Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
19
I
taka afstöðu til þeirra tillagna. Og
hún er nú að vinna að steindum
glugga á afmælissýningu
Oidtmanns í Þýzkalandi síðar á
árinu.
Verkstæði Oidtmanns er gam-
algróið og mjög virt listaverka-
verkstæði í Þýzkalandi, sem bæði
framleiðir ný mosaikverk og
kirkjuglugga, og er einnig með
sérfræðikunnáttu í viðgerð á
gömlum kirkjugluggum. Fyrir-
tækið verður 125 ára á þessu ári,
og efnir af því tilefni til mikillar
sýningar, þar sem verða m.a. lista-
verk eftir íslenzkar listakonur,
Gerði Helgadóttur, Nínu Tryggva-
dóttur, Svövu Björnsdóttur og
Höllu Haraldsdóttur. Einnig verð-
ur gefin út af sama tilefni lista-
verkabók með verkum eftir lista-
menn, sem Oidtmanns hafa fram-
Hin nýja kirkja og safnaðarheimili í Gríndavík. Ragnar EmOsson aridtekt teiknaði hana.
IJnnið við stóru mosaikmyndina
, Jcsús lægir ökhimar" eftir oKu-
mátverki Asgríms, sem verið er að
setja upp í Grindavíkurkirkju.
Tveir Þjóðverjanna eru að ganga
frá benni á gólfinu og er þetta
spegibnynd, þar sem bakhliðin snýr
upp.
Þessi steindi ghiggi er eftir Höllu
Haraldsdóttur.
leitt, og verða einnig í henni
myndir af listaverkum eftir þess-
ar listakonur, að því er Fritz
Oidtmann tjáði blaðinu.
Verkstæði Oidtmanns vinnur
listaverk úr steindu gleri og mosa-
ik um allan heim. Um þessar
mundir eru Oidtmannsbræður að
gera 60 fermtera mynd eftir þýzka
listamanninn Schaffrath í Denver
í Bandarikjunum. Einnig tvo 10
fermetra glugga í Háskólann í
Seattle. Nálægt Tokyo í Japan eru
þeir að setja upp á nýrri járn-
brautarstöð fyrir OMYA stóran
steindan glugga í vegg milli bygg-
inga. Eru það í raun 50 gluggar, að
yfirborði 60 fermetrar. Þá eru þeir
með verk sín á sýningu í Ástralíu.
En afmælissýningin verður í des-
ember í vetur.
— E.Pá.
iR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA
ÞAÐ ER STAÐURINN!
Kamdu med ti!