýrnasjúklingum. Salt er ekki einungis notað sem bragðefni í mat, heldur hef- ur það verið notað í stórum stíl sem rotvarnar- efni, en þar til fyrir fáum árum var ekki völ á mörgum leiðum til að auka geymsluþol mat- væla, en söltun var um aldir helzta aðferðin við varðveizlu mikilvægustu fæðutegunda, ekki sízt hér á íslandi og nægir í því sambandi að nefna saltfiskinn. Þótt sérfræðingar telji víst að salt auki blóðþrýsting er ekki þar með sagt að salt sé öllum skaðlegt og að því beri skilyrðislaust að binda enda á neyzlu þess. Samt ráðleggja hollustufræðingar almenningi að draga sem mest úr saltnotkun, en þar er um að ræða al- menna heilsuverndarráðstöfun fremur en við- vörun sem á erindi til sérhvers einstaklings. Hér gefur aö líta algengan kvöldverð Bandaríkjamanns (t.v.) og Japana. Japaninn, sem snæðir salt- grillaðan fisk með soja-sósu, súpu, hreðkur úr pækli, hrisgrjón, spínat-salat og jarðarber og drekkur te með, innbyrðir þarna 4.352 mg af sódíum klóríði. Bandaríkjamaðurinn fær sér steiktan kjúkling, kartöflustöppu og sósu, grænar baunir, brauð, smjör og loks eplaköku. Hann drekkur kaffi á eftir og í þessu öllu eru 1.768 mg af sódíum klóríði. £f þeir eru svo heppnir að vera með stálslegin nýru kemur það ekki að sök, en ef ekki þá má mikið vera ef þeir eru ekki illa haldnir af himinháum blóðþrýstingi. Frá því um miðjan síðasta áratug hefur andstaða gegn salti farið hraðvaxandi, en þá varð uppi fótur og fit vegna þess hve mikið salt reyndist vera í tilbúnum barnamat. Laeknar og heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um fengu því framgengt að fram- leiðendur hættu að bæta salti í mat sem ætlaður var ungum börn- um, enda héldu margir því fram að það væri hinn saltaði verk- smiðjumatur sem kæmi börnum á bragðið þegar í frumbernsku, með þeim afleiðingum að þau yrðu hin- ir mestu salthákar þegar fram liðu stundir. En það var ekki aðeins um- hyggja fyrir hvítvoðungum sem kom óorði á saltið. Aratugum saman hafði það verið eitt helzta læknisráð gegn of háum blóð- þrýstingi að draga stórlega úr saltneyzlu, enda sannað vísinda- lega að beint samband væri milli hennar og tíðni kvillans. í velmegunarríkjum hefur saltneyzla stóraukizt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, m.a. vegna þess að gjörbreyt- ing hefur orðið á matar- æði almennings í þessum löndum. Sífellt meira af þeim mat sem við látum ofan í okkur er búið til í verksmiðjum að meira eða minna leyti, en í slíkri fæðu er mun meira salt en í þeim mat sem búinn er til úr ferskum hráefnum á heimilum. í Bandaríkjunum neyta fullorðnir að með- altali 2—2'/z teskeiða af salti á degi hverjum, en það er meira en tuttugu sinnum stærri skammtur en líkaminn hefur brúk fyrir. í Bandaríkjunum þjást um 35 milljónir manna af of háum blóð- þrýstingi og eru þá að- eins taldir þeir sem eru með sjúkdóminn á svo háu stigi, að hann háir þeim mjög verulega, en séu vægari tilfelli með- talin er heildartalan um 60 milljónir. Af þeim Bandaríkjamönnum sem eru komnir yfir 65 ára aldur er um helmingur með of háan blóðþrýst- ing. Opinberar ráðstafanir Um þessar mundir eru læknar og næringarfræðingar í Banda- ríkjunum að skera upp herör gegn salti. Heilbrigðisyfirvöld hafa gert það að baráttumáli sínu að getið sé um magn sódíum-klóríðs á um- búðum utan um matvæli. Sérfræð- ingum ber yfirleitt saman um það að mikilvægast sé að koma í veg fyrir saltneyzlu þeirra sem eru með of háan blóðþrýsting en næst á forgangslistanum er að hafa áhrif á alla þá sem neyta salts í ríkum mæli. Tvennt er talið væn- legast til að lækka blóðþrýsting- inn: Að léttast og draga stórlega úr saltneyzlu. í þessu sambandi er bent á það að þegar þetta tvennt fari saman sé algengt að blóð- þrýstingurinn lækki án þess að annað komi til. Óvinurinn liggur alls staðar í leyni Arthur Hull Hayes heitir maður sem gengur fremstur í flokki þeirra sem beita sér gegn salt- notkun. Hann er forráðamaður hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, en veitti áður for- stöðu sjúkrahúsi sem einungis tekur að sér sjúklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi. Hayes heldur því fram, að þótt sjúkling- ur taki fullt mark á lækni sínum og hætti að nota salt, fari því fjarri að vandamálið sé úr sög- unni. Salti hafi nefnilega verið bætt í nánast allan þann mat sem fáist í verzlunum og ógerlegt sé að henda reiður á því hversu mikið sé af því í hverri vörutegund. „Það er ekki nóg að fleygja saltbauknum og hætta að borða allan algengan mat sem við vitum að mikið salt er í, svo sem pizzu, grænmeti í saltlegi og þvíumlíkt. Einn skammtur af fljótlöguðum súkkulaðibúðingi úr pakka inni- heldur oft meira salt en lítill poki af steiktum kartöfluflögum og sletta af kotasælu getur sem hæg- ast verið miklu saltari en hnefa- fylli af söltuðum jarðhnetum. Og þar sem sódíum er uppistaða í lyftidufti er hvers konar bakkelsi og kornmatur sú tegund matar sem flestir fá í sig mest sódíum úr. Rotvarnarefni eins og sódíum- benzóat og sódíum-nítrat, svo og 'bragðefni eins og mónósódíum- glútamat hafa líka mikið að segja, og jafnvel þegar ætlunin er að bæta fæðu með C-vítamíni er só- díum-askorbat efnið sem í hana er sett.