Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 25 Helgi Hálfdanarson: Skrifa skrifa skrifa Oft má heyra sáran kvartað undan því böli, sem sagt er fylgi- fiskur nútíma þjóðfélags og nefnt er skriffinnska. Enginn heyrist mæla henni bót. Þó er það ef til vill angi þeirrar plágu, sem hleypt hefur slíkum galsa í sögnina að skrifa, að hún virðist ekki kunna sér læti. Hún ræðst á hvert orðið af öðru og gerir sig vísa til að koma þeim fyrir katt- arnef. Til skamms tíma voru bækur ekki aðeins skrifaðar, heldur einnig ritaðar eða settar saman; ljóð voru ort, og sögur samdar. En nú er allt skrifað og alltaf skrifað; bækur eru skrifaðar, sögur eru skrifaðar, leikrit eru skrifuð, og ljóð eru skrifuð; meira að segja eru tónverk ekki lengur samin, heldur skrifuð sí og æ; jafnvel dansar eru skrifað- ir. Ekki þarf að fara í grafgötur um það, hvaðan þessi skrifdella er ættuð; útlenzkan segir til sín. Raunar gegnir furðu, að málarar skuli ekki líka skrifa myndir sín- ar; það ætti sér raunar nokkra stoð í málsðgunni. En það gera þeir ekki; þeir mála þær að vísu sjaldnast heldur; þeir vinna þær. Auðvitað fer ekki nema vel á því, að verk sé sagt unnið, þó að vísu hafi löngum verið öðruvísi að orði komizt, þegar um lista- verk er að ræða. En þegar lista- maður er tekinn til að vinna í olíu og vinna í leir, þá þætti ýmsum jafnvel myndlistar- skriffinnska snyrtilegri. Ég held það sé orðið býsna langt síðan ég hef heyrt þess get- ið, að nokkurt skáld „yrki" ljóð. Kannski er það vegna þess, að mönnum virðist lítilli „orku" só- að nú á dögum í þau verk, sem svo eru nefnd; þau séu bara skrifuð, jafnvel meðan horft er á sjónvarpið, gott ef ekki sofandi. En fari svo fram sem horfir, mun í það styttast, að rithöfund- ur verði kallaður söguskrifari eða leikskrifari, ljóðskáld kallað ljóðskrifari, tónskáld tónskrif- ari, og danshöfundur dansskrif- ari. Má þá með sanni segja, að komið sé system í galskapinn. Auðvitað þarf sögnin að skrifa að halda sínu góða gildi og vera tiltæk þegar sjálft handverkið ber á góma, hvort sem um er að ræða ritað mál, nótur að tón- verki, eða jafnvel dansrit. Og víst skal hún enn sem fyrr geta brugðið fyrir sig merkingunni að semja. En sé hún þrælkuð af þeirri grimmd sem nú tíðkast, mun þessi ræfill fyrr en varir hljóta nokkuö af örlögum þeirra orða, sem ómarkvís ofnot hafa svipt allri merkingarskerpu, unz þau verða í málinu eins og gróð- urlaust flag eftir örtröð. Slíkt framferði væri svosem eftir okkur íslendingum, sem að nauðsynjalausu eyðileggjum landið okkar með ofbeit og fiski- miðin með ofveiði, og eigum alls ekki skilið, að okkur sé fyrirgef- ið, því við vitum upp á hár hvað við erum að gera. *&& THE OBSERVER FráPóllandi Pólskir blaðamenn múlbundnir að nýju LAUGARDAGINN 20. mars síoastliðinn birtist í Varsjárblöðunum tilkynning frá starfandi borgarstjóra, Debicki hershöfðingja, þar sem sagði, að blaða- mannasamtökin pólsku hefðu verið leyst upp og ástæðan sögð sú, að þau hefðu unnið að upplausn ríkisins og þeirra stofnana þess, sem fengist hefðu við upprýsingamiðlun í þjóðfélaginu. Starfsemi blaðamannasamtak- anna hefur verið bönnuð frá því að herlogin voru sett í Póllandi 13. desember sl. og því kom það fáum á óvart að þau skyldu vera leyst upp opinberlega. Það er haft eftir Hier- onim Kubiak, meðlimi í stjórn- málaráðinu, að sú ákvörðun hafi verið tekin þegar á fyrsta degi herlaganna, enda studdu samtðkin Samstoðu með ráðum og dáð og börðust m.a. fyrir því, að blaða- menn gætu „haft ofan af fyrir sér á heiðarlegan hátt", eins og formað- ur þeirra, Stefan Bratkowski, sagði á sl. hausti. í fyrrihluta marsmánaðar birtist lítil auglýsing í Varsjárblaðinu Zycie Warszawy og er sagt, að ekki hafi annað efni í blaðinu verið meira lesið þann daginn. Auglýs- ingin var þannig: „Mig vantar heið- arlegt starf." Undirrituð „Jacek Maziarski", en hann er einn af kunnustu blaðamönnum í Póllandi. Honum, ásamt fjöldamörgum starfsbræðrum sínum, sem harðast