Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 29 og biðjum ykkur virkta í bráð og lengd. Guðmundur Benediktsson Barði Friðriksson er fæddur 28. mars 1922 að Efri-Hólum í Presthólahr., N-Þing. For.: Friðrik Sæmundsson bóndi þar og kona hans Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir. Stúdent M.A. 1943. Cand. juris Hásk. ísl. 1949. Hdl. 14. apríl 1950. Hrl. 20. des. 1966. Skrifstofumaður hjá Olíuverslun íslands hf. 1943—46. Starfsmaður í Dómsmálaráðuneytinu 1947—48. Erindreki Vinnuveitendasam- bands ísl. 1949—51, fulltrúi þar 1951—53, skrifstofustjóri 1953—77 og framkvæmdastjóri frá 1. febrúar 1977. Formaður og í stjórn fjölda félaga og fyrirtækja. Vinur Barði. Fyrstan heyrði ég svo mæla Sig- urð skólameistara. Heilshugar get ég borið mér þessi orð í mun og svo ætla ég að sé um fleiri. Ekki skal þó því hér haldið fram, að Barði Friðriksson sé allra vinur. Til þess er þessi kynborni Þingey- ingur of rismikill og drjúgur að fyrirferð. „Vinur Barði“, sagði meistari en Hermann kvað: „Ég er enginn kot- ungskarl ..." Þessir tveir menn koma mér fyrstir í huga af vinum frá fyrri tíð. Spekingur og skáld sem við upphaf ferðar þekktu Barða. Eitthvað kynni þeim að hafa orðið að orðum ef þeir hefðu nú verið ofar moldu. Báðir hefðu kunnað að lýsa á skemmtilegaii hátt félaganum sextuga, lög- manni, skrifstofustjóra, stórveiði- manni, hugsuði, sjónvarpsstjörnu, skáldi og síðast en ekki síst gagn- vini, góðum og glöðum dreng. En í hverju nefndu hlutverki er Barði svo af sínum og sjálfum sér gjörð- ur, að hann leikur gjarnan aðal- hlutverkið, hverjir sem á sviðinu leika um sinn. Þótt ég geti þessara alkunnu, og að því er virðist sjálfsögðu eigin- leika Barða, er ekki ætlun mín að gerast hér nein loftunga. Þeirri tungu, ásamt öðrum, ræður Barði sjálfur. Vinarhugtakið er vandgreint og vandmeðfarið. Við vitum ógjörla einatt hvað veldur að við nefnum þetta orð. Atvik og aðstæður, svo sem samstæð tilfinning tveggja ferðalanga sem mætast á Mennta- vegi eða Glötunarstíg, geta slíku valdið. Stundarhughrif tengd náttúru lands, ljóði eða lagi, kunna að eiga hér hlut að. Eitt mun þó einkenni sannrar vináttu. Hún verður naumast tengd eða ræktuð með neikvæðum hugðar- efnum. „Ég hugsa ekki neikvæðar hugs- anir,“ sagði einn umtalaður og umdeildur maður nýlega. Þetta trúi ég að Barða þyki spaklega mælt. Vísan hans Hermanns Gunn- arssonar (síðar prests að Skútu- stöðum), í Carmínu M.A. 1943 til- einkuð Barða, er ekki það besta af kveðandi Hermanns og sannar naumast ókunnum hvert skáld hann var í reynd og gerð. Þó bera vísuorðin hans Her- manns, þeim er til þekkja svipmót listar í einfaldleik sínum. fcg er enginn kotung.skarl. Kunnur, fróður, slyngur. Kg er hvorki Jón né Jarl. íi er Hngeyingur. Og með orðtakinu „Vinur Barði", leiða þau okkur til móts við manngerð, sem vaxið hefir að viti og þroskast nær 40 ár síðan svo var mælt. A Víðsýnn og margræður byggir þessi vinsæli einfari svið tilver- unnar, ólíkur öðrum. Þingeyingur- inn, þar sem barnið, skáldið og heimsmaðurinn vegast á. Þegar ég mætti Barða fyrst fyrir meir en 40 árum, grunaði mig naumast hve góður og skemmtilegur samferðamaður þar varð á vegi. Enda var hann þá minni fyrirferðar en í dag. Hafði þá heldur ekki talað við Margréti Rose eða Guðrúnu frá Veðramóti. Nú veit ég örugglega að traust- ari samferðamann getur ekki og gjarnan vildi ég hafa hann mér við hlið á efsta degi. Er ég þá illa svik- inn ef nafni minn opnar ekki hið gullna hlið, þegar Barði varpar á hann orðum. Þykir mér trúlegt að Þingeyingsins sígilda bragðmikla íslenska ræða dugi svo vel, að full- trúi vinnuveitenda þurfi ekki einu sinni að bjóða karli kauphækkun. Kunn er sagan um stórskáldið sem spurt var hvort það spilaði á fiðlu. Það mundi Barða líka að svara á sama hátt: „Það tel ég víst, en ég hef ekki reynt það.