Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 45 Enn eykst hróöur íslenskrar Purrkur Pillnikk á níu tónleikum í Eng- landi í boði The Fall Purrkur Pillnikk heldur eftir nokkrar vikur til Englands þar sem hljómsveítin mun koma fram á 9 tónleikum meó hinni virtu ensku hljómsveit The Fall. Er það fyrir tilstuölan Fall aó Purrkurinn fer meó þeim í þessa tónleikaferð. Er óhætt að segja aö aldrei áöur hafi ís- lenskri hljómsveit veriö sýndur jafn mikill sómi. Ekki er að efa að Purkurinn stendur vel fyrir sínu. Tónleikar hans á Borg- inni, sem fjallað veröur um á næstu Járnsíöu, á fimmtudag, voru hreint út sagt frábærir. The Fall er nú á tónleikaferð um England, stuttri reyndar, og heldur síðan yfir á meginlandiö. Hljómsveitin heldur síðan á nýjan leik til heimalandsins og hefur aðra tónleikaferö um landið þann 23. apríl. Mun Purrkur Pillnikk leika með Fall á öllum tónleikun- um í þeirri ferð. Fyrstu tónleikarnir veröa þann 23. apríl í North London Poly- technic. Síðan verður leikiö þann 24. í Essex University, 27. í Derby Hall, 28. í Blue Note Club í Derby, þá í York University þann 29. apríl og í Redford Porting House í Nottingham 30. Þaöan liggur leiöin síöan til Southampton Uni- versity 1. maí og feröinni lýkur meö tvennum tónleikum á heimaslóöum Fall í Manchester í Purrkur Pillnik meö einstakt tilboö frá Englandi popptónlistar: Venue-tónleikasalnum dagana 3. og 4. maí. Fall kom, sem kunnugt er, hingaö til iands í haust og hélt þrenna tónleika viö blandnar undirtektir. M.a. lék Purrkur Pillnikk með Fall á einum þess- ara tónleika. Kunningsskapur haföi þó áóur tekist á milli Purrksins og Fall. Haföi Einar Örn Benediktsson, söngvari flokksins, m.a. hitt Mark Smith í London og Berlín fyrir tilviijun. Þó svo tónlist Fall hafi falliö íslendingum misjafnlega vel í geö er engum blööum um þaö aö fletta, aö hljómsveitin er ákaflega virt í heimalandi sínu og raunar víöa í Evrópu. Jafnvel eldri og rótgrónari popparar fylgjast grannt meö því sem Fall er aö fást viö. Nýjasta plata flokksins, Hex Enduction Hour, þykir vera ein besta, ef ekki besta plata hljómsveitarinnar til þessa. Ný breiöskífa Purrks Pillnikks er væntanleg innan skamms. Rangt er reyndar aö tala um breiðskífu því gefnar veröa út tvær hraögengar 12 tommu plöt- ur. Er skuröi á plötunum lokiö og ættu þær aö veröa tilbúnar snemma í apríl ef aö líkum lætur. Spjallaö veröur ítarlega viö Purrk Pillnikk um plötuna og Englands- feröina á næstu Járnsíöu. Á toppnum The Jam fara beint í efata aæti enaka breiðakffu- lístans meö nýju plötuna sína, The Gift. England — Litlar plötur 1. ( 1) THE LION SLEEPS TONIGHT/Tight Fit 2. ( 8) SEVEN TEARS/Goombay Dance Band 3. ( 2) MICKEY/Toni Basil 4. ( 3) LOVE PLUS ONE/Haircut One Hundred 5. ( 4) T AIN’T WHAT YOU DO/Fun Boy Three 6. (10) POISON ARROW/ABC 7. ( 9) GO WILD IN THE COUNTRY/ Bow Wow Wow 8. (18) JUST AN ILLUSION/lmagination 9. ( 5) CENTERFOLD/J. Geils Band 10. (12) CLASSIC/Adrian Gurvitz England — Stórar plötur 1. (-) THE GIFT/The Jam 2. ( 1) LOVE SONGS/Barbra Streisand 3. ( 2) PELICAN WEST/Haircut One Hundred 4. ( 3) ACTION TRAX/Ýmsir listamenn 5. ( 4) ALL FOR A SONG/Barbara Dickson 6. ( 5) ONE NIGHT AT BUDOKAN/ Michael Schenker Group 