Morgunblaðið - 28.03.1982, Page 40

Morgunblaðið - 28.03.1982, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Minning: Helgi Filippusson framkvœmdastjóri Það var sumarið 1936 að vor- menn íslenskra flugmála komu saman í gömlu Bárunni við Tjörn- ina og strengdu þess heit að endurvekja flug á Islandi. Fyrsta skrefið var að stofna Svifflugfélag íslands til þess að búa íslenska æsku undir virka þátttöku í því starfi, þá æsku, sem Dr. Alexander Jóhannesson hafði tileinkað bók sína „í Lofti“. Og loftið í Bárunni sindraði af áhuga æskunnar á þessum málum. Yngsti þátttakandi þessa merka og nú sögulega fundar var sá, sem í dag er hér kvaddur hinstu kveðju, Helgi Filippusson, um langt árabil Primus Motor í öllu svifflugstarfi á íslandi. Þrátt fyrir ungan aldur kom fljótt í ljós, að hann var einn af liðtækustu meðlimum Svifflugfé- lagsins. Auk þess var hann áður um árabil búinn að stunda smíðar módelflugvéla, sem var mikilvæg- ur þáttur til útbreiðslu flugáhuga æskumanna. Skömmu síðar gekkst hann svo fyrir stofnun fyrsta flug módelfélagsins og varð formaður þess. Þá átti Helgi, þó ungur væri, stóran þátt í því að okkur tókst að koma flugmód- elsmíði inn í barnaskólana, en hann sá um að leiðbeina smíða- kennurum skólanna. Var þetta ekki lítill sigur og vakti mikinn áhuga nemenda barnaskólanna fyrir flugi. Það kom svo í minn hlut að kenna svifflug, fyrst á renniflugu þá, er þeir áhugamennirnir Geiri og Indriði Baldurssynir smíðuðu, og síðar á vél þá, er félagarnir smíðuðu sjálfir undir stjórn þeirra bræðra. Helgi var þá 16 ára, en ég lét mig hafa það að kenna honum með auðfengnu leyfi foreldra hans Kristínar og Filippusar Guð- mundssonar, múrarameistara. Óþarft er að taka fram, að Helgi varð brátt meðal minna bestu og öruggustu nemenda. Sumarið og haustið 1937 tókst mér að koma 4 svifflugfélögum til Þýskalands til framhaldsnáms og fór Helgi til Grunau í Slesíu og lauk þar prófi við góðan orðstír. Eftir heimkomuna varð Helgi enn virkari í sviffluginu og má segja, að öll fjölskylda hans hafi tekið bakteríuna og verið undir- lögð. Faðir Helga var einn af brautryðjendum íslenskrar knattspyrnu og því skilningsgóður á þessa nýju íþróttagrein, enda lét hann meira fé af hendi rakna til Svifflugfélagsins á einn eða annan hátt en nokkurn grunar. Heimili þeirra hjóna varð sannkallað flugheimili og tugir félagsmanna áttu þar öruggt athvarf og ævin- lega var slegið upp veislu, er slíkt fólk bar þar að garði. Öll sú gestrisni og hjartahlýja, sem mætti þessum bláfátæku en áhugasömu unglingum á heimili Kristínar og Filippusar, var í einu orði ógleymanleg. Þegar eftir hernám Islands í maí 1940 hóf Helgi störf við loft- varnir Reykjavíkur og stóð það yf- ir öll stríðsárin. Jafnframt kenndi hann svifflug á Sandskeiði, þegar tækifæri gafst. Að stríði Ioknu 1945 brá hann sér til Svíþjóðar í leit að svifflugbúnaði til endurnýj- unar flugkosts Svifflugfélagsins, en Svíar bjuggu þá við allsnægtir á því sviði vegna hlutleysis í styrj- öldinni. Er heim kom heimsótti hann mig í skrifstofu mína í lögreglu- stöðinni og tjáði hann mér, að hann væri búinn að ganga frá kaupum á stórverðmætum svif- flugbúnaði, efni og svifflugum. Hann hreinlega ljómaði af áhuga. Það eina, sem vantaði, væri pen- ingar og þá gæti ég áreiðanlega útvegað. Þetta var slík upphæð, að ég man, að ég hreinlega saup hveljur og kallaði ég þó ekki ajlt ömmu mína í þeim efnum. Ég man, að ég var ekkert sérstaklega ánægður