Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 31
um Skóla verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Barði hefur látið til sín taka í félagsstarfsemi margs konar. Formaður Þingeyingafélagsins í Reykjavík hefur hann verið lengur en nokkur annar. Þá hefur hann verið formaður Stúdentafélags Háskólans, formaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur og hann hefur verið eftirsóttur ræðu- maður á fundum og í mælsku- keppni, enda getur hann verið vígfimur í orðasennum, ef því er að skipta og óeirinn, lítt hörund- sár, þegar út í hart er komið. Mað- urinn hefur þykkan skráp, sem seint og trauðla bítur á. Hann hefur skipt sér af stjórn- málum talsvert, verið þrisvar i framboði í sýslu sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og barist ve) eins og hans var von og vísa (1953—’56 og í fyrri kosningunum ’59). Hann jók fylgi flokks síns verulega, einkum í miðskiptið og þá um 22%, en í seinasta skipti tapaði hann fylgi nokkuð eins og allir Sjálfstæðisframbjóðendur gerðu í litlu einmenningskjör- dæmunum vegna kjördæmaskip- unarinnar. Barði gaf ekki kost á sér í kosningum síðari ’59, og fannst mörgum heiðvirðum íhaldsmönnum fyrir norðan það hart að kveðið, vegna þess að þeir töldu Barða feikna ötulan flokksmann, sem hefði aukið fylgi flokksins m.a. með frænda- og vinaliði. Heyrt hef ég kúltúr- íhaldsmenn, sem kalla ekki allt ömmu sína og gera háar kröfur til manna og málefna, lýsa velþóknun á Barða sem stjórnmálamanni ... Eitt sinn spurði ég Barða, hvað hann hefði að leiðarljósi í þessum leik, pólitíkinni. Hann svaraði: „Beita einstaklingnum fyrir vagn almennings." I hjástundum sínum stundar Barði veiðiskap og skytterí, lærði ungur að fara með byssur, enda eru margir ættmenn hans fyrir norðan orðlagðar skyttur jafnt á fugla sem refi... „einnig á konur" eins og einn gárunginn sagði. Barði er vel vopnum búinn, á eina spænska tvíhleypta hagla- byssu, eina Winchester-byssu, einn stóran Remington 6 skota Caliber 222 með kíki. Hann ber ekki annað við en að nota beztu skotvopn, sem völ er á, enda vand- ur að því sem ýmsu öðru. Á haust- in bregður hann sér norður á Holtavörðuheiði ellega vestur á Snæfellsnes og skýtur rjúpur ell- egar stundar skotveiðar uppi við Ármannsfell; hann fer á gæsa- skytterí hjá Gunnarsholti og víða um Suðurlandsundirlendi. Þá er það lax- og silungsveiðiskapurinn, ýmist í EUiðaám, Laxá í Kjós ell- egar Hrútafjarðará, Fnjóská, Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þangað alla leið er hann stundum kominn inn- an sólarhrings á sumrin og farinn að drepa fiskinn, kemur svo endurnærður úr þessum veiðiferð- um og setztur aftur við samninga- borðið og litur yfir lífið með ró og kímni. Þessar veiðiferðir veita honum afslöppun og útrás og frið. í þess- um leiðöngrum gleymir hann sjálfum sér, og þegar hann kemur í borgina á ný, er hann enn vökulli en áður og jafnframt þéttari fyrir. Norðlingar þykja menn „stæri- Iátir“ og er ágreiningsatriði, hver sýslanna „á metið í montara- hætti“, segja Sunnlendingar. Að því gamni slepptu hefur frómur maður, ekki ættaður úr Þingeyj- arsýslu, sagt í nokkurri alvöru, að það, sem einkenndi Norður-Þing- eyinga sérstaklega, væri, að þeir þættu frómir menn og gagnhollir og yfirleitt léttir og tortryggnis- lausir. Því til sönnunar benti hann á þá staðreynd, máli sínu til stuðnings, að allir bæir þar í sveit stæðu opnir, og hver gæti gengið út og inn að vild. „Treystu náung- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 3 J anum eins og sjálfum þér“ er kannski sveitlægara þarna á slóð- um Barða en viða annars staðar á Norðurlandi. Þó er ósennilegt og hæpið og jafnvel hlægilegt að fara í sýslujöfnuð. Norðlendingar þykja að visu nokkuð slæmir með það, blessaðir, einkum Húnvetn- ingar. Þeim myndi hins vegar finnast viti firrt að láta bæi standa beinlínis opna fyrir hverj- um og einum, sem um garð ríður — því að þeir þykja fara eftir þessu harðkveðna úr Hávamálum ... „því að óvíst er að vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir ...