Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö. á landi eru Sovétríkin nær ein- ráð og þessir yfirburðir bætast við þá verulegu yfirburði, sem Sovétríkin hafa alla tíð frá stríðslokum haft í öllum öðrum tegundum vopnabúnaðar." Sem svar við þessu forskoti Sovét- manna í kjarnorkuvopnum í Evrópu ákvaðu Atlantshafs- bandalagsríkin 1979 að koma fyrir í Evrópu bandarískum kjarnorkueldflaugum og hvetja jafnframt til afvopnunarvið- ræðna um takmörkun á Evr- ópukjarnorkuvopnunum. Þær hófust í Genf 30. nóvember sl, en 18. nóvember gerði Ronald Viðhorf í öryggismálum ví sést stundum slegið fram, að NATO sé orðið fórnarlamb eigin velgengni: sú staðreynd, að Atlantshafs- bandalagið hefur í svo mörg ár komið í veg fyrir stórstyrjöld, hafi leitt til þess, að ný kynslóð beggja vegna Atlantshafs sjái ekki eins mikla þörf og eldri kynslóðir fyrir fjárveitingum til varnarmála auk þess sem hin nýja kynslóð sé ekki eins sannfærð um nauðsyn slíks varnarbandalags. En hugsandi Vesturlandabú- ar vita, að enn er hættan mikil. Skriðdrekaherdeildir Sovét- manna eru til taks við landa- mæri Vestur-Þýskalands; floti Sovétríkjanna stækkar jafnt og þétt og kafbátar þeirra geta hvenær sem er ógnað skipum á leið yfir Atlantshaf; sovéskar flugvélar af gerðinni MiG-23 geta auðveldlega náð til Persa- flóa og gert árásir á olíulind- irnar þar.“ Þessar málsgreinar birtust nýlega í breska vikuritinu The Economist. í þeim eru í stuttu máli dregin saman þau viðhorf, sem setja svip sinn á umræður um öryggismál á Vesturlönd- um. Þarna er þó einvörðungu fjallað um venjulegan vopna- búnað, þegar Sovétríkjanna er getið. Um staðreyndir í kjarn- orkuvopnabúnaði verður ekki frekar deilt. í skýrslu ólafs Jó- hannessonar, utanríkisráð- herra, sem lögð hefur verið fram á Alþingi segir meðal annars, þegar fjallað er um Evrópukjarnorkuvopnin: „í þessu sambandi má geta þess, að nú munu Sovétríkin hafa um það bil 280 SS-20 eldflaugar með þrem kjarnaoddum hverja, flestum er beint að Vestur-Evrópu og ein bætist að meðaltali við á viku hverri. Hin þekkta rannsóknastofnun í hernaðarfræði í London (The International Institute for Strategic Studies) telur að kjarnavopnastyrkurinn í Evr- ópu sé í dag 3,27:1, Sovétríkjun- um í hag. Það sem er enn al- varlegra er þó sú staðreynd, að í meðaldrægum kjarnaflaugum Reagan, Bandaríkjaforseti, Sovétmönnum það tilboð, að nýju eldflaugunum yrði ekki komið fyrir í Evrópu, ef Sovét- menn tækju allar SS-20 eld- flaugarnar niður. Þetta tilboð stendur enn. Verði því ekki tek- ið og náist ekki samkomulag um annað, mun verða byrjað að setja nýju eldflaugarnar upp í Evrópu á næsta ári. Engum blöðum er um það að fletta, að um allan hinn lýð- frjálsa heim hefur almenning- ur vaxandi áhyggjur af kjarn- orkuvopnum, og þeir eru há- værir í þessum löndum, sem halda því á loft, að þessum vopnum verði beitt í st.yrjöld. Þennan hræðsluáróður nota þeir síðan sem röksemdir fyrir því, að lýðfrjálsu ríkin haldi ein að sér höndum. Rökin fyrir því, að besta leiðin til að tryggja frið sé einhliða afvopn- un lýðræðisríkjanna, standast ekki og síst af öllu dóm sögunn- ar. Síðari heimsstyrjöldin braust út, af því að lýðræðis- ríkin voru ekki nægilega vel á verði andspænis einræðisöflun- um. Hið sama blasir við nú: Sovétmenn hika ekki við að beita hervaldi, ef þeir sjá ein- hvers staðar snöggan blett. Innrásin í Afganistan er skýr- asta dæmið um það. Fram hjá hinu verður ekki