með þetta andlega af- kvæmi mitt þá stundina, en leitað til Erlings Ellingsen, sem þá var nýtekinn við hinu nýstofnaða embætti flugmálastjóra og fyrir Ijúfmennsku hans tókst að fá „lán“ og greiða skuldina. Ekki þarf að taka fram, að Svifflugfé- lagið bjó um langt árabil að þessu djarfa framtaki Helga. Síðar sýndi Erling Ellingsen Svifflugfélaginu þá vinsemd, að hann réð Helga Filippusson sem sérstakan fulltrúa flugmála- stjórnar í svifflugmálum og gegndi Helgi því starfi um langt árabil. Nú gat hann unnið að áhugamáli sínu óskiptur og gerð- ist jafnframt skólastjóri og yfir- kennari svifflugskólans á Sand- skeiði. A þessum árum lagði Helgi raunverulega grunn að alvöru svifflugstarfsemi. Hann bjó þá sumar eftir sumar ásamt fjöl- skyldu sinni á Sandskeiði og stóð Sigríður kona hans fyrir sama myndarskapnum og gestrisni, sem við nutum áður á heimili Helga. Þeir skiptu tugum ef ekki hundr- uðumaingu mennirnir sem Helgi gerði fleyga á Sandskeiði og eru nú m.a. flugstjórar hjá íslensku flugfélögunum. Að loknu þessu tímabili varð ljóst, að kaup Helga gat engan veginn til frambúðar séð honum og fjölskyldu hans farborða. Starf hans var að stórum hluta ólaunað sjálfboðaliðsstarf og var það lagt niður, er hann ásamt sinni dug- miklu konu Sigríði sneri sér að kaupsýslu. Þetta var erfitt í fyrstu, en um síðir bar dugnaður þeirra hjóna ríkulegan ávöxt og voru þau hjónin í verslunarerind- um í Þýskalandi, er dauða Helga bar að. Um sumarið 1937 kom hingað til lands einn af þekktustu kvik- mynda- og leikhúsleikurum Þýskalands, Herbert A.E. Böhme, en hann var einnig flugmaður og svifflugmaður og aðstoðaði hann mig við flugkennsluna, er við svifflugmenn lágum úti um viku- tíma við Sauðafell á Mosfellsheiði við flugæfingar. Herbert Böhme varð mikill ís- landsvinur í þessari ferð og hefur sú vinátta staðið óslitið síðan eða í nær 46 ár. Vinátta Herberts og Helga var alla tíð náin og bjó Helgi jafnan hjá Herbert, er hann gisti Hamborg á viðskiptaferðum þeirra hjóna um Þýskaland. Þau hjónin komu kvöldið fyrir andlátið frá Leipzig til Hamborgar og and- aðist Helgi morguninn eftir á heimili þessa trygga og góða vin- ar. Og þegar við félagarnir nú kveðjum Helga Filippusson hrannast upp ljúfar endurminn- ingar af samskiptum okkar í 46 ár. Það var alltaf einhver heiðríkja yfir þessum látna vini okkar, hann var alltaf hjálpsamur og ævinlega jákvæður, vildi allra vanda leysa. Hann var um árabil margfaldur methafi í svifflugi ásamt bræðr- um sínum Pétri og Þórhalli, en hann var þó fyrst og fremst einn af fyrstu brautryðjendum svif- flugsins á íslandi og sá, sem markaði dýpst spor í þessari fögru íþróttagrein. Hafi Helgi þökk fyrir öll sín störf i þágu íslenskra flugmála og fyrir trausta vináttu. Hinni dugmiklu og ágætu eig- inkonu Helga, frú Sigríði, og fjöl- skyldu þeirra votta ég innilega samúð í þeirra djúpu sorg. Agnar Kofoed-Hansen „Hann er sem tré gróóurHett hjá vatnslckjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, o* blöö þeaa visna ekki; ojj alt, er hann gjörir, lánast honum.“ Tilveran er oft undarleg og hörð og maðurinn með ljáinn tilkynnir ekki alltaf komu sína með löngum fyrirvara. Engum sem þekkti Helga hefði dottið það í hug er hann og Sigríður héldu utan í síð- ustu viku febrúar að hann ætti ekki nema þrjár vikur ólifaðar. En Kallid er komiö, komin er nú stundin. Helgi var fæddur í Reykjavík 14. september 1919. