Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Stakir stólar Verð frá kr. 1.480.- Húsgögn Ármúli 8 Frakkar segja gríska sögu Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Brúðuleikhúshátíð að Kjarvalsstöðum: Theatre du Fust SÝNIR: SÖGUNA UM MELAMPOUS Frakkar sækja oft næringu í fornar grískar sögur, endursegja þær eða endurskapa. Ein slík er Sagan um Melampous, afreks- mann sem með sérkennilegum hætti lærði mál fugla og dýra. Þetta olli því að hann gat séð fyrir óorðna hluti, fékk vitneskju um þá hjá spáfuglum. Mesta af- rek sitt vann hann í því skyni að hjálpa bróður sínum að eignast fagra og göfuga konu. Til þess að allt fari eins og það á að fara þarf hann að ná í nautshúðir, en þeirra gætir viðsjárverður gull- hundur. Melampous kann auð- vitað lagið á hundinum, en við- ureign þeirra er með því skemmtilegasta í brúðuleiknum franska sem Theatre du Fust sýnir á Kjarvalsstöðum. Theatre du Fust var stofnað í Montélimar 1976. Nathalie Roques og Emilie Valantin voru stofnendur, en þau annast stjórn brúða á Kjarvalsstöðum ásamt Didier Capeille. Kynnir er Þór- unn Magnea Magnúsdóttir. Sagan um Melampous er í frásagnarstíl, ekki er gerð nein tilraun til að færa hina gömlu sögu í nútímabúning. Fyrir minn smekk er þetta um of langdregin sýning, áhersla lögð á skraut og búninga á kostnað lifandi brúðu- leiks. Þó eru einstök atriði leiks- ins ákaflega vel gerð; ég nefni fyrrnefnd átök manns og hunds og það þegar hrægammar rífa í sig nautsskrokk úti á víðavangi. í báðum þessum atriðum var húmor sem yljaði. Þórunn Magnea Magnúsdóttir rakti efni sögunnar i upphafi. Inn í sýninguna var skotið þýð- ingum á franska textanum, en af skornum skammti. Theatre du Fust vinnur sam- kvæmt frásagnarhefð sem er ekki ólík því sem við höfum kynnst hjá íslensku brúðuleik- húsfólki og lýsir sér m.a. í áhuga á þjóðsögum. Tjáningaraðferðir eru ekki hinar sömu, en viðleitn- in svipuð. matar-og kaffistell Gullfalleg Rosenthal vara, — matarstell ídrapplitu, rauðu eða gulu. SCANDIC stellið sameinar gaeðaframleiðslu. fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stellið er kjörið fyrir þá sem kunna að meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerð vara frá Rosenthal. CORDA, nýtt matar- og kaffistell. Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel að sam- eina léttleika og dæmigert skandinavískt útlit. Nýjungar. svo sem lengri börð á diskum og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á notagildi. CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar í örbylgjuofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell HERTA BENGTSON hefur einnig hannað dúka, diskamottur. servíettur og serviettuhringi í stíl við CORDA ARCTA ER AÐÐÁUNARVERT ARCTA matar- og kaffistelliö vekur óskipta athygli og aðdáun hvar sem það sést; — fyrir fal- legar línur, frábæra hönnun og skemmtilega áferð. ARCTA fæst aðeins hjá okkur. Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meðfærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi, þannig er Holiday alveg eins og sumar- fríið á að vera. Svo við minnumst á veðrið, — nei verðið, þá er það sérlega hag- stætt. Komið og skoðið Holiday. studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍMI:18400 Akureyri: Sýnir 1 Rauða húsinu HARALDUR Ingi Haraldsson sýnir nú í Rauða húsinu á Akur- eyri. Hann stundaði nám við ný- listadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1976—81. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 4. apríl. Gallerí 32 NÚ STENDUR yfir í Galleríi 32 við Hverfisgötu í Reykjavík sýn- ing Sveins Eggertssonar á olíu- og vatnslitamyndum. Sýningunni lýkur 2. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.