“ Slík svör eru þeim einum leyfileg og hæfileg sem þekkja jafnt Lao Tse og Mao Tse, Alexander mikla og Soltsenit- syn, Allan Poe og Æratobba, að ónefnum Arkimiadesi og Pyþagór- asi, sem voru raunar leiðindakall- ar. I þekktri þjóðsögu fylgdi eigin- konan Jóni manni sínum að gullna hliðinu. Barði hefir einnig átt konu að förunaut á sinni gæfu- reisu, þótt mað ólikum hætti og mundi hún vafalaust vel duga manni sínum á efsta degi. Hann gáði þess að fá sér ágæta prests- dóttur til fararheilla og heyrst hefir eftir honum, að í rauninni sé ekkert vit í því að kvænast öðrum konum en prestsdætrum. Gæfumaður var spurður: „Hef- ur þú nokkurn tíma ekið framúr?" Hinn hógværi maður hugsaði sig um svaraði siðan: „Jú, ég ók einu sinni framúr veghefli." Þetta kann að þykja nokkuð langsótt líking, en þó ekki óhæf á vélaöld að líkja Barða Friðriks- syni og samferðamönnum við hin vélknúnu tæki dagsins. (En því kemur mér þetta í huga, að sjálfur var ég kallaður tracktor af latínu- 'lærðum fjórðubekkingum í knatt- spyrnuleik, nýkominn í M.A. aust- an af landi. Ég skildi ekki orðið fyrr en sögnin traho kom fyrir í latinunni síðar.) Til þessa dags hefir vinur vor, Barði lítt kappkostað akstur glæsibifreiða og metið meir var- anleg verðmæti en veltandi hraða. Drengurinn frá Efri-Hólum komst leiðar sinnar og hann var og er öruggur. Hann ók þeim far- kosti er fer gjarnan framúr, þótt ekki virðist hratt ekið á langri og torsóttri leið. Slíku ræður geð guma. Ef Barði Friðriksson væri spurðu í dag: „Hefurðu nokkurn tíma farið framúr?" kynni hann að svara líkt og maðurinn. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að Barði hefir alltaf verið að fara framúr. Hann fer kannski ekki svo ýkja hratt, en honum miðar að marki. Það sem meira er, útlitið batnar alltaf og allir kostirnir vaxa og það sem ég öfunda hann mest af, er að hann nemur enn sem fyrr ljóð og litríkt mál. Hvorttveggja ieikur honum á tungu. En þótt vel sé ekið og leiðin hafi lengstum legið frá grýttum slóða í átt til hinna vinnandi, sléttu vega, þá grunar mig að Þingeyingurinn geti ennþá langað til að beina fáki sínum á þrönga götu, slá undir nára og þeysa á vit æskuslóða í blámóðu fjalla og blikandi vatna, kveðandi við raust eins og annað skáld: Kg vcil hcstinn minn IrnuHUn og mig heimvonin gleður. I*ad er bjart fyrir au.slan þaA er Míöskaparveður. Á þeirri för og öllum ferðum skulu fylgja Barða Friðrikssyni árnaðaróskir vina hans og sam- ferðamanna, eins og hann hefir til unnið. Þetta skulu þú og þínir vita, vin- ur Barði. Að lyktum skulu endurtekin orð horfins vinar: „l»egar hinsta kemur kvöld knár og mikils virtur, hafAu að baki heila öld heill og vammi firrtur.“ GX P.Þ. Vorið 1938 kom þingeyskur unglingur í skólann á Akureyri. Hann þótti þegar bera annan persónulegan keim en aðrir piltar úr ýmsum landshlutum, var ívið sérkennilegri í háttum og tali en gengur og gerist — að því er VERSLIO f SÉRVERSLUN MEO LIT ASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Orðrómurinn komst fljótt á kreik Nýju Marantz-tækin eru nú á allra vörum sem fjalla um hágæða hljómtæki. Þctta er sýnishorn af því sem sagt er: „Hljómurinn frá magnaranum er kristaltær og laus við bjögun." POPULAR HI-FI. FEBRÚARJPÍ ______________________ „Ég gat ekki gagnrýnt neitt. Tækið skilaði framúr- skarandi vel.“____________________________ vvhat hi-fi, april. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Góður, hreinn kraftur, nóg til þess að drífa al- vöruhátalara er sjaldgæfur yfirleitt, svo ég fagna því sérstaklega þegar hægt er að finna slíkt á svona hagstæðu verði.“ POPULAR H-FI, SEITEMBER. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ^^mmhbmm „Við mælum hiklaust með þessum tækjum fyrir þá sem vilja góða vöru á hagstæðu verði.“ HI-FI FOR PLEASURE, SEn EMBER.HiHBMMaHBMBMBMaMMMHBBH Auðvitað er endanlegur dómur hjá þér. Við bíðum eftir að heyra þitt álit. VerÓ á samstædunni DC-350: Kr. 14.283.- með öllu DC-310: Kr. 16.839.- Greiðslukjör Útborgun frá kr. 2000.- og eftirstöðvar á 2—8 mánuðum. 3ja ára ábyrgð. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.