Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 35 Raul Flores sendifulltrúi FMLN og FDR á Norðurlöndunum: Erlend íhlutun í E1 Salvador gæti leitt til heimsstyrjaldar „ÞAÐ ER ekki hægt að halda kosningar í El Salvador þar sem leiðtogar FMLN og FDR eru yf- irlýstir glæpamenn af stjórnvöld- um. Einu samtökin, sem fá að taka þátt í þessum kosningum eru borgaraflokkar, sem eru lengst til hægri,“ sagði Raul Flores Ayala á blaðamannafundi á Hótel Borg á miðvikudag, en hann er sendifulltrúi samtak- anna tveggja, sem getið var hér að framan. Raul Flores er stadd- ur hér á landi í boði El Salva- dor-nefndarinnar á íslandi og fleiri samtaka eins og Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Lét hann þessi orð falla er hann var inntur eftir áliti sínu á þeim kosningum sem í nánd eru í El Salvador. „Ég held,“ sagði Raul Flores ennfremur, „að flestar þjóðir telji það augljóst að þessar kosningar í E1 Salvador eru hreinn skrípaleikur og hafa engin áhrif á stöðu mála í landinu." Um byltinguna í Guatemala, sagði Raul Flores. „Sú bylting kemur ekki til með að hafa bein áhrif á þróun mála í E1 Salvador. í Guatemala er að- eins um að raeða valdabaráttu hinna drottnandi afla, sem fólkið í landinu kemur hvergi nálægt. Slíkt er líka fyrir hendi í E1 Salvador og sýnir það betur en margt annað hversu ófær þessi valdastétt er til að stjórna landinu. Ef koma skyldi til bein íhlutun erlendra ríkja í E1 Salvador myndu átök aukast þar verulega og það gæti jafnvel leitt til alheims- styrjaldar. Við höfum sagt að vegna þessa þurfi að leita póli- tískrar, friðsamrar lausnar á stríði því sem háð er í landinu og þessi skoðun nýtur fylgis meðal evrópskra ríkisstjórna. Þær pólitísku lausnir sem ég er að tala um er að boðað verði til fundar milli herforingja- stjórnarinnar og okkar sam- taka án nokkurra fyrirfram- krafna. Með þessum umræðum myndu fylgjast fulltrúar ríkis- stjórna erlendra ríkja og séð yrði um að fólkinu í landinu yrði gefnar upplýsingar um umræðurnar og hvað sé rætt. I þessum viðræðum myndum við sennilega leggja fram kröfur um að grundvöllur fyrir sam- komulagi yrði róttæk breyting á stjórnkerfi landsins. Við höf- um boðið til slíkra viðræðna en því boði hefur ætíð verið hafn- að, því markmið herforingja- stjórnarinnar er að brjóta á bak aftur þessi samtök okkar. Það hefur komið í ljós,“ sagði Raul Flores, „að herinn í E1 Salvador er þess ekki um- kominn að sigra skæruliða. Honum fer sífellt hrakandi í baráttunni og ef hann nýtur ekki stuðnings Bandaríkja- stjórnar ætti herforingjastjór- in enga von um að halda völd- um. Það eina sem bjargar stjórninni er bein eða óbein íhlutun Bandaríkjastjórnar í E1 Salvador. Það er einlægur vilji okkar að finna leiðir svo friður megi verða saminn. Sé þess nokkur kostur að leysa vandamálið án vopnaðra átaka erum við fylgj- andi því.“ Raul Flores var að því spurður hvernig hann teldi að Norðurlöndin gætu hjálpað í baráttunni fyrir friði í E1 Salvador. „Danmörk, Noregur og Svíþjóð," sagði Raul Flores, „eða ríkisstjórnir þessara landa hafa sýnt fullan stuðn- ing við hugmyndina um frið- sama lausn á vandamálinu í E1 Salvador. Alþjóðasamband jafnaðarmanna með Willy Brandt í fararbroddi hafa boð- ist til að gerast milligöngu- menn í friðsamlegum samn- ingum milli aðila í E1 Salva- dor. Einnig eru starfandi á Norðurlöndunum til dæmis stuðningssamtök okkar og augljóst er að ef ekki hefðu komið til yfirlýsingar frá rík- isstjórnum þessara landa og fleiri, og þessum stuðnings- samtökum, væri þegar banda- rískur her í E1 Salvador. Þessi stuðningur við fólkið í E1 Salvador gerir það erfiðara fyrir Bandaríkin að eiga beina íhlutun í landinu. Það hefur myndast almenningsálit um allan heim sem er andvigt stefnu Bandaríkjanna varð- andi E1 Salvador." Þá rakti Raul Flores upphaf og stofnun FMLN og FDR og sagði að ýmis mismunandi samtök í landinu hefðu stofnað þessar hreyfingar. Það sem skjldi þau lengi að var hvernig baráttunni skyldi háttað og ekkert var rætt um að hverju skyldi stefna, en seinna var gerð stefnuskrá, sem aðilar samþykktu. Það er pólitísk stefnuskrá, sem gerir grein fyrir því hvernig haga skuli málum ef sigur vinnst. „Mikilvægast," sagði Raul Flores, „er að halda þjóðlegu sjálfstæði og sjálfstæði ríkis- ins og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins skal verða virtur. I stefnuskránni stendur og að trúfrelsi verði tryggt, að unnið verði að endurbótum í land- búnaði, að eignir fjölþjóðlegra auðhringa í landinu verði þjóð- nýttar, og að þrjú eignarform verði við lýði. í fyrsta lagi einkaeign, ríkiseign og loks blönduð eign ríkis og einkaað- ila. Herinn yrði skipaður úr sveitum FMLN og þeim úr nú- verandi her sem ekki verða sakaðir um glæpaverk," sagði Raul Flores í lokin. Erindi um svartolíu- brennslu DANIEL Parro, yfirmaöur hönnun- ardeildar Wártsila dieselframleið- anda í Finnlandi, heldur erindi á vegum Verkfræðistofnunar Háskóla íslands mánudaginn 29. mars kl. 17.15, í stofu 158, í húsi Verkfræði- og raunvisindadeildar við Hjarðar- haga 6. Erindið fjallar um svartolíu- brennslu dieselvéla við breytilegt álag og nýjustu þróun í gerð dies- elvéla fyrir brennslu mismunandi svartolíu. Ógiftur 32 ára ástralskur málari, sem aldrei hefur séð snjó, óskar eftir bréfasambandi við Islend- inga: Dale Evans, 61 Weewondilla Road, Glennie Heights, Warwick, Queensland 4370, Australia. Norsk mæðgin, sem hafa frí- merkja- og myntsöfnun að helzta áhugamáli, biðja Morgunblaðið um aðstoð við að komast í sam- band við íslendinga. Konan er 43 ára húsmóðir, en sonurinn 16 ára nemi á landbúnaðarskóla. Þau gefa upp sama áhugamál: Elsa Opsahlseter eða Jan Opsahlseter: N—2270 Flisa, Norge. COCONUT 9 CREAMS I kókosbragð, 03 svo hnetubragðió sem sumum finnst lang best..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.