hafa barist fyrir auknu frjálsræði í Póllandi, hefur nú verið vikið úr starfi og er algerlega bannað að koma nálægt blaðamennsku fram- ar. Samtímis þessum atburðum hef- ur vikuritinu Rzeczwistoc (Raun- veruleikinn) verið leyft að koma út á ný, en útkomu þess ásamt öllum öðrum bloðum var hætt þegar her- lögin voru sett. Sú ákvörðun þykir mikið áfall fyrir hina hófsamari ráðamenn í Póllandi, eins og t.d. Rakowski varaforsætisráðherra, enda blaðið í höndum harðlínu- manna innan kommúnistaflokks- ins, sem hafa ekkert tækifæri látið ónotað til að ráðast á hann fyrir undanlátssemi. Annað vikurit mun einnig líta dagsins ljós í Póllandi á næstunni, rit, sem ekki hefur komið út í eina öld og heitir „Vikuritið". Það kom út fyrst 1865, skömmu eftir að Rússar höfðu barið niður uppreisn pólsku þjóðarinnar gegn yfirráðum þeirra og í ljósi þess þykir útkoma þess nú nokkrum tíðindum sæta. Fyrir hundrað árum var boð- skapur „Vikuritsins" sá, að Pól- verjar skyldu gleyma þeim hernað- arlega og pólitíska ósigri, sem þeir biðu 1863, en einbeita sér þess í stað að uppbyggingunni í landinu, en nú er talið, að boðskapur „Viku- ritsins" verði þessi: Gleymum Sam- stöðudögunum og þeim frelsisvon- um, sem við þá voru bundnar, en snúum okkur þess í stað að endur- reisn atvinnuveganna. sem upp kemur um borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík: Tekst Sjálfstæðisflokknum að vinna meirihluta sinn í borgarstjórn á ný? Um annað verður ekki spurt í þessum kosningum. Þetta er spurningin, sem hinn reykvíski kjósandi tekur þátt í að svara með atkvæði sínu. Frambjóðendur bæði Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks hafa tekið af skarið um, að ef flokkar þeir, sem standa að núverandi borgarstjórnar- meirihluta, fá aðstöðu til að vinna saman aftur, undir forystu Al- þýðubandalagsins, verði það gert. Það er því hægt að kjósa áfram- haldandi borgarstjórnarforystu Alþýðubandalagsins um þessa flokka, ekkert síður en Alþýðu- bandalagið sjálft. Þetta er þrí- skipt framboð sama meirihluta, sem gengur undir almannadóm í borgarstjórnarkosningunum. Framboðslistar þríflokkanna eru þrjár leiðir að sama marki: áfram- haldandi borgarstjórnarforystu kommúnista! Vinstri meirihlutinn í Reykja- vík hefur fengið sitt reynslukjör- tímabil. Hvernig hefur honum til tekizt? Reykvíkingar, sem eru nú reynslunni ríkari, kunna það vel skil á frammistoðunni að óþarfi er að hafa um mörg orð. I þeirri reynslusögu vinstri meirihlutans í borgarstjórn fyrirfinnst ekki einu sinni undantekning frá höfuðregl- unni: að meirihlutinn hefur brugð- izt. Láglaunasvæði - háskatta- borg í höfuðborginni milli Sjálfstæðis- flokksins annarsvegar — og allra hinna hinsvegar! Það er aðeins ein spurningin Reykjavíkurborg hefur ekki haldið hlut sínum í fólksfiölgun þjóðarinnar undanfarin ár. Ibúum hefur ýmist fækkað, þeir staðið í stað eða fjölgun verið svo óveru- leg, að hvergi nærri nálgast með- alfjölgun landsmanna né fjölgun til samræmis við ríkjandi fæðingatíðni. Þetta þýðir hreint út sagt, að mun fleiri hafa flutzt frá borginni en til hennar, öfugt við það sem lengst af var á fyrri áratugum. Hvað veldur? Orsakirnar eru efalítið marg- þættar en nef na má: • 1) Samdrátt í frumatvinnu- greinum. Reykjavík, sem var vagga togaraútgerðar í landinu, hefur hvergi nærri haldið hlut sín- um í sjósókn og fiskvinnslu, né öðrum frumvinnslugreinum. • 2) Ríkjandi stefna í skatta- og lóðamálum borgarinnar hefur gert valkost búsetu í nágranna- byggðum fýsilegri en í höfuðborg- inni, þann veg, að bæði fólk og fyrirtæki hafa leitað héðan og þangað. Þegar lóðir skortir hér en bjóðast við bæjardyrnar, þar sem skattheimta er og hógværari, stýrir það þeirri þróun, sem orðið hefur. • 3) Meðaltais atvinnutekjur eru verulega lægri í Reykjavík en víðast annars staðar, sbr. tölu- legar upplýsingar hér á eftir. Reykjavík hefur ekki lengur það forskot varðandi tekjumöguleika og afkomu fólks, sem hún áður hafði, heldur hið gagnstæða. Samanburðartölur um atvinnu- tekjur (1980), en nýrri saman- burður er ekki fyrir hendi, sýna þetta Ijóslega. Meðalatvinnu- tekjur framteljenda vóru á þessu ári sem hér segir (eftir kjördæm- um): • Vestfjarðakjördæmi kr. 52.783.