Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 37 Her liggur hundurinn grafmn I (í milligrömmum taliö) Epli Qk 2 W Eplamauk _ SWí'i \ 1 bolli 6 Eplakaka 1 sneiö, freðin ’é. 208 ^B(fc Brauð flll 1 franskbrauösneiö Formkaka 1 sneið Lumma 293 114 171 Sm«ör 1 tsk- ósaltaö /fy Smjör ,í/ pr 1 tsk. saltaö 116 ^ Smjörlíki C 1 tsk. 140 " '-X Kjúklingur V4 bringa ■/Tz> 69 Kjúklingapæ freöiö 907 Kjúklingakarfa ’ '/‘J meö algengasta meölæti 1 Zb/Sí 2.243 Maís 1 kólfur 1 Maísflögur *ri 1 bolli * ► 256 I0„r Maís, niðursoðinn <m- 1 bolli | 384 Agúrka ÆM' ^ sneiöar f© Agúrka meö salatsósu ig ■''£&&■ 234 ||| Pikkles 1 iSgbiK Vínber Sfoj&p; 10 stk. Berjahlaup Hvítvín 1 glas S <l> 19 | Sítróna 4 Soja-sósa A 1,sk- w 0.29 q Salt | /(’ : 1 tSk. 'S 1.938 ,Ös "í6lk teí 1 glas '■* ► 122 Þurrmjólk „f'* ' 1 bolli p 322 Kotasæla 4579f Svínakjöt (Cjff 100 gr. 59 Beikon •éjffjfr 4 sneiöar 54« ^kinka fízr 1.114 Kartafla 5 f>//n' Kartöfluflögur 10 stk. ízf'l’ 200 Kartöfluduft 1 bolli 1 K 485 Nautakjöt Stór hamborgari ' verksmiöjuframl. "^33 990 P- ^ Kjöthleifur XSfk f 1 sneið, freöin 1.304 Tómatur 14 Tómatsúpa 1 bolli 932 /// Tómatsósa i ífjm 1 bolli \J> 1.498 . Fiskur 100 gr. 50 Túnfiskur í dós 100 gr. 384 Túnfiskpæ freðiö 1 * 715 $ (CTS Blávatn 1 glas — 12 M\ Sódavatn jbn) 1 fi. 3Þ 39 Bíkarbónað sódi '7* 564 ^ e Þótt á þessarí töflu séu ýmsar tegundir sem eru framandi okkur íslendingum gefa tölurnar vísbend- ingu um hvaða fœðutegundir beri að varast og hverjar ekki. Læknisfræðileg ráðgáta Á sama hátt og aukin saltneyzla eykur blóðþrýsting dregur úr kvillanum um leið og hún er minnkuð. Árið 1972 var farið að fylgjast með 1.500 manns í þremur bæjum í Kaliforníu. í tveimur bæjanna var fólkið látið minnka saltneyzlu um þriðjung en í þriðja bænum var neytt sama magns og áður. Að þremur árum liðnum var blóðþrýstingurinn hjá þeim sem höfðu minnkað saltneyzlu orðinn 6,4% lægri en var hjá þeim sem höfðu haldið uppteknum hætti. Það er læknisfræðileg ráðgáta hvers vegna saltneyzla hefur þessi áhrif á blóðþrýstinginn. Vitað er að sódíum-klóríð er afar mikil- vægur þáttur í lífríkinu. í manns- líkamanum haldast vefirnir rakir með því að taka stöðugt til sín vökva sem talinn er álíka saltur og hið forsögulega haf þar sem líf á að hafa kviknað í upphafi. „Mannslíkamanum má líkja við lítið haf sem takmarkast af húð- inni,“ segir Hauers, en í þessu innra hafi, ef svo má að orði kom- ast, er nauðsynlegt að rétt jafn- vægi haldist milli salts og vatns og á þessu jafnvægi veltur öll helzta starfsemi mannslíkamans, þar með talin starfsemi hjartans og taugakerfisins. Það eru nýrun sem að mestu leyti sjá til þess að þetta jafnvægi haldist. Heilbrigð- ur líkami þarfnast einungis 200 milligramma af sódíum á dag og getur ekki nýtt meira. Allt um- framsódíum þurfa nýrun að losa líkamann við svo jafnvægi haldist. Venjulegt heilbrigt fólk getur — þótt ekki sé það ráðlegt — úðað í sig brimsöltu ómeti með tólf si- nnum meira sódíum en líkaminn hefur þörf fyrir og losað sig síðan við það á örfáum dögum án þess að verða meint af. Aðeins hjá þeim sem þjást af of háum blóð- þrýstingi verður of mikið salt til vandræða, án þess þó að vitað sé hvers vegna. Margt bendir til þess að ólag á nýrnastarfseminni — þ.e.a.s. þeg- ar nýrunum tekst ekki að skila umframmagni af sódíum sína leið — eigi sök á of háum blóðþrýst- ingi. En of hár blóðþrýstingur er líka arfgengur sjúkdómur. Hann leggst fremur á sumar fjölskyldur en aðrar og er einnig algengari meðal fólks af einum kynþætti en öðrum. Negrum er t.d. helmingi hættara við að fá of háan blóð- þrýsting en þeim sem teljast til ljósra