litið, að of mikil áhersla eins lýðræðisríkis á að efla hernað- armátt sinn, getur haft öfug áhrif á önnur lýðræðisríki. Ríkisstjórn Ronald Reagans í Bandaríkjunum hefur verið gagnrýnd fyrir að vera „of herská". Sá áróður hefur þó hjaðnað nokkuð síðustu vikur, vegna þess að nú liggur til dæmis fyrir, að Bandarikja- stjórn er hætt við þau áform, sem uppi voru hjá ríkisstjórn Jimmy Carters, að koma fyrir í 4600 neðanjarðarskothylkjum 200 nýjum eldflaugum af svonefndri MX-gerð. Hina nýju eldflaug á að framleiða og er nú talað um 100 slíkar og að minnsta kosti 40 verða settar í skothylki, sem hýst hafa eldri gerðir af langdrægum eld- flaugum og verður áætlun um það hrundið í framkvæmd á ár- unum 1986 til 1988. Hvað gert verður við hinar er óráðið, en minnkandi líkur og næstum engar eru fyrir því, að þær verði settar í kafbáta. Hér á landi sýnast ýmsir þeirrar skoðunar, að MX-eld- flaugina eigi að setja í kafbáta og það verði einnig örlög Evr- ópueldflauga NATO, að þær verði fluttar á sjó út. Áður en ákvörðunin var tekin í NATO 1979, var hugmyndinni um að láta skip flytja Evrópueld- flaugarnar hafnað. Þó sýnist þessi „sjósetning" eldflaug- anna vera meginástæðan fyrir því, að nokkrir framsóknar- þingmenn hafa flutt um það tillögu á Alþingi, að kölluð verði saman ráðstefna á ís- landi til að ræða sérstaklega um afvopnun á Norður-Atl- antshafi. Á síðasta ári var mikið rætt um það, að með því að lýsa Norðurlöndin sem kjarnorku- vopnalaust svæði, væri öryggi þessara landa borgið. Nú er það svo, að í engu Norðurland- anna eru kjarnorkuvopn, enda sýnist þessi hugmynd vera að fá hægt andlát enn á ný. Þegar sovéskur kafbátur með kjarn- orkuvopn strandaði í sænska skerjagarðinum síðasta haust, sáu Svíar, hve fráleit hug- myndin um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd er sem lausn á öryggisvanda þjóðanna. Bæði Thorbjörn Fálldin, forsætis- ráðherra, og Olof Palme, leið- togi stjórnarandstöðunnar, sögðu, að kjarnorkuvopnalaust svæði yrði að ná til alls Eystra- salts. Leif Leifand, ráðuneytis- stjóri í sænska utanríkisráðu- neytinu, hefur sagt, að í þessu felist, að svæðið verði að ná til sovéskra hafna við Eystrasalt og Sovétmenn verði að leyfa þar og um borð í skipum sínum nauðsynlegt eftirlit. Zbigniew Brzezinski, fyrrum öryggis- málaráðgjafi Jimmy Carters, hefur nýlega sagt, að kjarn- orkuvopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu yrði ekki aðeins að ná til Norðurlanda heldur einnig til Lettlands, Litháen og Eistlands, sem eru hluti Sovét- ríkjanna. Viðhorfin í öryggismálum eru því margvísleg. 011 eru þau þess virði, að um þau sé rætt. En öllum, sem annt er um ör- yggi lýðræðisþjóðanna, er ljóst, að hættulegastir eru talsmenn einhliða afvopnunar á Vestur- löndum. Þeir grafa undan ör- ygginu en efla það ekki. | Reykjavíkurbréf *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 27. marz»♦♦♦♦♦♦♦♦< Sveitarfélög - sveitarstjórnir Sveitarfélög gegna mikilvægara hlutverki í stjórnskipan okkar og þjóðlífi en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Sveitarstjórnir standa mun nær umbjóðendum sínum en hið fjarlægara stjórn- valdið, þ.e. ríkisvaldið. Þær þekkja betur þarfir þeirra og vilja, sem og staðbundnar aðstæður, og eru af þeim sökum færari um að taka ákvarðanir í staðbundnum við- fangsefnum og fylgja þeim eftir. Þessi færni kemur einkum fram í meiri hagkvæmni í stjórnsýslu og framkvæmdum og ákvörðunum, sem standa