- • Reykjaneskjördæmi kr. 51.948.- • Suðurland kr. 47.085.- • Austurland kr. 47.068.- • Vesturland kr. 46.965.- • Reykjavík kr. 45.801.- • Norðurland eystra kr. 45.468.- • Norðurland vestra kr. 41.156.- Reykjavík er hér þriðja lægsta tekjusvæðið. Margt bendir til að hlutur borgarinnar sem launa- svæðis hafi enn hrakað þó tölu- legur samanburður þar um sé ekki fyrir hendi. Hin hliðin, skattahliðin, sést m.a. af því, að útsvör í Reykjavík hafa verið 11,88% á gjaldstofn en 10 til 10,5% á Seltjarnarnesi. Fasteignaskattar eru 0,5% á stórhækkað fasteignamat (en gjaldstofn fasteignaskatta er mun hærri í Reykjavík en víðast hvar annars staðar á landinu) en 0,4% á Seltjarnarnesi. Sambærilegur skattkvóti er 1,25% í Reykjavík en 1% á Seltjarnarnesi að því er varðar atvinnuhúsnæði. Skattaáþján vinstrimennskunn- ar, bæði hjá borg og ríki, undan- farið kjörtímabil er svo kapítuli út af fyrir sig, sem skattborgarar þekkja alltof vel til þess að það þurfi að tíunda hér og nú. En það er kominn tími til að þakka fyrir herlegheitin og vísa vinstri flokk- unum í skammarkrókinn, enda hafa þeir kolfallið á öllum sínum reynsluprófum. Ár aldraðra Meðalævi íslendinga hefur lengst svo, að þeir verða nú allra kvenna og karla elztir. Þessu ber að fagna, enda mælikvarði á breytta og bætta þjóðlífshætti. Þessi þróun hefur hinsvegar breytt aldurshlutfalli þjóðarinnar verulega og kallað á ýmsar aðrar breytingar, sem því miður hafa látið á sér standa. Við höfum ekki þróað þjóðfélag okkar nægilega að þessari breyt- ingu, sem orðin er — og verður. Stærsti og dekksti bletturinn á ís- lenzku velferðarþjóðfélagi líðandi stundar en vöntun sjúkrarýmis fyrir hina öldruðu, en hundruð öldrunarsjúklinga, sem þarfnast umönnunar fagfólks á sjúkra- stofnunum, bíður og hefur lengi beðið slíkrar vistar, oft við alger- lega óviðunandi aðstæður. B-álma Borgarspítala, sem leysa á brýn- asta vandann, hefur verið alltof lengi í byggingu. Þar hefði verk- hraði mátt vera mun meiri. Önnur þjónusta, sem gjarnan má efla, er heimilishjálp, sjúkra- hjálp í heimahúsum, dagvistun á heilbrigðisstofnunum og göngu- deildarþjónusta. Allt kapp verður að leggja á það, að aldrað fólk, sem getur og vill, eigi þess kost að búa sem lengst á eigin heimilum, innan um muni sína, þar sem það kann oftast bezt við sig. Þjónusta, sem til þarf, er mun ódýrari fyrir þjóðfélagið en bygging sérstakra stofnana, dvalarheimila, þó sá valkostur þurfi jafnframt að vera fyrir hendi. Að lokinni starfsævi, þegar tómstundir verða langar, þarf hin aldraða sveit að eiga kost á að verja tíma sínum á æskilegan hátt. Þeir, sem hafa starfsþrek og starfsvilja, þurfa að búa að starfi við sitt hæfi. Aðstaða þarf að vera til eðlilegs félags- og föndurstarfs. Og ferðalög, innanlands og utan, þarf að skipuleggja. Árið 1982 er ár aldraðra. Það er því eðlilegt að leiða hugann að þessum málum, svo mjög sem þörf er viðbragða á þessum vettvangi. Ymsir hafa vísað veginn með lofs- verðu framtaki, eins og Gísli Sig- urbjörnsson, sem lyft hefur Grett- istaki bæði að Grund í Reykjavík og Ási í Hveragerði. Þá má og nefna framtak sjómannasamtak- anna, Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði, og á eng- an er hallað þó staðhæft sé, að þar hafi Pétur Sigurðsson, alþingis- maður, skilað meira og gifturíkara starfi en flestir aðrir. Hann hefur sem alþingismaður haft forgöngu um og verið boðinn og búinn til að styðja hvaðeina, er styrkt hefur aðstöðu aldraðs fólks í þjóðfélag- inu. Hann var og hvatinn að því að gera árið 1982 að ári aldraðra, samátaki ríkis, sveitarfélaga, samtaka og einstaklinga, til að búa rosknu fólki bætta þjóðfélags- aðstöðu. Megi sú viðleitni sem bezt takast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.