7. (-) FUN BOY THREE/Fun Boy Three 8. ( 6) PEARLS/Elkie Brooks 9. ( 9) N0N-ST0P EROTIC CABARET/Soft Cell 10. ( 8) DARE/Human League Bandaríkin — Litlar plötur 1. ( 1) I LOVE ROCK’N’ROLL/ Joan Jett and The Blackhearts 2. ( 2) THAT GIRL/Stevie Wonder 3. ( 3) CENTERFOLD/J. Geils Band 4. ( 5) WE GOT THE BEAT/The Go Go’s 5. ( 4)0PEN ARMS/Journey 6. ( 9) MAKE A MOVE 0N ME/ Oliva Newton John 7. ( 8) PAC-MAN FEVER/Buckner and Garcia 8. ( 6) SHAKEIT UP/Cars 9. (13) CHARIOTS 0F FIRE/Vangelis 10. (11) KEY LARGO/Bertie Higgins Bandaríkin — Stórar plötur 1. (-) BEAUTY AND THE BEAT/The Go Go’s 2. (-) FREEZE-FRAME/J. Geils Band 3. (-) I LOVE ROCK’N’ROLL/ Joan Jett and the Blachearts 4. (—) 4/Foreigner 5. (-) ESCAPE/Journey 6. (-) CHARIOTS OF FIRE/Vangelis 7. (-) GH0STIN THE MACHINE/Police 8. (-) PHYSICAL/Olivia Newton John 9. (-) GREAT WHITE NORTH/ Bob and Doug Mckenzie 10. (-) GET LUCKY/Loverboy Brosbylgju- tónlistogball- öður í bland - auk margskonar annars góögætis á nýj- ustu safnplötu Steina hf., Beint í mark Safnplötum Steina hf. vex greinilega enn fiskur um hrygg. í síðustu viku sendi þetta langöflugasta plötuút- gáfufyrirtæki landsins frá sér plötudúettinn Beint í mark. Nafnið á þessum dúett er einkar vel við hæfi, því sjald- an hafa jafn mörg vinsæl og ágæt lög verið gefin út saman á plötum hérlendis. Að mati undirritaðs stendur þetta samansafn Næst á dagskrá miklu framar og einkum fyrir þá sök, að fjölbreytnin er margföld á við hinar plöturnar tvær. ' Á plötunum tveimur er aö finna allar mögulegar stefnur innan poppsins í dag. islendingar eiga 7 laganna og þar er m.a. aö finna hiö feikivinsæla lag Start, Sekur. Unnendur ska-tónlistar fá sinn hlut vel útilátinn, því þrjú lög eru fulltrúar þeirrar stefnu á plötunni. Madness, Bad Manners og Speci- als — allir með úrvalslög. Ný- bylgjan, eöa nær væri aö segja tölvupoppiö, er hér einnig aö finna í formi Human League með Don’t You Want Me, OMD Ultra- vox, Gary Numan og Dramatis saman og Fun Boy Three. Þá er aö finna bárujárnsrokk með Gillan, lagiö Restless, bros- bylgjutónlist þeirra Tenpole Tud- or, rokkabilly meö Matchbox og síöast en ekki síst nokkrar ágætar baltöður. Þaö, sem kaupandann skiptir mestu máli, er, aö báöar þessar plötur fást fyrir verð einnar og segjast veröur eins og er, að meö sama áframhaldi fara Steinar hf. aö veröa einskonar K-Tel íslands, a.m.k. í þessu tilliti. Gott framtak. Fregnir herma, aö plötur þess- ar hafi hlotið fágætar viötökur. Er þaö haft eftir talsmanni Steina, aö engin plata fyrirtækisins hafi hlot- iö eins góöar móttökur til þessa. Munu 2500 eintök hafa selst fyrstu dagana. Umsjón: Siguröur Sverrisson Jóhann stal senunni Jóhann Helgason varö ótví- ræöur sigurvegarí í vinsælda- vali Dagblaðsins og Vísis, sem kunngjört var á fimmtudags- kvöld í Broadway. Hlaut hann þrenn verölaun, var útnefndur lagahöfundur ársins, söngvari ársins og átti plötu ársins, Tass. Aðrir titlar dreifðust hingaö og þangað. Bubbi Morthens var kjörinn textahöfundur ársins, Ragnhildur Gísladóttir söngkona ársins, Gunnar Þóröarson tón- listarmaður ársins og Mezzo- forte hljómsveit ársins. Þá átti Start (Eiríkur Hauksson) lag árs- ins, Sekur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.