Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 47 Lægst launaða fólkið fer verst út úr taxtaskerðingu ríkisvaldsins Vinnuveitendur ákveða einhliða stóran hluta af útborguðum launum Niðurstöður könnunar kjara- rannsóknanefndar um launa- Kreiðslur, sem nýlega voru kynnt- ar, eru að mörgu leyti mjög at- hyglisverðar. Könnunin sýnir m.a., að yfir- borganir eru orðnar mjög almenn- ar og í mörgum tilfellum verulega háar og vinnuveitendur eru þann- ig farnir að ákveða einhliða stóran hluta af útborguðum launum. Allar fullyrðingar vinnuveit- endasamtakanna um að atvinnu- vegirnir þoli ekki hærri launa- taxta, eru því hrein markleysa. Vinnuveitendur taka ekki mark á samtök- um sínum og greiða Iangt yfír taxta Vinnuveitendur hafa sjálfir neitað að taka mark á þessum futlyrðingum sinna eigin samtaka, „Krafan í dag snýst því aðal- lega um það að færa launa- taxtana nær því, sem stór hluti vinnuveitenda greiðir nú þegar og að bæta lægst launaða fólkinu upp þá taxta- skerðingu, sem stjórnvöld hafa framið að undanfíirnu." með því að greiða í raun miklu hærri laun en gildandi launataxt- ar segja til um og vinnuveitenda- samtökin þreytast ekki á að segja, að ekki sé hægt að hækka neitt. Það hlýtur að vera mikið um- hugsunarefni fyrir verkalýðs- hreyfinguna, að vegna þess að um- samdir launataxtar eru sífellt skertir af ríkisvaldinu, eru vinnu- veitendur í síauknum mæli farnir að ákveða einhliða æ stærri hluta af launum fólks. Fólk í lægri launaflokkum er ekki yfirborgað Könnunin sýnir einnig, að fólk, sem flokkað er í hærri launa- flokka, er mun meira yfirborgað en fólk, sem flokkað er í lægri launaflokka. Reyndar er það mjög áberandi, að fólkið, sem flokkað er í lægri launaflokkana, fær enga' yfirborgun og tekur því laun sam- kvæmt gildandi launatöxtum. Þetta er sérstaklega tilfinnan- legt fyrir t.d. verzlunarfólk, en það fær ekki laun samkvæmt bónus- eða ákvæðisvinnutöxtum, sem eykur verulega tekjumöguleika þeirra, sem við það búa. Lægst launaða fólkið hefur farið verst út úr taxtaskerð- ingu ríkisvaldsins Þetta sýnir okkur, að tólkið, sem í raun býr við lægstu launin, hefur farið langverst út úr þeirri skerð- ingu, sem stjórnvöld hafa framið á launatöxtum, sem verkalýðshreyf- ingin hefur samið um. Sú skerðing nemur hvorki meira né minna en 30% frá 1. júní 1979. Þessi mikla skerðing stjórn- valda á launatöxtum, hefur sem sagt bitnað fyrst og fremst á lægst launaða fólkinu, gagnstætt því, sem stjórnvöld héldu fram, að stefnt væri að, þegar þau ítrekað hafa ógilt kjarasamninga með löggjöf. Fólkið, sem er í hærri launa- flokkum, hefur margt fengið taxtaskerðinguna bætta með yfir- borgunum. Yfírborganirnar eru áfellisdómur á ríkisvaldið Yfirborganirnar, svo miklar og almennar sem þær eru orðnar, samkvæmt könnuninni, eru því mjög alvarlegur áfellisdómur á ríkisvaldið, sem svo gróflega hefur skert launataxtana. Þetta er einnig áfellisdómur á samtök vinnuveitenda, sem virð- ast ekki kunna nema eitt orð í ís- lenzku, þ.e. nei, nei, nei. Yfirborganirnar staðfesta nefnilega, að fjöldi vinnuveitenda greiðir nú þegar þau laun og margir mun meira, en verka- IvAshfPvfÍnrrin rrorir nú lrrðfu nm að fá viðurkennd í kjarasamning- um. Krafan í dag Krafan í dag snýst því aðallega um það, að færa launataxtana nær því, sem stór hluti vinnuveitenda greiðir nú þegar, og að bæta lægst íaunaða fólkinu upp þá taxta- skerðingu, sem stjórnvöld hafa framið að undanförnu, þ.e. fólk- inu, sem tekur laun samkvæmt hinum skertu launatöxtum og fær engin álög í neinu formi. Þar er þörfin langbrýnust. Þessar staðreyndir hljóta að hafa áhrif á samningagerðina, sem nú er rétt hafin. Beo Center 7002 Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni úr sæti þínu getur þú fengið hljómlist frá hljómplötu/ segulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu eða með fjarstýringu sem fylgir. Komdu og skoðaðu — Þú munt sannfærast. Verð kr. 20.170.— Greiöslukjör. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp- inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. •55? /,zL\ Bang&Olufsen VERSLIO i SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP DG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.