“ Misjafnt eftir vörutegundum Athygli vekur hversu mismun- andi mikið af sódíum er í sam- skonar fæðu eftir því hver fram- leiðandinn er. Löngu áður en nokkrum datt í hug að eithvað væri athugavert við sódíum höfðu margir framleiðendur komið sér upp framleiðsluaðferðum sem þeir státa af. Sem dæmi má nefna tvær vinsælar tegundir af tómata- stöppu. í dós frá Del Monte eru ekki nema 112 mg af sódíum en í jafnstórri dós frá Hunt’s eru 610 mg. í bláberjavöfflu frá Kellogg ðru 260 mg en jafnstór skammtur frá Aunt Jemina hefur að geyma 353 mg af sódíum. Niðursoðnir ávextir eru þrungnir salti hafi þeir verið afhýddir í lút og þar sem grænar baunir eru flokkaðar með því að leggja þær í saltpækil áður en þær eru soðnar niður er jafnmikið sódíum í einni matskeið af niðursoðnum baunum og er í nærri þremur kg af ferskum baun- um. Ýmsir matvælaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa þegar gert að því gangskör að auðvelda neyt- endum að draga út saltneyslu. Þannig er búið að merkja fjöl- margar tegundir hjá General Mills og General Foods og Camp- ell’s setti nýlega á markað alls- kyns súpur sem eru með mjög litiu sódíum í. McDonalds sem selur ókjör af hamborgurum og frönsk- um kartöflum lauk nýlega rann- sókn á saltinnihaldi í helztu teg- undum á matseðlinum og geta I viðskiptavinirnir nú kynnt sér hversu mikið sódíum er í réttun- um um leið og þeir ákveða hvað þeir vilja borða. j Sjálfboðaliðastefna Itil lítils gagns? Einn ötulasti bandamaður Hayes í baráttunni gegn salti er Albert Gore fulltrúadeildarþing- maður frá Tennessee. Hann lætur sér fátt um finnast þegar fregnir berast af slíku framtaki einstakra framleiðenda sem að framan greinir. í samræmi við stefnu sína um lágmarks afskipti yfirvalda af bardúsi þegnanna hefur Reagan- stjórnin ekki fengizt til að skylda framleiðendur til að geta um saltmagn á umbúðum heldur hvet- ur hún framleiðendur til að gera þetta og setur þeim síðan í sjálfs- vald hvort þeir verða við slíkum tilmælum. Gore heldur því fram að slík „sjálfboðaliðastefna" sé dæmd til að mistakast og nauð- synlegt sé að setja um þetta sér- staka löggjöf. Liggur slíkt frum- varp hans nú fyrir þinginu en að- standendur þess eru vondaufir um að það nái fram að ganga sakir j þrýstings af hálfu iðnrekenda. Ekki er um það deilt að bein tengsl séu milli saltáts og of mik- ils blóðþrýstings. Þar nægir að benda á Japan þar sem fiskur, grænmeti í salt- pækli og sojasósa eru helztu fæðutegundir, en allar eiga þær sameigin- legt að vera þrungnar salti. Það hefur m.a. í för með sér að hver Japani innbyrðir að meðaltali 3 teskeiðar af salti á dag. í Japan er salt enn notað sem rotvarnarefni í mjög ríkum mæli. Það er ekki óalgengt að fólk innbyrði sex teskeiðar á dag og er gert ráð fyrir því að hvergi á byggðu bóli sé saltneyzla meiri. Afleið- ingar láta heidur ekki á sér standa. Hvergi er of hár blóðþrýstingur al- mennari. A þessum slóð- um eru mörg þorp þar sem 40% íbúanna þjást af of háum blóðþrýstingi. Þótt ekki liggi fyrir heildartölur um blóð- þrýsting í landinu öllu var hjartasiag algeng- asta dánarorsökin þar til á síðasta ári. Japan og Bandaríkin eru að vísu lönd þar sem þjóðfélagsgerðin er flók- in og fjölþætt og þegn- arnir verða sífellt fyrir utanaðkomandi áhrifum, svo sem streitu sem ein sér getur spennt upp blóðþrýstinginn. Áreiðanleg- ustu sannanir um áhrif saltneyzlu á blóðþrýsting er e.t.v. að finna í frumstæðum þjóðfélögum þar sem saltneyzla er lítil, svo sem m.a. til- tekinna ættbálka á Nýju Gíneu, í Amazon-hvilftinni, á hásléttu Malajsíu og í afskekktum sveitum í Úganda. Þarna neyta menn salts af mjög skornum skammti, enda er of hár blóðþrýstingur að heita má óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum. Blóðþrýstingur eykst heldur ekki eftir því sem aldurinn færist yfir fólk, eins og á sér stað í Bandaríkjunum og öðrum heim- kynnum saltháka. Þegar á hinn bóginn er farið að gefa því fólki salt sem ekki hefur kynnzt því áð- ur rýkur blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.