nær vilja íbúanna en ella. Sveitarfélögin eru hornsteinar valddreifingar í þjóðfélaginu, sem sjaldan hefur verið ríkari ástæða til að treysta og efla, vegna sívax- andi ásóknar miðstýringarafla, sem fyrst og fremst hafa búið um sig í ýmsum vinstri hreyfingum, en skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Það er mjög mikilvægt að endurskoða tekju- og verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga og setja skýrari mörk þar á milli. Ákvarðanatöku og framkvæmd staðbundinna viðfangsefna þarf í ríkari mæli að færa heim í sveit- arfélögin, en jafnframt þurfa þau að fá samsvarandi aukinn hlut í tekjuskiptingu þessara tveggja stjórnvalda. Sú hugmynd hefur verið sett fram, að samhliða því, sem sveitarfélögin yfirtaki aukin verkefni frá ríkinu, hverfi ríkið frá tekjusköttun, sem sveitarfé- lögin sitji ein að framvegis. Það, sem skiptir mestu varðandi þessa verkaskiptingu, er að auka hlut sveitarfélaganna og skýra mörkin þarna á milli. Samræmi þarf og að vera á milli verka- og tekjuskiptingar, en ríkisvaldið hefur í þeim efnum setið yfir hlut sveitarfélaganna. Loks skiptir það miklu að ætíð fari saman ákvarð- anaréttur og fjármálaleg ábyrgð, sem er forsenda hinna æskilegri vinnubragða. Tæpir tveir mánuöir til sveitarstjórn- arkosninga Stjórnmálaflokkarnir eru í óða önn að ganga frá framboðum sín- um til sveitarstjórnarkosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur víðast ráðið framboðum sínum að undan- gengnum prófkjörum og í sem nánustu samráði við þann breiða fjölda, sem flokkinn styður. Val frambjóðenda hefur hvarvetna tekizt með miklum ágætum. Framboðslista flokksins skipar fólk úr öllum starfsstéttum þjóð- félagsins, konur sem karlar, ungir sem aldnir, og mjög víða spegla þessi framboð þverskurð síns sam- félags. Líkleg úrslit sveitarstjórnar- kosninga eru þegar orðin almennt umræðuefni. Hér verður ekki gerð tilraun til að skyggnast í þær niðurstöður, sem taldar verða upp úr kjörkössunum aðfaranótt sunnudagsins 23. maí nk., enda naumast tímabært. En tvennt er það, sem eykur á möguleika Sjálfstæðisflokksins, hvern veg sem svo til tekst: 1) Skoðanakann- anir og prófkjörsþátttaka benda ótvírætt til meðbyrs víðs vegar um landið. 2) Þrátt fyrir vissa flokkshnökra á þjóðmálasviði hef- ur skapazt sterk flokkseining á vettvangi sveitarstjórnarmála. Það, sem úrslitum ræður nú sem áður, verður þátttaka hins al- menna stuðningsmanns í undir- búningi kosninganna. Umtals- verður sigur vinnst aldrei nema hinn almenni flokksmaður, það breiða stuðningslið, sem fer á stúfana á örlagastundum, grípi rösklega inn í atburðarásina. Það er gott og blessað — og nauðsyn- legt —, að stjórnendur sjálfstæð- isfélaga á hverjum stað skipuleggi kosningastarfið af alúð og kost- gæfni, en það sem úrslitum ræður, er ötulleiki hins almenna flokks- manns, að hann haldi vöku sinni á þeim vettvangi, sem heyrir hans daglega lífi, og verði sjálfur raunverulegur hluti af þeim sigri, sem að er stefnt. í Reykjavík er spurning kosn- inganna ein - og aðeins ein Hver og einn hefur að sjálf- sögðu mestan áhuga á, hvern veg sveitarstjórnarkosningar fara í hans heimaranni, sem eðlilegt er. Ekki mun þó ofsagt, að höfuðstað- urinn, Reykjavík, verði í brenni- depli eftirvæntingar hjá þorra þjóðarinnar meðan á talningu stendur. Þessu veldur fyrst og fremst það einvígi, sem hvert mannsbarn veit að háð verður hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.