Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
23
Litið púður er í patrónunum f GRÆNA VÍTINU
Stríðsskussar
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
REGNBOGINN: GRÆNA VÍTIÐ
(The Last Hunter)
Leikstjóri: Anthony M. Dawson.
Aðalhlutverk: David Warbeck,
Tisa Farrow, Tony King.
Hér er okkur boðið uppá enn
eina útgáfuna af fáránleik Viet
Nam-stríðsins. Bandaríkjamenn
voru, sem kunnugt er, lítt hrifnir
af að gera það að yrkisefni í
kvikmyndum eftir hrakfarir The
Green Berets. Það var ekki fyrr
en eftir lok þessa ógeðslega
stríðs að fram komu myndir þar
sem kunnáttumenn tíunduðu
hörmungar þess, hver frá sínu
sjónarhorni. Þar báru hæst
myndirnar Coming Home, e. Hal
Ashby, Apocalypse Now, e. Copp-
ola, og The Deer Hunter, e. Cim-
inos.
Höfundur Græna vítisins fer
auðsjáanlega í smiðju þeirra
Coppola og Ciminos í leit að
hugmyndum og nokkrum atrið-
um klæmist hann á úr hinum
ágætu myndum þeirra. Græna
vítið á að gerast undir stríðslok.
Harðjaxl einn, kafteinn í her
Bandaríkjamanna, er gerður út-
af örkinni til að þagga niður í
útvarpsstöð sem falin er ein-
hversstaðar inní frumskóginum.
Þaðan berst í sífellu stúlkurödd
sem hvetur stríðsþjáða kanana
að gerast liðhlaupar.
Og eftir ólýsanlegar mann-
raunir tekst kafteininum, ásamt
einvalaliði, að sprengja kven-
skratta þennan í loft upp ásamt
tækjabúnaði og svona rétt til að
benda á andagift og frumlegheit
kvikmyndagerðarmanna má
geta þess að þulan var náttúru-
lega perluvinur og kærasta besta
vinar kafteinsins.
Nóg um það. Græna vítið er
einfaldlega í hópi þeirra mynda
sem áhorfendur eiga að varast.
Hér er hvergi glæta, hæfileika-
skortur hrjáir greinilega
mannskapinn. Nöfn þessara
höfðingja tekur ekki að nefna,
það þekkir þau enginn, hvort
sem er. En vonandi hvíla þeir sig
á kvikmyndagerð um ókomna
framtíð.
Ódýr brögð en ágæt
BÍÓHÖLLIN: HALLOWEEN
Handrit, tónlist og leikstjórn: John
Carpenter.
Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis,
Donald Pleasence, Nancy Loomis
og P J. Soles.
Bandarísk frá 1978.
Maðurinn hefur löngum haft
unun af því að láta hræða sig,
einkum þá hann er þess fullkom-
lega meðvitandi að skelfingin á
sér rætur að rekja til atburða á
tjaldinu, sviði, bók, blöðum. Hún
er ósköp þægileg tilfinningin sem
fylgir því að vita, að maður er
bara að skemmta sér, lofthræðsl-
an, myrkfælnin, eða hvað það nú
var sem maður var að láta kitla,
er frá þegar bókinni er lokið eða
ljósin kveikt.
Hryllingsmyndir komu því
fljótlega til sögunnar, eða strax
upp úr aldamótum, og hafa notið
almennra vinsælda æ síðan.
Einn af yngri spámönnum í
gerð hrollvekja er Bandaríkja-
maðurinn John Carpenter, leik-
stjóri HALLOWEEN. Hann vakti
fyrst athygli á sér fyrir ódýra, en
vel gerða geimmynd, Dark Star,
fyrir fáeinum árum. Síðan hefur
hann gert nokkrar myndir sem
allar hafa hlotið jákvæða dóma
gagnrýnenda sem almennings:
ELVIS - THE MOVIE, THE
FOG, ASSAULT ON PRECINCT
13. Hrollvekjan sem hann vinnur
að þessa dagana nefnist THE
THING og gerist á snæviþöktum
auðnum Alaska.
HALLOWEEN gerist að kvöldi
Allra heilagra messu, en þá fer
ungviðið þar vestra um götur og
torg með ærslum og óhljóðum.
Þetta er því kjörinn bakgrunnur
fyrir geðsjúka morðingja að at-
hafna sig — og hrollvekju.
Margslunginn söguþráður og
íburður er ekki aðall Carpenters.
Atburðarásin er einföld og
ramminn utanum hana fremur
fátæklegur. En hins vegar kemur
hann áhorfandanum sífellt í opna
skjöldu með lunknum brögðum
sem, þegar best lætur, slá hann
út af laginu augnablik. Honum
hefur sem sagt tekist að ná því
markmiði í sparlega gerðum
myndum sínum sem margir
þekktari meistarar hafa verið að
reyna án árangurs í mun íburð-
armeiri myndum og dýrari — að
hrella áhorfandann ærlega.
Þá geta gamalreyndir kvik-
myndaunnendur spreytt sig til
gamans á að rifja upp fræg atriði
úr hryllingsmyndum sem Carp-
enter skemmtir sér við að skír-
skota ærið oft til í þessari litlu,
en hressilegu mynd.
Jamie Lee Curtis (dóttir Tony
Curtis og Janet Leigh) í hrollvekju
Carpenters, HALLOWEEN.
Eigendum Sharp örbylgjuofna gefst nú tækifæri til aö sækja
námskeiö þar sem kennd veröur matreiösla í örbylgjuofnum og
meöferö þeirra. Námskeiðin veröa haldin í verzlunum okkar aö
Hverfisgötu 103, miövikudaginn 31. marz og fimmtudaginn
1. apríl kl. 20—22.
Stjórnandi námskeiöanna veröur Ólöf Guönadóttir, hússtjórn-
arkennari.
Þátttaka tilkynnist í síma 17244, frá kl. 10—12 á morgun,
mánudag.
áCS^ HLJÓMTÆKJADEILD
l|jp KARNABÆR
W HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
mmmMm
Horlem
Olobetrotters
til Islands
i
Hiö heimsfræga stórkostlega
snjalla körfuknattleikslið HÁR-
LEM CLOBETROTTERS leikur
gegn WASHINGTON GENER-
ALS í Laugardalshöll 19. og
20. apríl nk.
Leikur tveggja banda-
rískra superliöa, sem allir
VERÐA að sjá.
I hálfleik sýna bandarískír rúlluskauta-snillingar tistir stnar, töframenn og sprellikarlar
koma fram. Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
F0RSALA
aögöngumiöa er í dag kl. 13—17 að Hótel Esju og íþróttarvallarhús-
inu, Keflavík.
Miöapantanir utan af landi teknir í símum 85949 — 82448 — 82465 á sama
tíma
Ath. Aðeins þessir 2 leikir.
f-LUGLEIDIR
Trade-msrk® .
—