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jó- hannsdóttir og Filippus Guð- mundsson, múrarameistari, sem bæði eru látin. Ólst Helgi upp á heimili foreldra sinna og þegar hann var 3ja ára fluttust þau í húsið að Þórsgötu 19, sem Filippus hafði þá reist fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Á Þórsgötunni var alltaf mikill gestagangur, því bæði var að Fil- ippus var athafnasamur bygg- ingameistari og hafði því marga menn í vinnu sem oft borðuðu hjá Kristínu og Filippusi, svo voru þau hjón mjög vinmörg. Það var því oft þröng á þingi og plássið hans Helga við matborðið var því á horninu hjá pabba hans, sem hann talaði stoltur um því föður sinn dáði Helgi. Filippus var líka maður sem sópaði af. Ekki naut móðir Helga minni virðingar og ástar hjá Helga, því yndislegri konur eru sjaldgæfar. Foreldrar Helga kynntust í KFUM en þau höfðu bæði ung heillast af hugsjónum mannvinar- ins og æskulýðsleiðtogans sr. Frið- riks Friðrikssonar. Þau kynni reyndust þeim heilladrjúg því alla tíð síðan átti íslenska kirkjan og þá einkum sá söfnuður sem þau bjuggu í fjóra síðustu áratugi ævi sinnar, Árbæjarsöfnuður, hug þeirra og hjarta. Góðsemi foreldra sinna og barn- elska varð Helga því eðlislæg og var hann ætíð fljótur að veita lið er til hans var leitað. t Faöir okkar, JENS STEFANSSON, Tómasarhaga 42, lést í Borgarspítalanum 25. mars. Fyrir hönd systkinanna, Þórir Jensson. t Bróöir okkar, KJARTAN BJARNASON fré Ásgarói, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. mars kl. 15.00 Systkinin. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI FILIPPUSSON, stórkaupmaóur, Goöheimum 21, sem andaöist 16. mars sl. verður jarösunginn mánudaginn 29 mars frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Sigríöur Einarsdóttir, Kristín Sjöfn Holgadóttir, Skúli Möller, Hrafnhildur Helgadóttir, Georg Guöjónsson, Guöfinna Björk Helgadóttir.Helgi Þór Axelsson og barnabörn. t Þakka hjartanlega sýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar konu minnar, GUDRÚNAR M. INGIMUNDARDÓTTUR HUMPHREYS. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös Landspítalans. John Humphreys. t Viö þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför PÉTURS HERMANNSSONAR, Smáratúni 46, Keflavik. Sérstakar þakkir færum viö Björgunarsveitunum og öörum leitar- mönnum. Kristín Kristjánsdóttir, Kristján og Guöríöur Dögg,. Hermann Helgason, Aslaug Ólafsdóttir, Kristján Einarsson, Rebekka Guöfinnsdóttir og systkini hins látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför móöur minnar og ömmu, INGUNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Hringbraut 97. Kristin H. Kristjánsdóttir, Erlendur J. Ólafsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för JÓNS ÞORVARÐSSONAR, fyrrum bónda aö Miö-Meöalholtum í Flóa. Ragnheiöur Jónsdóttir, Erlingur Dagsson, Magnús Jónsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Guörún Jónsdóttir, Hannes Rafn Jónsson, Kristin Erla Jónsdóttir, Vignir Jónsson, Sigfriöur Hermannsdóttir, Árni Sighvatsson, Trausti Einarsson, Lilja Kristjánsdóttir. Vegna jaröarfarar HELGA FILIPPUSSONAR, stórkaupmanns, Goöheimum 21, veröur fyrirtæki okkar lokaó mánudaginn 29. mars nk. Helgi Filippusson hf., Tunguhálsi 7. Vegna jaröarfarar HELGA FILIPPUSSONAR, stórkaupmanns, Goöheimum 21, veröa fyrirtæki okkar lokuö eftir hádegi mánudaginn 29. mars. Litlaprent, Auöbrekku 49, Virka, Klapparstíg 27, Árbúö, Hraunbæ 102. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.