kynþátta. Það blasir við að sumir einstaklingar eru móttæki- legir fyrir sjúkdómnum en aðrir alls ekki, sama hversu mikið salt þeir háma í sig. Talið er að milli 20 og 40% Bandaríkjamanna séu móttækilegir, en samt virðist ógjörningur að segja fyrir um það hvort ákveðinn einstaklingur sé líklegur til að fá sjúkdóminn eða ekki. Þvi telja sérfræðingar yfir- leitt skynsamlegt að ráðleggja al- menningi að halda saltneyzlu í 1 lágmarki. Þegar hollustufræð- ingar láta boð út ganga um skað- semi salts er sem sé um að ræða heilsuvernd eða „fyrirbyggjandi aðgerðir", eins og það heitir á vondu máli, nema þegar um er að ræða fólk sem þegar þjáist af of háum blóðþrýstingi en þá er bráð- nauðsynlegt að draga úr salt- neyzlu svo sem frekast er kostur. Saltlíki? En hvað með saltlíki, þ.e.a.s. efni sem kemur í stað salts en hef- ur ekki að geyma sódium-klóríð? Matvælaframleiðendur voru að sjálfsögðu ekki seinir á sér að hefja framleiðslu á saltlíki og þeg- ar eru fjölmargar tegundir komn- ar á markað. Sala á saltlíki hefur aukizt verulega á síðustu árum en þó ekki eins og vænta mætti. Því miður á saltlíki fátt sameiginlegt með salti nema nafnið og saltan keim. Þeir sem eitthvað kunna fyrir sér í matreiðslu — að ekki sé minnzt á hofmóðuga sælkera — fussa og sveia við því. Flestar teg- undir saltlíkis eru með sterkum beizkum keim, en í staðinn fyrir sódíum-klórið er haft í það pót- assíum-klóríð. Auk þess telja læknar að pótassíum-klóríð sé sennilega skaðlegt og líkur eru á því að það valdi magasári sé það óspart notað. Loks leikur grunur á að ekki þurfi sumir nýrnasjúkl- ingar mjög stóra skammta af þessu efni til að það geti riðið þeim að fullu. (Heimild: Newsweek) Þakka af alhug öllum ættingjum mínum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu 2. febrúar sl. oggerðu mér daginn ógleymanleg- an. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Konráðsson, Varmalandi. Lóðaúthlutun í Reykjavík 1982 Lóöanefnd hefur reiknaö stig umsækjenda um lóöir, sem auglýstar voru til umsóknar 10. mars sl. ; Upplýsingar um stigaútreikning veröa eingöngu veittar í ; síma 12248 kl. 8.20—16.15 til og meö 31. mars nk. Skrif- legar athugasemdir skulu hafa borist Lóöanefnd Reykjavík- ur, Skúlatúni 2, fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 1. apríl nk. Athygli er vakin á, aö um er aö ræöa útreikning stiga, en ekki hefur enn veriö tekin afstaöa til annarra atriða, s.s. fjármögnunar. Lóðanafnd Reykjavíkur. Skákþing Islands 1982 verður haldiö sem hér segir: Landsliðsflokkur 1.—15. apríl. Áskorendaflokkur og opinn flokkur 3.—12. apríl. Þátttökurétt í áskorendaflokki eiga þeir, sem hafa a.m.k. 1900 skákstig. Opinn flokkur er opinn öllum þátttakendum. Innritun í síma 27570 virka daga kl. 16—19. Stjórn Skáksambands íslands. ■p ■ ■ ■ J m m na. Tolvunamskeið Notendanámskeiö Ný 10 daga námskeið í meöferð tölva eru að hefjast. Námskeiöin eru ætluö fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja, svo og einstaklinga, sem hafa áhuga á því aö afla sér starfsmenntunar á þessu sviöi. Kennt veröur eftirfarandi m.a.: Aö færa bókhald og reikna laun, skrifa út reikn- inga og halda utan um lager meö tölvu, einnig aö gera áætlanir, geyma og finna upplýsingar og skrifa skýrslur og bréf. Viö kennsluna eru notuð 8 Commodore-tölvu- kerfi, sams konar og eru í notkun hjá fjölda fyrirtækja út um land allt. Kennsla fer fram frá kl. 9—12 fyrir hádegi eöa kl. 2—5 síödegis. Æfingatímar á kvöldin eftir þörfum undir stjórn leiðbeinenda. Reyndir leiöbeinendur. Næsta námskeiö hefst 31. mars nk. Innritun í síma 25400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.