“ í dag er Barði sextugur. Það er enginn aldur fyrir mann, sem er jafn innilega lifandi eins og hann, enda hefur hann aldrei látið neinn bilbug á sér finna. Það er ekki hægt annað en að dást að sigur- sælli lifsorku hans og lífsgleði og lífssveiflu, og hafa þeir jákvæðu eiginleikar hans verið smitandi og hollir fyrir umhverfið og breytt andrúmslofti til batnaðar, hvar sem hann fer. Hartnær fjörutíu og fjögur ár eru liðin, síðan sá, sem þetta ritar, kynntist Barða fyrst í skólaporti MA fyrir norðan og þá að bolta- leik og batt þá við hann vináttu- bönd, sem hafa enzt, þótt á ymsu hafi gengið í lífsins leik. Það verð- ur að segjast eins og er, að í hvert sinn sem gengið hefur verið af fundi við afmælisbarnið gegnum öll þessi ár, hefur lífið einhvern veginn virzt fá meira inntak og fela í sér betra bragð heldur en áður. Þessa en minnzt í dag sem gleðistundar, sem aldrei dvín. Kvæntur er Barði Þuríði Þor- steinsdóttur, fyrrum prófasts, Jó- hannessonar í Vatnsfirði við ísa- fjarðardjúp, af Laxamýrar- og Reykjahlíðarætt. Hún og Barði hafa eignazt þrjú myndarbörn. Heimili þeirra hjóna er gætt hlý- leik og menningarblæ og andar af lífi. „Lady of the House“ frú Þur- íður hefur ekki hvað sízt skapað þennan blæ sem konum einum er lagið, en bæði eiga þau hjónin skilið heiðurinn nú sem fyrr eins og ein manneskja að guðs og manna lögum. Þá er Barði átti fimmtugsaf- mæli fyrir tíu árum, sendi vinur hans einn, sem nú er látinn, Frið- finnur Ólafsson, forstjóri Há- skólabíós, svohljóðandi stöku: „Aldrei var þér innan kalt aldrei kveif né gunga, blessist og dafni bú þitt allt, Barði snillitunga." Það er vel viðeigandi að senda Barða og húsi hans þessi vísuorð í lokin sem eins konar stemmu með afmælisblómunum. s t g r Ólafsfjörður: Vinstri menn bjóða fram sameiginlega VINSTRIMENN á Ólafsfirði hafa tilkynnt framboðslista sinn við sveit- arstjórnarkosningarnar í vor. Vinstrimenn á Olafsfirði bjóða nú fram sameiginlegan lista í þriðja skipti á síðustu árum. Þeir hafa meirihluta í bæjarstjórn, fimm menn af sjö. Sjö efstu sæti listans skipa eft- irtalin: Ármann Þórðarson, kaup- félagsstjóri, Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari, Sigurður Jó- hannsson, framkvæmdastjóri, Gunnar Jóhannsson, kennari, Sig- urbjörg Ingvadóttir, kennari, Víglundur Pálsson, sjómaður, Jón- ína Óskarsdóttir, húsasmiður. Sú breyting hefur nu orðið, að inn- flutningur og sala á símabúnaði hefur verið gefinn frjáls. Simco s/f er sérhæft fyrirtæki, sem eingöngu verslar með símatæki og alls konar símabúnað. Við getum nú boðið mikið úrval af skrifstofusímum, heimilissímum, takka- símum, tölvusímum, hátalarasímum, og skrautsímum, ásamt simasjálfvelj- urum, símamögnurum og símsvörum. Við veitum ennfremur tækilega aðstoð við val á símabúnaði og önnumst allt viðhald og viðgerðir. Komið, skrifið eða hringið og við veit- um fúslega allar nánari upplýsingar. Hafnarstræti 18 s-19840 Umboósmenn um land allt HCSGAGNA- SYNING ÍDAG kl.2-5 Leöursófasett frá BRAZILIL verófrákr. 16,5oo~ Slfd&L Smiðjuvegi 6 - Simi 44544 BILL — SERGREIN ÚRVALS Oýrasti feröamátinn sumarið 1982 Tryggðu þér far Fjölmargar gerðir bíla - Ótakmarkaður akstur. 2 vikur 3 í bíl kr. 4.285.- á mann / 3 vikur 5 í bíl kr. 4.580.- á mann. URVAL S 26900 Umboösmenn um allt land Við Austurvöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.