Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Þolplast nýtt byggingaplast- varanleg vöm gegn raka Plastprent hefur nú hafið framleiðslu á nýju byggingarplasti, POLPLASTI, í sam- ráði við Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er árangur af auknum kröfum sem stöðugt eru gerðartil byggingarefna. ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita. ÞOLPLAST ersérstaklegaætlað sem raka- vörn í byggingar, bæði í loft og veggi. ÞOLPLAST er varið gegn sólarljósi og því einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti og í glugga fokheldra húsa. ÞOLPLAST er framleitt fyrst um sinn 280 sm breitt og 0,20 mm þykkt. 9 Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 nýtt byggingaplast sem slær öðrum við IPPUPPP> »'IIW Hér eru þeir Snorri Sveinn og Hjtfrleifur að hengja upp myndir Hjörleifs og þeim til adstodar er myndlistarmaöur frá Japan, Kazuya Tachibana. Tilganginum er náð ef tekst að ljúka einhverju upp fyrir áhorfendum segir Snorri Sveinn Friðriksson sem nú sýnir í Norræna húsinu ásamt Hjörleifi Sigurðssyni þvottavélin: Stálvélin sem stenst tímanstömi Nýju Candy þvottavélarnar eru með pott úr ryðfríu stáli og utan um hann er sterk grind, sem tekur átakið af pottinum. CANDY þvottavélar fyrir kalt vatn CANDY þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn CANDY þvottavélar með 400,500 eða 800 snúninga vinduhraða. Einnig bjóðum við Candy þurrkara, svo nú getið þér þurrkað allan þvottinn í einu á meðan þvotta- vélin er að þvo. Þannig sparast mikill tími. CANDY GÆÐI CANDY ÞJÓNUSTA PFAFF Bor'gartúni 20 Sími 26788 SNORRI Sveinn Kriðriksson og Hjörleifur Sigurðsson myndlistar- menn sýna um þessar mundir verk sin í Norraena hússinu. Báðir sýna þeir olíumálverk, Hjörleifur vatns- Íitamyndir að auki og Snorri Sveinn kolteikningar. Þeir hafa áður sýnt saman, árið 1976 í Norræna húsinu, þá einnig með Ragnheiði Jónsdóttur Ream, en sýning stendur einnig yfir um þessar mundir á verkum hennar að Kjarvalsstöðum. Hjörleifur Sigurðsson er fæddur 1925, stundaði myndlistar- og listasögunám í Stokkhólmi, París og Osló, ritaði um myndlist á árum áður og kynnti list í skólum, var forstöðumaður Listasafns ASÍ 1969 til 1979, hefur haldið allmarg- ar einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í samsýningum erlendis. Hann býr nú í Noregi og hefur ein- vörðungu stundað myndlistarstörf frá árinu 1979. Snorri Sveinn Friðriksson er fæddur á Sauðárkróki 1934, stund- aði myndlistarnám í Reykjavík og síðar Stokkhólmi, hefur haldið 3 einkasýningar i höfuðborginni og tekið þátt í samsýningum á vegum FÍM hérlendis og erlendis. Frá ár- inu 1969 hefur hann starfað sem leikmyndateiknari við sjónvarpið og er nú forstöðumaður leik- myndadeildarinnar, hann hefur einnig gert leikmyndir fyrir Þjóð- leikhúsið og skreytt veggi opin- berra bygginga. Morgunblaðið ræddi við Snorra Svein í vikunni og var hann fyrst spurður um ástæðu þess að þeir félagar sýna nú saman í Norræna húsinu: — Við höfum nú lengi þekkst Hjörleifur og ég, störfuðum lengi saman í stjórn FÍM þegar félagið átti í stríði og einnig á friðartím- um í félaginu. Þá kynnast menn vel hver öðrum. Við höfum sýnt saman áður og fannst okkur þvi athugandi að gera það aftur. Við reynum að blanda verkum okkar hér í sýningarsölunum, en þau eru það ólík að ég held að menn rugli okkur ekkert saman og geti notið sýningarinnar þrátt fyrir það. Ráða hagkvæmnisástæður einn- •g? — Víst er það mun hagstæðara að deila tveir kostnaðinum við sýn- ingu, því hann er orðinn æði mik- ill. En við reynum að vera hér báð- ir til staðar, Hjörleifur opnar að jafnaði á daginn þar sem ég er enn bundinn við vinnu mína, en síðan erum við oftast báðir hér á kvöld- in, því oft er það sem menn vilja rabba við okkur um verkin. Hvernig er að samræma vinn- una við sjónvarpið myndlistar- sköpun? — Ég tók mér launalaust leyfi þegar ég fór að undirbúa þessa sýningu af krafti og það hef ég áður gert fyrir sýningar. Það krefst mikils tíma og næðis að mála. Þó má segja að ég sé alltaf að mála eða teikna þótt ég sitji ekki við, ég lifi og hugsa sem myndlistarmaður mitt í erilsamri vinnu. Þetta lærist, að umgangast sjálfan sig undir ýmsum kringum- stæðum. Þá tapar maður ekki þræðinum sem myndlistarmaður. Ég hef líka lengi starfað við fjöl- miðla, byrjaði feril minn sem út- litsteiknari á Vikunni og vann þar í 7 ár, síðan fór ég í sjónvarpið. í sjónvarpinu erum við alltaf að Þessar stöllur, Andrea Sigurðardóttir, Snjólaug Birgis- dóttir og Sigurpála Birgisdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir „íbúðir aldraðra" að Lönguhlíð 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.