Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Skjaldbökuveikin: Engra tilfella orðið vart í þessari viku Veikindatilfellum vegna tauga- veikibróður fer nú fækkandi og hef- ur ekki orðið vart neinna tilfella síð- an um síðustu helgi. Telja heilbrigð- isyfirvöld nú að að mestu hafi tekizt að hefta útbreiðslu veikinnar. Alls hefur tæplega 30 tilfella orðið vart um allt landið, en sýni hafa verið tekin úr 300 til 400 manns og þá einungis þeim, sem haft hafa skjaldbokur á heimilum sínum. Þá hafa verið tekin sýni úr 200 til 300 skjaldbökum og hefur taugaveikibróðir komið fram í talsvert mörgum þeirra. Leitarflokkar gengu fjörur í gær í leit að Knud Erik Holme Pedersen, 28 ára gömlum Dana, sem ekkert hefur spurst til frá því á sunnudag. . Mynd Mbl. Kristjín. „Glaðir og ánægðir“ - segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði um nýja ferju í stað Smyrils „Við erum að sjálfsögðu afskap- lega glaðir og ánægðir vegna þessar- ar þróunar, enda mun þetta væntan- lega þýða stóraukinn ferðamanna- straum um hjá okkur,“ sagði Jónas llallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðis- Hrði, í samtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður álits á fyrir- huguðum kaupum Færeyinga á stærri ferju í stað Smyrils. Hin nýja ferja mun taka um 240 bifreiðar og 500 manns i koju, og öll þægindi um borð verða mun meiri en um borð i Smyrli. Ferjan, sem keypt verður og sett á leið Smyrils, er ferjan Víkingur 11 sem verið hefur í siglingum milli Alandseyja og Finnlands. Jónas Hallgrímsson sagði, að mikil óvissa hefði að undanförnu ríkt um framtíð ferjusiglinga til Seyðis- fjarðar, og því hefðu menn haldið að sér höndum. Nú þyrfti greini- lega að hugsa allt upp á nýtt, og gera ráðstafanir til að taka mynd- arlega á móti þeim aukna fólks- fjölda er um bæinn færi. Sem kunnugt er hafa Hafskip hf., Eimskipafélag Islands hf. og færeyskir aðilar kannað hugsan- legar siglingar milli Reykjavíkur, Þórshafnar, Esbjerg og Aberdeen á ferju. Sú ferja myndi þó ekki hefja siglingar fyrr en í fyrsta lagi sumarið 1983. Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær, að þessar fréttir um nýja ferju í stað Smyrils breytti engu um kannanir skipafélaganna. Hafréttarráðstefnan: Formleg- ir fundir FORMLEGIR fundir Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York hefjast nú á mánudaginn og mun þá endanlega reynt að leysa þau mál, sem óleyst hafa verið til þessa. Síðustu þrjár vikurnar hafa fulltrúar setið óformlega fundi og hefur þá helzta viðfangsefn- ið verið að ræða við Banda- ríkjamenn um breytingartil- lögur þeirra. © INNLENT Langmest úrval af myndefni fyrirJM hefur nú 80% af heimsmarkaönum Greiðslukjör frá 4.980.— út .. og rest á S mánuðum NORDMENDE VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP r»G HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800 Bátsmaður- inn talinn af BÁTSMAÐURINN á flutningaskip- inu Suðurlandi, sem fórst norðan við Færeyjar á fimmtudag, er talinn af. Hann hét Ævar Ragnarsson, til heimilis að Hrísalundi 8E á Akur- eyri. Hann var 35 ára gamall, fæddur 4. ágúst 1946. Ævar var ógiftur og barnlaus. Allt bendir til að úrslitaleikurinn á Wembley verði í beinni útsendingu „ALLT bendir til þess, að úrslita- leikur ensku bikarkeppninnar á Wembley verði sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það er mikil stemmning fyrir þessu í út- varpsráði, jafnvel þó leikurinn fari fram á kjördegi, þann 22. maí,“ sagði Vilhjálmur Hjálm- arsson, formaður útvarpsráðs í samtali við Mbl. „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir, en ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að að fá leikinn í beina útsendingu," sagði Vilhjálmur ennfremur. RockaU: Engar opin- berar viðræð- ur á næstunni ENGAR opinberar viðræður eru fyrir- hugaðar á næstunni milli rikisstjórna Bretlands og íslands um landgrunnið við klettadranginn Rockall. Hins vegar er reiknað með að sendinefndir ríkjanna á Hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ræði Rockall-málið óformlega á fundum ráðstefnunnar í New York á næstunni. Leiðrétting í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af því er björgunarbáturinn af Suð- urlandi var miðaður út, kom fram sá misskilningur, að herflugvéiar hefðu ekki tæki, sem ná UHF- bylgjulengd. Hið rétta er, að slík tæki eru í herflugvélum. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.